Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 40
40 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Í hraða lífsins kemur að því að
við rekumst á hvert annað
lí i í
i
Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul
Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og
ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma.
ROGER EBERT
ROLLING STONE
S.K. DV.
Capone XFM
H.L. MBL.
Ó.H DV
S.K DV
Ó.H.T RÁS 2
Inside Deep Throat kl. 7 - 9 og 11 b.i. 16
A Lot Like Love kl. 10.30
Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16
The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.40 - 8 og 10.20
aston kutcher amanda peet
RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU
Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort
tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá.
Heimildarmynd frá
Óskarsverðlaunahafanum
Brian Grazer
Myndin var tekin á 6 dögum
fyrir 25.000 dali.
Ríkisstjórnin vildi ekki að þú sæir myndina.
Hún var bönnuð í 23 ríkjum.
Myndin halaði inn
600 milljónir dala á heimsvísu.
Hún er arðsamasta mynd kvikmyndasögunnar.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Halldóra - Blaðið
Í DÓMI mínum um Ást rakti ég
lítillega tilurð þessara plötutvennu
og ég mæli eindregið með því að
sá dómur verði lesinn áður en
byrjað er á þessum.
Á ... í 6 skrefa fjar-
lægð frá Paradís
snýr Bubbi sér að al-
mennari vangavelt-
um um skilnað sinn
við Brynju. Lögin
eru lágstemmdari og
það er þyngra yfir
hér ... svo þungt
reyndar stundum að
manni stendur ekki á
sama. Trúbadúrinn
Bubbi fær að skína
hér og hann sannar,
enn og aftur, að í
þeim geiranum er
hann mikill meistari.
Í „Stjórna og stýra“
bregður þannig fyrir
barnagælustíl á borð
við það þann sem
hann notaði í „Þingmannagælu“
(Af Von, 1992) og „Þú sem ert mér
fjær“ er vel heppnaður, hefðbund-
inn vísnasöngur með „latin“-blæ.
Í „Einn dagur enn“ nær Bubbi
að slá mann út af laginu með ótrú-
legum játningum. Lagið er einkar
þunglyndislegt og þar segir:
„Stundum er sársaukinn of mikill/
Að dauðinn verður lausn og lykill/
Burtu frá því lífi sem þú lifir/
Framkvæma og þú ert kominn yf-
ir“. Blákaldar sjálfsmorðshugleið-
ingar semsagt og Bubbi er „fullur
af heitri dauðaþrá“. Það er hrika-
legt að hlusta á þetta. Þunglyndið
sækir svo að af fullum krafti í
„Svartur hundur“ en svo kallaði
Winston Churchill þetta ömurlega
ástand sem hann stríddi víst reglu-
lega við. Drungi og deyfð fylgir
laginu eins og svo mörgum hér en
einnig fegurð. „Svartur hundur“ er
afspyrnu vel heppnað lag, snið-
uglega brotið upp eftir tvær og
hálfa mínútu með
glúrnum milli-
kafla. Líkt og á
Ást skiptast hér á
einfaldar stemmur
og lyklaðri, lengri
lög. „Vonin blíð“
og „Draumur“ eru þannig lítil og
falleg lög og sama má segja um
eitt besta lag tvennunnar, „Get
bara ekki“. Þar er Bubbi einn með
gítarinn og viðurkennir að sál sín
sé löskuð og þreytt, hann sjái bara
eina konu og því er það svo að:
„Ég get bara ekki sofið hjá“.
Tvö síðustu lögin eru glæst.
Strengir styðja smekklega við
„Ástin getur aldrei orðið gömul
frétt“ og lokalagið, „Breiðstræti
ástarinnar“ er sígildur Bubbi,
harmrænt og dramatískt lag sem
hæglega má stilla upp við hlið þess
besta sem hann hefur gert.
... í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
er heilsteyptara verk en Ást, laga-
smíðarnar eru sterkari en það er
ekki hægt að aðskilja þetta tvennt.
Plöturnar eru eitt verk.
