Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 16
16 | HNLFÍ 50 ÁRA Ásta Jónasdóttir er ein eftirlifandi af börnum Jónasar Kristjánssonar læknis og býr á heimili aldraðra í Seljahlíð í Reykjavík, þar sem blaðamaður heimsótti hana og spurði um föður hennar og eigið líf. Ásta er 93 ára gömul. Hún er einbeitt og hefur augljóslega verið kvik kona í hreyfingum og er enn. Jónas Kristjánsson sem var einn af brautryðjendum náttúrulækn- ingastefnunnar á Íslandi, hafði for- ystu um undirbúning og uppbygg- ingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Jónas læknir fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést á Heilsuhæli Náttúrulækninga- félags Íslands í Hveragerði 3. apríl 1960. Ásta segir svo frá að pabbi hennar hafi orðið fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína þegar hann var barn að aldri og hét hann þá föður sínum því að hann skyldi verða læknir mætti það verða til þess að sem fæst börn misstu móð- ur sína á unga aldri. Með dugnaði og þrautseigju lauk hann ætl- unarverki sínu með aðstoð ætt- ingja og vina, en öll ævi Jónasar bar merki þess eldmóðs sem með honum bjó. Eiginkona Jónasar var Hansína Benediktsdóttir frá Grenj- aðarstað, dóttir sr. Benedikts Krist- jánssonar, en þau Jónas voru bræðrabörn. Hjónaband þeirra var farsælt, börn þeirra voru Rann- veig, Regína Margrét, Guðbjörg, Ásta og Kristján. Regína og Kristján Rannveig fæddist 18. október 1903, Regína Margrét 30. apríl 1905, Guðbjörg Birkis 7. maí 1908, Ásta Jónasdóttir 9. nóvember 1911 og Kristján Jónasson 12. maí 1914. „Regína dó 18 ára gömul 30. sept- ember 1923,“ segir Ásta. „Við tvær og mamma fórum þá um sumarið ríðandi í kringum Mývatn, það var geysilega skemmtilegt og gott veður, en Regína kvartaði undan höfuðverk. Ég verð eftir í Múla hjá móðursystur minni Karólínu og er þar í mánuð. Þegar ég kem heim á Sauðárkrók aftur þá er Dolla eins og Regína var kölluð, á engjunum, en pabbi var með búskap, þrjár beljur, tíu rollur og tíu hesta. Við Anna, dóttir Steingríms læknis, er- um að hasast með vatnsslöngu í garðinum þegar ég sé Guðbjörgu systur mína koma ríðandi og Dollu hangandi fram á hesti sínum sem Guðbjörg teymdi, því hún getur ekki haft sig uppi. Hún er háttuð inn í rúm og fær svo rosalegar blóðnasir að ég hélt að henni myndi blæða út. Hún var dáin eftir fimm daga, hún fékk heilahimnu- bólgu,“ segir Ásta. Jónas var fyrst læknir á Brekku í Fljótsdal frá 1900–1911, þá fór hann í Skagafjörðinn eftir að Sig- urður Pálsson læknir þar drukkn- aði, og var til 1940. Ásta og Krist- ján bróðir hennar eru fædd í Skagafirði. Kristján lést af slysför- um aðeins 33 ára gamall en hann var kvensjúkdómalæknir og er hann faðir Jónasar, ritstjóra DV. Gunnlaugur Kristján Jónsson, son- ur Regínu Birkis Guðbjargar systur Ástu og forseti NLFÍ til margra ára, hefur ritað nokkuð um langafa sinn og kemur þar m.a. fram að hjónin Jónas og Hansína hafi orðið fyrir erfiðum áföllum á lífsleiðinni. Lífsorkan er þó áberandi, því lækn- ishjónin ólu einnig upp fjögur fóst- urbörn; Pál Kristján Daníelsson, Ingibjörgu Hólmfríði Jónsdóttur, Hansínu Kristrúnu Sigurðardóttur og Hansínu Margréti Bjarnadóttur. „Móðir mömmu var hálfdönsk og hét Regína Magdalena Sívertsen, dóttir Hans Antons Sívertsen um- boðsmanns,“ segir Ásta. Jónas var þrælsterkur og duglegur „Pabbi var ungur sveitastrákur sem missti móður sína úr tauga- veiki í Húnavatnssýslunni og ákvað að verða