Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
27. júlí 1975: Sú aldraða sveit,
sem nú situr á friðarstóli í
dag, hefur gegnt mikilvægu
hlutverki í framvindu þjóð-
félagsmála. Það er hún, sem
með störfum og striti breytti
íslenzku þjóðfélagi úr frum-
stæðu og fátæku samfélagi í
það velferðarþjóðfélag, sem
við búum að í dag. Það er hún,
sem lagði grundvöllinn að nú-
tíma velmegun landsmanna.
Hún skilaði niðjum sínum
betra landi en hún tók við.
Þjóðin sem heild stendur því í
stórri ógoldinni þakkarskuld
við hina eldri kynslóð.
Það er ljósasti votturinn
um menningu og siðferðileg-
an styrkleika hverrar þjóðar,
hvern veg hún býr að hinum
öldruðu. Sú endurskoðun á
löggjöf almannatrygginga,
sem núverandi ríkisstjórn
hefur beitt sér fyrir og vænt-
anlega leiðir til framlagn-
ingar nýs lagafrumvarps á
vetri komanda, verður að
taka mið af þeim menning-
arlegu og siðferðilegu kvöð-
um nútíma þjóðfélags, sem
skyldu þess við hina eldri
kynslóð leggja því á herðar.
. . . . . . . . . .
28. júlí 1985: Um þessar
mundir eru tíu ár liðin síðan
Helsinki-samþykktin svo-
nefnda var undirrituð af leið-
togum 35 ríkja í höfuðborg
Finnlands. Af þessu tilefni
munu utanríkisráðherrar
þessara ríkja í Evrópu og
Norður-Ameríku hittast á
fundi í Helsinki nú í vikunni.
[...]
Á árinu 1976 gaf utanrík-
isráðuneytið lokasamþykkt
ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu, eins og
Helsinki-samþykktin heitir
fullu nafni, út í íslenskri þýð-
ingu og er það þéttskrifuð 60
síðna bók. Þetta skjal hefur
orðið haldreipi fjölmargra
einstaklinga og hópa, sem
vilja halda ríkisstjórnum
kommúnistaríkjanna í Aust-
ur-Evrópu við efni þess og
ákvæði meðal annars um
virðingu fyrir mannrétt-
indum. Í stuttu máli sagt hafa
kommúnistastjórnirnar sýnt
þessum einstaklingum og
hópum fulla fyrirlitningu.
. . . . . . . . . .
29. júlí 1995: Öldungadeild
Bandaríkjaþings samþykkti á
miðvikudagskvöld, með mikl-
um meirihluta, tillögu um að
Bandaríkin hættu þátttöku í
vopnasölubanni Sameinuðu
þjóðanna á Bosníu. [...] Lík-
legt þykir að tillagan fái næg-
an stuðning en ekki er heldur
útilokað að málamiðlun takist
milli þings og forseta um
hertar aðgerðir í Bosníu.
Bandamenn Bandaríkja-
stjórnar hafa flestir lýst
óánægju sinni með þessa
ákvörðun öldungadeild-
arinnar og bent á að verði
vopnasölubannið fellt úr gildi
leiði það líklega til að frið-
argæsluliðar SÞ verði kall-
aðir heim og allsherjarstyrj-
öld brjótist út í fyrrverandi
Júgóslavíu. Það eru ekki síst
þau ríki er sent hafa frið-
argæsluliða til Bosníu sem
hafa verið andvíg afnámi
vopnasölubanns. Bandaríkin
eru ekki í þeim hópi. Þrátt
fyrir kröfur bandaríska
þingsins um stuðning við
Bosníustjórn eru þingmenn
andvígir því að bandarískir
hermenn verði sendir til fyrr-
verandi Júgóslavíu.
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
fáum borgum, ef þá nokkurri, er
nútímasagan jafnágeng við gestinn
og í Berlín, höfuðborg Þýzkalands.
Borgin er svo ótrúlega rík af minj-
um og táknum úr sögu þeirra at-
burða, sem hafa mótað heim okkar.
Berlín segir m.a. sögu af uppgangi
þjóðernishyggjunnar og stofnun
þjóðríkjanna í Evrópu á nítjándu öld, tveimur
blóðugum heimsstyrjöldum á þeirri tuttugustu,
risi og falli tveggja kenningakerfa alræðis-
hyggju og kúgunar, nazisma og sósíalisma – og
síðast en ekki sízt af sigri frelsis, mannúðar og
markaðskerfis.