Nú má ekki láta hjá líða að geta
þáttar Barða Jóhannssonar upp-
tökustjóra. Allur hljóðfæraleikur
og hljómur eru fyrsta flokks og
Barði ljær plötunni nánast
„franska“ áferð því þrátt fyrir dep-
urðina renna þær ljúflega í gegn.
Hljómurinn er mjúkur og þægileg-
ur. Einnig verður að geta söng-
raddar Bubba sem er frábær á
báðum plötum. Röddin lágvær og
kröftug á víxl – ávallt einlæg og
einbeitt – og Bubbi beitir sér á
mismunandi hátt eftir efni og að-
stæðum og gerir það mjög fag-
mannlega.
Nú er kvartöld liðin frá því að
Bubbi gaf út sína fyrstu plötu og
það er ekki hægt að segja að glað-
værð fylgi þeim tímamótum. En
þessar tvær plötur, og heildar-
hugmyndin á bak við þær, eru
verðugir vottar þess að Bubbi
Morthens er stórkostlegur tónlist-
armaður og því er a.m.k. hægt að
fagna. Hann hefur sannarlega lent
í því að misstíga sig á löngum ferli
og oft má færa rök fyrir því að
hann hafi farið í hluti af meira
kappi en forsjá. En þannig vinnur
Bubbi og hann væri fyrsti mað-
urinn til að játa þessu.
En bara þessar tvær plötur
sanna að Bubbi Morthens er enn
skapandi – og hann skiptir enn
máli.
Og úr því að það er verið að
leggja öll spil á borðið vil ég segja
við þig, Bubbi Morthens, að lífið er
þess virði að lifa því þrátt fyrir
erfiðleika, fals og vonbrigði. Með
tilvísun í þig sjálfan: „Lífið, lífið,
lífið er dásamlegt.“
Myrkrið svart
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Bubbi Morthens syngur, leikur á kassa-
gítar og semur lög og texta.
Barði Jóhannsson stýrði upptökum. Upp-
tökumenn voru Barði og Óskar Páll
Sveinsson. Útsetning í „Ástin getur aldr-
ei orðið gömul frétt“ var í höndum Hreið-
ars Inga Þorsteinssonar. Aðrir hljóðfæra-
leikarar/söngvarar eru Denis Benarrosh
(trommur, ásláttur), Barði Jóhannsson
(bassi, Rhodes, Hammond, forritun,
Cuica, Melodica), Laurent Vernerey
(bassi), Christian Chenet (rafgítar), Guð-
mundur Pétursson (rafgítar, kassagítar),
Kjartan Valdemarsson (Rhodes), Esther
Talía Casey (bakraddir), Nói Steinn Ein-
arsson (trommur) og Jakob S. Magn-
ússon (bassi), Róbert Þórhallsson
(kontrabassi), Hrafnkell Orri Egilsson
(selló), Þórunn Ósk Marinósdóttir
(víóla), Monika Abendroth (harpa)
Sena gefur út.
Bubbi – … í sex skrefa
fjarlægð frá Paradís
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAR eð plöturnar tvær sem Bubbi
gefur út í dag, Ást og ...í 6 skrefa fjar-
lægð frá Paradís, eru hugmynda-
fræðilega samofnar er rétt að tæpa á
nokkrum hlutum sem eiga við þær
báðar. Lesendur ættu því að byrja
lesturinn hér.
Báðar eiga þessar plötur það sam-
eiginlegt að það er nánast óþægilegt
að hlusta á þær. Ekki það að tónlist
eða flutningur hennar séu að valda
þeirri tilfinningu heldur eru textarnir
það berorðir, einlægir og sársauka-
fullir að það er eins og maður hafi
slysast til að heyra eitthvað sem mað-
ur átti alls ekki að heyra.
Plöturnar fjalla hvor á sinn hátt um
skilnað Bubba og konu hans Brynju
en þau tvö slitu samvistum seint á síð-
asta ári. Rætt hefur verið um plöt-
urnar þannig að Ást sé einslags
poppplata en ...í 6 skrefa fjarlægð frá
Paradís sé lágstemmd kassagít-
arplata. Þetta á ekki við nema að litlu
leyti, því að í raun er svipbragðið
nokkurn veginn það sama. Öllu glað-
værari tónar einkenna þó Ást, en þar
er Brynja sjálf í forgrunni og er plat-
an hreinskiptin ástarjátning, án kala
eða kergju. Á ...í 6 skrefa fjarlægð frá
Paradís má hins vegar heyra sértæk-
ari pælingar og sára sjálfskoðun.
