Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 10
10 | HNLFÍ 50 ÁRA
Vertu
á léttu
nótunum
Létt & laggott me› ólífuolíu b‡r yfir öllu flví besta
sem einkennir mataræ›i Mi›jar›arhafsbúa – létt,
gómsætt og heilsusamlegt vi›bit.
Njóttu brag›sins og var›veittu heilsuna.
Í anda Mi›jar›arhafsins
Upplýsingamiðstöð Suðurlands
Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk,
810 Hveragerði
Sími: 483 4601, Fax: 483 4604
Netfang: tourinfo@hveragerdi.is
www.southiceland.is
Hverasvæðið í miðbænum
Hveramörk 13, 810 Hveragerði
Símar: 483 5062, 660 3905
Netfang: tourinfo@hveragerdi.is
www.hveragerdi.is
www.southiceland.is
Tjaldsvæðið Reykjamörk
810 Hveragerði
Símar: 483 4605, 660 3905
Rafmagn 220W, losun WC, skolun WC,
áfylling drykkjavatns, þvottavél, þurrkari
Sundlaugin Laugaskarði
810 Hveragerði
Sími: 483 4113 Gunnlaugur K. Jónsson er forseti Náttúrulækninga-
félags Íslands (NLFÍ) og formaður stjórnar Heilsu-
stofnunar félagsins (HNLFÍ) í Hveragerði frá árinu
1999. Hann byrjaði í stjórn NLFÍ og HNLFÍ árið 1991 og
varð forseti árið 1992.
Gunnlaugur er barnabarnabarn Jónasar Kristjáns-
sonar læknis, brautryðjanda náttúrulækningastefn-
unnar og helsta hvatamanns að stofnun Nátt-
úrulækningafélags Íslands. Það var að frumkvæði
Jónasar sem Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, áður
Heilsuhæli NLFÍ, tók til starfa í júlí 1955. „Ég man fyrst
eftir mér í Hveragerði og ég vann þar sem unglingur
og öll mín menntaskólaár,“ segir Gunnlaugur. Móðir
hans er Regína Birkis sem var dóttir Guðbjargar Birkis,
dóttur Jónasar Kristjánssonar læknis.
Árið 1937 var Náttúrulækningafélag Íslands stofn-
að að Hótel Tindastóli á Sauðárkróki. Var Jónas Krist-
jánsson læknir kosinn forseti félagsins og gegndi
hann því embætti til dauðadags árið 1960. Á fimmta
tug aldarinnar og í byrjun þeirrar sjöttu var mikill
uppgangur hjá náttúrulækningafélögunum í landinu
og voru félög stofnuð víða um land. Í dag eru á ann-
að þúsund félagar í NLFÍ, annars vegar í Náttúrulækn-
ingafélagi Reykjavíkur, stofnuðu 1949, og hins vegar
Náttúrulækningafélagi Akureyrar, stofnuðu 1944.
Gunnlaugur hefur fjallað um náttúrulækn-
ingastefnuna í ræðu og riti og m.a. skrifað eftirfar-
andi: „Öll þekkjum við borgarlíf nútímans. Þar lifum
við í tilbúnu umhverfi, gerðu af manna höndum. Það
er heimur malbiks og steinsteypu. Það er heimur kyrr-
setumanna. Þar er andrúmsloftið mengað, maturinn
mengaður og umhverfið mengað. Þar ríkir einnig sál-
ræn og félagsleg spenna, sem margir eiga erfitt með
að þola. Náttúrulækningastefnan er m.a. fólgin í því
að hafa aðgát á þeim áhrifum, sem þessi þróun hins
tilbúna umhverfis nútímans hefur á andlega og lík-
amlega heilsu manna og halda sambandinu við hin
náttúrulegu lífsskilyrði.“
Náttúrulækningastefnan er í grunninn manneld-
isstefna þar sem m.a. er varað við neyslu viðbætts syk-
urs og hvíts hveitis. Hófsemi, ábyrgð og skynsemi í líf-
erni og skilningur á heildstæðum lausnum til að
viðhalda heilsu, þ.e. heilbrigt líferni í víðum skilningi,
er meginhlutverk félagsins í nútíð og framtíð, auk
umhverfisverndar.
„Flaggskip NLFÍ er Heilsustofnunin í Hveragerði.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarið,“ seg-
ir Gunnlaugur og nefnir nýtt glæsilegt baðhús, end-
urnýjun orkumannvirkja, ný bílastæði, nýtískulega
herbergjaálmu og fleira sem er á döfinni, t.a.m. fram-
kvæmdir við 25 m útisundlaug og tengd mannvirki
sem hefjast væntanlega nú síðsumars. „Arkitekta-
stofan Úti-Inni hannaði baðhúsið og vinnur nú að
hönnun útilaugarinnar en einnig njótum við að-
stoðar erlendra ráðgjafa í tengslum við uppbyggingu
Heilsustofnunar.“
Heilsustofnun NLFÍ
NLFÍ er með þjónustusamning við heilbrigðisráðu-
neytið. Árlega koma um tvö þúsund manns til með-
ferðar hjá Heilsustofnun. „Dvalargestir greiða u.þ.b.
