Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 4
4 | HNLFÍ 50 ÁRA
Heilsustofnun Nátt-
úrulækningafélags Ís-
lands stendur nú á
merkum tímamótum.
Hálf öld er liðin frá
stofnun hælisins.
Fimmtíu ár eru langur
tími í tilveru stofnunar
sem HNLFÍ. Margar
hliðstæðar stofnanir,
bæði opinberar og
stofnanir reknar af fé-
lagasamtökum, hafa
risið og fallið á
skemmri tíma. Nú er
því full ástæða til að
fagna merkum áfanga og gleðjast
en jafnframt er tilefni til að horfa
til framtíðar með fortíð í huga.
Ekki verður hjá því komist við
þessi tímamót að minnast með að-
dáun frumkvæðis forystumannsins
Jónasar Kristjánssonar læknis.
Atorka hans og framsýni vekur
djúpa virðingu. Ég heyrði á mínum
æskuslóðum í Skagafirði mikið
minnst á þennan ötula lækni, sem
reyndar var kominn til annarra
starfa er ég óx þar úr grasi. Fram-
sýni og lýðheilsumeðvitund Jón-
asar lýsti sér strax á árum hans í
Skagafirði. Hann stofnaði þar
æskulýðsfélag árið 1929 er hann
nefndi Tóbaksbindindisfélag Sauð-
árkróks og er slík framsýni núna
um þremur aldarfjórðungum síðar
aðdáunar- og virðingarverð í
hæsta máta.
Náttúrulækningahugsjónin var
Jónasi hugleikin alla tíð. Aðkoma
hans að stofnun náttúruvernd-
arsamtakanna og tilurð hælisins er
öllum kunn og verður því ekki rak-
in nánar hér.
Einn öflugasti þátturinn í starf-
semi hælisins sem byggir á hug-
sjónum Jónasar er hin sterka lýð-
heilsuhugsun, sem þar hefur
ævinlega markað starfsemina.
Áhersla er lögð á mik-
ilvægi þess að kenna
fólki þá miklu ábyrgð
sem hver og einn ber
á eigin heilsu. Skjól-
stæðingunum eru
gerðar ljósar eigin lífs-
venjur og hvernig
megi bæta þær, svo
sem með tilliti til mat-
aræðis, hreyfingar og
almennrar heilsu- og
líkamsræktar. Á þess-
um vettvangi hefur
heilsuhælið lyft grett-
istaki, það er orðið
landsþekkt stofnun sem margir
hafa leitað til reglubundið um
langan tíma sér til bættrar líðunar
og heilsubótar. Á sama tíma hefur
hælið lagt aukna áherslu á með-
höndlun og umönnun þeirra sem
hafa þurft að leita sér endurhæf-
ingar vegna sjúkdóma eða slysa.
Á þessum merku tímamótum vil
ég óska heilsuhælinu alls hins
besta um ókomna tíð. Ég tel að
samstarf við stjórnendur og starfs-
menn alla sé með mestu ágætum
og trúi því að stofnunin eigi sér
trygga framtíð. Hún hefur leitast
við að fylgjast með þróun tímans,
tekið til sín nýjustu þekkingu sem
nauðsynleg er til þess að starfsemi
af þessum toga geti dafnað og
fylgst vel með í tækjabúnaði og
allri aðstöðu. Þessi viðhorf, ásamt
hinum góðu tengingum við land
og þjóð, hafa tryggt henni farsæla
starfsemi undanfarna hálfa öld og
ég tel stofnunina hafa allar for-
sendur til þess að starfa af alefli
um ókomin ár. Tel ég fullvíst að
hún muni fagna stórafmælum
með reisn að nýju þegar fram líða
stundir.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra.
Fimmtíu ára
afmæli HNLFÍ
Jón Kristjánsson
Heilsu- og leirböð hafa alltaf verið í öndvegi í
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Djúpur hiti í leir-
baði slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi.
Leirinn er sagður hafa góð áhrif á gigt, vöðva-
bólgu, streitu, psoriasis og önnur húðvandamál.
Gestir eru 15 mínútur í leirnum og 20 mínútur í
slökun.
Gestir og gangandi geta nú, án þess að panta,
notið hvíldar og slökunar í baðhúsi Heilsustofn-
unar NLFÍ í Hveragerði um helgar, en þar er blaut-
og þurrgufa, heitir pottar; bæði úti og inni, auk
víxlbaða. Nauðsynlegt er að panta með eins dags
fyrirvara í leirböð, nudd og heilsuböð.
Það getur verið ákjósanlegt fyrir gesti að fara
fyrst í gönguferðir, jafnvel fjallgöngur, skoða bæ-
inn og njóta fagurs umhverfis í friði og ró og enda
svo í baðhúsinu með t.d. leirbaði, nuddi og loks
ljúffengum mat í matsalnum. Svo er líka alveg upp-
lagt að koma bara beint í baðhús Heilsustofnunar
og láta amstur liðinnar viku lönd og leið.
