Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 6
„ÞAÐ ER leitun að eindregnara sjáv-
arútvegsþorpi en Drangsnesi,“ sagði
Óskar Albert Torfason, fram-
kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar
Drangs ehf. á Drangsnesi og sveit-
arstjórnarmaður í Kaldrananes-
hreppi. Hann segir að allt standi og
falli með sjávaraflanum á Drangs-
nesi. Þar leikur Fiskvinnslan Drang-
ur stór hlutverk. Nú leggja 15–20
bátar upp á Drangsnesi, auk aðkomu-
báta. Allir bátarnir, utan einn, eru
krókabátar og veiða á handfæri eða
línu. Einn 70 tonna snurvoðarbátur
leggur upp á Drangsnesi og fer afli
hans að mestu á markaði erlendis.
Gæftir hafa verið þokkalegar í Stein-
grímsfirði og á Húnaflóa og vel aflast
af ýsu og þorski undanfarið.
Fiskvinnslusagan í hnotskurn
Óskar hóf störf sem vélstjóri í fisk-
vinnsluhúsinu á Drangsnesi 1980 og
er nú bæði vélstjóri og fram-
kvæmdastjóri. Hann kemur ekki í
jakkafötum og blankskóm til vinnu,
heldur gallabuxum og skyrtu og
bregður sér svo í vinnusamfesting og
gúmmístígvél þegar taka þarf til
hendinni. Óskar lætur sig ekki muna
um að laga bilaða kaffivél á kaffistofu
starfsfólksins meðan hann spjallar
við blaðamann. Kaffivélin gegnir
enda mikilvægu hlutverki, því til
hvers væri að taka pásu ef ekki væri
heitt á könnunni?
Aldarfjórðungurinn sem liðinn er
frá því Óskar hóf störf í frystihúsinu
hefur verið viðburðaríkur hvað varð-
ar þróun útgerðar og fiskvinnslu. Sú
þróun hefur endurspeglast í sögu
starfseminnar í fiskvinnsluhúsinu á
Drangsnesi.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar
(KSH) átti og rak fiskvinnsluhúsið
þar til það eyðilagðist í bruna 1976.
Þá var Hraðfrystihús Drangsness hf.
stofnað og hús og tæki endurbyggð.
Kaldrananeshreppur átti 10% í fyr-
irtækinu en KSH átti 90%. Hrað-
frystihúsið stundaði rækjuvinnslu
fyrst og fremst, enda góður tími í inn-
fjarðarrækjunni í Húnaflóa lengi vel.
Innleiðing kvótakerfisins, dræmari
rækjuveiði og þrýstingur á aukna
hagræðingu átti sinn þátt í að Hrað-
frystihús Drangsness sameinaðist
fiskvinnslu kaupfélagsins á Hólmavík
og útgerð Hólmadrangs undir nafni
Hólmadrangs 1995.
Sameiningin reyndist skammgóður
vermir. Innfjarðarrækjan hætti að
veiðast og rækjuveiðum í Húnaflóa
var hætt veturinn 1999. Óskar segir
að þá hafi fólk á Drangsnesi staðið á
byrjunarreit. Öll þekking Drangn-
esinga á veiðum og vinnslu hafi
tengst rækjuiðnaðinum.
„Veiðiheimildirnar voru nánast all-
ar í rækju, sem menn höfðu þá stund-
að í 30 ár en var nú horfin,“ segir Ósk-
ar. Mánaðarhlé varð á starfsemi í
fiskvinnsluhúsinu meðan skipt var
um búnað og tæki. Eftir það fór
Hólmadrangur af stað með bolfisk-
vinnslu á Drangsnesi. Reksturinn var
erfiður og var ákveðið að sameina
fyrirtækið Útgerðarfélagi Akureyr-
inga (ÚA) í ársbyrjun 2000. Óskar
segir að ÚA hafi strax lýst því yfir að
það vildi ekki vera með rekstur á
Drangsnesi. Þá höfðu 15–20 manns
haft fasta atvinnu í fiskvinnslu á
staðnum.
