Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Midtown Hotel. 25.-28. nóv., 12.-15. jan., 26.-29. jan., 17.-20. feb. og 3.-6. mars. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/boston Boston Flug og gisting í þrjár nætur Verð frá 49.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. BREYTING á gjaldskrá fyrir Leik- skóla Reykjavíkur tekur gildi hinn 1. september næstkomandi en eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu hefur hún í för með sér um- talsverða hækkun á leikskólagjöld- um fyrir foreldra þar sem annað foreldri er nemandi en hitt útivinn- andi. Félagsstofnun stúdenta hefur sent bréf til foreldra barna á leik- skólum stúdenta, Sólgarði og Efri- hlíð, þar sem fram kemur að hækk- un á heilsdagsvistun barna foreldra, þar sem annað er í námi, hækki úr 33.830 kr. á mánuði í 41.030 kr. á mánuði. Þá var einnig sent bréf til foreldra barna á Mánagarði. Hingað til hefur gjaldskrá leik- skólanna verið þrískipt. Í fyrsta flokk féllu giftir foreldrar eða sam- býlisfólk og foreldrar þar sem ann- að foreldrið er í námi í annan flokk. Þriðji flokkurinn var hins vegar skipaður einstæðum foreldrum og þeim foreldrum þar sem báðir for- eldrar eru í námi og annar eða báðir foreldrar eru öryrkjar. Breytingin er í því fólgin að annar flokkurinn er felldur út og þeir sem tilheyra hon- um færast í fyrsta flokkinn. Rebekka Sigurðardóttir, kynn- ingarfulltrúi Félagsstofnunar stúd- enta, segir að stúdentar hafi haft samband við stofnunina vegna máls- ins og lýst yfir óánægju sinni en svo virðist sem foreldrum barna á leik- skólum borgarinnar hafi ekki verið kynnt hækkunin. Ekki þörf fyrir þennan flokk „Þegar um er að ræða leikskóla- gjald fyrir barn sem er yngra en tveggja ára hækkar gjaldið um u.þ.b. tíu þúsund krónur, sem er töluverður peningur fyrir þá sem framfleyta sér á námslánum. Rökin eru þau að umhverfið sé orðið breytt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) en blekið er varla þornað á nýjum samningi þar sem kjör námsmanna eru leiðrétt þegar það á að hækka leikskóla- gjald. Þetta kemur sér illa fyrir hóp sem er kannski ekki stór en hefur yfirleitt litla peninga á milli hand- anna. Það er spurning hvað þeir hafa á bak við sig þegar þeir full- yrða að kjör fólks séu orðin svo góð að það geti farið að greiða þetta gjald,“ segir Rebekka. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, sagði í viðtali við Morgunblaðið hinn 12. nóvember 2004, að með þessum breytingum væri verið að taka út gjaldflokk sem hefði verið bætt inn þegar aðstæður voru aðrar […]. Hann sagði að búinn hefði verið til sérstakur flokkur fyrir foreldra þar sem annað foreldrið væri í námi þar sem námslán frá LÍN voru lækkuð vegna tekna maka, en þar sem nú væri búið að afnema þessa tekju- tengingu væri ekki lengur þörf fyrir þennan gjaldflokk. „Á sama tíma og ráðamenn tala um að styðja við bakið á fjölskyld- unni og að fjölskyldugildin séu á undanhaldi sér maður ekki að það sé verið að gera mikið í samfélaginu til þess að hlúa að fjölskyldunni.