Í 28 ár, frá 1961 til 1989, skipti Berlínarmúr-
inn borginni í tvennt; kommúnistastjórnin í
Austur-Þýzkalandi neyddist til að múra þegna
sína inni til að koma í veg fyrir að þeir flýðu
yfir til vesturhlutans. Fyrir þá, sem komu til
Berlínar á meðan múrinn stóð, fylgir því enn
ákveðin óraunveruleikatilfinning að ganga
hindrunarlaust t.d. í gegnum Brandenborg-
arhliðið, þvert yfir Potsdamer Platz eða við-
stöðulaust eftir Friedrichstrasse framhjá
landamærastöðinni Checkpoint Charlie. Á
svæðinu meðfram múrnum stóð öll borgarþró-
un í stað í hartnær þrjá áratugi, einkum aust-
anmegin, þar sem ekki var byggt meðfram
múrnum heldur skorin í gegnum borgina breið
ræma einkismannslands með gaddavírsgirðing-
um og sjálfvirkum vélbyssum til að salla niður
þá, sem sættu sig ekki við vistina í fyrirmynd-
arríki sósíalismans. Á þessu svæði hafa þess
vegna líka risið margar hinna stórkostlegu
nýju bygginga, sem arkitektar og bygginga-
verktakar hafa töfrað fram á undraskömmum
tíma eftir að múrinn féll 1989. Víðast hvar
sjást engin merki lengur um múrinn – á stöku
stað eru þó bútar af honum varðveittir sem
sögulegar minjar, svo að tilurð og saga þessa
illa mannvirkis gleymist aldrei.
Berangur
verður borg-
armiðja á ný
Potsdamer Platz var
einu sinni fjölfarn-
asta umferðartorg
Berlínar. Byggingar
umhverfis torgið
voru flestar jafnaðar
við jörðu í seinna stríði og mörk hernáms-
svæða Vesturveldanna og Sovétmanna lágu um
það. Þegar Berlínarmúrinn var reistur, lá hann
þess vegna þvert yfir torgið. Áratugum saman
var Potsdamer Platz aðeins berangur; hálf-
hrunin hús á stangli – og múrinn. Jafnvel sá,
sem hefur lesið um hina gríðarlegu uppbygg-
ingu við Potsdamer Platz undanfarinn áratug,
getur ekki ímyndað sér hvílík breyting hefur
orðið á þessum stað. Torgið, sem nú er á ný
miðpunktur borgarlífsins í Berlín, hefur verið
kallað sýningargluggi þess bezta í arkitektúr
þúsaldamótanna.
Skipulagsyfirvöld í Berlín settu ströng skil-
yrði um að ekki mætti byggja of hátt og út-
koman er hverfi, þar sem bæði er pláss fyrir
höfuðstöðvar ýmissa helztu stórfyrirtækja
Þýzkalands og hinn almenna, fótgangandi
borgara, með kaffihúsum, görðum og gos-
brunnum.
Á gangstéttum við torgið er sýnt með hellu-
lögn hvar múrinn stóð og við enda Ebert-
strasse er einn steypufleki látinn standa; hann
markar staðinn þar sem fyrsta skarðið var
höggvið í múrinn í nóvember 1989, eftir að
kommúnistastjórnin hafði loks gefizt upp fyrir
fjöldamótmælum og landflótta og lýst yfir að
þeir, sem vildu fara vestur, mættu það. Íbúar
Austur-Berlínar ruku til með sleggjur og stein-
bora og brutu sér leið í gegnum múrinn.
Sagan á
Ebertstrasse
Ganga norður eftir
Ebertstrasse þar
sem múrinn stóð áð-
ur, frá Potsdamer
Platz að þinghúsinu Reichstag, er nánast eins
og kennslustund í sögu Þýzkalands og Evrópu.
Við þvergötuna Vossstrasse stóð á sínum tíma
hin gríðarmikla kanzlarahöll Hitlers og að baki
henni byrgið, þar sem foringinn endaði lífdaga
sína. Reyndar hefur verið gengið svo frá að um
hvorugt sjást nú nokkur merki.
Fljótlega verður fyrir á hægri hönd hið gríð-
armikla minnismerki um helför gyðinga, sem
arkitektinn Peter Eisenman hannaði. Minn-
ismerkið nær yfir svæði, sem samsvarar þrem-
ur fótboltavöllum og samanstendur af 2.711
steinsteypublokkum, sem mynda eins konar
völundarhús. Þeir, sem skoða minnismerkið,
velta fyrir sér hvað eigi að lesa út úr stein-
blokkunum; þeim er þannig fyrirkomið að það
er eins og yfirborð minnismerkisins gangi í
bylgjum; þær eru misháar og halla lítið eitt á
mismunandi vegu. Einhver segir að engar
tvær séu eins, frekar en þær sex milljónir ein-
staklinga, sem Hitler sendi í gasklefana; hver
um sig standi fyrir mannslíf, sem var einstakt.