læknir,“ segir hún og að Jónas hafi verið bæði geysilega duglegur maður og útsjónarsamur. „Við vorum með búskap heima, vorum með tún þarna fyrir neðan bæinn í Sauðárkrók. Það var mikið að gera hjá pabba, en ég man að hann kom stundum við í heyskapn- um hjá okkur, tók þá hrífu augna- blik og djöflaðist svoleiðis að það varð verkfall hjá öðrum við að horfa á hann. Pabbi var þræl- sterkur og duglegur, hann ham- aðist svo mikið að hann var á við marga, energíið var svo mikið,“ segir hún. Hún segir að pabbi sinn hafi verið geysilega mikill áhuga- maður um margt og mikið um andleg málefni. „Hann var vakinn dag og nótt, hann fékk fæstar nætur að sofa í friði. Hann var vak- inn upp til að fara í vitjanir um miðjar nætur,“ segir hún, en Jónas var talinn með færustu skurðlækn- um síns tíma. Jónas stofnaði ásamt Birni Krist- jánssyni, stórkaupmanni og góð- vini sínum, og öðrum góðvinum, Náttúrlækningafélag Íslands á Sauðárkróki árið 1937 og hann helgaði sig heilsuvernd til æviloka. Hann flutti til Reykjavíkur og vann að framgangi þess að stofna heilsuhælið. „Pabbi seldi allt sem hann átti til að stofna Heilsuhælið í Hveragerði, hann seldi mér og tengdasyni sínum Gunnarsbraut 28 til að fá peninga fyrir hælið og hann gaf fyrsta áfangann,“ segir Ásta. Húsið á Gunnarsbraut var heimili Jónasar og Hansínu eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Jónas gaf, með samþykki erfingja sinna, nánast aleigu sína til uppbygg- ingar hælisins. Hann þáði aldrei laun þann tíma sem hann starfaði þar. Umdeildar kenningar, umdeildur maður Ásta var við opnun heilsuhæl- isins árið 1955. „Pabbi hélt ræðu ásamt mörgum öðrum. Mjög margir voru við opnunina, miklu fleiri en hælið tók,“ segir hún og að hún hafi oft síðan komið með gesti sína á heilsuhælið til að bjóða þeim í mat. „Hælið var óskabarn pabba, og hugsjón sem hann helg- aði sig síðustu árin,“ segir hún. Ásta minnist læknanna sem störfuðu á heilsuhælinu með vel- þóknun, hún nefnir Úlfar Ragn- arsson og Björns L. Jónsson. „Björn var aðdáandi pabba og fór í læknanámið eftir að hann kynntist honum,“ segir hún. Björn fór um fimmtugt í læknadeild, en hann hafði verið veðurfræðingur áður. Að loknu kandídatsári á sjúkra- húsum og héraðslæknisskyldu hélt hann til Þýskalands til að kynna sér náttúrulækningar og starfaði á bað- og nuddlækningahæli í eitt ár. Við heimkomuna 1960 gerðist hann aðstoðarlæknir borg- arlæknis í Reykjavík og gegndi því starfi í nær fimm ár en var jafn- framt starfandi læknir í Reykjavík. Í maí 1965 gerðist hann yfirlæknir á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og gegndi því starfi til æviloka. Björn var í ritstjórn Heilsuverndar, tíma- rits NLFÍ, frá stofnun þess 1946 og ritstjóri frá 1961 til æviloka. Björn sagði í minningargrein um Jónas að nafni hans hefði verið haldið á lofti því hann var einn besti og vinsælasti læknir síns tíma vegna þess að hann var öðlingur. Jónas hefði aftur á móti valið bar- áttuna og því verið umdeildur og ekki verið hampað sem skyldi. Ásta minnist þessarar baráttu, hún segir að átök hafi átt sér stað, en að fað- ir hennar hafi unnið persónulega sigra. Læknar deildu um stefnu Náttúrulækningafélagsins og einnig voru átök innan félagsins. Ásta segir að sumir læknar hafi kallað pabba sinn arfalækninn, og hugsjón Jónasar var stundum köll- uð „heilsutrúboð“ í niðrandi merk- ingu. Starf hans var aftur á móti mikils metið af öðrum, því þeir voru