Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 8

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 8
8 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. Framundan er einmesta ferðahelgiársins, verslunar- mannahelgin, en þá fara tugþúsundir landsmanna á stjá og streyma lands- hornanna á milli, hvort sem förinni er heitið á útihátíð, í sumarbústað, tjaldferð eða útilegu. Lögreglan í Reykjavík hefur mikinn viðbúnað um helgina, enda mun megin- straumur umferðar liggja um Ártúnsbrekku og yfir á Vesturlands- og Suður- landsveg. Geir Jón Þóris- son, yfirlögreglumaður hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir ljóst að umferðin út úr borginni verði mjög erfið á Vesturlandsvegi, strax þegar komið er að gatnamót- um Suðurlandsvegar og Vestur- landsvegar. „Síðan eru fram- kvæmdir fyrir austan Víkurveg á leið inn í Mosfellsbæ. Fólk þarf að gefa sér góðan tíma og átta sig á því að það er ekki hægt að grípa inn í umferðina þarna. Það er bara um eina akrein að ræða þarna á ákveðnum kafla og það verður mjög erfitt,“ segir Geir Jón. Aftur á móti telur Geir Jón að Suðurlandsvegurinn verði greið- fær og engar sérstakar tafir á um- ferð um hann. „Lögreglan mun fylgjast mjög vel með umferðinni út úr borginni. Við leggjum áherslu á að fólk sem er með eft- irvagna sé rétt útbúið í umferðina, því annars á það á hættu að lög- reglan kippi þeim út úr röðinni og snúi til baka.“ Geir Jón segir ennfremur afar mikilvægt að fólk haldi ró sinni þegar það kemur út úr þyngstu umferðartöfunum, en oft reyni fólk að vinna glataðan tíma með því að drífa sig fram úr röðinni undir Esjunni og alla leiðina hand- an Borgarness. „Fólk sleppir sér þegar það kemur út úr þrengsl- unum, og við munum fylgjast með því. Þess ber þó vel að geta að um- ferð hefur verið verulega að hægj- ast undanfarið vegna þess átaks sem við erum með í gangi þar sem tekið er á hraðakstri,“ segir Geir Jón. Þá hvetur lögreglan í Reykjavík fólk til að reyna að dreifa heim- komum sínum. „Þegar snúið er heimleiðis viljum við hvetja fólk til að reyna að dreifa sér svolítið og koma ekki allt á sama tíma. Seinnihlutinn á sunnudegi og mánudagurinn eru oft mjög við- kvæmir tímar. Það væri mjög gott ef fólk gæti komið fyrripartinn á mánudeginum eða aðeins seinna.“ Hjá Lögreglunni á Akureyri er undirbúningur fyrir verslunar- mannahelgina í fullum gangi, enda mikilvægt að allt fari þar vel fram í náinni sambúð ferðafólks við heimamenn. Lögreglan á Akur- eyri mun efla löggæslu verulega, en búist er við miklum fjölda til Akureyrar og á Eyjafjarðarsvæð- ið í tengslum við hátíðina Eina með öllu. „Öflugt vegaeftirlit mun verða á þjóðvegum í umdæminu til að stuðla að slysalausri helgi,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri. Löggæsla á Akureyri og nágrenni verður stórefld og sérstök gæsla mun verða á tjaldstæðum bæjarins. „Þá mun verða lagt kapp á að sýni- leg einkenni áfengisneyslu hafi eins lítil neikvæð áhrif á bæjar- braginn og mögulegt er með því að taka áfengi af þeim sem eru undir aldri og öðrum þeim sem veifa því á almannafæri og láta dólgslega.“ Lögreglan á Selfossi hefur einn- ig nokkurn viðbúnað, en megin- þorri umferðar á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum fer í gegnum umdæmi hennar. Oddur Árnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á Sel- fossi segir viðbúnaðinn mestan vegna umferðar og fíkniefnaleitar. „Ekki eru ráðgerðar sérstakar útihátíðir í sýslunni, svo okkar við- búnaður miðast aðallega að um- ferð ferðamanna sem fara í gegn- um sýsluna og einnig þeirra sem dveljast hér í tjöldum og bústöð- um um helgina,“ segir Oddur. „Við munum bæta við mannskap og eiga samstarf við lögregluliðin í nágrenninu um það. Skilaboðin til ökumanna eru sígild, að haga akstrinum í samræmi við aðstæð- ur og láta vera að aka ölvaðir.“ Oddur vill einnig beina þeim ráðleggingum til ferðafólks að skynsamlegt sé að leggja tíman- lega af stað svo fólk þurfi ekki að flýta sér. „Við munum verða með viðbúnað varðandi fíkniefnaleit í kringum umferð í Eyjar, sem og á öðrum stöðum í sýslunni, en við höfum átt samstarf við Ríkislög- reglustjóra um fíkniefnahunda.“ Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, segir gert ráð fyrir þó nokkurri umferð á Austfjörð- um um verslunarmannahelgina, enda eru þar tvær fjölskylduhátíð- ir auk fjölda dansleikja og vínveit- ingastaða sem verða opnir. „Við munum auka umferðareftirlitið og svo er margt fleira sem við þurfum að hafa eftirlit með, t.d. dansleikir og fleira. Við gerum það eins vel og við getum með þeim mannskap sem við höfum,“ segir Helgi. Hann bætir því við að allir vegir séu í ágætis standi, en biður þó menn að fara varlega og ítrekar að utan- vegaakstur er algerlega bannað- ur. „Fólk freistast gjarnan til að keyra utan vegar á heiðarlöndun- um okkar en það er alls ekki leyfi- legt.