Annar gengur um á milli steinanna og telur að
arkitektinn hafi viljað að gestinum fyndist
hann einmana og týndur í fjandsamlegu um-
hverfi. Sá þriðji sér út úr steinblokkunum haf
af líkkistum eða grafhýsum, sem hinir myrtu
gyðingar fengu aldrei; lík þeirra voru grafin í
fjöldagröfum eða brennd. Hvaða merkingu,
sem fólk leggur í minnismerkið, er eitt víst.
Stærð þess og staðsetning í hjarta Berlínar
þýðir að Þjóðverjar ætla ekki að gleyma þeim
glæp, sem helförin var. Þeir horfast í augu við
sögu sína, hversu sársaukafullt sem það kann
að vera.
Næst norðan við minnismerkið er verið að
taka grunn fyrir nýbyggingu bandaríska sendi-
ráðsins á þeim stað, sem það stóð fyrir seinni
heimsstyrjöld. Steinsnar lengra norður eftir
Ebertstrasse er Brandenborgarhliðið. Það var
eitt sinn tákn um skiptingu Evrópu; glæst
borgarhlið sem enginn mátti fara í gegnum,
enda lá múrinn þétt upp að því. Nú er það orð-
ið að ímynd endursameiningar þýzka ríkisins
og raunar álfunnar allrar – og mynd þess
prýðir evrumyntina, sem slegin er í Þýzka-
landi. Handan við hliðið, á Pariser Platz, hafa
arkitektar leikið lausum hala eins og víða á
þessum slóðum og m.a. hafa sendiráð Bret-
lands og Frakklands snúið aftur á sínar gömlu
lóðir, en í nýjum húsum.
Þegar göngunni er haldið áfram eftir Ebert-
strasse er gengið meðfram Tiergarten á vinstri
hönd; fara þarf yfir 17. júní-götu, sem hlaut
nafn sitt á 6. áratugnum í minningu þeirra,
sem féllu fyrir kúlum sovézkra skriðdreka í
verkamannauppreisninni í Austur-Berlín sum-
arið 1953. Við hornið á Scheidemannstrasse,
beint á móti Reichstag, stendur minnismerki,
sem lítið fer fyrir en hefur sterk áhrif á þann,
sem skoðar það; röð af krossum til minningar
um þá, sem voru skotnir er þeir reyndu að
flýja yfir Berlínarmúrinn. Sá síðasti var myrt-
ur í febrúar 1989, fáeinum mánuðum áður en
múrinn féll.
Reichstag og
sameiningin
Við enda Ebert-
strasse er það auðvit-
að hið gríðarmikla og
sögufræga þinghús,
Reichstag, sem vekur mesta athygli. Bygg-
ingin var reist skömmu eftir sameiningu
Þýzkalands á 19. öld og er helguð þýzku þjóð-
inni með áletruninni „Dem deutschen Volke“,
sem var bætt við 1916. Reichstag eyðilagðist í
eldi 1933 – sem talið er að nazistar hafi kveikt,
en þeir kenndu kommúnistum um – og var
ekki endurbyggt fyrr en á sjöunda áratug sein-
ustu aldar og þá án hvolfþaksins mikla, sem
upphaflega prýddi það.
Undir lok seinni heimsstyrjaldar var barizt
hart um húsið – kúlnagötin sjást enn á út-
veggjunum – og margir þekkja myndina af
sovézka hermanninum, sem festir fána Sov-
étríkjanna á einn af turnum hússins, eina
frægustu táknmynd stríðslokanna og sigurs
Sovétríkjanna á Þýzkalandi.
Reichstag hefur þannig bæði staðið fyrir
sigra Þjóðverja og niðurlægingu. Áratugum
saman stóð þetta mikla hús harla þögult og
beið endursameiningar Þýzkalands, sem marg-
ir töldu að aldrei gæti orðið. Nú er það á ný
stolt sameinaðs Þýzkalands, undir nýju hvolf-
þaki sem arkitektinn Norman Foster hannaði
og endurgert að innan með glæsilegum og nú-
tímalegum hætti.
Sá, sem heimsótti Reichstag í kalda stríðinu,
tekur þó ekki aðeins eftir byggingunni sjálfri,
heldur líka umhverfi hennar. Í 28 ár stóð
Reichstag í skugga múrsins, sem lá eftir
Ebertstrasse miðju. Höll þingforsetanna, sem
var reist um aldamótin 1900 austan við götuna,
lenti því handan við múrinn. Á sínum tíma var
hægt að fara út á svalir Reichstag og horfa yf-
ir múrinn á höllina, sem kúrði einmanaleg á
einskismannslandinu austan við múrinn, með
vesturgluggana byrgða.
