Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 11

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Mallorca í ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað á frábærum kjörum. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorca 24. ágúst frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 24. ágúst. Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 24. ágúst. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin STJÓRN Neytendasamtakanna hefur sent bréf til fjármálaráð- herra þar sem tekið er undir áskor- un Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð á þess- um vörum er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyr- ir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum er með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Einnig er minnt á að stjórn- völd hafa áður gripið til aðgerða af þessu tagi þegar heimsmark- aðsverð hefur verið hátt eða í tengslum við svokölluð „rauð strik“. Á heimasíðu FÍB (www.fib.is) er hafin undirskriftasöfnun þar sem neytendur sem styðja kröfu um lægri álögur á eldsneyti geta skráð nafn sitt. Neytendasamtökin hvetja neytendur að skrá sig á heimasíðu FÍB og taka undir kröfuna um lægri álögur á eldsneyti. Stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti AÐALMEÐFERÐ í máli rík- issaksóknara gegn Scott Ramsey, sem ákærður er fyrir að hafa sleg- ið danskan hermann í höfuðið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004 með þeim afleið- ingum að mannsbani hlaust af, hefst fyrir héraðsdómi 22. sept- ember. Ákærði hefur játað sök fyr- ir dómi við þingfestingu málsins. Á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu sætti grunaði stuttu gæsluvarðhaldi en ekki var talin þörf á að halda honum lengur þar sem málið upplýstist fljótt að því er lögregla greindi frá á sínum tíma. Réttað í máli Ramseys 22. septemer MAÐUR, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti jeppa útaf veg- inum í Fljótsdal á sunnudags- morgun, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Maðurinn var flutt- ur með sjúkraflugi á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Slasaðist í bílveltu STANGVEIÐI FÉLAG leikskólakennara hefur sent Morgunblaðinu athugasemdir vegna ummæla Steinunnar Huldu Theódórsdóttur, nýráðins skóla- stjóra Suðurhlíðaskóla, en viðtal við hana birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. „Í viðtalinu kemur fram að skól- inn komi til með að bjóða upp á nám fyrir 5 ára börn (væntanlega með leyfi menntamálaráðuneytis). Skólastjórinn nýráðni segir að ástæða fyrir þeirri nýbreytni að taka 5 ára börn inn í skólann sé m.a. sú að mörg börn séu leið á að vera í leikskóla, þau séu jafnframt orðin námfús og því sé kjörið að bjóða upp á kennslu fyrir börnin í gegnum leik. Félag leikskólakenn- ara gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning skólastjórans. Í fyrsta lagi er fullyrt að börn séu orðin leið í leikskóla 5 ára gömul. Þarna er farið með órökstudda full- yrðingu og verður að teljast miður faglegt. Í leikskólum fer fram nám og kennsla í gegnum leik, þar er unnið eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá hvers skóla. Í orð- um skólastjórans felst hins vegar að svo sé ekki. Félag leikskólakennara harmar slíkan málflutning og finnst felast í orðum skólastjórans mikil vanvirðing við það nám sem fram fer í leikskólum.“ Athugasemd frá Félagi leikskólakennara RÁÐUNEYTISSTJÓRI landbúnað- arráðuneytisins, Guðmundur B. Helgason, segir að mjög vel hafi verið að ráðningu ráðuneytisins staðið sem umboðsmaður Alþingis gagnrýnir í nýlegu áliti sínu. Guðmundur segir ráðuneytið standa við það mat sem það hafði á umsækjendum. Umboðsmaður taldi m.a. að mat ráðuneytisins á umsóknum um starf sérfræðings á sviði framleiðslu- og markaðsmála hefði ekki byggst á lög- mætum og málefnalegum sjónarmið- um. Einnig taldi umboðsmaður að verulegir annmarkar hefðu verið á af- greiðslu ráðuneytisins á umsóknun- um. Guðmundur segir að hér hafi verið um undirmannsstöðu að ræða í ráðu- neytinu sem ekki hafi kallað á neina starfsreynslu umfram aðra. Störfin séu unnin undir handleiðslu reyndari aðila. „Við auglýstum ekki eftir starfs- reynslu. Þetta er að mínu viti skóla- bókardæmi um störf innan Stjórnar- ráðsins sem henta vel menntuðu en til þess að gera ekki alltof reyndu fólki. Við töldum okkur vera að ráða í starf- ið hæfasta umsækjandann,“ segir Guðmundur en ung kona var ráðin í umrætt starf, með bæði MS-próf í iðnaðarverkfræði og B.Sc-próf í mat- vælafræði. Er hún enn að störfum en ráðið var í stöðuna fyrir rúmum tveimur árum. Vandað ráðningarferli Varðandi álit umboðsmanns um annmarka