“ Rebekka segir að það sé fyrir- sjáanlegt að einhverjir stúdentar sem breytingin kemur niður á muni skrá sig úr sambúð en við það lækk- ar gjaldið. „Fáum engin viðbrögð“ Elías Jón Guðjónsson, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að breytingunni hafi verið mótmælt og meðal annars hafi 1.900 stúdent- ar skrifað undir mótmælabréf. Svo virðist hins vegar sem ráðamenn borgarinnar hafi lítinn vilja til þess að hlusta á stúdenta. „Það hefur verið reynt að fá fund með formanni menntaráðs Reykja- víkur, Stefáni Jóni Hafstein, undan- farna tvo mánuði en ekki fengist. Við höfum verið á skrifstofunni þeg- ar hann hefur verið við en hann hef- ur samt sem áður ekki viljað hitta okkur. Þannig fáum við engin við- brögð þrátt fyrir að hafa sótt mjög hart að honum undanfarnar tvær vikur og hringt nánast daglega. Við viljum fá hann til þess að skýra sitt mál og svara því hvort einu rökin fyrir þessari hækkun séu þau að hagur stúdenta hafi batnað,“ segir Elías og bendir á að það séu þau op- inberu rök sem sett hafi verið fram með bókun í stjórn Leikskóla Reykjavíkur. „Þegar það er búið að afnema tekjutengingu maka hjá LÍN vill borgin endilega taka þessa tekju- tengingu upp hjá stúdentum. Þetta fólk sem hafði það svo slæmt þegar það var í skóla getur ekki séð hag stúdenta batna með tímanum en mikið af þessu fólki var í framlínu hagsmunabaráttu stúdenta hér á ár- um áður þannig að það er nokkuð skrítið að sjá þau spila þetta svona.“ Stúdentar borga tekjuauka „Það má segja að það sé verið að hvetja fólk til þess að vera ekki skráð í sambúð en ef fólk skráir sig úr sambúð fellur það aftur í neðri flokkinn. Það má því segja að í þessu felist óhagræði fyrir stjórn- kerfi borgarinnar. Í stað þess að þetta sé sparnaður er þetta tekju- auki fyrir leikskóla Reykjavíkur upp á 21 milljón á þessu ári og væntanlega 40 milljónir á því næsta. Það eru stúdentar sem borga þenn- an tekjuauka. Það má spyrja að því þegar borgaryfirvöld eru að tala um það að fara í gjaldfrjálsan leikskóla – hvort stúdentar eigi að greiða fyr- ir kostnaðinn af því.“ Elías segir að stúdentaráð muni halda áfram að reyna að ná tali af Stefáni Jóni og vonast til þess að hann muni skýra mál sitt. „En við munum auðvitað vekja at- hygli á þessu máli enda er hækkun- in á næsta leiti. Stúdentar munu ef- laust verða óánægðir þegar þeir fá greiðsluseðla hinn 1. september og gera sér grein fyrir því að borgin virðist ekki ætla að bakka með þetta.“ Breyting á gjaldskrá fyrir Leikskóla Reykjavíkur tekur gildi 1. september Fyrirsjáanlegt að stúdentar muni skrá sig úr sambúð Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Morgunblaðið/Golli Breytingar á gjaldskrá leiða til þess að gjald fyrir börn stúdenta þar sem annað er í námi, hækkar úr 33.830 kr. á mánuði í 41.030 kr. á mánuði. JÓNATAN Þórmundsson lagaprófessor, höfundur álits- gerðar sem fjallaði um ýmis álitaefni tengd lögreglurann- sókn á Baugi, og nefndarmaður í yfirskattanefnd sem fjallaði um kæru 365 ljósvakamiðla, áð- ur Íslenska útvarpsfélagið, mun hafa fengið vitneskju um það í lok júní sl. að hann ætti sem nefndarmaður að fjalla um málefni 365 ljósvakamiðla. Ólafur Ólafsson, formaður yfirskattanefndar, sagðist að- spurður í gær að líklegt væri að Jónatan hefði fengið umrædda vitneskju um málið á þessum tímapunkti, miðað við eðlilegan gang mála fyrir nefndinni. Í frétt Morgunblaðsins 6. júlí sagðist Jónatan „í raun enga hugmynd hafa um hvort ein- hver mál gegn Baugi væru nú til meðferðar hjá yfirskatta- nefnd“. Í ársreikningi Norður- ljósa fyrir árið 2003, sem mót- tekinn var hjá Ríkisskattsjóra 2. maí sl., segir að Baugur eigi 44,7% í Norðurljósum, eiganda alls hlutafjár í sameinuðu félagi Sýnar og