fullvissir um að með lífs- háttum í samræmi við lögmál nátt- úrunnar myndu menn öðlast heil- brigðara og farsælla líf. Gáfuð en ekki námsmanneskja Segja má að margar af kenn- ingum Jónasar um heilbrigt líferni hafi hlotið brautargengi á síðari árum, því nú hafa heilsuvernd og forvarnir hlotið sinn sess. Hann lagði áherslu á grófmeti úr jurta- ríkinu í mat og segir Ásta að pabbi hennar hafi ekki borðað kjöt. „Ég man þó eftir að hafa setið til borðs með honum þar sem súrt selsspik var á disknum hjá honum og borð- aði kartöflur og smjör með en aldr- ei kjöt,“ segir hún. „Ég fór í nám, en stakk alltaf af, ég nennti ekki að læra, ég gat það, en nennti því ekki,“ segir hún og henni hafi gengið vel í þeim próf- um sem hún tók. „Ég las aldrei en mundi allt utan að og var alltaf efst, þannig að pabbi hélt að ég væri svona gáfuð og ætlaði að láta mig læra. Hann fór til systur sinnar sem var gift Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra í Flensborg, og fékk skólavist fyrir mig. Ég fór í skólann en veiktist eftir tæpan mánuð og lá veik í tvo mánuði en kláraði samt um vorið. En mér leiddist svo mikið að ég neitaði að fara aftur. Þetta var í eina skiptið sem var stríð á milli okkar pabba. Hann vildi að ég lærði, því ég var gáfaða dóttirin. En það varð ekkert úr mér, því ég nennti ekki að lesa,“ segir Ásta. Mikilsmetinn starfskraftur Ásta fór þó í Verzlunarskólann 1928 og 1929 og gekk vel og fékk vinnu á skrifstofu Ríkisskipa. Hún var fljót að öðlast virðingu á skrif- stofunni sem dugnaðarstarfs- kraftur enda kappsöm. Hún segist hafa fengið góð bókaralaun og verið ánægð. Ásta starfaði þar í áratugi. Hún segir að Sigurður Sveinsson, skrifstofustjóri Rík- isskipa, hafi orðið 100 ára á árinu og búi nú einnig í Seljahlíð eins og hún, hann er bróðir Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Eftir að Ásta hætti á Ríkisskipum varð hún húsmóðir, hún var einnig bókari hjá verslun Náttúrulækn- ingafélagsins á Týsgötu 3. „Ég átti þrjú börn og svo komu barnabörn- in og þessi er elstur,“ segir hún og bendir á Bjarna Þórarinsson, ráð- gjafa hjá ÓB ráðgjöf, sem fylgdi blaðamanni á fund Ástu ömmu sinnar. „Bjarni minn, ég passaði þig nú þónokkuð, er það ekki?“ segir hún. „Já, ég man eftir því, ég var mikill ömmustrákur,“ segir hann. Bjarni var mikið hjá Ástu á Gunn- arsbrautinni. Fyrri maður Ástu var Bjarni Pálsson, sem jafnframt er afi Bjarna. Börn þeirra eru Svanhildur, Jónas og Svavar. Seinni maður Ástu hét Skúli Guðmundsson kennari sem kenndi í 40 ár í Austurbæj- arskóla og var vinsæll kennari. Fylgdi föður sínum að málum „Ég bjó víða, t.d. á Freyjugötu 39 og svo Gunnarsbraut 28 mjög lengi,“ segir Ásta. Jónas pabbi hennar keypti Gunnarsbraut í byggingu og flutti inn í húsið nýtt. Hann var með læknastofu niðri og bjó sjálfur uppi á efri hæðinni og í risinu. Jónas lagði ávallt mikið upp úr baðlækningum og var m.a. með heit böð og leirböð á Gunn- arsbraut. Hann var einnig með nuddstofu, þannig að segja má að vísir af heilsuhælinu hafi verið á Gunnarsbrautinni. „Hann lét fólk „Það sem hefur unnist, hefur ekki hopað“ Ásta, dóttir Jónasar Kristjánssonar, er 93 ára, ein eftirlifandi barna foreldra sinna Fjölskylda Ástu í kringum 1921, fremri röð frá vinsti: Ásta, Hansína, Jónas, Kristján. Efri röð frá vinstri: Rann- veig, Guðbjörg og Regína Margrét. Ásta Jónasdóttir heima hjá sér í Seljahlíð í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.