30% kostnaðar sem ég álít af hinu góða. Það stuðlar
að aukinni kostnaðarvitund og betri þjónustu þar
sem dvalargestir gera eðlilega meiri kröfur til þjón-
ustunnar en ella þegar þeir bera sjálfir hluta kostn-
aðar.
Dvalargestir sem koma „utan“ þjónustusamnings
greiða hins vegar fyrir þjónustuna að fullu. Þeir þurfa
yfirleitt ekki að framvísa tilvísun frá lækni eins og þeir
sem heilbrigðisyfirvöld greiða fyrir,“ segir Gunn-
laugur. Í haust standa fyrir dyrum viðræður við ráðu-
neytið um nýjan samning en Gunnlaugur segir að
Heilsustofnun veiti ódýrari þjónustu en aðrar stofn-
anir geti boðið fyrir sambærilega þjónustu og sé því
hagkvæmur valkostur fyrir heilbrigðisyfirvöld.
„Úttekt og markaðsgreining hafa verið gerðar á
starfseminni og er unnið að markmiðssetningu og
stefnumótun,“ segir Gunnlaugur. Áhugi er á að
fjölga meðferðarúrræðum auk þess að leggja meiri
áherslu en verið hefur á úrræði þar sem glímt er sér-
staklega við vandamál sem fylgja nútímalifn-
aðarháttum eins og offitu, síþreytu, streitu og kvíða.
Framtíðarmöguleikar Heilsustofnunar eru miklir að
mati Gunnlaugs. Hún er nú annars vegar almenn og
sérhæfð endurhæfingarstofnun og hins vegar veitir
hún hvíldar- og hressingardvöl. Aðstaðan, herbergin,
eru mjög mismunandi. Þau elstu eru frá árinu 1955 og
þau nýjustu frá 2004. Kostnaðarþátttaka dvalargesta
fer fyrst og fremst eftir gæðum herbergja. Ýmsar
byggingar eru barn síns tíma og á næstu árum þarf
nauðsynlega að endurnýja elstu byggingarnar, bæta
og auka við sameiginlega aðstöðu dvalargesta auk
þess sem nauðsynlegt er að byggja nýtt meðferðar-
og endurhæfingarhús sem uppfyllir nútímakröfur.
Ný þjónustuhús/raðhús
Íslenskir aðalverktakar eru að reisa þjónustuhús/
raðhús af ýmsum stærðum á lóð Heilsustofnunar.
Húsin eru sérlega glæsileg og vönduð og taka mið af
þörfum 50 ára og eldri sem hafa aðgang að marg-
víslegri þjónustu Heilsustofnunar og greiða fyrir það
ákveðið mánaðargjald. Hér er um að ræða nýjung á
íslenskum markaði sem vakið hefur verðskuldaða at-
hygli. Nú þegar hafa selst á annan tug húsa en mögu-
leikar eru á að koma fyrir fjölda húsa á lóðinni.
„Heilsustofnun hefur allt frá opnun verið í far-
arbroddi hér á landi hvað varðar fyrirbyggjandi að-
gerðir í heilsueflingarmálum landsmanna enda verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa framúrskarandi
starfsfólki á að skipa og skýra hugmyndafræði. Fram-
tíðin verður í anda upphafsmanns náttúrulækn-
ingastefnunnar, Jónasar Kristjánssonar læknis. Jónas
vildi auka lífsgæði þjóðarinnar með heilbrigðari lífs-
háttum og hvatti landsmenn til að bera ábyrgð á eig-
in heilsu og velferð, og vann einstakt afrek á því sviði.
Í dag efast ég um, að til sé nokkur hugsandi ein-
staklingur sem gerir lítið úr samspili heilsufars og lifn-
aðarhátta,“ segir Gunnlaugur í tilefni þess að nú eru
50 ár liðin frá því að draumur náttúrulækninga-
manna um heilsuhæli rættist.
Manneldisstefna
sem hefur sannað sig
Samspil heilsufars og
lifnaðarhátta er staðfest
Morgunblaðið/Eyþór
Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækninga-
félags Íslands, vill öfluga manneldisstefnu.
Blaðamaður hitti Sigurð Gunnarsson í sundlaug
Heilsustofnunar. Hann býr við Dalbraut 14 í Reykja-
vík. „Mér líkar vel hér að öllu leyti. Það er ljómandi
gott að vera hérna, sundlaugin er sérlega góð og
fallega hönnuð,“ segir hann og tók síðan göngu í
víxlbaði. „Það eykur blóðstreymið í fótunum, ég hef
fundið mjög góða breytingu, þannig að þetta gerir
mér gott,“ segir hann og bætir við að hann hafi
einnig dvalið hér fyrir fimm árum. Sigurður Gunnarsson í sundlaug Heilsustofnunar.
Sundlaugin
er góð