Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 8

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vigdís Finnboga-dóttir, fyrrver-andi forseti, vakti máls á stöðu íslenskunnar í ræðu sem hún hélt á Hólahátíð síðastliðinn sunnudag. Í máli hennar koma m.a. fram áhyggjur vegna áhrifa enskunnar í setningum og minnkandi skilnings á íslenskum orðatiltækjum. „Það má heldur ekki framhjá okk- ur fara að fjöldinn allur af orðatiltækjum er að glat- ast úr hugum fólks, orða- tiltæki sem eru svo undur- falleg og lýsandi fyrir íslenska tungu,“ sagði Vigdís og hvatti í leiðinni til þess að sérstökum kennslustundum yrði komið á til að bregðast við þessari þróun. Þeir íslenskukennarar og -fræðimenn, sem Morgunblaðið bar tilmæli Vigdísar undir, stað- festu orð hennar og sögðu þverr- andi orðaforða vera afleiðingu síminnkandi lesturs barna á bók- menntum og lengri textum. Hins vegar höfðu margir orð á því að börn nú á dögum læsu og skrifuðu mjög mikið, jafnvel meira en áð- ur. Þau lesa t.d. af tölvuskjánum upplýsingar af netinu, og skrifa býsnin öll af texta á msn-inu og í sms-skilaboðum. Þessi nýi lestur virðist hins vegar ekki hafa aukið við skilninginn á hefðbundnum textum, heldur hefur lesskilning- ur barna þvert á móti farið versn- andi í kjölfar þessara breytinga. „Ég rekst á æ fleiri nemendur sem aldrei hafa lesið bók þegar þeir koma í framhaldsskóla,“ sagði Halla Kjartansdóttir, ís- lenskukennari í Menntaskólanum við Sund. „Það er eitthvað að breytast og lesskilningi ungling- anna hefur hrakað að undanförnu. Skilningi á fornsögunum og hæfn- inni til að lesa þær hefur t.d. hrakað mikið undanfarin ár. Þá kemur þessi þróun fram í ritsmíð- um nemendanna. Þeir virðast eiga í meiri erfiðleikum með að skrifa lengri texta og halda rök- legum þræði í gegnum ritsmíð- arnar.“ Halla segir einnig að ekki hafi tekist sem skyldi að tengja kennslu í málfræði við daglega málnotkun nemendanna. „Við þurfum að finna leiðir til að tengja textana betur við dag- legt líf nemendanna, veita þeim meiri þjálfun í lestri og betri að- stoð við úrvinnslu á lesnum text- um. Það má hins vegar alls ekki slá slöku við kennsluna, eins og fólst í tillögum menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs. Ef þær hefðu gengið eftir hefði það þýtt að íslenskukennslan hefði dregist saman um 33% á síð- ustu 10 árum. Það er ekki rétta svarið við þessum breyttu tímum og aðstæðum. Við þurfum að bæta í. Það þarf stórátak í ís- lenskukennslu.“ Tilslökunarstefnan Inga Rósa Þórðardóttir, ís- lenskukennari við Foldaskóla, tekur undir orð Höllu og segist sjá augljós merki um hrakandi málskilning meðal nemenda sinna. „Ég hef áhyggjur af undan- láts-stefnunni sem ég heyri æ fleiri halda á lofti. Það sem áður var kallað villa er nú kallað þróun. Og þessi þróun er eins og ein- hvers konar skrímsli sem enginn virðist vilja sporna við.“ Kristján Árnason, prófessor við íslenskuskor í Háskóla Íslands, segir einnig ýmislegt í tíðarand- anum stuðla að kæruleysi gagn- vart íslenskunni. „Áhugi stjórn- málamanna fyrir verndun íslenskunnar hefur farið minnk- andi. Þetta sést t.d. á því að ís- lenskukennsla hefur verið skorin niður á öllum skólastigum. Þannig hefur stöðugildum við íslensku- skor Háskólans verið fækkað á undanförnum árum. Efnahagsrökin með enskunni eru sterk og fleiri halda þeim nú á lofti en áður. Þá er lítill áhugi meðal fyrirtækja á því að styrkja rannsóknir og fræðistörf í ís- lensku – það þykir augljóslega ekki nægilega góð auglýsing. Inn- an sjálfs háskólasamfélagsins hef- ur mörgum verið uppsigað við hreintungustefnuna. Meira að segja hefur því verið haldið fram að verndunarstefnan hafi þver- öfug áhrif og ýti frekar undir hnignun íslenskunnar en verndun hennar. Allt eru þetta vámerki og þetta andrúmsloft hefur ýtt undir hirðuleysi gagnvart íslenskunni. Umræðu er því þörf, menn þurfa að horfast í augu við þessa þróun og gera sér grein fyrir því hvert gildi íslenskunnar sé fyrir ís- lenskt samfélag.“ Sigurður Konráðsson, prófess- or við Kennaraháskóla Íslands, segist vissulega kannast við þess- ar tilslökunarraddir í samfélag- inu, en segir þær þó ekki hafa hljómgrunn meðal þeirra sem vinna að kennslu og rannsóknum á íslensku. „Þvert á móti er hugur í mönn- um að gera betur og finna nýjar leiðir til að stuðla að betri móður- málskennslu en áður. Það er hægt að spyrna við þessari þróun. Finnar leggja t.d. meira kapp og tíma en við í móðurmálskennsl- una og alþjóðlegar rannsóknir sýna að þeir hafa náð mun betri árangri.