Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 8
8 | HNLFÍ 50 ÁRA Jónas Kristjánsson, læknir (1870– 1960) var einn helsti hvatamað- urinn að stofnun Náttúrulækn- ingafélags Íslands. Að hans frum- kvæði tók Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til starfa í júlí 1955. „Hann var hetja starfsins, óbilandi hugsjónamaður, framsækinn full- hugi, um leið og hann var mildur mannvinur,“ segir í minningar- orðum Gretars Fells að Jónasi látn- um. Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli Náttúrulækninga- félags Íslands í Hveragerði 3. apríl 1960. Jónas varð fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína, þegar hann var barn að aldri og hét hann þá föður sínum því að hann skyldi verða læknir mætti það verða til þess að sem fæst börn misstu móður sína á unga aldri. Með dugnaði og þrautseigju lauk hann ætlunarverki sínu með aðstoð ættingja og vina, en öll ævi Jón- asar bar merki þess eldmóðs sem með honum bjó. Eiginkona Jón- asar var Hansína Benediktsdóttir frá Grenjaðarstað, en þau Jónas voru bræðrabörn. Læknishjónin settust fyrst að á Austurlandi og bjuggu lengst af að Brekku í Fljótsdal. Jónas ávann sér fljótt virðingu og hylli fyrir störf sín, en hann var talinn ein- hver fremsti skurðlæknir sinnar samtíðar. Jónas var skipaður hér- aðslæknir á Sauðárkróki árið 1911 og var hann mjög vel látinn af samferðafólki sínu og minnast margir fullorðnir íbúar Sauð- árkróks hans með hlýju og virð- ingu. Honum voru öll framfaramál mjög hugleikin og lagði hann víða hönd á plóg til góðra verka. Þá sat hann á Alþingi um skeið. Jónas kom víða við, hann átti þátt í því að vatnsveita var lögð til Sauð- árkróks, hann var einn af stofn- endum Framfarafélags Sauð- árkróks og forseti þess meðan hans naut við, hann stóð að stofn- un skátafélagsins Andvara 1922 og stofnaði Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 1929 og var því frum- kvöðull í tóbaksvörnum hér á landi, eins og í svo mörgum öðr- um málum. Mesta afrek Jónasar á þessum árum var þó framganga hans í því að koma á samgöngubanni yfir Holtavörðuheiði þegar spænska veikin gekk yfir landið. Með þess- ari aðgerð var fjölda mannslífa bjargað bæði austanlands og norðan. Jónas lét af embætti hér- aðslæknis 1938 og fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur, en börn þeirra fjögur voru þá öll upp- komin og flutt að heiman. Því hef- ur verið haldið fram, að hið eig- inlega ævistarf Jónasar hafi fyrst hafist eftir að hann lauk störfum sem embættismaður tæplega sjö- tugur að aldri og fluttist suður. Síðustu 20 ár ævinnar vann hann að því að kynna náttúru- lækningastefnuna, sem hann hafði heillast af á ferðum sínum erlendis, en stefnunni kom hann fyrst á framfæri á fundi Framfara- félags Sauðárkróks 1923. Jónas stóð að stofnun Náttúrulækninga- félags Íslands á Sauðárkróki 5. júlí 1937. Kynnti sér heilsuhæli í Bandaríkjunum og víðar Jónas var langt á undan sinni samtíð og barðist fyrir heil- brigðum lífsháttum landsmanna. Heilsustofnun er uppskera baráttu þessa mikla atorku- og hugsjóna- manns, en draumur hans rættist þegar heilsuhælið var formlega opnað 1955. Jónas lagði sitt lóð á vogarskálarnar í því skyni að gera fólki ljóst að heilsuna beri að virða og öllum sé skylt að líta í eigin barm og tileinka sér einkunnarorð Náttúrulækningafélags Íslands: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Jónas Kristjánsson var ritstjóri Heilsuverndar sem Náttúrulækn- ingafélag Íslands gaf út frá 1946, en markmið tímaritsins var að kenna mönnum „að verða sinnar eigin heilsu og hamingju smiðir,“ eins og hann orðar það í fyrsta tölublaðinu. Jónas sagði frá því í tímaritinu árið 1959 þegar hann lét af störfum sem læknir, hvernig hann kynnist náttúrulækninga- stefnunni: „Ég kynntist náttúru- lækningastefnunni fyrst vestur í Ameríku, á hinu heimsfræga heilsuhæli Kelloggs. Árið 1921 dvaldi ég þar um þriggja vikna skeið, sem gestur Kelloggs. Þeim kynnum á ég mikið að þakka. Síð- ar kynntist ég Sir Arbuthnot Lane. Hann stofnaði félag til umbóta á heilsu manna, og hann nefndi það New Health Society. Löngu áður hafði dr. Bircher-Benner byggt heilsuhæli í Zürich, sem ennþá er starfrækt eftir meir en 60 ár, og er heimsfræg stofnun. Hér á Norð- urlöndum, í Svíþjóð, kom Waer- land af stað stofnun til heilsu- ræktar, sem hann síðar ásamt konu sinni útbreiddi um allt Þýzkaland, og eru þau heimskunn orðin.