Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 12

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERLINGUR Vigfússon óperusöngvari andaðist á sjúkrahúsi í Köln í Þýska- landi sl. sunnudag. Hann fæddist 15. janúar 1936, foreldrar hans voru Kristjana Jensdóttir og Vigfús Jónsson. Erlingur ólst upp á miklu söng- heimili á Hellissandi. Faðir hans söng í kirkju- kórnum á staðnum og systir hans var orgelleik- ari á Ingjaldshóli á Sandi. Erlingur hóf snemma að syngja í kirkjukórnum og árið 1956 varð hann með- limur í karlakórnum Fóstbræðrum. Á þessum árum lagði Erlingur einnig stund á söngnám hjá Sigurði Demetz í fjögur ár, og tók þátt í óperuupp- færslum Þjóðleikhússins. Árið 1964 fór hann í framhaldsnám til Ítalíu og 1966 fór hann með fjölskyldu sinni til Kölnar. Þar stundaði hann nám við Rheinische Musikakademie í Köln og síðar í óperuskóla Kölnaróperunnar. Árið 1969 var hann fastráðinn hjá Köln- aróperunni þar sem hann söng helstu hlut- verk óperubók- menntanna. Árið 1986 hlaut Erlingur ævi- ráðningu við óperuna og starfaði þar þang- að til hann lét af störf- um 1998, þá 62 ára að aldri. Ásamt starfi sínu við óperuna kynnti Erlingur íslenska tón- list í Þýskalandi og söng einnig við marg- ar konsertuppfærslur víðsvegar um Evrópu. Fyrri kona Erlings var Hulda Jónsdóttir og eignuðust þau fjórar dætur; Mörtu Jónu, sjálfstætt starfandi atvinnurekanda, Írisi, söng- kennara við Söngskólann í Reykjavík; Guðnýju Kristínu, kaupmann, og Láru Björk, tölvunarfræðing. Seinni kona Erlings var Irene Vig- fússon. ERLINGUR VIGFÚSSON Andlát HELGI Njálsson, eigandi Ralph Lauren-verslunarinnar á Lauga- vegi, kveðst ekki vilja standa í ill- deilum við Pálma Haraldsson, framkvæmdastjóra Smáralindar, en þó verði ekki hjá því komist að svara ummælum Pálma í Morg- unblaðinu í gær, enda sé um órök- studdan rógburð að ræða. Pálmi lét m.a. svo um mælt að rekstur Ralph Lauren-verslunarinnar í Smáralind hefði verið sorgarsaga frá upphafi til enda og allt brugð- ist í rekstri hennar; innréttingar, þjónusta og vöruúrval. Helgi segir fullyrðingu Pálma um að biðröð sé eftir plássum í Smáralind mjög undarlega. Þótti verslunin áður glæsileg „Þetta eru merkilegar staðhæf- ingar því í fyrstu var verslunin ein sú glæsilegasta í Smáralind að hans mati og það var í raun ekki fyrr en kvartað var undan fá- menninu í verslunarmiðstöðinni að verslunin varð „ljót og leiðinleg“ og skiljanlegt að enginn vildi fara þar inn,“ segir Helgi. „Eftir því sem næst verður komist er þetta aðferð sem hann beitir smærri kaupmenn í Smára- lind, er hafa út á aðsóknina að setja. Og ávirðingar Pálma í garð okkar ágæta starfsfólks eru ekki svaraverðar.“ Hann bendir á að rekstur versl- unarinnar í Smáralind hafi ekki gengið verr en það að allir reikn- ingar til Smáralindar hafi verið greiddir á tilskildum tíma og unnt hafi verið að opna að nýju á Laugaveginum. „Við mátum það einfaldlega svo að ekkert sam- ræmi væri á milli veltu, leigu og raunverulegs fjölda viðskiptavina í Smáralind, og því ákváðum við að flytja á annan stað, þar sem leigan væri hagstæðari og viðskiptavinir fleiri. Aldrei stóð til að hætta starfsemi Ralph Lauren á Íslandi, eins og Pálmi heldur fram,“ segir Helgi. Hann segir verslunina