Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 14
14 | HNLFÍ 50 ÁRA © 2005 KPMG Endurskoðun hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn. Alþjóðleg yfirsýn. Nálægð við markaðinn. Með þinn hag að leiðarljósi. KPMG er alþjóðlegt net fyrirtækja sem veita sérfræði- þjónustu með það að markmiði að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína, starfsfólk og samfélagið. Á heimsvísu starfa um 100 þúsund manns hjá KPMG í 148 löndum. Samstarf þessa stóra hóps byggir á reglu- bundnu gæðaeftirliti og aðgangi að upplýsingum sem tryggir fagþekkingu og sömu þjónustu í öllum heimshornum. www.kpmg.is Starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ fellur vel að nútímaáherslum á sviði lýðheilsu sem setja forvarnir og heilnæma lífshætti í öndvegi. Ólafur Sigurðsson rekstrarhagfræðingur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar, en hann starfaði áður hjá EFTA í Brussel í Belg- íu. „Þetta er fjölbreytt starf og lærdómsríkt. Hér hjá Heilsustofnun starfar hugsjónafólk sem trúir á það sem það er að gera,“ segir hann, og að auk þess að uppfylla öll lög og reglugerðir um heilbrigðisfyrirtæki sé þjón- ustan ævinlega hátt skrifuð. Ólafur segir að Heilsustofnunin sé án hliðstæðu á Íslandi. „Hér eru stundaðar hefðbundnar lækningar auk aðferða græð- ara,“ segir hann. „Dvalargestir njóta græn- metisfæðu, fisks, nudds, nálastungna og baðlækninga, m.a. heilsubaða, víxlbaða og leirbaða.“ Hann segir að Heilsustofnunin njóti mikils traust sem hún hafi aflað sér meðal þjóð- arinnar. Hugmyndafræði NLFÍ hefur notið æ meiri viðurkenningar og vinsælda með árunum enda hafa rannsóknir staðfest að mataræði, hreyfing og ábyrgð á eigin heilsu skiptir sköpum fyrir sérhvern einstakling. Heilsustofnunin er sérlega vel í stakk búin til að hjálpa fólki við að glíma við þá sjúk- dóma, sem fylgja lífi í hröðum nútíma, eins og offitu, streitu og reykingar. Hún er einn- ig kjörinn hvíldar- og slökunarstaður frá ys og þys þéttbýlisins, auk þess að sinna for- vörnum. „Dvalargestir skilja áhyggjur sínar eftir þegar þeir koma hingað,“ segir Ólafur. Samkvæmt könnun eru 90% gesta mjög ánægðir með þjónustuna á Heilsustofn- uninni og 10% frekar ánægðir. Jafnframt kom fram í þessari könnun að 75% dval- argesta sögðust hlynntir stefnu HNLFÍ í mat- aræði og 83% voru ánægðir með matinn. Heilbrigðisyfirvöld kaupa þjónustu af HNLFÍ en hún er einnig opin fyrir almenn- ing. Hún er endurhæfing- arstofnun undir stjórn fag- fólks, en hún er meira en það, því hér er lífsstílsmeð- ferð á heimsmælikvarða. Ólafur segir að miklar kröf- ur séu gerðar til stofnunar- innar enda greiði dvalar- gestir sjálfir hluta af kostnaði. Hann segir að að- sókn sé mikil og til að bæta þjónustuna enn frekar verði m.a. reist glæsileg 25x9 m útisundlaug á næst- unni. „Heilsustofnunin stendur traustum fótum enda rekin af skynsemi,“ segir Ólafur. „Hagnaður er ekki leiðar- ljós eigenda, heldur upp- bygging stofnunarinnar.“ Ólafur segir að helstu styrkleikar HNLFÍ felist í hefðum og starfsaðferðum sem reist- ar séu á farsælli sögu hennar. Hann bendir á að staðsetning svo nærri höfuðborgar- svæðinu sé styrkur hennar, bæði vegna dvalargesta og starfsmanna. 90% gesta mjög ánægðir með þjónustuna Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar. Stofnun án hlið- stæðu á Íslandi Sigrid Österby úr Reykjavík, Inga Valborg Einarsdóttir úr Kópavogi og Jakobína Úlfsdóttir frá Vopnafirði, sem býr í Reykjavík, voru að stinga sér inn í bifreið þegar blaðamaður mætti þeim við Heilsustofnunina þar sem þær dvelja. Spurt var hvernig þeim líkaði vistin. „Hér er stórfínt að vera, það er allt jákvætt við að vera hér,“ svaraði Inga umsvifalaust. „Við vorum einmitt að dásama staðinn,“ sagði Jó- hanna og Sigrid bætti við að samvalið faglært fólk ynni á Heilsustofnun og allt væri mjög vel skipulagt. „Okkur líður mjög vel af matnum, við fáum fisk tvisvar í viku,“ segir Sigrid. Þær stöllur nefndu sérstaklega vatnsþjálfunina sem hefði hjálpað þeim mikið og að víxlböðin (heitt og kalt til skiptis) væru ótrúleg og gerðu þær allar léttari á fæti. Léttar á fæti Sigrid Österby, Inga Valborg Einarsdóttir og Jakobína Úlfsdóttir.  Vissir þú að venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súrmjólk innihalda aðeins 4% mjólkursykur, all- an frá náttúrunnar hendi?  Vissir þú að eina morgun- kornið sem ekki inniheldur viðbættan sykur eru óblandaðar hafraflögur?  Vissir þú að algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17–19% og í kökum 21– 28%?  Vissir þú að sykri er bætt í nánast allan pakka-, dósa- og glasamat á Íslandi?  Vissir þú að besta ráðið gegn sjúkdómum er að rækta eigin heilsu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.