á málsmeðferð og drátt á svörum segist Guðmundur ekki vilja tjá sig sérstaklega. Fram komi í álit- inu að kvartað hafi verið til umboðs- manns yfir erindi sem aldrei hafi bor- ist ráðuneytinu. Réttara hafi verið af umboðsmanni að leiðbeina aðilanum um að gefa ráðuneytinu færi á að svara erindinu án milligöngu um- boðsmanns Alþingis. Guðmundur segir ráðuneytið ávallt vinna í því að bæta sína stjórnsýslu. Margt ágætt hafi komið frá umboðs- manni Alþingis sem megi læra af. Hins vegar sé ekkert í umræddu áliti sem kalli á að ákvörðun ráðuneytisins hafi átt að vera með öðrum hætti. „Þetta var ágætlega vandað ráðn- ingarferli og við töldum okkur hafa ráðið þann aðila sem hæfði best í starfið. Það er okkar mat og við stöndum við það,“ segir Guðmundur en umboðsmaður taldi annmarka á ráðningunni ekki leiða til ógildingar á henni. Landbúnaðarráðuneytið um álit umboðsmanns Alþingis Mjög vel var að ráðningunni staðið „VEIÐIN í Selá gengur mjög vel og fór yfir 1.200 laxa í gærkvöldi,“ sagði Orri Vigfússon formaður Veiðiklúbbsins Strengs, sem hefur verið með ána í hartnær 40 ár og lagt alúð í að rækta hana upp og hlúa að hrygningarstofninum. Þessa dagana er veitt með átta stöngum og nást 35 til 50 laxar á dag. „Í fyrra, þegar 1.691 lax veidd- ist, voru um þrír laxar á stang- ardag, nú stefnir í ríflega það,“ sagði Orri. „Þessi mokveiði byrj- aði fyrr nú, um miðjan júlí.“ Hann segir talsvert veiðast af smálaxi þessa dagana en síðustu daga hef- ur líka mikið veiðst af lúsugum fiski, í síðustu viku kom stór ganga í ána. „Ég geri ráð fyrir að margar skýringar séu á þessari góðu veiði, en við höfum veitt og sleppt mikið af fiski í 15 ár, ég efast ekki um að það sé að skila sér.“ Gríðargóður gangur hefur verið í veiðinni í Þverá og Kjarrá í sum- ar og hefur hún verið aflahæsta á landsins síðustu vikurnar. Fyrir helgina fór veiðin yfir 3.000 laxa. Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður segir Kjarrá hafa verið að gefa ör- lítið betur síðustu daga, en jafnt sé það, þannig fékk næstsíðasta holl í Kjarrá 60 laxa en Þverá gaf 49 á sama tíma. Þá segir hann fisk enn að ganga, lúsugir veiðist af og til og nýir fiskar renni sér inn. Misgóðir dagar Lánið leikur ekki alltaf við veiðimenn. Maður nokkur sem var við veiðar á silungasvæði Vatns- dalsár um helgina ásamt hópi fé- laga sinna var þakklátur þegar laugardagurinn var loksins að kvöldi kominn. Í norðanbelgingi og kulda hafði hann vaðið djúpt við Víðihólma, þar sem vitað var af laxi, og stigið í pytt svo flæddi hressilega ofan í vöðlurnar. Ekki fékk hann högg, sama hvað hann reyndi. Þá ók hann niður að Stíflu til að kanna aðstæður, en ekki fór það vel, því hann pikkfesti bílinn. Eftir langan tíma kom einn veiði- félaganna á staðinn til að draga bílinn upp. Þegar veiðimaðurinn ætlaði í skottið að sækja tóg fór ekki betur en svo að hann rann í eðjunni og lá kylliflatur í drull- unni. Það sem eftir lifði dags fór hann víða og kastaði, en varð aldr- ei var við fisk. Veiðimaðurinn var því daufur í dálkinn er hann hitti káta félaga í veiðihúsinu um kvöldið – margir höfðu veitt ágæt- lega og sumir sett í væna laxa. En sunnudagurinn beið með fögur fyrirheit og um nóttina fyllt- ist veiðimaðurinn bjartsýni að nýju, reif sig á fætur fyrir allar aldir og var mættur á Steinnesið klukkan sjö, en þar var von á laxi. Eftir fimm mínútur hafði hann sett í fyrsta laxinn, tuttugu mín- útum seinna annan og þriðji lax- inn var kominn á land um klukkan níu. Svona getur veiðin verið. Góð veiði í Húnavatnssýslu Það er því ljómandi laxveiði á silungasvæðinu í Vatnsdal, rétt eins og á sama tíma í fyrra; bjart- ur og fallegur lax var í rennum á svæðinu neðan þjóðvegar, einkum við Steinnes og Víðihólma. Reyt- ingur af silungi var á svæðinu, ekki síst í Stórhólmahyl, en holl sem lauk veiði á fimmtudag lenti í góðum göngum sjóbirtings og sjó- bleikju við Akurshólma. Á laxasvæði Vatnsdalsár hefur veiðst vel, eða yfir 650 laxar, sem er hátt í 300 meira en á sama tíma í fyrra. Laxasvæðið gaf þá 779 laxa, þannig að veiðin verður ef- laust mun betri í ár. Vel veiðist í fleiri húnvetnskum ám. Vefmiðillinn votnogveidi.is greinir frá því að 47 laxar hafi veiðst á stangirnar tvær í Laxá í Ásum á tveimur dögum fyrir skemmstu. Þá er Blanda komin yfir 1.400 laxa, yfir 900 úr Mið- fjarðará og 1.000 úr Víðidalsá. Úr Þistilfirði fréttist af Hafra- lónsá, sem komin er yfir 200 laxa og þar er besti veiðitíminn enn eftir. Yfir 3.000 laxar úr Þverá – Kjarrá og 1.200 úr Selá Veiðimaður í Selá í Vopnafirði en þar hafa nú veiðst fleiri laxar en áður á sama tíma. veidar@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.