Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 21

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 21 Rannsóknasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Umsóknarfrestur 1. október 2005 Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknafrest 1. október 2005. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og tækniráðs frá 18. desember 2003 og síðari ályktunum ráðsins: • Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. • Að verkefnið hafi mikið gildi og miði að vel skilgreindum ávinningi fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf. • Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. • Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna. • Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október: • Öndvegisstyrki. • Verkefnisstyrki. • Rannsóknastöðustyrki. Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2005 með áætlun um framhald á árinu 2006 skulu senda áfangaskýrslu til sjóðsins eigi síðar en 1. nóvember 2005. Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Þar er einnig úthlutunarstefna Rannsóknasjóðs birt í heild sinni. arskrárinnar. Í áliti Persónuverndar er gerð ítarleg grein fyrir hverjir geti flokkast sem opinberar persón- ur eða almannapersónur (public fig- ure) og Persónuvernd nefnir dæmi um staði þar sem almannapersónur eigi að geta vænst þess að njóta frið- helgi einkalífs frá ágangi ljósmynd- ara, t.d. á skemmtistöðum, sund- stöðum og líkamsræktarstöðvum. Þótt ekki sé minnst á hinn fræga dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu prinsessu af Móna- kó, þar sem dómstóllinn setti fram afar þrönga og umdeilda skilgrein- ingu á „opinberri persónu“, er ljóst að niðurstaða dómstólsins hefur ver- ið innblástur í áliti Persónuverndar, sem hefur vakið mörgum blaða- mönnum ugg þar sem þarna er vegið að þeirri áratuga hefð fjölmiðla að taka myndir á opinberum vettvangi. Persónuvernd segist setja fram þetta álit vegna fyrirspurna sem stofnuninni hafa borist en án þess að það liggi fyrir kæra vegna umfjöll- unar fjölmiðla á þessu sviði. Þar sem eftirlit á vegum hins opinbera má ekki leiða til mismununar né tak- marka athafnafrelsi nema almanna- hagsmunir krefjist er rétt að skoða þær forsendur frekar sem álitið virðist byggjast á. Þar sem hér á í hlut opinber stofnun er einnig rétt að taka fram að úrskurðir Mannrétt- indadómstóls Evrópu eru ekki bind- andi að íslenskum lögum – þó svo að dómaframkvæmd hljóti að taka mið af túlkun ákvæðanna í meðförum hins alþjóðlega dómstóls og þeim meginreglum sem þar verða til. Karólínudómurinn – röng skil- greining á opinberri persónu? Mál Karólínu af Mónakó var tekið til umfjöllunar hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu eftir að hafa farið í gegnum fjögur dómstig í Þýska- landi. Stjórnlagadómstóllinn sagði í sinni niðurstöðu 1999 að afþreying- arefni í fjölmiðlum væri einnig verndað í þýsku stjórnarskránni og að víð skilgreining ætti við um op- inberar persónur en í þann hóp mætti setja einstaklinga vegna stöðu og mikilvægis eða vegna þess að þeir vektu almenna athygli en ekki bara vegna einstakra uppákoma. Það væri ekki íhlutun í einkalíf þeirra að taka myndir af þeim á almennum vettvangi nema þær væru teknar á afviknum stað. Stjórnlagadómstóll- inn benti á að skoðanamótun fjöl- miðla væri vernduð af Stjórnar- skránni og skemmtiefni blaða væri þáttur af skoðanamótun almennings. Stundum væri slíkt skemmtiefni meira hvetjandi fyrir almenna um- ræðu en staðreyndaupptalning enda almennt viðurkennt að mörkin á milli skemmtiefnis og upplýsinga af alvarlegri málum væru æ óljósari sbr. enska hugtakið „infotainment“. Blaðamenn persónugerðu mál til að ná athygli fólks og frægt fólk væri mörgum öðrum fyrirmynd en fram- ferði þess væri oft megin viðmið hins almenna borgara um hvað væri eft- irsóknarvert eða fordæmanlegt. Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekaði að á ríkinu hvíldi athafna- skylda til að vernda einstaklinga og fjölskyldur gegn yfirgangi þriðja að- ila í einkalíf þeirra. Stjórnvöld yrðu að gæta meðalhófs þegar réttindi stönguðust á og hefðu ákveðið svig- rúm til að leggja mat á slíkt um leið og þau yrðu að standast þær skuld- bindingar sem aðild að Mannrétt- indasáttmálanum krefðist. Dóm- stóllinn ítrekaði meginreglurnar um lýðræðislegt og mikilvægt hlutverk fjölmiðla, skyldu þeirra til að miðla áfram upplýsingum – ekki bara þeim sem væru líklegar til vinsælda held- ur einnig upplýsingum, sem geta komið fólki í uppnám og misboðið því, að öðrum kosti færi samfélagið á mis við fjölhyggju, umburðarlyndi og víðsýni sem væru lýðræðinu nauðsynleg. Myndefni af fólki væri varið undir tjáningarfrelsisákvæð- inu en þar sem gula pressan væri í mörgum tilfellum farin að leggja fólk í einelti ætti mælikvarðinn á réttmæti umfjöllunar að ráðast af samfélagslegri þýðingu hennar og þótt Karólína prinsessa tilheyrði ráðandi fjölskyldu í Mónakó gegndi hún ekki opinberum störfum fyrir Mónakó sem ríki; eini tilgangurinn með umfjöllun um hana væri að svala forvitni ákveðins lesendahóps og því ætti þrengri skilgreining á fjölmiðlafrelsi við í þessu tilfelli. Dómstóllinn ítrekaði mikilvægi þess að einstaklingur ætti rétt á að fá að þroskast í friði og sá réttur hefði í sér félagslega vídd en væri ekki ein- skorðaður við fjölskyldulífið. Þekkt- ar persónur ættu líka rétt á einkalífi og vernd einkalífs væri mikilvægari nú en fyrr sökum tækniþróunar sem yki möguleika á geymslu og endur- vinnslu viðkvæmra upplýsinga og þetta ætti einnig við um kerfis- bundnar myndatökur og víðtæka dreifingu slíkra ljósmynda. Það var ekki einhugur meðal dóm- aranna sjö um skilgreininguna á op- inberri persónu í þessu máli. Í sér- áliti sagði Barreto dómari að Karólína væri opinber persóna þótt hún gegndi ekki opinberri stöðu fyr- ir ríkið Mónakó. Opinberar persón- ur teldust allar þær sem væru í op- inberum hlutverkum, nytu opinbers fjármagns eða þjóðarauðs, væru í hlutverki á opinberum vettvangi, í stjórnmálum, viðskiptum, listum, fé- lagslífi, íþróttum eða á öðrum svið- um og það væri alkunna að Karólína hefði gegnt stóru hlutverki á opin- berum vettvangi í evrópsku sam- félagi. Ekki þyrfti annað en að skoða umfjöllun fjölmiðla um hana í ár- anna rás. Í öðru séráliti sagði dóm- arinn að hin fullkomna „incognito“- tilvist væri eingöngu á færi Róbin- sons Krúsó. Hins vegar væri ljóst að amerísk réttaráhrif væru farin að breiða úr sér of víða og tími til kom- inn að pendúllinn sveiflaðist til baka á milli þess hvað er einkalíf og verndað og opinbert líf án hlífi- skjaldar. … fréttir eru viðkvæm vara Pendúllinn sem heldur „fjölmiðla- frelsinu“ við sölulegt efni er til stað- ar og viðurkenndur af Mannrétt- indadómstól Evrópu sem segir fjölmiðlafyrirtækin njóta verndar Mannréttindasáttmálans og við- skiptalegir hagsmunir þeirra þar af leiðandi líka. En til fjölmiðla eru einnig gerðar miklar kröfur, bæði sem lögaðila og blaðamannanna sem starfa innan þeirra. Dómstóllinn við- urkennir þörf fjölmiðlanna til að afla sér tekna til að geta greitt blaða- mönnum laun. Ábyrgð fjölmiðla vex í hlutfalli við útbreiðslu þeirra og blaðamenn njóta sérstakrar verndar svo fremi að þeir starfi í samræmi við siðareglur stéttarinnar. Án þess að fara djúpt ofan í saumana á siða- reglum er ljóst að þær leggja blaða- mönnum margvíslegar