Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 10

Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslenzkur fiskur á lúxushótelum í Malasíu Úr verinu á morgun ÞEIR innflytjendur léttvína, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, taka að mestu leyti undir þá gagnrýni sem fram kom í vínumfjöllun Steingríms Sigurgeirssonar í Tímariti Morgun- blaðsins um helgina á framboð há- gæðavína í hillum ÁTVR. Steingrím- ur sagði mörg ef ekki flest betri vín hafa dottið út úr vöruúrvali ÁTVR og nú væri orðið vandkvæðum bundið að fá hágæðavín frá mörgum þekktustu vínhéruðum heims. „Hvar eru öll Búrgundarvínin?“ spurði Steingrímur meðal annars í greininni, sem hefur hlotið mikil og jákvæð viðbrögð síðan hún birtist. Hefur tölvupósti rignt yfir greinar- höfundinn. Eggert Ísdal hjá Rolf Johansen og Co ehf. segir framboð gæðavína hafa stórminnkað frá því í júlí 2003 þegar reglum ÁTVR var breytt í þá veru að horfa fyrst og fremst á framlegð í vín- sölunni. Það hafi orðið til þess að dýr- ari vín hafi horfið úr hillunum. „Verst er að þetta hefur orðið til þess að við höfum hætt viðskiptum við marga góða birgja. Við höfum ekki átt möguleika á að koma þeim á framfæri nema þá helst í veitingahús- unum en þau eru ekki með nema um 15% af vínsölumarkaðnum. Stefna ÁTVR er að hafa mikil áhrif á vín- úrval almennt. Margir birgjar hafa hætt með toppframleiðendur þar sem nær ógerningur er að koma vörunum á framfæri. Það kemur af sjálfu sér að menn hætta að flytja inn vín þegar þeir hafa enga möguleika á að selja þau,“ segir Eggert, sem telur engan vafa leika á að gæðavínin seldust ef þeim væri komið betur á framfæri í verslunum ÁTVR. Erfitt sé að koma nýjum tegundum að. Hægt sé að fá nýjar tegundir til reynslu inn í tvær verslanir, Heiðrúnu og í Kringlunni, en aðeins í tólf mánuði í senn. Vínin detti þá sjálfkrafa út af listanum en eftir aðra tólf mánuði sé hægt að komast inn aftur. „Ég stóð í þeirri trú að stefna stjórnar ÁTVR væri að ýta undir vín- menningu í landinu. Ef eitthvað er þá er þetta fyrirkomulag þveröfugt við stefnu fyrirtækisins. Oft hefur það hvarflað að manni að ÁTVR sé að reyna að leggja sig sjálft niður. Ég sé enga ástæðu fyrir tilveru fyrirtækis- ins ef það hugsar bara um framlegð og sölu en ekki það að þjóna fólki,“ segir Eggert. Gæðavínum ýtt til hliðar Dominique Plédel Jónsson, mark- aðsstjóri hjá Eðalvínum, segir fyrir- komulagið hjá ÁTVR að undanförnu hafa smátt og smátt ýtt gæðavínum til hliðar. Einnig sé erfitt að koma nýjum tegundum að, eitt árið sé eitt gæðavín á boðstólum og önnur teg- und frá sama framleiðanda næsta ár- ið – í sömu tveimur verslunum ÁTVR. Dominique segist ekki hafa neina töfralausn á þessu. ÁTVR sé vænt- anlega að reyna að gera sitt besta og reyna að koma til móts við þarfir sem flestra, en betur megi ef duga skal. Nú hafi enn verið breytt um fyrir- komulag á sölunni. Þær reglur geti eitthvað hjálpað til og aukið lítillega framboð á gæðavínum en áfram sé eingöngu miðað við framlegð á vín- tegundunum. Arnar Bjarnason, eigandi Víns og matar ehf., segist vel geta tekið undir þá gagnrýni að gæðavínin fáist vart lengur hjá ÁTVR. Nýlega sendi hann forstjóra fyrirtækisins bréf þar sem nokkrum tillögum að breyttu fyrir- komulagi var komið á framfæri, m.a. með því að flokka vín eftir svæðum og verði, auka aðgang að svonefndum reynsluvínum, virkja verslunarstjóra betur við vöruvalið og skipta versl- unum ÁTVR jafnvel upp eftir vínteg- undum. Þegar haft var