Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 2

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 2
MIKIL hreyfing hefur að undan- förnu verið á litlu svæði á háhita- svæðinu í Hveradölum í Kerlingar- fjöllum. Stór melur í Neðri Hveradölum skríður fram og molnar niður og segir Eðvarð Hallgrímsson, einn aðstandenda Fannborgar, fé- lagsins sem rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, að melurinn hafi skriðið fram á síðustu vikum. Segir hann að göngumenn á ferð um svæð- ið verði að sýna þar fulla aðgát. Hveradalir eru allumfangsmikið háhitasvæði þar sem gufa streymir út um fjölmörg augu og göt og hitar vatn sem seytlar um og bræðir snjó. Eðvarð segir svæðið í raun í sífelldri þróun, virknin sé síbreytileg og ný augu geti opnast hér og þar og göm- ul lokast. Forráðamenn Fannborgar hafa lagt nokkrar gönguleiðir og merkt með stikum og segir Eðvarð að fara verði um allt svæðið með sér- stakri gát. Melurinn sem skriðið hefur af stað er undir svonefndri Löngufönn og er greinileg hreyfing langt inn undir fönnina og má sjá hvernig snjórinn brotnar og sígur niður brekkuna. Eðvarð segir ekki ljóst hvað sé að gerast, hugsanlega sé gufa að brjót- ast þarna fram á nýjum stað sem hreyfi við melnum og bræði snjóinn. Göngustígur liggur rétt við melinn og bendir Eðvarð ferðamönnum á að fara þar um með sérstakri gát og ræður hann mönnum frá að fara út á melinn sjálfan því aldrei sé að vita hvenær hann hreyfist. Þótt fram- skriðið hafi verið í hægum skrefum til þessa geti hann allt eins hlaupið af stað í einkum rykk. Á hverju vori þegar mestan snjó hefur leyst fara Fannborgarmenn um svæðið og koma á ný fyrir stik- um á gönguleiðum svo og göngu- brúm á tveimur stöðum. Svæðið er allt mjög litríkt og fjölbreytt ásýnd- ar. Morgunblaðið/jt Eðvarð Hallgrímsson segir að háhitasvæðið í Hveradölum taki sífelldum breytingum. Á minni myndinni sjást sprungurnar í melnum við Löngufönn. Órói á háhitasvæðinu í Kerlingarfjöllum Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is 2 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salou Súpersól 12. ágúst frá kr. 49.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 59.990 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 12. ágúst, 12 dagar. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 49.995 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 12. ágúst, 12 dagar. 83 LÁTNIR EFTIR ÁRÁS Að minnsta kosti 83 biðu bana og yfir 100 manns slösuðust í hryðjuverkum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í fyrrinótt. Samtök sem kenna sig við al-Qaeda-hryðjuverkanetið lýstu í gær ábyrgð sinni á hryðjuverk- unum. Þeir sem urðu fyrir hryðu- verkunum vorum einkum heima- menn en einnig fjöldi evrópskra ferðamanna. Ís lendinga sakaði ekki Tvær íslenskar fjölskyldur, alls sjö manns, eru í Sharm el-Sheikh en sakaði ekki í sprengingunum. Að sögn Jóns Diðriks Jónssonar, sem dvelur í borginni, var spreng- ingin gífurlega sterk og nötraði allt húsið sem hann var í, en fjöl- skyldan sat úti á svölum þegar at- vikið átti sér stað. Útrás undirbúin Í bígerð er að setja upp Vestur- farasetur í norska bænum Stryn að fyrirmynd íslenska setursins á Hofsósi. Þessi nýstárlega útrás byggist á hugviti og þekkingu á sviði menningartengdrar ferða- þjónustu, og er undirbúningur vel á veg kominn. Stefnt er að opnun Vesturfaraseturs vorið 2007. Þjónustan f lutt út í hverfin Við opnun fjögurra nýrra þjón- ustumiðstöðva í Reykjavík til við- bótar við eldri þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi og Vesturbæ var Fé- lagsþjónustan í Reykjavík form- lega lögð niður 1. júní sl. Eftir breytinguna geta Reykvík- ingar sótt upplýsingar og skilað umsóknum um alla þjónustu borg- arinnar í þjónustumiðstöðvunum. Annar maður handtekinn Breska lögreglan greindi frá því í gær að annar maður hefði verið handtekinn í suðurhluta London, nálægt Stockwell-neðanjarðarlest- arstöðinni þar sem grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana í fyrradag. Var handtakan sögð tengjast rannsókn á til- raunum fjögurra manna til að fremja hryðjuverk í borginni á fimmtudag. Einn maður var í haldi lögreglunnar fyrir. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 40 Hugsað upphátt 23 Dagbók 40/43 Sjónspegill 25 Víkverji 40 Forystugrein 26 Staður og stund 42 Reykjavíkurbréf 26 Leikhús 44 Umræðan 28/31 Bíó 46/49 Bréf 32 Sjónvarp 50 Hugvekja 32 Staksteinar 51 Minningar 33/36 Veður 51 * * * KRISTÍN Ármannsdóttir, bóndi á Ytra-Hólmi, hefur lagt fram tvær kærur í framhaldi af af- greiðslu Innri-Akranesshrepps á hugmynd hennar og manns hennar að skipuleggja land undir íbúðar- húsnæði. Önnur kæran er eignarréttarlegs eðlis en hin snýr að hæfismati félagsmálaráðuneytisins. Landið sem um ræðir liggur við sjó og er um þrjá kílómetra utan við Akranes í átt að Hvalfjarðar- göngunum. Hugmynd Kristínar og Brynjólfs Otte- sen, eiginmanns hennar, er að búa til átján lóðir fyrir einbýlishús en að sögn Kristínar hafa borist nokkuð margar fyrirspurnir frá fólki sem hefur áhuga á að byggja á þessum stað. Árið 2003 fóru þau hjónin á fund oddvita og að sögn Kristínar tók hann mjög vel í hugmyndina. „Við fórum því í gang og létum skipuleggja svæðið og gera uppdrátt af því hvernig lóðirnar ættu að vera til að leggja fyrir sveitarstjórn. Okkur var sagt að þetta yrði tekið inn á næsta aðalskipulag,“ segir Kristín. Hins vegar fór svo að sveitarstjórn hafnaði hug- mynd Kristínar og Brynjólfs með þeim rökum að bygging einbýlishúsa á þessu svæði samræmdist ekki hugmyndum sveitarstjórnarinnar um upp- byggingu. Kristín segist ekki hafa fengið önnur haldbær svör og telur því að hugmyndinni hafi ver- ið hafnað án nægjanlegs rökstuðnings. Má sveitarfélagið ákveða í hvað fólk notar lóðir sínar? Brynjólfur er sjálfur í sveitarstjórn og félags- málaráðuneytið úrskurðaði hann vanhæfan til að fjalla um málið. „Við efuðumst auðvitað aldrei um að hann ætti ekki að fjalla um eigið mál en það er hins vegar furðulegt að honum var meinað að fjalla um aðalskipulag yfirhöfuð. Það getur verið flókið að finna einhvern í hundrað manna samfélagi sem er hæfur til að fjalla um það svo við drógum tillögu okkar til baka um tíma enda var búið að hafna henni.“ Kristín leggur annars vegar fram kæru til úr- skurðarnefndar félagsmálaráðuneytisins þar sem hún telur að jafnræðisregla og meðalhófsregla stjórnsýslulaga hafi verið brotnar auk þess sem hún gerir athugasemd við hæfi eins sveitarstjórn- armanna til að fjalla um málið. Hins vegar leggur hún fram kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna höfnunar sveitarfélagsins. Sú kæra er í raun eignarréttarlegs eðlis og veltir því upp hvort sveitarfélagið eigi að hafa vald yfir því hvernig fólk nýtir eigin lóðir. „Mér finnst harkalegt að það sé hægt að taka svona ákvarðanir og sé ekki að það sé nein lagaleg stoð fyrir því,“ segir Kristín. Mega ekki skipuleggja land sitt undir einbýlishús Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is NÁKVÆM hæð Hvannadals- hnúks mun liggja fyrir í byrjun ágúst en á þriðjudag verður flog- ið með mælitæki á hnúkinn og gögnum safnað í tvo sólarhringa. Það eru Landmælingar Íslands í samvinnu við Landhelgisgæsluna og Jarðvísindastofnun sem standa að mælingunni en í sömu ferð verður komið fyrir mæli- tækjum á tveimur stöðum í ná- grenni hnúksins til að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar undir Öræfajökli. Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins og er í kennslu- bókum og alfræðiritum almennt sagður 2.119 metra hár. Sú tala miðar við mælingu sem fór fram fyrir hundrað árum með frekar ónákvæmum mælingum en ýms- ar vísbendingar hafa komið fram um að hnúkurinn sé í raun lægri. Þó ber að hafa í huga að hæð hnúksins getur sveiflast um nokkra metra á hverju ári þar sem um jökul er að ræða og úr- koma eða sumarbráðnun geta haft þó nokkur áhrif. Hvannadalshnúkur mældur á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.