“ Fréttaskýring | Ferðahelgi allra landsmanna á næsta leiti Mikilvægt að flýta sér hægt Lögreglan um allt land verður með mikinn viðbúnað í umferðareftirliti Umferðareftirlit lögreglunnar. Ökumenn með fellihýsi virði hámarkshraðann  Fellihýsi hafa notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum und- anfarin ár og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra þegar umferðin er þung á þjóðvegum. Til eru dæmi um ökumenn sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að hafa mætt ökuþórum með felli- hýsi aftan í fólksbíl, takandi fram úr langri röð bíla. Það er þó ljóst að hámarkshraði bíla með felli- hýsi er 80 km á klst. og ítrekar lögreglan að bílstjórar virði það. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HJÁLMAR Gunnarsson hefur ásamt félaga sínum Sigurði Brynjólfssyni á Sölva BA róið frá Bolungarvík að undanförnu og hefur að sögn Hjálm- ars aflinn verið heldur lítill í júlí. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn á föstudagskvöldið höfðu þeir félagar fengið tvö tonn og sagði Hjálmar að bræla hefði verið síðustu daga. Hann sagðist hins vegar reikna með að klára kvótann fyrir mánaðarlok. Aðspurður hvort margir væru að róa sagði hann að bátum hefði fækk- að mikið eftir að dagarnir voru tekn- ir af. „Það er varla að það sjáist að- komubátur og færabátum hefur fækkað svakalega. Áður fyrr var mikið líf á þessum stöðum hérna fyr- ir vestan. Nú er eina lífið í Smára- lindinni,“ sagði Hjálmar að lokum og hló. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hjálmar Gunnarsson með afla dagsins um borð í Sölva BA í höfninni í Bíldudal. „Nú er eina lífið í Smáralindinni“ SIGMAR B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist afar sáttur við ákvörðun umhverfisráð- herra um að heimila rjúpnaveiðar í haust enda hafi skotveiðimenn verið andsnúnir banninu sem gilt hefur undanfarin misseri. Jón Gunnar Ott- ósson, forstjóri Náttúrufræðistofn- unar Íslands, leggur þó áherslu á að stór svæði Suðvestur- og Norðaust- urlands verði friðuð algerlega. Sigmar segir að veiðarnar þurfi al- farið að vera frístundaveiðar og seg- ist hann sammála ráðherra um að veiðarnar þurfi að vera sjálfbærar. „Með breytingum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum dýr- um, sem samþykktar voru á þinginu, hefur ráðherra tækifæri til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir, t.d. að draga úr veiðum þegar rjúpnastofn- inn er í lágmarki,“ segir Sigmar. „Rjúpnaveiðibann er í sjálfu sér ekk- ert nýtt. Það var reynt nokkrum sinnum á öldinni sem leið og reynslan af því sýndi að friðanir af og til eru ekki góð veiðistjórnun. Langtíma- veiðistjórnun er miklu hagstæðari og við megum ekki gleyma því að með veiðum fást heilmiklar upplýsingar um stofninn. En það þarf að breyta því veiðimynstri sem verið hefur, þ.e. að 10% veiðimanna séu að veiða helming allra fugla eins og því miður hefur verið raunin. Rjúpan hefur al- gera sérstöðu í íslensku dýrafánunni því að hún sveiflast gríðarlega á 10 ára fresti. Þá má vera að það sé hyggilegt að haga veiðunum nokkuð eftir því.“ Jón Gunnar Ottósson minnir á að rjúpnastofninn hafi stækkað veru- lega á friðunartímanum. „Við teljum að það skaði ekki stofninn að leyfa veiðar núna, en það þarf að takmarka veiðarnar miklu meira en gert hefur verið,“ segir hann. „Það næsta sem við gerum er að veita umhverfisráðu- neytinu betri ráðgjöf um veiðiþolið og koma með tillögur um hvernig sé best að standa að veiðunum. Markmiðið er að stofninn fái að halda áfram að stækka og tryggja þarf að náttúruleg sveifla nái sér líkt og hún var hér áður fyrr. Við teljum mjög mikilvægt að takmarka veiðarnar, fyrst og fremst með sölubanni, og einnig teljum við mjög mikilvægt að mjög stór svæði verði friðuð, bæði á Suðvesturhorni landsins og á Norðausturhlutanum.“ Búist er við að Náttúrufræðistofn- un muni senda ráðuneytinu tillögur sínar í ágústlok. Rjúpnaveiðarnar þurfa að vera sjálfbærar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur auglýst forval til útboðs um kaup á útlánasafni og yfirtöku á skuldum Lánasjóðs land- búnaðarins (LLB). Salan er háð skilyrðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá einkavæðingarnefnd. M.a. skal til- boðsgjafinn vera fjármálafyrirtæki, hafa trausta fjárhagsstöðu og al- þjóðlegt lánshæfismat. Hann skal yfirtaka skuldbindingar LLB, sem í flestum tilvikum eru með rík- isábyrgð og standa við lánsloforð sem stjórn LLB hefur þegar veitt að uppfylltum skilyrðum. Þá skal til- boðsgjafi lýsa því yfir að hann muni ekki hækka vexti né breyta kjörum skuldabréfa til hins verra umfram það sem LLB hefur samþykkt við yfirtöku lána. Einnig skal hann standa við ákvæði skuldabréfa um uppgreiðsluheimild. Tilboðsgjafinn á og að lýsa því yfir að hann muni kappkosta að veita landbúnaðinum fjármálaþjónustu á viðskiptalegum grundvelli og leggja sig fram um að starfsfólk LLB haldi störfum sínum eða veita því sambærileg störf. Lánasjóður landbúnaðarins til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.