Nú hefur hún verið tengd þinghúsinu á ný
og sameinuð nýbyggingum þess austan við
Ebertstrasse – í gömlu Austur-Berlín – og er
orðin aðsetur þýzka þingmannasambandsins.
Steinsnar niður með ánni Spree hafa verið
reistar tvær gífurlega miklar skrifstofubygg-
ingar fyrir Reichstag, sem tengjast yfir ána, er
eitt sinn aðskildi borgarhlutana á þessum stað,
með mikilli brú. Þannig brúar sjálft aðsetur
sambandsþingsins mörkin sem eitt sinn voru
milli Vestur- og Austur-Þýzkalands og er öfl-
ugt tákn um endursameiningu landsins.
DAUÐINN Í EGYPTALANDI
Enn eitt hryllilegt hryðjuverkhefur verið framið, að þessusinni í Egyptalandi, þar sem
meira en áttatíu manns féllu á
föstudagskvöld, er sprengjur
sprungu við hótel og fjölfarna
ferðamannastaði í Sharm el-
Sheikh. Margir fleiri eru slasaðir
og örkumla.
Samtök, sem segjast tengd al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökunum,
hafa lýst ábyrgð á morðunum á
hendur sér. Hryðjuverkamenn,
andsnúnir Vesturlöndum, hafa ár-
um saman beint spjótum sínum að
ferðaþjónustunni í Egyptalandi.
Annars vegar vilja þeir valda dauða
og skelfingu meðal vestrænna
ferðamanna. Hins vegar vilja þeir
valda efnahagslífinu í eigin landi
sem mestum skaða og skapa glund-
roða, sem á að auðvelda þeim öfga-
stefnum, sem þeir aðhyllast, að ná
fótfestu.
Hryðjuverkamönnunum er auð-
vitað nákvæmlega sama hvern þeir
drepa; hvort það eru egypzkir her-
og lögreglumenn, vestrænir ferða-
menn eða þeirra eigin landar og
trúbræður. Dauðinn er eina mark-
miðið.
Enn og aftur snerta hryðjuverkin
okkur Íslendinga beint. Margir Ís-
lendingar hafa heimsótt Egypta-
land. Íslenzkar fjölskyldur voru í
Sharm el-Sheikh er sprengjurnar
sprungu, en enginn Íslendingur
skaddaðist, eftir því sem bezt er
vitað.
Baráttan gegn hryðjuverkum er
okkar barátta. Við eigum að leggja
okkar af mörkum og styðja hvert
það frumkvæði á alþjóðlegum vett-
vangi, sem er til þess fallið að
kveða hryðjuverkamennina í kútinn
og hrinda sjúklegum áformum
þeirra um dauða, upplausn og yf-
irráð öfgakenndrar kreddufestu.
KÍNA RÉTTIR ÚT SÁTTAHÖND
Kínversk stjórnvöld stigu áfimmtudag mikilvægt skref í
átt til þess að setja niður viðskipta-
deilur sínar við Vesturlönd er þau
tóku ákvörðun um að afnema teng-
ingu gjaldmiðils Kína, júansins, við
dollarann og hækka gengið lítið
eitt. Bæði Bandaríkjastjórn og
Evrópusambandið hafa lengi gagn-
rýnt harðlega gengisstefnu Kín-
verja; sakað þá um að halda geng-
inu alltof lágu og styrkja þannig
stöðu útflutningsatvinnuvega sinna.
Kínverskar vörur séu þannig enn
ódýrari en kostnaðarstigið í land-
inu gefi tilefni til og veiti fram-
leiðsluvörum vestrænna ríkja
ósanngjarna samkeppni.
Breyting á gengi júansins (sem
líka er kallað renminbi) um tvö pró-
sentustig dugar ekki til að leiðrétta
það ójafnvægi í viðskiptum, sem
hefur hlotizt af gengisstefnu Kín-
verja. Sérfræðingar telja að gengi
gjaldmiðilsins sé enn 15–30% of
hátt skráð. Þýðing ákvörðunarinn-
ar er fyrst og fremst pólitísk; segja
má að Kína hafi nú viðurkennt þá
ábyrgð, sem landið ber sem rísandi
stórveldi í alþjóðaviðskiptum.
Vesturlönd eiga hins vegar að
taka viljann fyrir verkið. Nú hlýtur
að sljákka í þeim, bæði austan hafs
og vestan, sem vilja svara sam-
keppni frá Kína með viðskiptahöml-
um og tollmúrum. Kínversk stjórn-
völd hafa sýnt að þau eru reiðubúin
til samstarfs í þessum efnum.