Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 52
„ENN er byrjað ævintýr, við Úlfljótsvatn hver skáti syngur glaður,“
segir í mótssöng Landsmóts skáta 2005 en mótið náði hápunkti sínum
í gær á heimsóknardegi. Fjöldi fólks lagði leið sína á Úlfljótsvatn í
gær og fékk smjörþefinn af því sem tvö þúsund þátttakendur eru að
fást við þessa dagana undir traustri leiðsögn foringja sinna.
Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi segir að dagskráin gangi ótrú-
lega vel enda leikur veðrið við skátana. „Hér er mikil stemning meðal
barna og fullorðinna og það eru komnir fleiri en nokkru sinni í fjöl-
skyldubúðirnar,“ segir Margrét sem hefur tekið þátt í skátamótum
frá árinu 1962.
Að sögn Margrétar iðuðu tjaldbúðirnar af lífi í gær. Hóparnir voru
með kynningu á bæjarfélagi sínu og einhvern leik eða annars konar
glens á sínu svæði. Gestir gátu því gengið á milli og skemmt sér auk
þess sem stanslaus dagskrá var á sviðinu. „Hér hittist fólk og end-
urnýjar gömul kynni eða myndar ný,“ segir Margrét en hún nýtur
hins sanna skátaanda sem er víst laus við allt vesen og vafstur.
Mikil stemning
á skátamótinu
Ljósmynd/Guðvarður Ólafsson
Landsmót skáta hefur gengið vel enda veðrið leikið við þátttakendur sem taka því fagnandi.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
BÆJARYFIRVÖLD á Akranesi
hafa áhuga á að tengjast leiðakerfi
Strætó bs. Gísli Gíslason, bæjarstjóri
á Akranesi, segir að það yrði þó ekki
fyrr en í fyrsta lagi um áramót sem
strætisvagnaferðir milli Akraness og
Reykjavíkur gætu orðið að veruleika.
Um áramót eru fyrirhugaðar
breytingar á sérleyfismálum þegar
öll sérleyfi verða boðin út. Akranes-
kaupstaður hefur áhuga á því að
leysa til sín það fjármagn sem rík-
isvaldið hefur sett í að niðurgreiða
sérleyfi milli Akraness og Reykjavík-
ur og nota það fé til þess að kosta
samstarf við Strætó bs. í staðinn. „Við
höfum fyrir okkar leyti lýst okkur
reiðubúin til þess,“ segir Ásgeir Ei-
ríksson, framkvæmdastjóri Strætó.
„Hugmyndin gengur þá út á það að
framlengja akstursleið númer 27,
sem liggur í dag milli Mosfellsbæjar
og Kjalarness, upp á Akranes.“
Gísli segir að málið hafi verið rætt
við samgönguráðuneytið og að þar
hafi verið tekið ágætlega í hugmynd-
ina. „En miðað við þá samninga sem
eru í gildi er alveg öruggt að það ger-
ist ekkert fyrr en í fyrsta lagi um ára-
mót,“ segir Gísli. „Við munum nota
haustið til að fínvinna málið en vonir
standa til að Akranestenging geti far-
ið af stað eftir áramótin.“
Aðalávinningur lægri fjargjöld
Gísli segir að aðalávinningur bæj-
arbúa af tengingu við strætókerfið sé
lægri fargjöld milli Akraness og höf-
uðborgarsvæðisins. Í dag greiða þeir
um 1.000 kr. fyrir ferðina en krafa
Akraness yrði sú að íbúar þar nytu
sömu kjara í strætó og notendur á
höfuðborgarsvæðinu. Reiknar Akra-
nesbær með að þurfa að leggja fram
fjármuni til að svo megi verða.
Akranes vill
verða hluti
af leiðakerfi
Strætó
stuðla að þverfaglegu samstarfi sérfræðinga og
efla félagsauð í hverfum borgarinnar. Að auki er
breytingin liður í undirbúningi borgarinnar að
taka við fleiri verkefnum frá ríkinu. Um 180 sér-
fræðingar Félagsþjónustunnar, Fræðslumið-
stöðvar, Leikskóla Reykjavíkur og ÍTR skiptu
um vinnustað við breytinguna 1. júní sl. Þjón-
ustumiðstöðvarnar opna upplýsingaskála og
verða breytingarnar kynntar í september.
Svara í borgarnúmer allan sólarhringinn
Regína segir þjónustumiðstöðvarnar einn lið í
endurbótum á allri þjónustu og viðmóti borgar-
innar gagnvart borgarbúum. „Annar liður í
breytingunni er að hægt er ná sambandi við allar
VIÐ opnun fjögurra nýrra þjónustumiðstöðva í
Reykjavík til viðbótar við eldri þjónustumið-
stöðvar í Grafarvogi og Vesturbæ var Fé-
lagsþjónustan í Reykjavík formlega lögð niður 1.
júní sl. Þjónustumiðstöðvarnar sinna ekki aðeins
flestum þjónustuverkefnum Félagsþjónustunnar
heldur sérfræðiþjónustu frá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur og Leikskólum Reykjavíkur og frí-
stundaráðgjöf frá Íþrótta- og tómstundasviði.
Eftir breytinguna geta Reykvíkingar sótt upp-
lýsingar og skilað umsóknum um alla þjónustu
borgarinnar í þjónustumiðstöðvunum.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og
rekstrarsviðs, segir þríþætt meginmarkmið
breytinganna að bæta aðgengi að þjónustunni,
stofnanir borgarinnar í gegnum eitt númer, 4 11
11 11. Nú er meira að segja búið að ganga frá því
með samningi við Neyðarlínuna að svarað er í
símanúmerið á nóttunni. Borgarbúar geta því
hringt og tilkynnt skemmdir, umhverfisslys og
beðið um neyðarþjónustu svo dæmi séu tekin í
sama númeri, 4 11 11 11, allan sólarhringinn.