Morgunblaðið/ÞÖK
Baðhúsið opið um helgar
Heilsulind í hálfa öld
HEILSUSTOFNUN NLFÍ 1955-2005.
Útgefandi: Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Ábyrgðarmaður og
blaðamaður: Gunnar Hersveinn. Afmælisnefnd: Formaður Hulda Sigurlína
Þórðardóttir, Anna Pálsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björg Stefánsdóttir, Geir
Jón Þórisson, Hjörtur Benediktsson, Ingibjörg Kjartansdóttir. Forsíðumynd:
„Stúlka í leirbaði“ Sunna Stefánsdóttir. Þorvaldur Örn Kristmundsson tók
myndina. Aðrar ljósmyndir: Arnaldur Halldórsson, Hulda Sigurlína Þórð-
ardóttir, Sigurjón Skúlason o.fl. Umbrot, prentun og dreifing: Morgunblaðið.
NÁTTÚRULÆKNINGASTEFNA
Heilsustofnunar NLFÍ byggir á heildrænum lækningum. Heilsu-
vandi einstaklinganna er metinn í félagslegu, andlegu og lík-
amlegu samhengi. Heilsustofnunin er góður dvalarstaður
fyrir þá sem þurfa að staldra við og huga að eigin heilsu.
Hjá HNLFÍ starfar úrval fagfólks.
Heilsustofnun NLFÍ - Grænumörk 10 - 810 Hveragerði -
Sími: 483 0300 - Símbréf: 483 0311. Skrifstofa NLFÍ -
Laugavegi 7 - 101 Reykjavík - Sími: 552 8191 - Símbréf: 561
8191 - nlfi2@simnet.is - Heimasíða: www.hnlfi.is
Árið 2004 hófu Íslenskir aðal-
verktakar byggingu á þjónustu-
íbúðum við Heilsustofnun Nátt-
úrulækningafélags Íslands í
Hveragerði. Við kaup á þjónustu-
íbúð gerast kaupendur aðilar að
samningi við Heilsustofnun NLFÍ,
þar sem þeir fá aðgang að viða-
mikilli þjónustu gegn greiðslu
mánaðarlegs grunngjalds. Dæmi
um þjónustuna, sem er innifalin í
samningnum, er öryggishnappur í
hverju húsi sem tengdur er við
hjúkrunarvakt HNLFÍ allan sólar-
hringinn með sérstöku öryggis-
kerfi. Vöktun kerfisins og svörun er
í umsjón starfsfólks HNLFÍ sem
veita mun íbúum aðstoð í gegnum
síma, veita almennar ráðleggingar,
kalla til vakthafandi lækni á heilsu-
gæslustöð ef með þarf o.s.frv.
Næturvarsla er á svæðinu og eru
farnar þrjár eftirlitsferðir um svæð-
ið á tímabilinu 23.00 til 07.00. Íbú-
ar hafa aðgang að sundlaug, nýju
baðhúsi og gufuböðum á tímum
utan fastra meðferðartíma, auk
aðgangs að líkamsræktarsal og
reglulegra viðtala við íþróttakenn-
ara og næringarfræðing.
Húsin eru glæsilega hönnuð af
Hróbjarti Hróbjartssyni, arkitekt hjá
VA arkitektum. Í boði eru þrjár
gerðir af raðhúsaíbúðum á einni
hæð. Þau minnstu eru 2ja herbergja
og 86 fm., millistærðin er 3ja her-
bergja og 100 ferm. og stærstu hús-
in eru 3ja herbergja og 111 ferm.
Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án
gólfefna, að undanskildum gólfum
í anddyri og þvottahúsum auk bað-
herbergja, sem eru flísalögð. Í inn-
réttingum og hurðum geta kaup-
endur valið um eik, beyki, birki eða
kirsuber. Óski kaupandi eftir því að
hanna íbúðina að eigin smekk er
tekið vel í þær óskir, en þær þurfa
þó að koma fram í tíma. Í eldhúsi er
keramikhelluborð, blástursofn og
gufugleypir með kolasíu. Mikið er í
húsin lagt; útveggir eru klæddir lit-
aðri álklæðningu og harðviði að
hluta og gluggar álklæddir timbur-
gluggar.
Opið hús á sunnudag
Í tilefni af 50 ára starfsafmæli
HNLFÍ verður opið hús að Lækjar-
brún 2 sunnudaginn 24. júlí, milli kl.
13 og 17, þar sem sölumenn munu
taka á móti gestum og svara spurn-
ingum.
Þjónustuíbúðir ÍAV