Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 12
12 | HNLFÍ 50 ÁRA „Ég hef tvisvar verið í Hveragerði og notið dvalarinnar til fullnustu. Ég veit ennfremur að svona stað vantar alltaf eitthvað, t.d. ný tæki og því vaknaði hjá mér hugmynd um að stofna Hollvinasamtök Heilsustofnunar,“ segir Ásmund- ur Friðriksson. Ásmundur setti sig í samband við Heilsustofnun NLFÍ þar sem hugmyndinni var vel tekið. Hann fékk síðan til liðs við sig Guðjón Hjörleifsson alþingismann, Guðna Ágústsson landbún- aðarráðherra, Jónu Einarsdóttur, fyrrv. starfsmann HNLFÍ í Hvera- gerði og Orra Hlöðversson bæj- arstjóra. „Við settum undirbún- ingsnefnd á laggirnar og höfum verið að ýta hugmyndinni úr vör. Hollvinasamtökin verða svo stofnuð á afmælinu 24. júlí og formleg stjórn kosin,“ segir Ás- mundur og að ætlunin sé að gefa myndarlega afmælisgjöf. Undirbúningsnefndin fékk óskalista yfir tæki sem Heilsu- stofnun þarfnast. Nefndin safnar einnig félögum í samtökin og fyr- irtækjum sem vilja taka þátt í af- mælisgjöfinni. Leitað er til þeirra sem hafa dvalið á Heilsustofnun til að ganga í félagið. Ársgjald verður innheimt, en öllum vel- unnurum er frjálst að gerast með- limir. „Ætlunin er að gefa mynd- arlega gjöf á nokkurra ára fresti og vinna að framfaramálum stofnunarinnar,“ segir Ásmundur sem telur sjálfsagt að fyrirtæki, stofnanir og félög geti gerst stuðningsaðilar Hollvinasamtak- anna. „Það hafa margir áhuga á að styðja við bakið á Heilsustofnun, enda eiga þeir sem hafa dvalist þarna henni margt að þakka,“ segir Ásmundur og nefnir að gjaf- ir þurfi ekki alltaf að felast í pen- ingum, því sumir geti haldið tón- leika eða verið með menningarkvöld svo nokkuð sé nefnt. „Við viljum breiðan hóp stuðningsfólks í samtökin, hvað- anæva af landinu,“ segir hann. „Það er snilld að vera þarna, þetta er gimsteinn sem margir eiga eftir að uppgötva,“ segir Ás- mundur sem var á Heilsustofnun í endurhæfingu eftir hnéaðgerðir árin 2000 og 2004. „Ég tel að þeir sem vilja halda góðri heilsu eigi að fara á Heilsustofnunina áður en eitthvað gerist,“ segir hann. „Ég tel að stofnunin hafi góðan vaxtarbrodd sem staður til að halda heilsu sinni við. Þarna upp- lifir maður heilbrigt líferni og lær- ir reglur til að viðhalda því. Þarna er gott og verndað umhverfi sem hjálpar manni til að setja sig í góðan gír,“ segir hann og að Hveragerði sé glæsilegur staður, einstakur bær. Hollvinasamtök Heilsustofnunar Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir og Gunnar Magnússon koma við sögu við upphaf Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagins í Hvera- gerði. Hrönn var nýútskrifuð frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands og réðst þá til Jónasar Kristjáns- sonar læknis á heilsuhælið á Hverabökkum. Hún var fyrsta for- stöðukonan og var því ein af þeim sem lögðu hönd á plóginn til að gera drauminn um heilsuhælið að veruleika.. Heilsuhælið var opnað 24. júlí 1955 en til að svo gæti orðið þurfti að vinna mikið. „Þarna var unnið út í eitt og allt fyrir hug- sjónina. Nóttina áður en opnað var voru að störfum iðnaðarmenn úr sjö greinum,“ segir Guðrún Hrönn sem sinnti ýmsum störfum auk matargerðarinnar, t.d. á skrif- stofunni og að hjálpa til í baðhús- inu. „Ég hljóp í gúmmígalla til að hjálpa við að taka fólk upp úr leirnum og spúla það,“ segir hún og minnist þessa tíma með glampa í augum. Hrönn starfaði í hálft annað ár á nýja hælinu. Áfram hélt hug- sjónastarfið eins og sjá má af því að þrír starfsmenn voru ráðnir í hennar störf þegar hún hætti. „Jónas var hvílíkur öðlingur! Hann var hugsjónamaður“ segir hún. Guðrún Hrönn kynntist Jón- asi fyrir þegar hún vann hjá hon- um á Hverabökkum. Árný Filipp- usdóttir var með húsmæðraskóla á Hverabökkum (Breiðumörk 23) á árunum 1936–1956, en á sumrin var Náttúrulækningafélag Íslands með starfsemi í húsmæðraskól- anum. Þar gisti fólk sem stundaði leirböðin á hverasvæðinu og var í fæði. Seinna byggði NLFÍ svo heilsuhælið og var það opnað formlega árið 1955. Hrönn saumaði gardínur og dúka, þreif og pússaði ásamt öðru tilfallandi með starfsfólki sínu á meðan lokið var við bygginguna. Auk þess kynnist