Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 17
HNLFÍ 50 ÁRA | 17 Óskum Heilsustofnun NLFÍ til hamingju með 50 ára afmælið á morgun! Raftákn sá um hönnun og forritun iðntölva og skjámyndakerfis fyrir sundlaugarbygginguna. Stjórnkerfið stýrir hitastigi í laugum og pottum ásamt loftræsingu. Þá heldur stjórn- kerfið utan um gangtíma á dælum og síritar öll hitastig, PH-gildi og svo framvegis. Mynd úr stjórnkerfi sundlaugarbyggingar HNLFÍ Glerárgötu 34 • IS-600 Akureyri Sími 464 6400 • Fax 464 6411 raftakn@raftakn.is • www.raftakn.is vera í heitum böðum og vafði það svo inn í handklæði þannig að það svitnaði alveg ægilega, og svo lét hann það fara í sturtu á eftir,“ seg- ir hún og að Jónas hafi verið ann- álaður gigtarlæknir. „Hann setti alla í bað, það voru fjögur baðker á hæðinni,“ segir hún, „líkaminn opnar allar holur og óhreinindin runnu út úr húðinni. Ég fékk einu sinni geysilega mikinn höfuðverk, ég fór í tvö böð til pabba og hef aldrei fengið hausverk síðan,“ seg- ir hún Ásta fylgdi föður sínum að mál- um í stefnu Náttúrulækninga- félagsins. Hún segist hafa reykt síg- arettur á tímabili og skammast sín fyrir það. „Það var ægilega erfitt að hætta að reykja, en mér tókst það og ég var montin af sjálfri mér,“ segir hún. Ásta fylgdi stefn- unni í mataræðinu og hefur ævinlega haft grænmeti í öndvegi. „Ég man að pabbi kom frá Hvera- gerði á Gunnarsbrautina og spurði mig hvað ég gæfi Bjarna dótt- ursyni mínum að borða. Hann spyr: „Hvað gefur þú honum nú, lambið mitt?“ „Allt það besta sem ég veit, helmingurinn er grænmeti og betra get ég ekki gert,“ svara ég. „Það var rétt, lambið mitt,“ segir hann þá,“ segir hún. „Ég var alin upp á rúsínum, döðlum, krúska, hafragraut, heilhveiti, lýsi, hrá- salötum og ávöxtum,“ segir Bjarni Þórarinsson og amma hans segir að hann hafi verið mjög hraustur og duglegur. „Ég hef aldrei séð minna barn ganga,“ segir Ásta. Ekki þreyttur, en svangur Ásta segir að þegar Jónas ferð- aðist á milli Hveragerðis og Reykja- víkur hafi hann iðulega farið á puttanum, gengið upp á heiði og fengið far með bílum hluta leið- arinnar. „Hann gekk alveg ofsa- lega mikið og stundum alla leið- ina,“ segir hún og minnist þess að hann hafi komið hálfátta einn morguninn og Svanhildur móðir Bjarna hafi farið til dyra og sagt: „Afi, ertu kominn frá Hvera- gerði?“ „Já, lambið mitt, ég er kominn eins og þú sérð,“ svarar hann. „Og með hvaða bíl,“ spyr hún. „Ég gekk góða mín,“ svarar hann. „Ertu ekki þreyttur?“ spyr hún. „Nei, en ég er svangur, alveg gæti ég étið heilt hross,“ svarar hann. Jónas var samtímamaður Kel- loggs í Bandaríkjunum og Arie Wa- erland í Svíþjóð sem börðust fyrir náttúrulækningastefnunni í sínum heimalöndum. Hann þekkti þá vel og Ásta segir að Waerland hafi eitt sinn komið í mat til sín með pabba sínum. Hún segir að Jónas hafi heimsótt Kelloggs í Bandaríkj- unum sem hafi látið honum í té umboðið fyrir Kelloggs heilsuvör- urnar. „Pabbi var með Kelloggs umboðið, en þegar hann hitti H. Ben vin sinn, gamlan kunningja að austan, sagði hann: „Heyrðu, ætli þetta umboð sé ekki eitthvað fyrir þig?“ H. Ben fékk umboðið og hef- ur auðgast vel á því,“ segir hún og að pabbi sinn hafi ekki haft nef fyrir peningum. „Hann sagði við mig: „Peningar, lambið mitt? Það er hægt að kaupa fyrir þá og ekk- ert annað,“ segir Ásta. „Björn Kristjánsson kaupmaður var aftur á móti eitilharður bissnismaður, en það var pabbi ekki og flutti Björn inn grænmeti og ávexti, en það var stoppað með verslunarhöftum,“ segir hún og nefnir einnig Martein Skaftfell heildsala sem innflytj- anda grænmetis. Gróðurhús í garðinum „Það sem hefur unnist, það hef- ur setið og ekki hopað,“ segir Ásta, en hún er lík föður sínum og vill alltaf meiri grósku og láta hlutina skotganga. „Nú er grænmeti dag- lega á diskum, en það þekktist ekki þegar ég var ung. Pabbi lét byggja gróðurhús í garðinum á Sauð- árkróki og Gunnarsbraut 28 og var með tómata og allt mögulegt grænmeti annað. Grænkálið var sérlega fallegt,“ segir Ásta og að hún hafi einnig notað haugarfa mikið í hrásalöt. Ásta bauð okkur upp á gott kaffi, en nú er komið að kveðju- stund okkar Bjarna Þórarinssonar. Við fáum í lokin að taka nokkrar myndir af henni. Ásta segist ekki taka sig vel út á mynd. „Þótt ég sé vansköpuð af fegurð, þá er ég ekki falleg á mynd,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.