“ (Ávarp). Margir hafa minnst Jónasar með skrifum sínum. Benedikt Gíslason frá Hofteigi skrifaði: „Hafði hann [Jónas] nú um 60 ára skeið verið einn af snillingum læknastéttarinnar og brautryðj- andi í heilbrigðismálum og í þeim málum lá eftir hann stórvirki, þar sem stofnun og starfræksla Heilsuhælis Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði er, ásamt bóka- og tímaritaútgáfu, þar sem hann ritaði stórum mikið um heil- brigðismál, er flest laut að þeim þætti heilbrigðismálanna, sem snertir næringu manna og lifn- aðarhætti. Hreyfing sú, sem hann vakti í þessu efni, mun verða hon- um óbrotgjarn minnisvarði, og varðaði hann þó ekkert um þá hlið málsins, heldur hina, hvaða gæfu þjóðin gæti sótt til þeirrar stefnu er hann taldi grundvall- aratriði heilbrigðismálanna. Hann grundvallaði næringar- og lifn- aðarháttafræðina og taldi óhikað, að þar væri að ræða um und- irstöðu heilbrigðis og hamingju manna. Af þessu var hann mann- vinur og spámaður, sem komið hefur á stað þróun í hamingjuleit mannanna hér á jörð, og hefur í því efni reist það merki, sem ekki mun falla þótt að sjálfsögðu eigi tíminn eftir að koma með margt nýtt til viðbótar og upplýsingar.“ Á undan samtíð sinni Gunnlaugur K. Jónsson, lang- afabarn Jónasar og forseti Nátt- úrulækningafélags Íslands, hefur reglulega skrifað um afa sinn og flutt erindi. Hann hefur skrifað: „Barátta Jónasar fyrir hollum lifn- aðarháttum hófst á öðrum tug þessarar aldar, eftir að hann flutt- ist til Sauðárkróks. Læknisfræðin taldi sóttkveikjur aðalorsök flestra þeirra sjúkdóma sem þá voru al- gengastir. Kjörorð Jónasar var hins vegar „Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama“. Hann hélt því fram að það væru lífshættirnir sem þyrfti að laga. Hann hvatti fólk til að ástunda heilbrigða lífshætti, auka neyslu á grænmeti, ávöxtum og korntegundum með hýði. Þá var- aði hann við hvítu hveiti, hvítum sykri, áfengi og tóbaki.“ (Fyr- irlestur, 11. júlí 1997). Gunnlaugur segir einnig að náttúrulækn- ingastefnan hafi ætíð mælt með þeirri fæðustefnu og lífsstíl sem síðar varð stefna Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Nýlega hélt Jón Ormar Ormsson erindi um Jónas á Sauðárkróki, hann sagði þar meðal annars: „Það segir kannski mest um Jónas „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ Jónas Kristjánsson læknir var brautryðjandi í heilbrigðismálum Jónas Kristjánsson læknir í dýragarði í Hamborg 1936. Náttúrulækningastefna HNLFÍ er byggð á heild- rænum lækningum. Í því samhengi er heilsuvandi einstaklinganna skoð- aður með það í huga að líta þurfi á andlegt, lík- amlegt og félagslegt ástand í samhengi. Með- ferðarstefnan felur m.a. í sér þá viðleitni að koma á og viðhalda eðli- legum og heilbrigðum tengslum á milli ein- staklingsins og um- hverfis hans og efla varnir líkama og sálar gegn hvers konar van- heilsu og sjúkdómum. Meginhlutverk Heilsu- stofnunarinnar er að vera endurhæfingar-, heilsuverndar- og kennslustofnun. Dvalargestir þurfa að hafa fótavist og geta bjargað sér að mestu sjálfir við daglegar athafnir. Við meðferð er lögð áhersla á markvissa hreyf- ingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Fræðsla og fagleg ráðgjöf eru stór þáttur í starfinu og þar er lögð mest áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti. Náttúrulækn- ingastefna Heilsustofnunar NLFÍ er í fullu samræmi við markmið Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um bætt heilbrigði og heilsu- farsþróun í heiminum og fellur hún vel að íslenskri heilbrigð- isstefnu. Stefna Náttúrulækningafélags Íslands hefur ávallt verið sú að auka og efla þátt hugtakanna heil- brigðis og heilsuverndar í umræðu og verkum og víkja frá hinni ein- litu sjúkdómaumræðu. Það eflir heilbrigði og þroska að fara eftir stefnunni, m.a. með fræðslu, neyslu holls fæðis, líkamsþjálfun, slökun og hvíld. Tilgangur og tak- mark náttúrulækningastefnunnar er því annars vegar heilsuvernd og hins vegar heilsubót. Þessi mark- mið eru enn í fullu gildi. HNLFÍ forðast kennisetningar sem ekki standast vísindalega gagnrýni. Hófsemi í líferni, skilningur á heildstæðum lausnum lækn- isfræðinnar og heilbrigt líferni í víðum skilningi verða meginhlut- verk félagsins í nútíð og framtíð, auk umhverfisverndar. Leirböðin hafa alltaf verið stunduð frá upphafi á Heilsustofnun. Náttúrulækningastefnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.