hún ungum manni, Gunnari Magnússyni sem hafði verið í námi í húgagnasmíði hjá Guðmundi í Víði, en ekki treyst sér aftur í námið sökum liðagigtar. Guðmundur hringdi í Gunnar og spurði hvort hann vildi ekki fara á Heilsuhælið til Jónasar og gerði hann það. Batavonir voru ekki miklar Læknar áttu ekki von á bata Gunnars því hann var þá mjög slæmur, en Jónas hafði trú á bata og byrjaði á því að taka Gunnar af sterkum lyfjum sem hann var á. „Jónas skoðaði í töskuna hjá mér og tók lyfin. Hann fór með mig í gufuböð og lét mig ganga til að þreyta mig. Hann vakti mig jafn- vel á nóttunni til að fara í gufu,“ segir Gunnar. Hrönn segist fyrst hafa séð Gunnar þegar hann var á spjalli eftir háttatíma við aðra dvalargesti. Hún hafi því rekið hann í rúmið. Síðar felldu þau hugi saman og urðu hjón 9. sept- ember 1956. Gunnar var tvítugur þegar hann var á heilsuhælinu og segist hafa tekið ráð Jónasar mjög alvarlega, því ekkert þráði hann meira en að fá heilsu á ný. „Mataræðið gerði mikið fyrir mig, ég hafði áður að- allega borða kjöt og kartöflur, en nú opnaðist nýr heimur með grænmeti,“ segir hann sem náði sér af liðagigtinni, lauk námi og hélt síðan til náms í húsgagna- arkitektúr í Danmörku. Hrönn og Gunnar hafa æv- inlega haft heilsufæði í hávegum á heimili sínum og grænmeti með öllum mat. „Það hefur fylgt okkur og börnum okkar,“ segir Guðrún Hrönn sem þurfti að hraðfrysta forsoðið grænmeti fyrir veturinn þegar hún starfaði á heilsuhæl- inu, en úrval og hráefni var ekki mikið á þeim tíma. Hún nefnir einnig pressaðan haugarfa sem er þrunginn bætiefnum, hann er mikið drukkinn af þvagfæra- og nýrnasjúklingum. Matreiðslubókin Grænmeti og góðir réttir, eftir Guðrúnu Hrönn kom út á þessum árum. Auk þess var hún með vinsælan þátt í morgunútvarpinu sem hét Fimm mínútur húsmæðranna, þar sem hún var með ráðleggingar til hús- mæðra um mataræði, heilsu og hagsýni. Fyrsta forstöðukonan „Ég hljóp í gúmmígalla til að hjálpa við að taka fólk upp úr leirnum og spúla það“ Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir og Gunnar Magnússon. Nýrnabaunatortilla með salsa (fyrir 6) 4 heilhveititortillur 300 g soðnar nýrnabaunir 1 saxaður laukur 4 saxaðir hvítlauksgeirar 1 tsk. kanell 100 g gulrætur, skornar í teninga 100 g sellerírót, skorin í teninga 1 dós maukaðir tómatar 1/2 bolli rifinn ostur, 17 % Aðferð: Brúnið grænmetið ásamt kanel og bætið tómötum og nýrnabaunum út í. Sjóðið rólega í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið fyllinguna í kökurnar ásamt osti og rúllið upp. Bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur. Berið fram með guacamole, salsa, hýð- ishrísgrjónum og góðu salati. Salsa (fyrir 4) 2 stórir tómatar (4 litlir), fínt saxaðir 1 paprika, fínt söxuð 2 vorlaukar, fínt saxaðir 1 lítill, grænn chilipipar, saxaður safi úr einu lime salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk. Aðferð: Blandið öllu saman í skál. Guacamole (fyrir 4) 2 þroskuð avókadó, skræld og steinninn fjarlægður 2 tómatar, skornir í litla bita 6 vorlaukar, fínt saxaðir 2 msk. safi úr lime salt og nýmulinn svartur pipar eft- ir smekk. Aðferð: Setjið avokado í skál og stappið með gaffli. Bætið öllu út í og hrærið vel saman. Einnig má bæta út í ½ lítra af léttri AB-mjólk sem er búið að sigta yfir nótt í gegnum síudúk. Graskerssúpa (fyrir 6) 2 msk. grænmetisolía 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 700 g af skrældu graskeri, skorið í um 3 cm bita 500 g skrældar kartöflur í sneiðum 600 ml grænmetissoð eða vatn 400 ml kókosmjólk (1 dós) 1 tsk. cumminfræ 2 tsk. safi úr lime sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk. Aðferð: Brúnið lauk, hvítlauk og cumminfræ í olíunni við með- alháan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gull- brúnn. Bætið út í graskeri, kart- öflum, soði og kókosmjólk. Sjóðið við vægan hita í um það bil 20 mín- útur eða þar til grænmetið er orð- ið meyrt. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið lime- safa út í og kryddið til. Borið fram með grófu brauði og fersku salati. www.hnlfi.is Uppskriftir HNLFÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.