Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þinghús Bosníu-Herzegóvínu gnæfir enn yfir nálæg hús í miðborginni eins og skuggalegt minnismerki um átökin, það er
enn þakið kúlnagötum og ekki er enn búið að setja aftur gler í gluggana. Viðgerðir eru þó hafnar að innanverðu.V
íða er kátt fólk á
veitingastöðun-
um, það er skál-
að og hlegið,
sums staðar er
verið að byggja
eða lagfæra,
þrátt fyrir fá-
tækt og mikið atvinnuleysi, krakkar
leika sér í fótbolta í Sarajevo, eins
og annars staðar. En fyrir áratug
eða svo leið vart dagur án þess að
nafnið Sarajevo væri nefnt í frétt-
um, þjáningar íbúanna í umsátri
Bosníu-Serba voru skelfilegar, hug-
rekkið ótrúlegt. Rúmlega 10.000
manns féllu. Örin eru hvarvetna,
tortryggnin er svo rótgróin að engin
von er til þess að alþjóðlegir emb-
ættismenn, sem í reynd fara með yf-
irstjórnina í landinu og búa í Sara-
jevo, geti senn haldið heim.
Tyrkir gáfu borginni nafnið þegar
þeir tóku hana á 16. öld, Sarajevo
mun merkja kastalinn á akrinum og
þar er talið að búi nú liðlega hálf
milljón manna. Nöfnin fyrir 10 árum
koma aftur upp í hugann, Igman-
fjall, Izetbegovic, blaðið Oslobo-
denje, sem kom út öll stríðsárin
þrjú, leynilegu jarðgöngin undir
flugvöllinn, sprengjuárásin á litla
útimarkaðinn þar sem tugir
óbreyttra borgara féllu. Nú sátu þar
nokkrir stillilegir Sarajevoborgarar
og sötruðu kaffið sitt.
Harmleikur veruleikans
Enginn höfundur harmleikja
hefði getað snortið okkur meira en
veruleikinn fyrir áratug í borginni
þar sem Vetrarólympíuleikarnir
voru haldnir með pomp og pragt
1984. „Hvernig gat þetta gerst?“
spurðu borgarbúar í stríðinu og
spyrja enn.
Áður var þessi rólegi staður, um-
kringdur grænum hæðum og fjöll-
um, einkum þekktur fyrir að þar
skaut ungur Serbi ríkiserfingja
Austurríkis til bana í júní 1914. At-
burðurinn er oft talinn kveikjan að
fyrri heimsstyrjöld. Áratugum
seinna varð Sarajevo þekkt sem ein
af menningarmiðstöðvum gömlu
Júgóslavíu og enn er þar fjörugt
listalíf, að sögn heimildarmanna.
Gamla markaðssvæðið, Bascarcija,
frá valdaskeiði Tyrkja er víðfrægt,
þar eru margra alda gömul, lágreist
timburhús og andar sögunnar á
kreiki þegar tekur að skyggja.
Sumt gleymist aldrei. Ungur
maður úr röðum Serba, Boshko
Brckic og múslímastúlkan Admira
Ismic voru ástfangin og reyndu árið
1993 að flýja úr borginni um eina
brúna yfir ána Miljacka, svæðið var
svonefnt einskismannsland í átök-
unum. Leyniskyttur skutu þau til
bana. Enn eru lagðir blómvendir á
staðinn þar sem þau dóu í faðm-
lögum.
Sögunni tortímt í eldi
Villimennskan var ólýsanleg og
skemmdarfýsnin oft handan mann-
legs skilnings. Varðveittar voru um
tvær milljónir bóka, tímarita og
blaða, ómetanlegar heimildir um
fortíð landsmanna allra, í safni í
miðborginni, þ. á m. voru þúsundir
handrita um sögu gyðinga sem voru
allmargir í borginni. En skotið var á
safnið þar til það varð eldi að bráð
og þegar slökkviliðsmenn reyndu að
bjarga einhverju af dýrgripunum
skutu leyniskyttur á þá.
