Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 35

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 35 MINNINGAR Þegar ég var rétt að leggja af stað í ferða- lag snemma í júní barst mér sú sorgar- fregn að hinn góði vinur minn, séra Ágúst K. Eyjólfsson, hefði skyndi- lega verið kvaddur af þessum heimi. Því eru þessi kveðjuorð svona seint á ferðinni. Ég kynntist foreldrum hans fljót- lega eftir að ég gekk í kaþólsku kirkjuna og þá voru þau, hann og Ragnheiður systir hans, enn á barns- aldri. Hann var einlægur og góður drengur og því munu margar St. Jósefssystur sem störfuðu hér þá, ásamt með prestunum, hafa séð í þessum prúða dreng efni í prest til starfa fyrir kaþólska söfnuðinn hér sem þá var ekki mjög fjölmennur, enda var það áhugamál og sjálfsögð stefna trúboðsins hvar sem var að koma á laggirnar innlendri presta- stétt. Það kom líka í ljós í leikjum þessa unga drengs, ekki síst meðal barna í sumardvöl hjá systrunum í Stykkishólmi, að hann vildi gjarnan fara í „kirkjuleiki“ þar sem hann væri presturinn. Að loknu skólanámi hér á landi hélt hann svo til Þýskalands til prestnáms. Tungumálanám lét hon- um vel og að sjálfsögðu náði hann bestum árangri í þýsku, bæði fyrir nám sitt svo og sambandið við þýsku systurnar í Landakoti. Þegar hann hafði lokið prestnámi var honum veitt prestvígsla í dóm- kirkju Krists konungs í Landakoti og þjónaði hann hér og á Akureyri um skeið en fluttist 1993 til Þýska- lands og þjónaði þar meðan honum entist aldur til. Ég átti gott samband við séra Ágúst meðan hann var hér á landi og ræddi oft við hann, en minnisstæð- ustu samræðurnar við hann átti ég í Þýskalandi. Þá sátum við oft á kvöld- ÁGÚST KOLBEINN EYJÓLFSSON ✝ Ágúst KolbeinnEyjólfsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1951. Hann andaðist á heimili sínu í Berge í Þýska- landi 9. júní síðast- liðinn og var honum sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 5. júlí. in og ræddum hlut- verk kirkjunnar heima og erlendis. Hann var einstaklega einlægur í starfi sínu og átti þá ósk heitasta að duga sóknarbörnum sínum sem best, bæði verald- lega og andlega. Hann sagði mér frá baráttu ungs fólks í heimi sem stefndi augsýnilega í veraldlega átt, þar sem hin íhaldssamari gamla kynslóð óttaðist um velferð barna sinna í heimi velsældarinnar, gamla kynslóðin sem saknaði latínunnar í messunni og bað rósakransbænirn- ar. Og hann gerði það sem hann gat til að styðja unga fólkið á hinum breiða vegi heimsins, og eftir því litla að dæma sem ég komst á snoðir um, ávann hann sér einlæga vináttu þess fólks og virðingu hinna fullorðnu. Hann stóð eiginlega á mörkum tveggja heima og rétti báðum hend- urnar, þeim til stuðnings. Slíks manns er sárt saknað þegar hans nýtur ekki lengur við. Við ræddum líka um landið okkar sem hann unni mjög. Hann lék eitt sinn fyrir mig á harmonikuna sína lag sem hann tileinkaði Íslandi og þótt hann flíkaði engan veginn til- finningum sínum, duldist mér ekki hugur hans þegar hann lék það lag og túlkaði. Hann hlakkaði augsýni- lega til þess að þegar þjónustu hans í Þýskalandi lyki gæti hann lifað ánægjulegt ævikvöld í hópi vina sinna og ættingja heima. En það átti ekki að verða. Mér er sem ég hafi heyrt leynda rödd mæla til hans frá hæðum: „Þú hefur ávaxtað pund þitt vel, vinur. Komdu nú heim til þess að njóta eilífðarinnar með mér.“ Torfi Ólafsson. Elsku Nilli afi. Ég og fjölskylda mín, Arna og Baldur Örn, getum ekki látið hjá líða að minnast þín við leiðarlok. Mig strákorminn rak á fjörur ykkar Lillu ömmu þegar við mamma leigðum íbúð í húsi ykkar en ég var þá þriggja til fjögurra ára gamall og uppátektasamur og hefði eflaust reynt á þolrifin í flestum öðrum, en fann aldrei annað en ein- stakt umburðarlyndi hjá ykkur gagnvart ýmsum strákapörum mín- um. Eins og kunnugir vita ávarpaði ég ykkur mjög fljótlega „afi og amma“ og hefði ekki gert það nema vegna þeirrar hlýju sem ég mætti NIELS JACOB HANSEN ✝ Niels JacobHansen fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. júlí síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Fossvogskirkju 7. júlí. hjá ykkur og aðeins góðir foreldrar geta sýnt. Fyrir þetta vil ég nú þakka, sem og öll okkar samskipti sem voru alltaf eins góð og best varð á kosið. Þegar við hjónin og Baldur Örn fluttum í Dvergholtið fyrir um tveimur árum og það í húsið beint á móti ykkar húsi, þá heyrði ég haft eftir þér: „Jæja, þá er Jói kom- inn heim aftur.“ Og ekki leið löngu þar til Baldur Örn fór að kalla ykk- ur „afa“ og „ömmu“ og segir þetta allt sem segja þarf um ykkur. Elsku afi Nilli, hafðu þökk fyrir allt og guð fylgi þér á þeirri leið sem þú hefur lagt út á og guð blessi Lillu og fjöl- skyldu ykkar. Söknuður sál mína kvelur, minn kæri vinur, þú ei lengur hér á jörðu dvelur. Þinni lífsgöngu ei ætlað var lengri veg. Sárt er því að taka, vildi að þú værir ennþá hér. Nú þú leið þína hefur lagt yfir móðuna miklu. Með vissu ég veit þar þú mætt hefur móttökum góðum. Þar hlýtur nú að vera glatt á hjalla; þannig ávallt það var er þú mættir með brosið þitt bjarta. Þú einstaka sál hafðir að geyma. Þér ég aldrei mun gleyma. Minningin um þig er björt og mikil hér á jörðu niðri. Hún áfram lifir í hjarta mínu; þinn stað þú ætíð munt eiga (Jónína Sesselja Gísladóttir.) Jóhannes. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Háaleitisbraut 45, Reykjavík, lést fimmtudaginn 21. júlí síðastliðinn. Grímur Jónsson, Gunnar Grímsson, Gígja Hrund Birgisdóttir, Hugi Þeyr Gunnarsson, Ásgrímur Gunnarsson. Hjartans þakkir til allra þeirra sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall sonar míns og bróður, sr. ÁGÚSTS KOLBEINS EYJÓLFSSONAR sóknarprests í Berge, Þýskalandi. Hulda Sigrún Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir. Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, BJARGAR ARADÓTTUR frá Hólmavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Trausti Pétursson, Pétur Pétursson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KONRÁÐSDÓTTIR, áður til heimilis að Stóragerði 18, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 22. júlí 2005. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.