ÍÚ. Fyllilega hæfur til setu í nefndinni Ólafur Ólafsson ítrekar að Jónatan hafi verið fyllilega hæfur til að sitja í yfirskatta- nefnd í máli 365 ljósvakamiðla en úrskurður var kveðinn upp 20. júlí um að félagið fengi endurgreidda 136,1 milljón króna úr ríkissjóði vegna end- urálagningar Ríkisskattstjóra vegna áranna 1997 og 1998. Ólafur ítrekar ennfremur þá skoðun sína að umrætt mál ÍÚ sé í sínum huga ekki tengt Baugi. Bendir hann á að fyrr- nefndar upplýsingar um eign- araðild Baugs í Norðurljósum hafi ekki komið fram í þeim árs- reikningum sem yfirskatta- nefnd hafði til skoðunar vegna málsins. Fékk vitn- eskju um mál 365 í júnílok ÁSGEIR Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi í haust fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjör- dæmi. Ásgeir er fyrsti varaþing- maður Samfylkingarinnar og hefði átt að taka sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, en hann tekur við embætti sendiherra í Stokkhólmi í næsta mánuði. Valdimar Leó Frið- riksson tekur því sæti Guðmundar Árna á Alþingi og fyrsti varamaður verður Jón Kr. Óskarsson úr Hafn- arfirði. Ásgeir segir við Morgunblaðið að þessi ákvörðun hafi verið erfið og tekið sinn tíma. Víða hafi hann leit- að ráðgjafar en niðurstaðan verið sú að hann teldi sig koma meira að gagni í sínum daglegu verkefnum við miðlun upplýsinga. Í yfir 20 ár hafi hann starfað við frétta- mennsku, ritstjórn og almanna- tengsl og öðlast góða reynslu í al- þjóðlegum samskiptum. Ásgeir segist ætla að einbeita sér að ráð- gjafarstörfum íslenskra fyrirtækja og fjárfesta sem hafa haslað sér völl erlendis á síðustu árum. Hefur hann aðallega unnið fyrir fyrirtæki tengd Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni, fyrirtæki og félög eins og Novator, Avion Group, Samson, Burðarás og Landsbank- ann. Ásgeir bendir á að umfjöllun um Ísland og íslensk fyrirtæki hafi margfaldast í erlendum fjölmiðlum á síðustu tveimur árum. Umfjöll- unin í Bretlandi og á Norðurlönd- unum sé að móta betur og skýrar viðhorf til Íslendinga og íslensks viðskiptalífs heldur en aðrir þættir. Það sé því spennandi og ögrandi að takast á við og bregðast við aukinni athygli erlendis. Ásgeir segir ekki skilið við Sam- fylkinguna og hefur áhuga á að taka þátt í störfum flokksins og nýta sína reynslu af útrás íslenskra fyr- irtækja. Hvort hann taki aftur þátt í prófkjöri fyrir þingkosningar seg- ir Ásgeir það ólíklegt, án þess að hann vilji útiloka neitt í þeim efn- um. Leggst vel í Valdimar Valdimar Leó kemur sem fyrr segir inn á þing í stað Ásgeirs og tekur sæti Guðmundar Árna. Hann starfar sem framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ en hefur nokkrum sinn- um verið á Alþingi sem varaþing- maður fyrir Samfylkinguna á þessu kjörtímabili, samtals í fjóra mánuði. Valdimar segir þingmannsstarfið leggjast vel í sig. Spurður um helstu áherslumálin segir hann það vera málefni íþróttahreyfingarinn- ar. Sitt fyrsta verk verði að beita sér fyrir því að föst 100 milljóna króna fjárveiting komi árlega til sérsambanda ÍSÍ. Sem varaþing- maður hafi hann einnig skipt sér af málefnum einhverfra og langveikra barna, einkum barna með Golden- har-heilkenni. Breytingar hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi Ásgeir hættir við að taka sæti á þingi Valdimar Leó Friðriksson Ásgeir Friðgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.