Þjáningin er mjög svo áþreifanleg og
er hún til muna myrkara verk.
Bubbi er margslunginn maður en
eitt hefur aldrei dulist, að hann er yf-
irmáta einlægur og ástríðufullur. Á
báðum plötunum leiðir hann hlust-
andann óhikað um innstu hugar-
fylgsni sín og áhrifin af því að hlusta
eru á köflum sláandi – hreinlega lam-
andi þegar sorgin er hvað mest. Inn-
tak platnanna á sér einskonar hlið-
stæðu við „Love Will Tear Us Apart“
með Joy Divison að því leytinu til að
hér eru öll spil lögð miskunnarlaust á
borðið. Til að undirstrika stemn-
inguna eru ljósmyndir umslaganna
beggja teknar í kirkjugarði. Bubbi er
þar fjarrænn á svip og á sumum
myndunum má sjá unga konu, ein-
hvers konar gyðju eða jafnvel vofu.
Í vissum skilningi eru þessar tvær
plötur mikilvægustu plötur sem
Bubbi Morthens
hefur gert á ferl-
inum og þær eru al-
gerlega einstakar í
ferilskrá þessa iðna
og hæfileikaríka
listamanns. Því
Bubbi varð að gera þessar plötur.
Fyrst og síðast eru þær meðferð,
hugleiðing, leið út úr erfiðri sál-
arkreppu.
Efnið sem hér er að finna var sam-
ið í einni kippu og á köflum bera plöt-
urnar merki þess. Lagasmíðarnar
eru mestan part einfaldar, stundum
full einfaldar, og sum lögin minna
meira að segja sterklega á eldri lög
Bubba. Ekkert er þó verulega slakt
hér, nema í einstaka tilfellum. Text-
arnir eru líka einfaldir, stundum nán-
ast barnslegir, og stundum falla þeir
illa við laglínurnar. Það er samt
merkilegt með þessi lög hans Bubba
að í fyrstu og annarri hlustun virðast
lögin lítið merkileg en í þriðju, fjórðu
hlustun og áfram er eins og ljósið hjá
manni kvikni.
En þessir þættir eru ekki það sem
gerir plöturnar að því af-
reki sem þær eru. Það er
heildarmyndin og það að
Bubbi stígi fram af þess-
ari svaðalegu hreinskilni
sem er svo magnað.
Ástæðan fyrir þessum
plötum vegur í raun
meira en sjálf tónlistin
þegar öllu er á botninn
hvolft. Báðar plöturnar
eru meira eins og ein
stór dagbókarfærsla frá
manni í djúpstæðri ást-
arsorg. Einstaka lög
skipta ekki máli í hinu
stóra samhengi.
Ást er einlægur ást-
aróður til þeirrar sem „fyllir hjarta“
Bubba eins og lesa má út úr skila-
boðum í upplýsingabæklingi. Hver
þetta er verður svo skýrt í laginu
„Stór pakki“ en þar segir: „Stafurinn
B hefur lengi fylgt mér/nítján ár og
hann tilheyrir þér“.Það er freistandi
að álykta að titillinn vísi til Bubba
sjálfs, sé einhvers konar sjálfsýni/
sjálfskoðun en hann syngur ákveðið í
viðlaginu: „Ég er stór pakki...“
Tónn plötunnar/platnanna er sleg-
inn af festu strax í fyrsta laginu sem
heitir einfaldlega „Ástin mín“:
„Skugginn þinn fyllir hjarta mitt/
Móðir barna minna yndið mitt/Hver
hvíslar í nótt ég elska þig/Hver hlust-
ar í nótt á hjarta þitt slá“. Hér gefur
að líta bæði þá innilegu ást sem Bubbi
ber til Brynju um leið og örvæntingin
og afbrýðisemin lætur á sér kræla.