Fjöldahreyfing
um fiskvinnslu
Þegar allt virtist í kaldakoli og
framtíðin svört hafði sveitarfélagið
frumkvæði að því að leiða saman út-
gerðarmenn, starfsfólk fiskvinnsl-
unnar og aðra einstaklinga ásamt
KSH til að stofna nýtt félag um rekst-
urinn. Óskar segir að félagið hafi orð-
ið fjöldahreyfing, það má til sanns
vegar færa því hluthafarnir voru 30
talsins og það í sveitarfélagi með um
150 íbúa.
Fiskvinnslan Drangur ehf. var
stofnuð í janúar 2000 og tók til starfa
1. mars sama ár. Óskar var ráðinn
framkvæmdastjóri. Drangur keypti
svo húseignir ÚA á Drangsnesi fyrir
rúmu ári.
Óskar segir að það hafi helst staðið
Drangi fyrir þrifum í upphafi að veiði-
heimildir voru litlar á Drangsnesi.
Þorskkvóti hafði verið tekinn af
rækjubátunum á sínum tíma þegar
rækjan var sett í kvóta. Þegar veiði á
innfjarðarrækjunni var stöðvuð var
mönnum bættur missirinn að hluta
þannig að rækjan var reiknuð til
ákveðins þorskígildis. Fengu bátarnir
70% rækjukvótans miðað við rækju-
veiði síðustu 10 ára bætt í þorski og
öðrum tegundum. Að sögn Óskars
námu bæturnar um 200 þorskígildis-
tonnum.
„Menn voru mjög samtaka þegar
við fórum af stað og fyrstu þrjú árin
voru nokkuð góð. Við teljum það gott
að hafa skilað smá hagnaði og útgerð-
in gat heldur byggt sig upp frekar en
hitt,“ segir Óskar.
Saltfiskur og markaðssala
Í fyrra var landað á Drangsnesi um
1.300 tonnum af bolfiski. Þorskurinn
var af því um 700 tonn, hitt ýsa, stein-
bítur og aðrar tegundir. Um 600 tonn
af lönduðum afla, aðallega ýsa og
steinbítur, voru ísuð og seld á mark-
aði og send frá Drangsnesi til vinnslu.
Þorskurinn er nánast allur unninn
heima. Hann er flattur og saltaður og
síðan pakkaður í 25 kg kassa fyrir
viðskiptavini á Spáni, Ítalíu og í
Grikklandi. Einnig er þorskur létt-
saltaður og frystur.
Fiskvinnslan Drangur ehf. er í
samvinnu við útibú Fiskmarkaðar
Suðurnesja hf. á Ísafirði um fisk-
markaðsstarfsemi. Óskar hefur sam-
band við bátana um hádegi dag hvern
sem gefur á sjó og fær upplýsingar
um aflabrögð og aflasamsetningu.
Hann tilkynnir fiskmarkaðnum hvers
sé von í land á Drangsnesi. Það er síð-
an boðið upp eftir hádegið og um
kaffileytið kemur símbréf með upp-
lýsingum um hverjir hafi keypt
aflann og á hvaða verði, hvernig á að
meðhöndla fiskinn, t.d. hvort á að
slægja eða ísa óslægt, og hvert á að
senda aflann.
Ógengi í vinnslunni
Óskar segir að nú sé heldur þungt
undir fæti í rekstrinum. Síðasta ár
var líka nokkuð erfitt. Hvað skyldi
ráða því?
„Gengi krónunnar skiptir þar
mestu. Evran var á 88 krónur og er
nú 76–78 krónur. Það ríður bagga-
muninn og miklu minna er til skipt-
anna. Lægra fiskverð til sjómanna og
allir verða að herða sultarólina,“ segir
Óskar.
Óskar segir að grásleppuveiði hafi
verið stór þáttur í lífsbjörginni á
Drangsnesi, en hún var mun lakari í
vor en undanfarin ár. Í vor voru salt-
aðar 260 tunnur af grásleppuhrogn-
um, en þær hafa farið yfir 1.000 þegar
best lætur. Óskar segir að 500–600
tunnu vertíð sé ekki óeðlileg.
