Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 18
18 | HNLFÍ 50 ÁRA
G. Berg ehf, Hveragerði
Garðyrkjustöðin Fagrihvammur ehf, Hveragerði
Eden ehf, Hveragerði
Bílaverkstæði Jóhanns Garðarssonar, Hveragerði
RARIK lifandi afl
Landbúnaðarháskóli Íslands
Blikksmiðja A. Wolfram, Hveragerði
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður ehf, Selfossi
Prentsmiðja Suðurlands, Selfossi
Tandur hf, Reykjavík
Guðmundur Tyrfingsson, hópferðabílar
Frumskógar gistiheimili, Hveragerði
Talnakönnun, Reykjavík
Sumarhúsið og garðurinn, Reykjavík
Láshúsið, Reykjavík
ALMERKING skiltagerð, Reykjavík
HENSON SPORTS HF, Reykjavík
Sveitarfélagið Ölfus
Eftirtaldir viðskiptavinir og velunnarar senda kveðjur í
tilefni af 50 ára afmæli Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði:
www.eirberg.is
Hjörtur Benediktsson er garð-
yrkjustjóri á Heilsustofnun en
garðrækt hófst þar árið 1958.
Garðyrkjustöð HNLFÍ var sú fyrsta
ásamt þeirri á Sólheimum til að
vera helguð lífrænni ræktun.
Blaðamaður hitti Hjört á garð-
yrkjustöðinni og fræddist um
starfsemina. „Við framleiðum
matjurtir fyrir stofnunina og selj-
um umframmagnið ýmsum versl-
unum og eru þær merktar stofn-
uninni,“ segir Hjörtur.
Garðyrkjustöðin hefur vottun
frá eftirlitsstofnuninni Túni sem
vinnur eftir Evrópustöðlum og er
starfsemin tekin út árlega. „Í líf-
rænni ræktun er óheimilt að nota
tilbúinn áburð, einnig eru öll eit-
urefni til varnar illgresi, skaðleg-
um sveppum og skordýrum bönn-
uð,“ segir hann. Ekki má raska
jafnvægi náttúrunnar við rækt-
unina.
Í garðyrkjustöðinni eru rækt-
aðar 20 tegundir matjurta, þar af
er helmingurinn kryddjurtir.
Hjörtur nefnir að einnig séu öll
sumarblóm sem plantað er í garð
Heilsustofnunar ræktuð á staðn-
um. „Þá er ótalið heilsuteið frá
stofnuninni sem sett er saman úr
villtum íslenskum jurtum sem
tíndar eru í ósnortinni nátt-
úrunni,“ segir hann. Samkvæmt
bókinni Íslenskar lækningajurtir
eftir Björn Jónsson lækni hafa all-
ar þessar jurtir sem notaðar eru í
teið ákveðinn lækningamátt.
„Heilsuteið hefur lengi verið not-
að sem síðdegiste stofnunarinnar
og notið ómældra vinsælda. Nú er
hægt að kaupa það í hentugum
50 gr. pökkum og má með sanni
segja að það hafi slegið í gegn,“
segir hann.
Við göngum um garðyrkjustöð-
ina og skoðum húsakynni. Mikið
er af tómötum, gúrkum, selleríi,
steinselju og grænkáli, en það
hljóta að teljast mikil hlunnindi
fyrir kokkana að geta gengið að
þessum gæðum og fengið mat-
jurtir og krydd úti í garði. Við
skoðum gulrætur, sumarblóm,
hvítkál og kínakál svo nokkuð sé
nefnt. „Þúsund fermetrar eru
undir gleri og svo erum við með
útisvæði,“ segir Hjörtur. Á sumrin
starfa í stöðinni fimm til sex ung-
lingar, en á vetrum stundum er-
lendir skiptinemar.
Verkin á garðyrkjustöðinni eru
mörg. Býflugur eru fluttar inn og
notaðar í stöðinni. Sérstök lýsing
er notuð á meðan á uppeldinu
stendur yfir vetrarmánuðina. Þá
er í stöðinni mjög gott vökv-
unarkerfi sem vatnið seytlar alls
staðar úr, og margt fleira. Fullyrða
má að ræktunin hér sé í úrvals-
flokki, kryddið afbragð og mat-
jurtirnar afar hollar.
Lífræn ræktun
Hjörtur Benediktsson, garðyrkjustjóri HNLFÍ.
Heilsute úr villtum íslenskum jurtum
Þau segja að fyrstu vikan fari í að að-
lagast staðnum og kynnast fólkinu. Í ann-
arri viku sé maður í sókn og finni fyrir ár-
angrinum. Í þriðju viku komist maður í
form og kunni sérlega vel við sig og í
fjórðu vikunni njóti maður vistarinnar í
botn, finni breytinguna og kraftinn. „Ég
sé mun á fólki eftir því sem tíminn líður,
það er hressara, hefur lagt af og lítur bet-
ur út,“ segir Jenný sem hrósar einnig fæð-
inu og félagsskapnum.
Jenný Einarsdóttir og Eiríkur Hansen sitja í
sófa og hafa það gott í kringlunni á
Heilsustofnun, Jenný prjónar og Eiríkur
drekkur te. „Mér líkar mjög vel hérna og
hef náð miklum bata og krafti. Ég fer
héðan sem ný manneskja,“ segir Jenný.
„Ég hef verið hér í fjórar vikur og finn
hvernig batteríin hlaðast,“ segir Eiríkur. „Í
þriðju vikunni fer maður að njóta árang-
ursins af verunni því maður finnur hve
batinn er góður,“ segir hann.Jenny Einarsdóttir og Eiríkur Hansen.
Sjá mikinn mun á fólki