Regína segir þriðja dæmið um endurbætur
átak í upplýsingatækni. „Borgaryfirvöld hafa
ákveðið að steypa flestum tölvudeildum borgar-
innar saman í eina upplýsingatæknimiðstöð. Með
því móti er m.a. stutt við þróun í átt til meiri
áherslu á rafrænar umsóknir.“
Fjórar þjónustustofnanir Reykjavíkurborgar komnar í eina sæng
Þjónustan flutt út í hverfin
Grasrót | 10
SÉRA Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, æfir stíft þessa
dagana fyrir kraftakeppni sem fram fer í Ukna í Svíþjóð 6. ágúst. Sem
kunnugt er er séra Gunnar enginn venjulegur prestur heldur sterkasti
prestur í heimi.
Meðal æfingatækja Gunnars eru þrír mjólkurbrúsar, fullir af möl, sem
hann hleður á og af sérsmíðuðum mjólkurbrúsapalli sem stendur fyrir
utan kirkjuna. Auk þess tekur hann sig til og dregur leikandi létt bíla
sem eru úti á bílaplani kirkjunnar eins og hér sést.
Gunnar fer út til Svíþjóðar í boði sænsku sendiherrahjónanna og þar
verður hann heiðursgestur. Jafnframt verður hann eini Íslendingurinn
meðal keppenda.
Aðspurður segist hann ætla sér að vera framarlega ef ekki fremstur.
„Ég hugsa að ég taki þetta nú svona nokkurn veginn. Þeir verða ekki
margir fyrir framan mig ef nokkur,“ segir Gunnar.
Æft fyrir kraftakeppni
Morgunblaðið/Þorkell
BUBBI Morthens hefur ákveðið að
höfða meiðyrðamál á hendur útgáfu-
félagi DV og Hér og nú vegna umfjöll-
unar þeirra um
einkalíf hans. Úti-
stöður Bubba við
blöðin hófust með
því að DV birti fyrr í
sumar forsíðumynd
af honum inni í bíl
sínum að reykja síg-
arettu. Í viðtali við
Pál Kristin Pálsson í
Tímariti Morg-
unblaðsins kemur
fram að hann sætti
sig hvorki við að vera myndaður úr
launsátri þar sem hann taldi sig vera í
friði né villandi fyrirsögnina „Bubbi
fallinn“.
Hann telur það einfalt að í allri vit-
und þjóðarinnar, sem viti að hann sé
óvirkur alkóhólisti, þýði slík fyrirsögn
ekki að hann sé aftur byrjaður að
reykja, eins og fréttin hafi gengið út á,
heldur að hann væri dottinn í það.
„Þetta kom mér mjög í opna skjöldu
vegna þess að öll mín tilvera í dag, all-
ur minn trúverðugleiki, byggist á því að
ég sé edrú. Og ég trúi því að ég myndi
ekki bara deyja ef ég myndi falla, held-
ur eyðileggja allt það sem ég hef lagt
inn í gegnum árin,“ segir Bubbi.
Þörf fyrir skýr lög
Hann telur nauðsynlegt að fá skýr lög
m.a. um hvort hægt sé að koma á
gluggann heima hjá honum og taka
myndir, búa til falsaðar fréttir og birta
þær í þeim eina tilgangi að selja eitt-
hvert blað.
„Ég geri mér grein fyrir að fram er
komin ný tegund af blaðamennsku á Ís-
landi, og tímarnir breytast og allt það,
en ég samþykki ekki slíka blaða-
mennsku,“ segir Bubbi.
Honum finnst magnaður sá stuðn-
ingur, sem hann hefur fengið frá al-
menningi: „Þjóðin reis bara upp á aft-
urfæturna og sagði látið Bubba í friði.
[…] Tölvan mín brann yfir, síminn minn
brann yfir, hvert sem ég fór kom
ókunnugt fólk til mín og vottaði mér
stuðning sinn. Það var eins og allt í
einu yrði sprenging og fólk sagði hing-
að og ekki lengra.“ | Tímarit
Bubbi höfðar
meiðyrðamál
Bubbi Morthens
PERSÓNUVERND virðist komin út á
grátt svæði þegar vinnslu í meðferð gagna
er ruglað saman við efnistök og framsetn-
ingu blaðamanna að mati dr. Herdísar Þor-
geirsdóttur lagaprófessors sem skrifar
grein í Morgunblaðið í dag um álit Persónu-
verndar á umfjöllun fjölmiðla um einkalíf
fólks.
„Persónuvernd tekur fram að hún geti
veitt álit sitt á því hvernig blaðamenn fari
með persónuupplýsingar og hvort þeir upp-
fylli kröfur meginreglunnar um gæði gagna
og vinnslu, að þær séu unnar með sann-
gjörnum, málefnalegum og lögmætum
hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi
við vandaða vinnsluhætti persónuupplýs-
inga, en setur þann fyrirvara að skoða verði
þau skilyrði í ljósi þeirrar stjórnskipulegu
verndar sem fjölmiðlar njóta,“ segir í grein
Herdísar.
„Ákvæðin sem vísað er í taka til „vinnslu-
hátta“ – meðferðar upplýsinga sem blaða-
maður hefur undir höndum en ekki hins
textalega samhengis eða túlkunar sem kem-
ur fram í staðhæfingum í frétt eða fyrir-
sögn. Það er alþjóðlega viðurkennt lögmál
að blaðamaður skuli beita heiðarlegum
vinnubrögðum í öflun frétta, annarra gagna
og við myndatökur,“ segir Herdís.| 20
Persónu-
vernd á
gráu svæði
♦♦♦