samband við for- stjóra ÁTVR í gær, Höskuld Jónsson, vildi hann að svo stöddu ekki bregð- ast við grein Steingríms í Tímaritinu. Innflytjendur gæðavína kvarta undan reglum ÁTVR Ógerningur að koma vörunum á framfæri Morgunblaðið/Golli Innflytjendur léttvína kvarta undan innkaupareglum ÁTVR og telja að að- gengi að gæðavínum mætti vera betra. ÁTVR vill ekki svara gagnrýninni. Í SAMRÆÐU fræðimanna um nátt- úrusiðfræði sem fór fram á Hólum sl. föstudagskvöld, þar sem fjallað er um það sem er rétt og rangt og gott og illt varðandi samskipti mannsins við náttúruna, kom fram að nauð- synlegt sé að skoða umgengni við náttúruna í sameiginlegu ljósi margra fræðigreina, svo sem guð- fræði, heimspeki og náttúrufræði. Dagskrá Hólahátíðar verður sífellt fjölbreyttari „Hlutverk þessara greina er að hjálpa til við að leiðbeina okkur á hagnýtan hátt um nýtingu auðlinda náttúrunnar. Náttúrusiðfræði er ekki bara fræðigrein, hún hefur líka hagnýta þýðingu í nútímaþjóð- félagi,“ segir Þorvarður Árnason umhverfisfræðingur, sem skipulagði málþingið, í samtali við Morg- unblaðið. Málþingið var haldið á vegum Guðbrandsstofnunar sem er sjálf- stæð stofnun þjóðkirkjunnar, Há- skólans á Hólum og guðfræðideildar Háskóla Íslands. Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, segir að málþing sem þetta sé liður í að efla Hólahátíð sem fram fór um helgina og um leið að efla fræðilega umræðu á vegum skólans, ekki síst á sviði umhverf- ismála, sem verið hafa mikilvægur þáttur í starfi hans. Dagskrá Hólahátíðar verði sífellt fjölbreytt- ari sem að þessu sinni sjáist í mál- þinginu um náttúrusiðfræði, tón- leikum og pílagrímsgöngum sem voru um helgina auk helgihalds og hátíðarsamkomu. Segir rektor þetta eins konar upphitun fyrir viðamikla dagskrá Hólahátíðar næsta ár sem tengist 900 ára afmæli staðarins. Auk Þorvarðar töluðu á mál- þinginu þau Einar Sigurbjörnsson guðfræðiprófessor, Jón Á. Kalmans- son heimspekingur og Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og sið- fræðingur. Breytt viðhorf til náttúrunnar Þorvarður segir að í heim- spekilegri náttúrusiðfræði og vist- guðfræði sé fjallað um ólíkar grunn- hugmyndir um tengsl manns og náttúru og tengsl guðs við náttúruna og manninn. „Guðfræðingar og heimspekingar hafa í æ meira mæli síðustu 30–40 árin beint sjónum að umhverf- ismálum og þar með hafa orðið til þessar nýju fræðigreinar, nátt- úrusiðfræði og vistguðfræði, sem fjalla um samband mannsins við náttúruna. Þarna fást fræðimenn við eina helstu rót umhverfisvandans, sem er afstaða manna til náttúrunn- ar, og leita svara við spurningunni hvernig við getum bætt umgengni okkar við umhverfið og forðast að spilla því,“ segir Þorvarður og legg- ur áherslu á að þessi umræða sé einnig hafin hérlendis og mikilvægt sé að auka veg hennar enn frekar og virkja almenning til þátttöku í henni. „Viðhorf Íslendinga til náttúrunn- ar hafa breyst mjög mikið á allra síð- ustu árum. Umræða um nátt- úrusiðfræði fer vaxandi hérlendis og hún veitir okkur leiðsögn í því að bera virðingu fyrir náttúrunni, öllu sköpunarverkinu.“ Samræða fræðigreina um umgengni manns við náttúruna var umfjöllunarefni á málþingi á Hólum Leiðbeining í um- gengni við náttúruna og nýtingu hennar Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Morgunblaðið/jt Þorvarður Árnason heimspekingur var meðal fyrirlesara (t.v.) og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, var ráðstefnustjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.