Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 16

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 16
16 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ G amla bíó, nú Ís- lenska óperan, er í raun næst- um fullkomin umgjörð um söngleikinn Kabarett. Húsið fagnar áttræðisafmæli á næsta ári og er því frá sama tímaskeiði og Kabarett gerist. Það minnir óneit- anlega á fornan glæsileika með ör- fínu ívafi hnignunar. Síð-klassísk hönnun Einars Erlendssonar arki- tekts, er tók mið af bíóhúsum í Evrópu um miðjan 3. áratug sein- ustu aldar, rómanskir bogar, súlur í íburðarmiklum korinþískum stíl og bleikir, gylltir og grænir fletir, vekja sterk hughrif við inngöngu; eins og verið sé að vitja gamallar fegurðardísar. En kona sú hylur nú aldur sinn undir hnausþykku lagi af farða, málningu, gerviaugnahárum, hár- kollu og ódýrum skartgripum. Kona sem ekki væri ólíklegt að stundaði elstu viðskiptin í dimmu horni Kit-Kat klúbbsins, þar sem Kabarett gerist að miklu leyti. Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, segir að það hafi verið þessi tvíræði sjarmi hússins sem sannfærði hana og Felix Bergsson, hinn stofnanda leik- hópsins Á senunni, um að þarna ætti að setja upp Kabarett. Uppáhaldsverkin valin Þau hafa unnið svo lengi saman að þau segjast nánast orðin eins og gömul hjón, en fyrir vikið sé einnig verkaskiptingin skýr og hugmyndirnar samstiga. Og þau segja að aðdragandinn að uppsetn- ingu Kabaretts hafi verið langur. „Eins og er raunin með flest verkefni leikhópsins spretta þau úr sameiginlegum ákvörðunum okkar Kollu,“ segir Felix. „Trúlegast má segja að leikhóp- urinn hafi verið stofnaður til að setja upp uppáhaldsleikverkin okkar. Og ég er ekki fjarri því að við höfum verið að fikra okkur smám saman að þessu tiltekna verki. Þannig má nefna að sýn- ingin okkar, Paris at Night, sem byggðist á textum franska ljóð- skáldsins Jacques Prévert, gerðist að miklu leyti á 2. og 3. áratugn- um, og frá því tímaskeiði rennum við inn í tímabil Kabaretts.“ Hann segir verkið frábært í alla staði, í raun draumaverk fyrir leik- hópinn. Mjög pólitískt en um leið gífurlega skemmtilegt, brimandi af góðri tónlist og hlutverkum. „Við göngum inn í kabarettinn, skemmtum okkur konunglega og erum þátttakendur, en þegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur samviskuspurninga. Af hverju tókum við þátt? Sama gildir um Þjóðverja í seinni heimsstyrj- öld og raunar alla aðra Evrópu- búa, því að Þýskaland nasismans hefði tæpast náð styrk sínum ef aðrar þjóðir hefðu ekki látið ódæð- in afskiptalaus.“ Kolbrún tekur undir þetta sjón- armið og segir að hinn sögulegi bakgrunnur skipti miklu máli í uppsetningunni. „Handritið sem Veturliði Guðna- son þýddi er ættað úr frægri sýn- ingu Sam Mendes á þessu verki, fyrst í London og síðan í New York, og er allmikið breytt frá fyrri gerð. Það er miklu styttra og hnitmiðaðra, beinskeytt og dregur tímabilið mjög skemmtilega fram. Túlkun Mendes á skemmtanastjór- anum er einnig sérstök, hann er ekki sami sakleysislega fígúran og stundum áður, heldur meiri mönd- ull í rás atburða. Hann er marg- slungnari og fletirnir fleiri, dýna- mískari. Ef maður kafar ofan í þessa per- sónu hlýtur maður að velta fyrir sér hver snýr hjólunum í kabarett- inum, og það gerir skemmtana- stjórinn. Þannig speglar hann þá menn sem sneru hjólunum í Berlín meðan á dauðateygjum Weimar- lýðveldsins stóð 1930–1933.“ Snertifletir páraðir á spássíu Kolbrún segir að í sínum huga sé Kit-Kat klúbburinn tvímæla- laust nokkurs konar smækkuð mynd þeirra ótrúlegu atburða sem gerðust í aðdraganda að Þýska- landi Hitlers. „Lífið er kabarett og það bókstaflega, því að kabarett á hverjum tíma sækir inspírasjón í lífið umhverfis. Þegar við setjum upp þennan spegil á Íslandi árið 2005 er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort kabarettinn end- urspegli samfélagið í dag? Ég svara því játandi og held að þessi samfélagsspegill sé miklu dýpri en mann grunar og nái til fleiri at- burða mannkynssögunnar.“ Kolbrún kveðst þó ekki mark- visst reyna að finna snertifleti á milli atburða Kabarett og Íslands samtímans, þeir séu frekar hrip- aðir á spássíuna. Höfuðmarkmiðið sé að draga upp skýra mynd af tíð- arandanum í Berlín á þeirri ögur- stund á milli stríða sem verkið gerist á. „Frjálsræðið í Berlín var ótrúlegt og nánast óviðjafnanlegt miðað við önnur lönd álfunnar,“ segir Felix. Hann er ákaflega áhugasamur um það sem á ensku Morgunblaðið/Árni Torfason Forleikur að heimsendi Á meðan Weimar-lýðveldið tórði frá 1918 til 1933 var Berlín kraumandi nornapottur öfga á sviði menningar, fræða, stjórnmála, tekjuskiptingar og kynferðismála. Óreiðan var í senn skapandi og skelfileg, heillandi og sjúk. Sindri Freysson skellti sér í smókinginn og brá sér í reykjarkófið í hinum al- ræmda Kit-Kat klúbbi, þar sem söngur og hlátur ómar á meðan nasistar marsera fyrir utan. Kabarettinn er í fullum gangi. Þórunn Lárusdóttir í hlutverki Sally Bowles og Magnús Jónsson í hlutverki skemmtanastjórans búa sig undir að vefja saman tungum í spillingabælinu Kit Kat-klúbbnum. Kabarettinn speglar alltaf samfélagið Morgunblaðið/Eyþór Felix Bergsson og Kolbrún Halldórsdóttir eru frumkvöðlar leikhópsins Á sen- unni og að þessu sinni leikstýrir hún og hann leikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.