“ Fréttaskýring | Lesskilningi íslenskra barna hefur verið að hraka síðustu ár 33% minni ís- lenskukennsla „Það sem áður hét villa er nú kallað þróun sem enginn getur spornað við“ Orðaforði fer þverrandi að mati kennara. Lestur barna hefur dregist mikið saman undanfarið  Þorbjörn Broddason, prófess- or í félagsfræði við Háskóla Ís- lands, hefur á undanförnum ár- um kannað reglulega lestur íslenskra barna. Niðurstöður hans sýna m.a. að árið 1991 höfðu 18% barna á aldrinum 10– 15 ára ekki lesið bók á síðustu 30 dögum. Árið 1997 var hlutfallið 27% og árið 2003 var það 33%. Þá lásu 90% barna reglulega dag- blað árið 1968, en árið 2003 var hlutfallið komið niður í 40%. Kristán Torfi Einarsson kte@mbl.is VON er á 31 flóttamanni hingað til lands á næstu vikum; sjö manna fjöl- skyldu frá Kósóvó og 24 konum og börnum frá Kólumbíu. Rauði kross Íslands er þessa dagana að undirbúa komu flóttafólksins, en það mun dvelja í Reykjavík. „Sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá um að standsetja íbúðirnar í Reykjavík en Rauði kross- inn útvegar húsgögn og húsbúnað,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verk- efnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands. Hann segir að börnin og táning- arnir muni fara í Austurbæjarskóla og Iðnskólann í Reykjavík, en full- orðna fólkinu er ætlað að stunda ís- lenskunám næsta árið. Vel hefur gengið að fá stuðningsfjölskyldur fyrir flóttamennina, segir hann. Þær fjölskyldur munu hjálpa þeim að að- laga sig íslensku samfélagi. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra und- irrituðu fyrr í sumar samning um móttöku flóttafólksins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu. Áður hafði Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna farið fram á það við Íslendinga að þeir veittu flóttamönnunum hæli. Koma á morgun Fjölskyldan frá Kósóvó, hjón með fimm börn, þar af tvö á grunnskóla- aldri, er væntanleg á morgun, mið- vikudag. Atli Viðar segir að fjölskyld- an hafi búið í flóttamannabúðum í Bosníu í nokkur ár. Þá koma fjórtán flóttamenn frá Kólumbíu hinn 6. september en ekki liggur enn fyrir hvenær hinir flóttamennirnir tíu koma til landsins. Atli Viðar segir að flóttafólkið frá Kólumbíu hafi um nokkurn tíma búið í Kosta Ríka og Ekvador. „Það er að flýja einstak- lingsbundnar ofsóknir eða stríðs- átök,“ segir hann en borgarastyrjöld hefur verið í Kólumbíu í u.þ.b. fjöru- tíu ár. Fyrsti flóttamannahópurinn kom til Íslands árið 1956 frá Ungverja- landi. Síðan komu hópar árin 1959, 1979, 1982, 1990 og 1991, samkvæmt upplýsingum á vef Rauða kross Ís- lands. Eftir það hefur verið tekið á móti flóttamönnum á hverju ári frá 1996, að undanskildum árunum 2002 og 2004. Alls 420 flóttamenn hafa komið til Íslands frá árinu 1956 og bætist 31 við þá tölu á þessu ári. 31 flóttamaður á leið til landsins Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ALEXANDRA Sæbjört Líf Lárusdóttir og Rakel Kjart- ansdóttir voru nýkomnar úr hárgreiðslu þegar ljós- myndari Morgunblaðsins hitti þær niður í miðbæ Reykjavíkur. Þær stöllur voru með dúkkuna Gínu, en dúkkan er það ung að ekki þarf að hafa mikið fyrir því að greiða henni. Morgunblaðið/Sverrir Með Gínu dúkku á kaffihúsi FRAMLEIÐSLA á mjólk í júlí var minni en í sama mánuði í fyrra. Flest bendir því til að ekki takist á þessu verðlagsári, sem lýkur 31. ágúst nk., að framleiða alla þá mjólk sem mjólkuriðnaðurinn hefur óskað eftir að kaupa. Framleiðslan í júlí nam 9 milljónum lítra, samanborið við 9,6 milljónir í júlí í fyrra. Miðað við þessar tölur þyrfti fram- leiðslan að vera 10 milljónir lítra í ágústmánuði til að upp- fylla óskir afurðastöðvanna. Í ágúst í fyrra nam framleiðslan 8,9 milljónum lítrar. Sala á mjólkurafurðum hefur verið mjög góð á þessu ári, bæði próteinríkum og fiturík- um mjólkurvörum. Aukningin milli ára er 2-3%. Mjólkuriðn- aðurinn hefur lýst því yfir að greitt verði fyrir allt að 6,5 milljónir lítra sem framleiddir verða umfram kvóta. Þá hefur mjólkurkvóti á næsta verðlags- ári verið stóraukinn. Mjólkur- framleiðsla undir væntingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.