Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 11
HNLFÍ 50 ÁRA | 11
Gæðaflísar á góðu verði
Stórhöfða 21, sími 545 5500
www.flis.is
„Fólk ber mikla ábyrgð á eigin heilsu, það
gerir enginn fyrir mann,“ segir Guðrún
Guðmundsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Heilsu-
stofnun. Hún segir að áhersla sé lögð á
virka endurhæfingu hjá þeim. Í virkri með-
ferð er sjúklingurinn markvisst gerður sér
meðvitandi um þátt sinn og ábyrgð í með-
ferðinni. Guðrún segir að einstaklingar séu
virkjaðir sem allra mest bæði félagslega og
líkamlega.
Allir gera það sem þeir geta, þeir bæta
við sig eða viðhalda þolinu og auka færni
sína til að vera sjálfbjarga,“ segir hún.
„Þjálfunardagskrá er sniðin fyrir hvern og
einn eftir getu og markmiði.“ Læknir
ákveður hvort þörf er á einstaklings-
meðferð og kemur með tillögur að heilsu-
þjálfun. „Um helmingur dvalargesta er í
sjúkraþjálfun, en nánast allir taka þátt í
heilsuþjálfun. Hluti meðferðar fer æv-
inlega fram í hópum, sem dæmi um það
má nefna: Bakskóla sem felst í fræðslu og
æfingum, háls- og herðahóp, grind-
arbotnsæfingar og hjartaþjálfun. Guðrún
segir jafnframt að fræðsla sé þýðingarmik-
ill þáttur í starfi sjúkraþjálfara á Heilsu-
stofnun. Þar eru dvalargestir m.a. fræddir
um fætur og skóbúnað, álag í þjálfun og
hreyfingu í tengslum við verki, offitu og
streitu.
Heilsuþjálfunin getur verið þolganga eða
stafaganga utandyra, vatnsleikfimi eða ým-
iss konar leikfimi. Einnig getur hún falist í
þjálfun í tækjasal, jafnvægisþjálfun eða
færniæfingum. Ekki má gleyma því að
langir gangar innandyra á Heilsustofnun
hafa reynst mörgum mikil og góð þjálfun.
Guðrún segir að dvalargestir tali iðulega
um hversu heimilislegt sé á Heilsustofnun.
„Hér er manneskjulegt umhverfi þar sem
gestir hafa fullt sjálfstæði og frelsi,“ segir
hún og að tekist hafi að koma í veg fyrir
stofnanalegan brag. Á hennar deild eru 12
starfsmenn, sjúkraþjálfarar og íþróttakenn-
arar. Þeir sinna bæði hópþjálfun og ein-
staklingsmeðferð, veita fræðslu og vinna í
teymi með öðrum meðferðaraðilum,“
Margir eldri borgarar eru í sjúkraþjálfun,
en þó er þar fólk á öllum aldri, allt niður í
18 ára. Ein ástæðan fyrir dvöl yngra fólks á
Heilsustofnun er sú að keyrslan í samfélag-
inu hefur tekið út yfir allan þjófabálk.
„Krafan er um að gera allt í einu og eiga
sem mest,“ segir Guðrún, „áreitið og streit-
an veldur því að fólk koðnar niður, verður
þunglynt eða brennur út.
Við köllum þetta stundum andlegt og
líkamlegt gjaldþrot. Stundum fylgir reynd-
ar líka gjaldþrot í venjulegri merkingu.
Sem dæmi má nefna að margir eru í fullu
starfi og í fjarnámi ásamt því að reka heim-
ili og sinna fjölskyldu. Hvergi má slá af
kröfum. Þetta reynist mörgum ofviða og
afleiðingarnar eru margvíslegar.
Þessu fylgir oft svefnleysi, verkir og van-
líðan en orsökin liggur ekki alltaf í augum
uppi.
Konur sækja Heilsustofnun meira en
karlar. Kannski eru þær betur tengdar inn í
heilbrigðiskerfið og ekki eins smeykar við
að viðurkenna þörf fyrir hjálp og karlar.
„Mjög miklu máli skiptir að vera í góðu
líkamlegu formi, því þá er maður um leið
með hærri mörk gagnvart álagi, bæði and-
legu og líkamlegu. Hefur einfaldlega af
meiru að taka,“ segir Guðrún.
Nánast allir í
heilsuþjálfun
Þjálfunardagskrá er sniðin fyrir hvern og einn
Guðrún Guðmundsdóttir, yfirsjúkraþjálfi Heilsustofnunar.
Í matsalnum er iðulega mikil ánægja og blaðamaður sest
stundarkorn hjá Friðriki Haraldssyni, Hilmari Knútsen og
Steinu Margréti Finnsdóttur. Hilmar segir strax að maturinn
sé stórgóður og fiskurinn yndislegur. Hilmar og Steina hafa
verið hér margoft. „Það er mjög gott að vera hér og þjón-
ustan er til fyrirmyndar,“ segja þau. „Mér líkar mjög vel, hér
er góð aðstaða, góður andi og allir eru reiðubúnir til að
hjálpa,“ segir Hilmar. „Við höfum oft verið hér að vetri til,
en nú erum við hér um sumar og það er auðvitað betra því
veðrið er betra,“ segir Steina. Friðrik hrósar heilsuteinu.
„Hér er ekki kaffi, en teið er mjög gott,“ segir hann.
Fiskurinn
yndislegur
Hilmar Knútsen, Steina Margret Finnsdóttir og Friðrik Haraldsson.