skyldur á herðar – ekki bara varðandi umfjöll- um og skrif sem geta bakað þeim fé- bóta- eða refsiábyrgð heldur ber þeim einnig að skýra frá hlutum sem getur kostað þá starfið ef þeir fara á skjön við viðskiptalega eða pólitíska hagsmuni sem geta haft úrslitaáhrif fyrir þá í því fjölmiðlaumhverfi, sem við búum við. Dómstóllinn hefur margítrekað þá meginreglu að vernd þessara grunnréttinda þurfi að vera raunhæf og virk. Blaðamenn geta alltaf búist við refsingu fari þeir yfir strikið en þeir hafa de facto enga tryggingu fyrir vernd ef þeir taka þá áhættu að skrifa af alvöru um mikilvæga hluti. Af þessu leiðir að gula pressan þrífst oft vel. Þar að auki getur verið minni fórnarkostnaður af fébótum, sem eru dæmdar vegna efnis, en sá hagnaður sem verður ef blaðið selst almennt vel. Mikilvægi þess að blöð seljist var staðfest í dómi Mannrétt- indadómstólsins 16. febrúar sl. í máli Iltalehti-dagblaðsins gegn Finn- landi. Þar tók dómstóllinn jafnframt breiðari pól í hæðina hvað varðar skilgreiningu á opinberri persónu en í Karólínudómnum. Blaðið hafði ver- ið sakfellt fyrir umfjöllun um rétt- arhöld yfir lögmanni sem hafði ekið undir áhrifum áfengis og veist að lögregluþjóni. Dómstóllinn tók undir skýringu finnsku dómstólanna að hið fréttnæma í málinu væri að eig- inkona hans var þingmaður og for- maður menntamálanefndar þingsins og skrif um slíkt ýttu undir sölu á blaðinu. Umfjöllunin um hjónin sem opinberar persónur var réttlætt á þeirri forsendu að kjósendur kon- unnar ættu rétt á að vita um fram- ferði mannsins þótt sýnt væri að það tengdist á engan hátt störfum henn- ar. Þessi niðurstaða hnekkir þeim hluta álits Persónuverndar sem seg- ir, „þrátt fyrir að eðlilegt geti verið að fjalla um tiltekinn einstakling, vegna þess að hann teljist vera al- mannapersóna, leiðir ekki af því að eðlilegt sé að fjalla með sama hætti um þá sem tengjast honum“. Dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu er ekki eins og vel skrifuð saga þar sem síðasti kaflinn er rökrétt niðurstaða af því sem á undan er gengið. Er þá ekki verið að gera lítið úr þeim meginreglum sem hafa þróast um árabil heldur vara við því að taka of hátíðlega umdeilda skilgreiningu á opinberri persónu í einu máli. Dómstóllinn hefur löngu staðfest þá meginreglu að það er ekki hans að setja reglur um fram- setningu á efni fjölmiðla og eins og sagði í dómi Observer gegn Bret- landi fyrir löngu síðan þá er mikil hætta í því fólgin að setja blaða- mönnum fyrirfram takmarkanir vegna þess að fréttir eru viðkvæm vara og ef fréttir tefjast af þessum sökum, jafnvel aðeins um skamma stund, getur slíkt gert fréttina að engu. Niðurstaðan í áliti Persónuvernd- ar er að blaðamönnum beri að haga efnistökum sínum í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 77/ 2000 um vinnslu persónuupplýsinga. Þar sem ákvæðið segir afar lítið um efnistök fjölmiðla þótt þeim beri að virða þessar meginreglur um gæði gagna og vinnslu; er væntanlega átt við túlkun þeirra sem álitið skrifuðu á ákvæðum laganna í bland við rök- stuðning sem er augljóslega sóttur í Karólínudóminn. Eftirlit Persónu- verndar með framkvæmd laganna um meðferð persónuupplýsinga á sviði fjölmiðla er því miður vísbend- ing um að misskilnings hafi ekki að- eins gætt við lagasetningu frá því sem evrópska tilskipunin nr. 96/45 krafðist. lsi og stofnunar? Höfundur er prófessor við lagadeildina á Bifröst. Í maí kom út bók hennar „Journalism Worthy of the Name: Free- dom within the Press and the Affirmat- ive Side of Article 10 of the European Convention“ hjá alþjóðlega forlaginu Brill/Martinus Nijhoff.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.