Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 37
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 18/6 kl 14,
Su 19/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 26/6 kl 14,
Lau 9/7 kl 14,
Su 10/7 kl 14,
Su 17/7 kl 14,
Su 24/7 kl 14
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Stóra svið
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning,
Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20
Síðustu sýningar
Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.–16. júní.
Kl. 12: Hádegistónleikar í Sverrissal Hafnarborgar. „Tenór á toppn-
um“: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Antonía Hevesi píanóleik-
ari flytja vinsælar canzonettur og aríur frá Ítalíu. Aðgangur ókeypis á
meðan húsrúm leyfir.
Kl. 20: Dýragarðssaga eftir Edward Albee í uppsetningu Leikfélags
Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla. Leikarar eru Gunnar B. Guð-
mundsson og Guðmundur L. Þorvaldsson. Leikstjóri er Halldór Magn-
ússon, þýðingu gerði Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Aðgangseyrir kr.
1000.
Bjartir dagar
ENN á ný hefur ein af helstu val-
kyrjum íslensks sönglífs, Margrét
Bóasdóttir, drifið fólk með sér og
slegið upp kóraveislu við Mývatn í
upphafi sumars. Auk þess að sækja
tónleikana stendur fólki ýmis af-
þreying til boða í Mývatnssveit, m.a.
jarðböð, golf, gönguferðir og seta á
kaffihúsum. Svipmikil náttúran við
vatnið skapar líka alltaf dálítið sér-
staka stemningu og gerir fólk opn-
ara fyrir furðum og fegurð, ekki síst
tónlistarinnar. Föstudagskvöldið 10.
júní héldu þrír af kórunum, sem taka
þátt í kórastefnunni, fjölsótta tón-
leika í Skjólbrekku. Þetta voru Kór
Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar
Torfadóttur, Noorus-kórinn frá
Eistlandi, stjórnandi Raul Talmar;
og Árnesingakórinn í Reykjavík með
Gunnar Benediktsson við stjórnvöl-
inn. Kór Dalvíkurkirkju byrjaði tón-
leikana og var efnisskráin mjög á
þjóðlegum nótum. Fyrst gat að
heyra meistarastykki Jóns Nordal,
Smávinir fagrir og síðan þjóðlagið Á
Sprengisandi. Þá kom gamall ís-
lenskur sálmur, Að minni sálu amar,
í smekklegri útsetningu Báru
Grímsdóttur, síðan þjóðlögin, Hér
undir jarðar hvílir moldu og Veröld
fláa, í flottum og sívinsælum útsetn-
ingum Hjálmars H. Ragnarssonar.
Kórinn söng gegnumsneitt mjög vel
þó stundum væru milliraddir eilítið
hikandi á tóninum og bassinn hefði á
stundum mátt vera sterkari. Styrk-
leikaandstæður máttu líka stundum
vera pínulítið skarpari t.d. í útsetn-
ingum Hjálmars. Ég á þessi föt eða
Buxur, vesti, brók og skór eftir Atla
Heimi var lokalag
þeirra Dalvík-
inga. Lagið er
skemmtilegt og
smellinn vefn-
aður sem hljóm-
aði vel og sann-
færandi í
meðförum kórs-
ins.
Noorus-kórinn
eða „Æskukórinn“, steig næstur á
svið. Þetta er margverðlaunaður
ungmennakór frá Tallinn, og var það
vel við hæfi að fá kórinn norður í
land hvar eistneskir tónlistarkenn-
arar hafa verið að tón-ala ungdóm-
inn um árabil. Kórinn söng lög eftir
núlifandi eistnesk tónskáld og voru
allir textarnir nema einn eftir eitt
helsta ljóðskáld Eista á þessari öld,
Hando Runnel. Ekkert laganna var
sérlega framúrstefnulegt, laglínur
voru mestmegnis tóntegundabundn-
ar en ómstríðir hljómar heyrðust af
og til. Heiti eistnesku laganna voru
ekki þýdd í efnisskrá sem verður að
teljast nokkur annmarki þar sem
viðbúið var að fáir áheyrenda skildu
eistnesku. Stjórnandinn reyndi samt
að kynna efni textanna á ensku eftir
því sem kunnátta hans á því tungu-
máli leyfði. Fyrsta lagið, Homme, (Á
morgun) með hnyttnu glissþrástefi í
viðlagi og blístursstrófum var eftir
M. Siimer. Næst kom lagaröð eftir
kórverkasmiðinn Veljo Tormis, eitt
þekktasta tónskáld Eista þar sem
víða kveður við þjóðlegan tón í bland
við nýrra tónmál. Lögin voru áheyri-
leg einkum það þriðja, Ei ole mekat
meil (Við þurfum Mekku) sem var
kraftmikið og fullt af andstæðum. Af
tveimur lögum eftir U. Sisask var
Kodumaal rännates (Gengið á landi)
forvitnilegra, popp/rappkennd tón-
smíð þar sem lokatónn hendingar
var gjarna beygður niður eins og oft
gerist í talmáli. Síðasta lag Noorus-
kórsins var Siin mu rõõmumaa
(Land gleði og sorgar) eftir fræg-
asta kventónskáld Eista, Ester
Mägi, geðþekk tónsmíð og sérlega
vel sungin af kórnum. Hið sama má
reyndar segja um öll lög kórsins, all-
ir tónar hljómuðu hreinir, mismun-
andi dýnamík var vel fylgt eftir og
hendingar mótuðust af mikilli ná-
kvæmni og ögun. Sönggleðin hefði
samt mátt vera meira áberandi.