Kvótakaup til Drangsness
Kaldrananeshreppur og Fisk-
vinnslan Drangur eiga hlut í Eign-
arhaldsfélaginu Glámu hf. Aðrir eig-
endur Glámu hf. eru Oddi á
Patreksfirði og Þórsberg í Tálkna-
firði ásamt Byggðastofnun. Óskar
segir að út úr Glámu hafi verið stofn-
uð útgerðarfélögin Skúli á Drangs-
nesi og Oddþór á Patreksfirði.
Útgerðarfélagið Skúli ehf. á króka-
bátinn Skúla ST 75 og hefur keypt á
hann veiðiheimildir. Skúli á nú á ann-
að hundrað tonna í þorskígildum, en
að sögn Óskars eru veiðiheimildir á
Drangsnesbátum alls um 600 til 700
þíg. tonn í dag. Óskar segir að lykill-
inn að því að Útgerðarfélagið Skúli
ehf. hafi getað eignast veiðiheimildir
sé þátttaka Byggðastofnunar og
sveitarfélagsins í Glámu. Framlag
þeirra hafi styrkt eigið fé Útgerð-
arfélagsins Skúla ehf. sem geri því
kleift að fá hagstæð lán til kvóta-
kaupa. Óskar telur nær ómögulegt
fyrir „venjulega einstaklinga“ að
komast inn í kvótakerfið.
„Þótt menn séu duglegir að róa og
fisknir, þá hafa þeir nær enga mögu-
leika á að eignast veiðiheimildir. Þær
eru orðnar svo dýrar.“
Miklir veiðimenn
Að sögn Óskars er ekki erfitt að fá
starfsfólk til fiskvinnslunnar á
Drangsnesi, að minnsta kosti ekki
konur. Það er frekar að það sé erfitt
að fá lyftaramenn og karla til slíkra
starfa. Karlarnir fari heldur á sjóinn
ef þeir mögulega geta. Óskar segir að
það sé ekki endilega vegna afkom-
unnar, heldur séu Drangnesingar svo
miklir veiðimenn í sér að sjó-
mennskan togi í þá.
Fiskvinnslan Drangur er forsenda
búsetu á Drangsnesi að mati Óskars.
„Þetta hangir alveg saman. Ef fyr-
irtækið gengur ekki þá er enginn
grundvöllur til að róa héðan. Fisk-
vinnslan er möndullinn í atvinnulíf-
inu. Það er dýrt að vera með fisk-
markað og taka á móti fiski ef ekkert
er á bakvið þá starfsemi til að dreifa
kostnaðinum og nýta tækin betur,
reka húsið, ísvélina og allt annað sem
til þarf. Ef fyrirtækið leggur upp
laupana verður lítið eftir hér.“
Óskar er uggandi um framtíðina, ef
útflutningsverðið hækkar ekki. „Það
mun markvisst draga úr fiskvinnslu
og útgerð hér ef verðið ekki hækkar.
Menn tolla ekki við þetta ef þeir eiga
ekki von á hækkun á afurðum. Salt-
fiskur er dýr vara erlendis og við-
skiptavinum okkar þar þykir mikið að
hækka verðið um 0,1 evru. Gengið
verður að breytast. Þetta gengi er
ekki til framtíðar fyrir fiskvinnsluna.“
Fiskvinnslan Drangur ehf. á Drangsnesi vinnur sjávarafla og tekur við fiski á markað
Fiskvinnslan
er möndullinn í
atvinnulífinu
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
6 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.ibudalan.is
Einfaldari leið
að íbúðakaupum
Að fjármagna íbúðakaup hjá Íbúðalán.is er einfalt,
fljótlegt og þægilegt. Þú ferð einfaldlega inn á
vefslóðina www.ibudalan.is og gengur frá þínum
málum í tveimur einföldum skrefum
- greiðslumatinu og lánsumsókninni.