Fyrri helmingur plötunnar rennur
vel, lögin fín og grípandi og þola vel
endurspilun. En svo kemur að laginu
„Nafnið þitt“ sem er varla lag – ein-
tóna tveggja mínútna stemma sem
fer ekki neitt og kannski hefði verið
best að sleppa henni. Eða hvað? Nú
erum við komin að dæmi um hvernig
heildin virðist skipa meira máli en
einstakir hlutar. Texti lagsins, sem er
síendurtekið „Og ég hrópa hrópa upp
nafnið þitt/Get ekki hætt að elska
þig“ virkar meira eins og mantra,
einskonar hugleiðslustef til sáluhjálp-
ar. Lagið þarf líklega að vera þarna,
þó að það sé ekki merkilegt sem slíkt.
Við enda plötunnar liggja tvö lög,
einkar áhrifamikil. Í „verður að
sleppa“ liggur þungamiðja þessarar
plötu. Lagið er þunglamalegt, skríður
hægt áfram en yfir því er mikil reisn
og söngur Esther Talíu Casey gerir
mikið. Það er greinilegt að Bubbi hef-
ur legið yfir textanum og hér dregur
hann marga þætti saman. Þetta er af-
skaplega sárt lag og Bubba liggur
hvergi meira á hjarta en hér. Segir
m.a.: „Þú deyrð á hverjum degi ert
orðinn aðeins fjarlæg minning nú“,
„Inní þér brennur ofsafenginn eldur
þig langar að skaða þann/Sem hvílir
sæll við hlið hennar...“. En hér er líka
von og tilraun til lausnar: „Þú verður
að sleppa sleppa engin önnur leið út/
Ef þú elskar hana svona mikið“ og
„Ég verð að komast út í ljósið út í
ljósið ég verð að ná“.
Það er svo hrein snilld hvernig
platan endar. Lokalagið „Hvað sem
verður“ (að vísu er eitt falið lag á eftir
því) er hresst og fönklegið og Bubbi
endar hugrakkur og keikur á því að
lýsa því yfir að: „Hvað sem verður
mun ást mín fylgja þér“ og enn-
fremur að „Megi skuggi aldrei falla á
þig/Fallega yndið mitt/Þó ég sé far-
inn þú verður alltaf ljósgeislinn minn/
Megi hver einasti dagur í lífi þínu
verða happadagurinn þinn.“
Þetta er hrífandi endir, Bubbi
hugsar ekki illa til Brynju heldur að-
eins af hreinni, tærri ást.
Bubbi Morthens hefur lengi verið á
meðal fárra íslenskra tónlistarmanna
sem hafa virkilega eitthvað fram að
færa í textum sínum en aldrei hefur
hann verið berorðari en hér. Nema ef
vera skyldi á hinni plötunni...
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Bubbi Morthens syngur, leikur á kassa-
gítar og semur lög og texta.
Barði Jóhannsson stýrði upptökum. Upp-
tökumenn voru Barði og Óskar Páll
Sveinsson. Aðrir hljóðfæraleikarar/
söngvarar eru Denis Benarrosh (tromm-
ur), Barði Jóhannsson (bassi, Rhodes,
rafgítar, Hammond, forritun), Daði Birg-
isson (Rhodes, orgel, píanó, Mellotron),
Laurent Vernerey (bassi), Christian Che-
net (rafgítar), Guðmundur Pétursson
(rafgítar, kassagítar), Kjartan Valde-
marsson (píanó), Arnar Geir Ómarsson
(trommur), Ellen Kristjánsdóttir (bak-
raddir), Esther Talía Casey (söngur), Nói
Steinn Einarsson (trommur) og Jakob S.
Magnússon (bassi). Sena gefur út.
Bubbi – Ást
Plötutvenna Bubba, Ást og …í 6 skrefa fjarlægð frá
Paradís, er á vissan hátt mikilvægustu plötur sem
hann hefur gert, plötur sem hann varð að gera.
Arnar Eggert Thoroddsen
Brynja … ég elska þig