Vitað er að liðsmenn hersveitanna
á hæðunum umhverfis miðborgina
voru oft drukkinn rustalýður sem
fékk útrás fyrir kvalalosta sinn og
eyðileggingarfýsn. Legsteinar í
fornum grafreit gyðinga uppi í einni
af mörgum hlíðum Sarajevo hafa
orðið fyrir barðinu á mönnum sem
skutu á þá til að skjóta á eitthvað.
Víðast hvar er búið að lagfæra
þök sem hrundu og setja gler í
glugga, ekki er mikið af rústum. En
þegar ekið er inn í borgina sjást
þegar ummerki átakanna, raðir af
húsum með kúlnaför á veggjunum, á
nokkrum stöðum er ekki búið að
fjarlægja múrsteina sem fólk notaði
til að loka gluggum sem sneru í átt
að stöðvum umsátursmanna. Þing-
húsið mikla í miðborginni er enn
eins og skuggalegt minnismerki
stríðsins, ekkert gler í gluggunum,
sótugt og víða stór göt eftir sprengi-
kúlur á veggjunum. En byrjað er að
lagfæra húsið að innanverðu.
Skammt frá eru auk þess margra
hæða gler- og stálbákn sem hafa
verið gerð upp og eru eins og ný.
Nú er stór grafreitur með þús-
undum legsteina þar sem áður voru
íþróttamannvirki 1984. Flestir leg-
steinarnir eru yfir múslíma en þeir
eru í meirihluta í sjálfri borginni,
Serbarnir búa einkum í úthverfun-
um.
Grimmdin og sektin
Sumt er varla hægt að minnast á
þegar talað er við þá sem nú reyna
að láta tímann lækna sárin og koma
lífi sínu aftur í eðlilegt horf. Til
dæmis að Serbar voru ekki einir um
grimmdarverk. Rannsókn var gerð
síðar á árásinni blóðugu á mark-
aðinn sem varð til þess að ráða-
mönnum á Vesturlöndum var ofboð-
ið, flestir kenndu þegar Serbum um
ódæðið. En niðurstaðan var að
sennilega hefðu hermenn úr röðum
múslíma skotið sprengjunum til að
afla samúðar og knýja alþjóðasam-
félagið til aðgerða.
Skömmu áður hafði verið skýrt
frá fjöldamorðunum í Srebrenica,
mælirinn var fullur. Clinton Banda-
ríkjaforseti fékk bandamenn sína í
NATO til að samþykkja að beitt
yrði loftárásum gegn Serbum.
Nokkrum mánuðum seinna var
saminn friður í Dayton í Bandaríkj-
unum.
Ör sem gróa seint
Í haust verður liðinn ára-
tugur frá því að friður var
saminn í borgarastríðinu í
Bosníu-Herzegóvínu milli
þjóðarbrotanna þriggja,
Serba, Króata og Bosníaka,
eins og múslímar landsins
kalla sig. Kristján Jónsson
var nýlega í stuttri heim-
sókn í höfuðborginni Saraj-
evo. Myndirnar tók Erling-
ur Erlingsson.
Konur á götu í Sarajevo. Nokkuð er um að sanntrúaðar múslímakonur gangi með hvítan höfuðklút.
Flestir múslímar í borginni hafa þó síðustu áratugina verið afar frjálslyndir og hefð var fyrir því,
fyrir stríðið, að helstu trúfylkingar héldu upp á helstu hátíðisdaga hinna.
Grafreitir nokkurra fórnarlamba umsátursins sem talið er að hafi verið rúmlega 10.000. Grafirnar eru
á svæði þar sem voru íþróttamannvirki á Vetrarólympíuleikunum 1984. Þegar leikarnir fóru fram var
Sarajevo friðsæl menningarborg þar sem múslímar, Serbar og Króatar áttu náin og góð samskipti.
Mínaretta á einni af moskunum við hlið nýtískulegra gler- og stálhúsa
sem hafa verið lagfærð. Víða eru þó enn skemmdir í borginni.
Legsteinn í fornum grafreit gyðinga, einn af
mörgum sem orðið hefur skotmark.
kjon@mbl.is