Fasteignasalinn sendir síðan kauptilboðið
rafrænt til Íbúðalán.is
ÓSKAR Albert Torfason er fram-
kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar
Drangs ehf. á Drangsnesi. Hann
gætir jafnframt véla frystihússins
og gengur í þau störf sem vinna
þarf hverju sinni. Þess vegna
mætir Óskar til vinnu í gallabux-
um og gúmmístígvélum. Hann hóf
störf hjá frystihúsinu 1980 og hef-
ur síðan gengið í gegnum þykkt
og þunnt með fiskvinnslunni.
Kvótakerfið, rækjubrestur og
fleira hefur sett strik í reikning-
inn, en Óskar gefst ekki upp.
Morgunblaðið/Þorkell
Framkvæmdastjórinn
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur
að aðstoð ráðningarfyrirtækja við
ráðningar að opinberum stofnunum
hljóti að vera takmörkunum háð.
Þetta kemur fram í nýlegu áliti
hans í máli vegna kvörtunar um-
sækjanda um starf forstöðumanns
rekstrarsviðs Byggðastofnunar.
„Það að fá ráðgjöf slíkra fyrir-
tækja leysir opinberar stofnanir
ekki undan því að gæta reglna
stjórnsýsluréttarins. Það er ekkert í
veginum fyrir að fá slíka aðstoð en
þá verður að fylgja því eftir að það
fólk sem leitað er til hafi einhverja
þá þekkingu til að geta leyst úr mál-
unum samkvæmt þessum reglum,“
sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðs-
maður Alþingis, í samtali við Morg-
unblaðið.
Niðurstaða umboðsmanns í mál-
inu í heild var raunar sú, að að
teknu tilliti til hagsmuna þess sem
hlaut umrætt starf teldi hann ólík-
legt að annmarkar sem hann til-
greinir í álitinu, leiddu til ógildingar
á ráðningunni. Hins vegar beindi
hann þeim tilmælum til Byggða-
stofnunar að stofnunin tæki fram-
vegis mið af þeim sjónarmiðum sem
fram kæmu í álitinu.
Þau sjónarmið voru meðal annars
á þá leið að hann teldi heimilt að
leita eftir aðstoð af þessu tagi án
sérstakrar lagaheimildar en að
ýmsar ákvarðanir sem teknar væru
við vinnslu málsins gætu haft
grundvallarþýðingu fyrir stöðu ein-
stakra umsækjenda í ferlinu. Ætti
það við um allar ákvarðanir sem
miða að því að þrengja hóp umsækj-
enda sem til álita kæmi að ráða í
starfið enda leiddu þær til þess að
umsóknir annarra kæmu ekki til
frekara mats. Forstjóri Byggða-
stofnunar hefði því átt að taka
ákvörðun um þetta atriði en ekki
starfsmaður ráðningarstofu.
Aðstoð ráðningarfyrir-
tækja takmörkunum háð
MANNANAFNANEFND ríkisins
kom saman nýverið til að afgreiða
þrjár umsóknir. Beiðni um eigin-
nafnið Christofer var hafnað þar
sem það telst ekki ritað í samræmi
við almennar ritreglur íslensks
máls og ekki er hefð fyrir þessum
rithætti, því samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu Íslands ber enginn
íslenskur ríkisborgari nafnið þann-
ig ritað. Hins vegar samþykktu
nefndarmenn eiginnöfnin Christ-
opher og Daniel. Kom fram í úr-
skurði nefndarinnar að þó eigin-
nafnið Christopher teldist ekki
ritað í samræmi við almennar rit-
reglur íslensks máls væri hefð fyrir
þessum rithætti, en samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofu Íslands bera 19
íslenskir ríkisborgarar nafnið.
Sama röksemd átti að mati nefnd-
armanna einnig við um ritunina á
nafninu Daniel. Voru nöfnin því
færð í mannanafnaskrá.
Christopher
leyft en
Christofer ekki