Eftir hlé var röðin komin að Ár-
nesingakórnum. Hann söng fyrst
ísraelskt lag Shalom aleichem (Frið-
ur sé með þér) síðan tvö popplög eft-
ir Magnús Eiríksson Einhvers stað-
ar einhvern tíma og Einskonar ást.
Þá kom ítalskur madrigal, og gosp-
elsöngur og að lokum tvö lög eftir
afa kórstjórans. Hið fyrra var Vorið
góða eftir Sveinbjörn Bárðarson,
fínn rútubílasöngur og hið síðara
Máríuerlan eftir Jón Árna Sigfússon
bifreiðastjóra og Mývetning. Már-
íuerlan er mjög falleg melódía í
huggulegum fjárlagastíl. Söngur
kórsins var í heild með miklum
ágætum hreinn og tær og gott jafn-
vægi milli radda þó sópraninn hefði
mátt vera sterkari í fyrra laginu eft-
ir Magnús Eiríksson. Sönggleðin
leyndi sér ekki og var ekki síst að
þakka líflegri og gefandi framkomu
söngstjórans. Hann lék líka undir á
hljómgóðan flygil í nokkrum laganna
og gerði það afar smekklega og var á
köflum skemmtilega blúsaður.
Kórakvöld við Mývatn
TÓNLIST
Skjólbrekka
Kór Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar
Torfadóttur, Noorus-kórinn frá Eistlandi,
stjórnandi Raul Talmar; og Árnesingakór-
inn í Reykjavík með Gunnar Benedikts-
son við stjórnvölinn.
Föstudagskvöldið 10. júní.
Kórtónleikar
Jón Nordal
Ívar Aðalsteinsson
Á SÝNINGUNNI má upplifa
ákveðið afturhvarf til tíma þegar
list og vísindi voru ekki aðskildar
greinar heldur þjónuðu svipuðum
hlutverkum í þeirri viðleitni manns-
ins að öðlast skilning og ná valdi á
sjálfum sér og umhverfi sínu með
því að myndgera það, mæla flokka
og skrásetja. Flokkunin sjálf í
þekkingarleitinni hefur getið af sér
mismunandi og breytilegar vís-
indagreinar í tímanna rás. Hinar
„ólíku“ greinar hafa ekki bara orðið
til vegna mismunandi viðfangsefna
heldur einnig vegna ólíkrar nálg-
unar á viðfangsefninu. Vestrænar
tvíhyggjuhugmyndir hafa átt stór-
an þátt í að skapa mismunandi að-
ferðafræði og vægi ýmissa greina
þar sem tilfinningar og innsæi var
stillt upp sem andstæðu rökhugs-
unar og vitsmuna og það síð-
arnefnda var einangrað sem for-
senda vísindaþekkingar. Það hefur
verið eitt einkenni okkar tíma að
endurskoða þessar forsendur tví-
hyggjunnar og nú er runninn upp
tími samþættingar um leið og þver-
fagleg vinnubrögð eru orðin meira
áberandi en áður á fjölmörgum
sviðum. Algengt er í dag að sjá
myndlist sem byggist á að-
ferðafræði vísinda á einhvern hátt
og vísindi sem nýta sér sjónræna
tækni til að gera ósýnilega hluti
sýnilega og myndgera niðurstöður
og rannsóknir. Dæmi um þetta er
hjartalínurit sem verður mynd, en
er ekki myndlist nema listamaður
setji það í slíkt samhengi. Sýning
Húberts Nóa inniheldur landslags-
málverk sem unnin eru eftir skiss-
um og minni listamannsins frá
ferðalagi umhverfis Hjaltlands-
eyjar. Málverkin hafa verið sett í
álramma og komið fyrir í eins kon-
ar tréferðatöskum sem hanga opn-
ar niður úr lofti salarins. Á ál-
rammana eru grafnar upplýsingar,
ákveðin númer sem tákna GPS-
staðsetningarpunkta myndefnisins.
Einnig er á sýningunni sýnt lóð
sem hangir yfir ákveðnum punkti í
sýningarsalnum þar sem þyngd-
arhröðunin hefur verið mæld
9.8226286+/-0.0000003m/s2. Þá má
sjá ljósmynd af hraunlandslagi með
hitamæli í „borunni“ og í kjallara
er sýnt myndband af gufuafls-
borholu á Hellisheiði sem tekin hef-
ur verið með hitamyndavél. Sýn-
ingunni fylgir áhugaverður texti
eftir Ólaf Gíslason listfræðing þar
sem hann fjallar um stjörnusjón-
aukann Spitzer sem nýlega náði
infrarauðum myndum af plánetum
utan okkar sólkerfis, myndir sem
þó eru „úreltar“ miðað við okkar
tímatal því þær eru um 300 milljón
ára gamlar og frá upphafstíma al-
heimsins. Ólafur veltir fyrir sér
hvort vísindin séu í þann mund að
ná því að færa okkur mælanlegar
upplýsingar um tilurð alheimsins
eða jafnvel frá því fyrir þann at-
burð og þar með að höndla hand-
anveruna.
