Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 19
HNLFÍ 50 ÁRA | 19 HNLFÍ hefur lagt mikla áherslu á sjúkranudd og vatnsmeðferðir og þar starfa sjö löggiltir sjúkranudd- arar ásamt þaulvönu starfsfólki við heilsuböð, stuttbylgjur og leirböð. Sigurður B. Jónsson er yf- irsjúkranuddari Heilsustofnunar. Hann segir að sjúkranudd , hita- meðferðir, slökun, nálastungur og böð bæti jafnt líkamlegt sem and- legt ástand. Sjúkranudd er meðhöndlun á mjúkvefjum líkamans. Klassískt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, t.d. teygjum, trigger-punktameðferð, rafmagnsmeðferð og vatns- meðferð. Sigurður segir að sjúkra- nudd sé ekki aðeins notað í með- ferð heldur sé það einnig fyrirbyggjandi og komi í veg fyrir ýmis sjúkdómseinkenni og óþæg- indi. 75%-80% dvalargesta eru í sjúkranuddi. Hann nefnir einnig að í leir- böðum sé djúpur hiti sem slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi. Þau hafa góð áhrif á psoriasis og önnur húðvandamál. Heilsubað er slakandi bað þar sem hægt er að velja á milli mismunandi olía. Kvef- bað hefur góð áhrif á óþægindi í öndunarfærum. Kamillubað flýtir fyrir að sár grói og er gott fyrir húðina. Greninálabað er gott fyrir gigtarsjúklinga og þá sem eru und- ir álagi, þjást af streitu og/eða svefnleysi. Slökunarbað hefur ró- andi áhrif og dregur úr streitu, of- þreytu og mígreni. Gigtarbað linar verki í stoðkerfi . „Svokölluð víxlböð felast í því að fara í heitt vatn (38) og kalt (14) á víxl, en það víkkar út og dregur saman æðar,“ segir hann og bætir við að þau séu staðbundin blóðrás- arþjálfun fyrir fætur. „Þau vinna á þreytu og pirringi í fótum og bæta göngugetu.“ Sigurður nefnir nokkrar gerðir af nuddi. Partanudd er t.a.m. með- ferð fyrir valda líkamshluta og hentar vel t.d. við vöðvabólgu í hálsi, herðum og baki. Heilnudd er meðferð fyrir allan líkamann. Það er spennulosandi og eykur blóð- flæði til vöðvanna. Auk þess vinn- ur það á vöðvabólgu og þreytu í líkamanum. Slökunarnudd er slak- andi og streitulosandi meðferð þar sem allur líkaminn er nuddaður og er það gott fyrir þá sem þjást af svefnleysi og/eða streitu. Aðgangur almennings Nú hefur verið ákveðið að bjóða gestum og gangandi að koma í meðferð á HNLFÍ virka daga frá kl. 08.00 til 15.00, á laugardögum frá kl. 10.00 til 18.00 og sunnudögum frá kl. 13.00 til 18.00. Sú meðferð sem er í boði er nudd, heilsuböð, leirböð, sund, heitir pottar, víxlböð og gufa. Markmið meðferðarinnar er að fá fólk til að staldra aðeins við, hvílast og að losa um spennu í líkamanum. Til að fá sem mest út úr meðferðinni er mjög gott að byrja á því að fara í heitan pott, gufu eða gera léttar æfingar í lauginni og er sú aðstaða innifalin ef farið er í nudd, leirböð eða heilsuböð. Tilvalið fyrir ein- staklinga, að sögn Sigurðar, einnig fyrir hópa og sem hluti af óvissu- ferð. Hægt er að kaupa gjafabréf og fást nánari upplýsingar um það í síma HNLFÍ, 483–0300. Meðhöndlun á mjúkvefjum líkamans Sjúkranudd er einnig fyrirbyggjandi meðferð Sigurður B. Jónsson er yfirsjúkranuddari Heilsustofnunar. Gönguhópur var að búa sig til göngu, en farið er í gönguferðir á Heilsustofnun alla virka daga. Skipt er í fjóra hópa. Sá fyrsti tekur létta göngu á stétt- um fyrir utan húsið, sá næsti fetar sig lengra en gengur á jafnsléttu, sá þriðji gengur á mishæð- óttu og sá fjórði fer í fjallgöngur. Blaðamaður ræddi við nokkra sem voru að búa sig undir göngu. „Það er meiriháttar að vera hérna, mat- urinn er mjög góður og starfsfólkið yndislegt,“ sagði einn og annar bætti við: „Hér er unnið eftir þörfum hvers og eins og farið dýpra inn í öll mál en ella.“ Meiriháttar gönguhópar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.