Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
FÆREYSKA olíufélagið P/F Atl-
antic Petroleum í Þórshöfn verður
skráð á aðallista Kauphallar Ís-
lands hf. miðvikudaginn 15. júní
næstkomandi. Er þetta fyrsta er-
lenda félagið sem skráð er í Kaup-
höll Íslands og um leið fyrsta fær-
eyska félagið sem er skráð á
hlutabréfamarkaði.
Mosaic Fashions hf. verður að
öllum líkindum skráð í Kauphöll-
inni 21. júní næstkomandi, að sögn
Helgu Bjarkar Eiríksdóttur,
markaðs- og kynningarstjóra
Kauphallar Íslands. Það eru nokk-
ur tímamót, að tvö ný félög séu
skráð í Kauphöllinni, því Atlantic
Petroleum verður fyrsta félagið
sem er skráð í Kauphöllinni frá því
í nóvember 2003 að Flaga Group
tók upp skráningu. Það er KB
banki sem annast skráningu
beggja félaganna í Kauphöllinni og
mun annast viðskiptavakt með
bréf Atlantic Petroleum í Kaup-
höllinni.
P/F Atlantic Petroleum var
stofnað í febrúar 1998 af færeysk-
um fjárfestum og er með höfuð-
stöðvar í Þórshöfn í Færeyjum.
Forstjóri þess er verkfræðingur-
inn William Petersen. Markmið
Atlantic Petroleum er að verða
miðlungsstórt olíu- og gasfélag í
Norður-Atlantshafi. Hluthafar í
Atlantic Petroleum eru um þrjú
þúsund talsins. Verðmæti hlutafjár
í félaginu er nú um 74 milljónir
danskra króna (um 783 milljónir
ÍKR). Heildareignir félagsins 31.
mars síðastliðinn voru metnar 111
milljónir danskra króna (1.174
milljónir ÍKR), að því er segir í
fréttatilkynningu frá félaginu. Atl-
antic Petroleum tekur þátt í olíu-
leit samkvæmt þróunarleyfum við
Færeyjar og Stóra-Bretland, bæði
í Norðursjó og Atlantshafinu. Þar
er félagið í samvinnu við önnur
fyrirtæki, svo sem Amerada Hess,
British Gas, DONG, Nexen, Petro-
Canada, Kerr McGee, Venture,
Bow Valley og Geysir.
Atlantic Petroleum, ásamt sam-
starfsaðilum, fékk fyrsta leyfið
sem veitt var til olíuleitar við Fær-
eyjar. Borun eftir olíu við Fær-
eyjar hófst í september 2001 og
tveimur mánuðum síðar var til-
kynnt að fundist hefði vænleg olíu-
og gaslind. Nú er verið að meta
þennan olíufund. Atlantic Petrol-
eum tekur einnig þátt ásamt fleir-
um í olíuleit og vinnslu á Chest-
nut-svæðinu í Norðursjó. Búist er
við að olía fari að streyma þaðan
árið 2007. Einnig vinnur félagið
ásamt fleirum að undirbúningi ol-
íuvinnslu á Perth-svæðinu.
Færeyskt olíufélag
skráð hér á markað
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrsta erlenda hlutafélagið sem skráð er í Kauphöll Íslands
ÁRLEGUR Esjudagur fjölskyldunnar var haldinn í gær og er þetta í átt-
unda sinn sem SPRON stendur fyrir slíkum degi. Esjudagurinn er fjöl-
skylduhátíð þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Esjukapphlaupið var ætlað hinum alsprækustu og voru verðlaun veitt
fyrir árangur í því. Vanir göngugarpar gátu gengið um Laufskörðin með
leiðsögn og Haraldur Örn Ólafsson og fleiri voru með leiðsögn fyrir þá sem
vildu ganga á Þverfellshorn og Öxl. Þá var boðið upp á skógar- og fræðslu-
ferð um svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Dagskráin tók mið af allri fjölskyldunni og var Benedikt búálfur með
skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina. Á svæðinu var líka slegið upp hoppu-
kastala og boðið upp á veitingar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölbreytt dagskrá á
Esjudegi fjölskyldunnar
ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans í ís-
lenska landsliðinu í handknattleik unnu
öruggan níu marka sigur á Hvít-Rússum,
33:24, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni Evr-
ópumeistaramótsins í Kaplakrika í gærkvöld
að viðstöddum um 2.000 áhorfendum. Íslenska
liðið hefur því vænt forskot fyrir síðari leik
þjóðanna sem fram fer í Minsk í Hvíta-
Rússlandi næsta laugardag. Samtals úrslit úr
leikjunum tveimur ráða því hvor þjóðin tekur
þátt í Evrópumeistaramótinu í Sviss í byrjun
næsta árs. | Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Með vænlega stöðu til Minsk
TÍU eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins verða meðal þeirra sem
taka á móti Lagarfossi, leiguskipi Eimskipa-
félagsins, á Grundartanga en von var á skip-
inu að bryggju snemma dags í dag.
Ammoníaksleki uppgötvaðist úr tveimur
hylkjum í einum gámi skipsins um helgina
þegar það var statt út af Aberdeen í Skot-
landi á leið til Reykjavíkur.
Áhöfn Lagarfoss hafði samband við
strandgæsluna í Aberdeen og var skipinu
snúið til Skotlands þar sem komist varð fyrir
lekann. Sú viðgerð tók um sjö klukkustundir
en að henni lokinni hélt skipið áleiðis til Ís-
lands. Höskuldur H. Ólafsson, aðstoðarfor-
stjóri Eimskips, segir það ekki vitað hve
mikið af efninu fór út.
„Það getur hafa verið að þrýstiloki eða
eitthvað slíkt hafi bilað en ekkert hættu-
ástand skapaðist. Þegar svona kemur upp
vita menn ekki nákvæmlega um hvað er að
ræða og því var haft samband við aðila í
Bretlandi,“ segir Höskuldur.
Eftir að ákveðið var að stefna Lagarfossi
til Grundartanga óskaði Slökkvilið Akraness
eftir því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
aðstoðaði við nauðsynlegan viðbúnað í
Grundartangahöfn. Að sögn Jóns Viðars
Matthíassonar, slökkviliðsstjóra SHS, munu
eiturefnakafararnir sjá til þess að alls örygg-
is verði gætt við losun gámsins og grípa til
frekari ráðstafana ef nauðsyn krefur.
Eiturefna-
kafarar
taka á móti
Lagarfossi
SKIPSTJÓRINN á Sólborgu ÞH-270 ósk-
aði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um
kl. 10 í gærmorgun vegna tundurdufls sem
komið hafði upp með veiðarfærum skips-
ins sem var þá statt í mynni Reyð-
arfjarðar. Sprengjusérfræðingur Land-
helgisgæslunnar leiðbeindi skipstjóranum
um hvað gera skyldi en tveir starfsmenn
sprengjudeildar héldu síðan austur. Flutti
Björgunarsveitin Þór á Reyðarfirði þá út í
Sólborgu þar sem þeir gerðu duflið óvirkt.
Sólborgu var síðan siglt til hafnar á Reyð-
arfirði þar sem duflinu var eytt.
Fengu tundurdufl
í veiðarfærin
♦♦♦