Efnishyggja samtímans, öfugt
við goðsögulegan tíma, leitast við
að sætta tvíhyggjuna með því að
skilgreina andann á forsendum
hins efnislega, og sálina á for-
sendum hins líkamlega. Á þennan
hátt er heilinn rannsakaður og
hugveran mæld, eðli tilfinninga,
trúar og minninga staðsett og efna-
fræði ástarinnar kortlögð.
Sýning Húberts snýst ekki um
að gera lítið úr vísindum eða sýna
fram á fáfengileika þeirra, miklu
frekar má skynja einlægan áhuga á
undrum þekkingar sem mannshug-
urinn hefur náð, sá sami manns-
hugur sem getur umbreytt upplif-
unum og reynslu í myndir. Enginn
greinarmunur er hér gerður á list
og vísindum, vægi ímynda eða
tæknilegra staðreynda í þekking-
arleitinni, þar sem slíkur munur
væri í þessu samhengi aðeins
byggður á grundvelli þess mæl-
anleika sem skynfærin hafa til-
einkað sér og er kannski bara
tímabundinn misþroski í vitund-
arlífinu.
Listir og vísindi
MYNDLIST
Terpentine gallery
Sýningu lokið.
Húbert Nói
Survey (rannsókn/mæling á yfirborði jarð-
ar)
Þóra Þórisdóttir
VINAFÉLAG Íslensku óperunnar
stóð fyrir óperuferð til Vín-
arborgar í byrjun júní sl. Upp-
haflega var lagt af stað með það í
huga að sjá m.a. Kristin Sig-
mundsson syngja hlutverk Must-
afà í Ítölsku stúlkunni í Alsír í
Vínaróperunni, en því miður for-
fallaðist Kristinn á síðustu stundu.
Vinafélagar létu þó ekki deigan
síga og nýttu sér dagana í Vín til
að fara á óperusýningar, tónleika,
kaffihús, listasöfn og margt fleira.
Einnig var farið í skipulagða
skoðunarferð um Vín undir leið-
sögn Gunnhildar Gunnarsdóttur.
Allir í hópnum sáu sýningu í
Vínaróperunni á Ítölsku stúlkunni
í Alsír og þrátt fyrir að Kristins
væri sárt saknað var hópurinn
mjög ánægður með sýninguna.
Einnig fóru margir á sýningu á
Don Carlos, óperu Verdis, í upp-
runalegri útgáfu. Þeir sem fóru á
Die Verkaufte Braut í Fólksóper-
unni voru stoltir af okkar mönn-
um í sýningunni þeim Bjarna Thor
og Einar Guðmundssyni. Einnig
var farið á frumsýningu á Kátu
ekkjunni og á tónleika með
mezzósópransöngkonunni Vessel-
ina Kassarova og margt fleira.
Eftir sýninguna á Ítölsku stúlk-
unni í Alsír var sameiginlegur
kvöldverður á veitingastað í ná-
grenni óperunnar þar sem Bjarni
Thor Kristinsson og Örvar Krist-
insson, söngvarar sem báðir
starfa í Vín, hittu hópinn. Ferðin
gekk í alla staði mjög vel, að sögn
skipuleggjenda, og veðrið lék við
ferðalangana sem eru nú þegar
farnir að skipuleggja næstu óp-
eruferð. Ítarleg ferðasaga verður
í Óperublaðinu sem kemur út í
haust.
Íslenskir óperuunn-
endur í Vínarborg
STRENGJAFESTIVAL í Skálholti er nú að hefja sitt fjórtánda starfsár.
Fyrri hluti Strengjafestivals verður í Skálholti 13.–16. júní og seinni hluti
þess 8.–14. ágúst. Strengjafestival í Skálholti samanstendur af spilatímum,
samspili, tónleikum, listsköpun og kvöldvökum. Einnig er miðað við
fræðslu um gróður og náttúrufar. Staðurinn er skoðaður og fræðsla um
sögu Skálholts veitt. Á Strengjafestivalið eru fengnir kennarar bæði utan-
lands og innan. Auk íslenskra kennara verður einnig eistneskur kennari og
kennari frá Danmörku.
Kennarar á fyrri hluta námskeiðsins eru Lilja Hjaltadóttir, sem einnig er
listrænn stjórnandi, Tiina Kuusmik, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Anna
Rún Atladóttir meðleikari en á seinni hluta námskeiðsins verða kennarar
Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Elisabeth Zeuthen-Schneider frá Dan-
mörku auk Lilju Hjaltadóttur. Meðleikari verður Kristinn Örn Kristinsson
Strengjafestival
haldið í Skálholti