Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 6
6 | HNLFÍ 50 ÁRA Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði er kjörin fyrir þá sem þurfa að bæta heilsufar sitt, enda leggur starfsfólk Heilsustofnunar NLFÍ sig fram um að dvölin verði bæði ár- angursrík og ánægjuleg. Umhverf- ið er fjarri amstri hversdagslífsins og friðsælt. Hjúkrunarvakt er allan sólar- hringinn á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, en þar starfa 10 hjúkr- unarfræðingar og níu sjúkraliðar sem sinna 120-130 einstaklingum. Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkr- unarforstjóri segir að gert sé ráð fyrir að dvalargestir séu sjálfbjarga og geti sinnt daglegum þörfum sínum. Sumir eru að ná sér eftir að- gerð, eftir slys, eru með gigt eða of þungir og enn aðrir eru að ná sér eftir ofþreytu eða streitu. Mark- miðið er að veita þeim þjónustu og aðstöðu til að ná sér á strik aftur, fljótt og vel. Hún segir að umhverfið veiti ör- yggiskennd og að andlegt heil- brigði sé styrkt með hugleiðslu og slökunaræfingum. „Við mætum hverjum dvalargesti þar sem hann er staddur og hjálpum honum við að finna hentug úrræði,“ segir Hulda. Hún segir einnig að margir standi á krossgötum. „Það er ekk- ert athugavert við það að standa á tímamótum sökum heilsubrests,“ segir hún. Ef heilsan bilar Þegar heilsan bilar beinir fólk sjónum sínum inn á við og end- urmetur lífsgildin og því er hollt að njóta fræðslu um heilbrigðan lífs- stíl á slíkum tímamótum. „Fólk þekkir sig sjálft best og segja má að við hjálpum fólki við finna eigin leiðir að breyttum lífsstíl,“ segir Hulda. „Fólk hefur yfirleitt gaman af því að hreyfa sig og það veit líka hvað hefur reynst því vel. Mark- miðið er að veita bæði andlega og líkamlega þjálfun en hreyfing sem færir vellíðan sameinar þetta tvennt. Því má ekki gleyma að í hreyfingu felst hvíld en þar verður að finna jafnvægi eins og í öllu öðru. Dvalargestir sem þess þurfa fá stuðning og hvatningu til að stunda sund og leikfimi og annað sem hér stendur til boða eins og nudd og böð,“ segir Hulda. „Áherslan er á að efla og styrkja einstaklinga til að taka ábyrgð á eigin heilsu.“ Heilsustofnun NLFÍ er endurhæf- ingarstofnun en einnig hvíld- arstaður enda eru hvíld, fæði og hreyfing aðalsmerki hennar. Hver og einn dvalargestur er metinn af fagfólki og fær að því loknu leið- beiningar og stundaskrá fyrir vik- una. Gætt er að því að öllum líði vel og hvíli sig vel meðan á dvöl- inni stendur. Meðgerðin felst m.a. í heilsuböðum, leirböðum, sjúkra- þjálfun, sjúkranuddi, sundi og vatnsleikfimi, æfingum í tækjasal, gönguferðum, slökun, hugleiðslu og hollu mataræði ásamt fræðslu, stuðningsviðtölum og umræðum. Síðast en ekki síst má nefna upp- byggilegan félagsskap, því dval- argestir ræða málin, standa fyrir kvöldvökum, spila, lesa og annað slíkt sem veitir ánægju. Hulda segir að boðið sé upp á margvíslega meðferð og mögu- leika, auk sérráðgjafar. Skipt er t.d. í gigtarhópa, verkjahópa, hjarta- hópa og hópa vegna offitu eða reykinga. Algengt er að fólk dvelji hér í fjórar vikur. „Fólk kemur hingað af ýmsum ástæðum. Það getur verið kvíði, of hár blóðþrýst- ingur, depurð eða streitutengdir þættir eins og t.d. eftir áföll,“ segir hún og bætir við að fólk fái með- ferð, umhyggju og stuðning. „Margir standast mikið álag en svo getur eitthvað komið upp á sem virðist vera lítilræði en fyllir mæl- inn og við það brestur heilsan.“ „Okkar hlutverk er að hjálpa fólki að byggja sig upp og gefa þeim sem eiga við heilsubrest að stríða framtíðarsýn og von og benda á þann möguleika að heil- brigðið búi í huganum. Lykillinn felst í því að breyta því í lífsstílnum sem fólk sér ávinning í. Hingað kemur fólk á ólíkum forsendum en það er reiðubúið til að breyta ein- hverju og leita að leiðum. Því meira sem það uppgötvar sjálft þá þætti sem hægt er að breyta, því meiri líkur eru á að hægt sé að breyta þeim,“ segir hún. Að byggja fjólk upp Lífsstíll nútímafólks er iðulega hraður og hann kallar á óhóflegt mataræði og veldur streitu. Það gætir ekki að því að sinna lík- amlegri og andlegri líðan sinni. „Við bendum því fólki á að hægja á sér og beina athygli sinni inn á við. Hvíldin sem felst í því að gera ekki neitt, eiga ekki einhverjum verkefnum ólokið og beita slök- unaraðferðum er einnig gífurlega mikilvæg.,“ segir Hulda. Einkunnarorð Heilsustofnunar- innar eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og það er einmitt það sem dvalargestum er kennt. Hulda seg- ir að markmið starfsmanna sé að hjálpa dvalargestum að stíga þau skref sem leiði til betri heilsu og gera þeim fært til að fara aftur sterkari út í samfélagið. Áherslan sé á að hlusta á dvalargestina og bera virðingu fyrir þeim, það sé besta aðferðin til að hjálpa þeim við að finna eigin leiðir til betri heilsu. Hollt að endurmeta lífsgildin Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri. Hjúkrunarvakt er allan sólarhringinn Eftirvænting er einkennandi fyrir mötuneytið á Heilsustofnun NLFÍ, og iðulega er góð mæting, enda gott andrúmsloft bæði í matsaln- um og eldhúsinu þar sem Árni Þór Sigurðsson ræður ríkjum. Hann er matreiðslumeistari og hefur starf- að í Hveragerði í sex ár. „Ég hef haft mikinn áhuga á heilsumat- seld, þótt hún hafi ekki verið kennd í náminu,“ segir hann. Árni bendir á að mikil vakning hafi orðið hvað varðar heilsufæði og nefnir t.d. bækur um efnið og veitingastaðina Á næstu grösum og Grænan kost. Á Heilsustofnun er boðið upp á heilsufæði, og er sérstök áhersla lögð á grófmeti úr jurtaríkinu eins og til dæmis baunir, hýð- ishrísgrjón, ýmiss konar heil korn svo og grænmeti og ávexti. Fæð- ið inniheldur einnig egg og mjólkurvörur. Leitast er við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri og mögulegt er. Árni Þór segir að þekkt sé að nýir gestir séu kvíðnir vegna væntanlegs mataræðis en segja má að fjölbreytnin komi þessu fólki verulega á óvart. Bragðið komi einnig á óvart, því hægt er að ná fram sérstöku bragði úr grænmetinu með réttri með- höndlun. Jónas Björgvin Ólafsson matreiðslumaður starfar með Árna Þór í Hveragerði. Stefna HNLFÍ er að nota sem minnst af unnum matvælum. Hrá- efnið er valið mjög vandlega. „Við kaupum enga tilbúna rétti. Við eldum allt frá grunni hér í eldhúsinu með okkar stíl. Við bökum okkar eigið brauð úr 100 % heilhveiti og mikið af græn- metinu yfir sumartímann er líf- rænt ræktað hér á staðnum,“ segir Árni Þór. Kjöt er ekki á matseðlinum en boðið er upp á fiskrétti tvisvar í viku. Ekki er boðið upp á kaffi en þess í stað venjulegt te og te hússins sem er gert úr þekktum ís- lenskum jurtum. Dæmi um rétti í mötuneytinu eru t.d. bauna- og grænmetisbuff, grænmet- islasagna, pastaréttir og pottréttir úr bankabyggi og baunum. „Það er alveg klárt í manneldisstefnu NLFÍ að nota ekki hvítan sykur eða hvítt hveiti,“ segir Árni og að við matseðlagerð sé stuðst við manneldisáherslur Náttúrulækn- ingafélags Íslands og einnig við Manneldismarkmið fyrir Íslend- inga. Litið er á matinn sem hluta af fræðslu og meðferð dvalargest- anna. Þeir sem eru í megrun fá fræðslu um rétta skammtastærð. Einnig er boðið upp á orkubætt fæði og næringardrykki fyrir þá dvalargesti sem þurfa á því að halda. Þeir sem þurfa sérfæði fá ráðgjöf hjá næringarfræðingi. Í næringarráði HNLFÍ sitja mat- reiðslumennirnir ásamt næring- arfræðingi, yfirlækni, hjúkr- unarforstjóra og fulltrúa NLFÍ. Matreiðslumeistari sér um sýni- kennslu í gerð grænmetisrétta. „Við bjóðum upp á ýmiss konar grænmetissúpur ásamt heitum aðalréttum með meðlæti og sal- atbar,“ segir Árni Þór og bætir við að hefð sé fyrir því að í hádeginu á laugardögum sé boðið upp á hefðbundinn hrísgrjónagraut gerðan úr hýðisgrjónum, og að það hafi verið gert lengur en elstu menn muna. Starfsfólkið nýtur einnig mat- arins og hefur lítið mötuneyti hjá eldhúsinu, en þar sér mat- reiðslumeistarinn einnig um sýni- kennslu fyrir hópa í gerð græn- metisrétta. „Það eru forréttindi að starfa hér. Maður getur geng- ið út og klippt kryddjurtir í há- degismatinn og fengið grænmeti í garðyrkjustöðinni okkar,“ segir Árni og bætir við að maturinn sé ekki eingöngu fyrir dvalargesti og starfsmenn. Aðrir gestir og gang- andi geta einnig komið við og keypt sér hádegis- eða kvöldmat. Heilsufæði á fylgi að fagna Árni Þór Sigurðsson, yfirmatreiðslumeistari. Við notum ekki hvítan sykur eða hvítt hveiti Víxlböð baðhússins felast í því að fara í heitt vatn (38 gráður) og kalt (14 gráður) á víxl, það víkkar út og dregur saman æðar. Fleiri en dvalargestir geta nýtt sér baðhús HNLFÍ gegn greiðslu. Víxlböð fyrr og nú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.