hér- lendis á meðal stærstu viðskipta- vina Ralph Lauren á Norðurlönd- um og sé vöruúrval sambærilegt, jafnvel meira en í verslunum í Evrópu. Þá sé verðlagið ekki verra en það að margir erlendir ferðamenn sjái sér hag í að versla þar fremur en á eigin heimaslóð- um. Næsta rými autt í sjö mánuði „Pálmi segir að verið sé að bera saman epli og appelsínur þegar borið er saman leiguverð á „versta stað“ í Kringlunni og „besta“ stað í Smáralind. Við erum ósammála því að verslun okkar í Kringlunni, sem stendur við hlið Boss, Next og Bónus, sé á „versta“ stað í Kringlunni. Hins vegar hefur verslunarpláss við hliðina á okkur í Smáralind staðið autt í meira en sjö mánuði, þannig að fullyrðing Pálma um að biðröð sé eftir laus- um plássum er afar undarleg.“ Eigandi Ralph Lauren segir framkvæmdastjóra Smáralindar fara með órökstuddan rógburð Ekki biðröð eftir plássi HANS Christian Schmidt, sjávarútvegs- og matvæl- aráðherra Danmerkur, hefur verið í vinnuheim- sókn hérlendis undanfarna daga. Hann heimsótti m.a. Siglufjörð og Skagafjörð með íslenskum starfs- bróður sínum, Árna Mat- hiesen. Ráðherrarnir skoðuðu m.a. Síld- arminjasafnið á Siglufirði og kynntu sér rannsókna- starf í fiskeldi á Hólum. Hér eru þeir fyrir miðri mynd og hlýða á fróðleik hjá Helga Thorarensen, deildarstjóra fiskeld- isdeildarinnar. Þá kynnti ráðherrann sér starfsemi Hafannsóknastofnunar- innar áður en hann hélt af landi brott í gær. Sjávarútvegsráðherrarnir kynntu sér fiskirannsóknir Morgunblaðið/jt EINN af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu snýst um tvo reikninga, samtals að upphæð 108,6 milljónir íslenskra króna sem efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir að séu tilhæfulausir og hafi verið notaðir til að láta líta svo út að hagnaður Baugs hf. hafi verið 24,6% meiri en efni stóðu til á fyrstu sex mánuðum ársins 2001. Þessu er neitað af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og m.a. bent á að hefði vilji þeirra staðið til að hafa áhrif á hagnað félagsins hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Hin meintu brot varða almenn hegning- arlög, lög um ársreikninga og lög um hluta- félög. Annars vegar er um að ræða reikning frá færeyska verslunarfélaginu p/f SMS, sem Baugur hafði þá eignast helmingshlut í, að upphæð 46,7 milljónir íslenskra króna og hins vegar frá Nordica Inc. í Bandaríkjunum að fjárhæð 61,9 milljónir. Í ákæru ríkislög- reglustjóra eru þessir reikningar sagðir til- hæfulausir og að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hafilátið færa þá til tekna í bókhaldi Baugs og með því oftalið tekjur Baugs sem þessu nam og fram kom í árshlutareikningi fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2001 sem birt- ur var á Verðbréfaþingi Íslands. Í reikn- ingnum hafi verið gefið til kynna að EBITDA-hagnaður fyrstu sex mánuði ársins vær 15,6% hærri og hagnaður 24,6% hærri en var í raun. Samkvæmt árshlutareikn- ingnum var hagnaður Baugs hf. 373 milljónir á þessu tímabili. Tveir kreditreikningar Í athugasemdum sakborninga eru gefnar skýringar á þessum færslum og jafnframt vísað til tveggja bréfa Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar til ríkislögreglustjóra og birt voru í Morgunblaðinu í byrjun júlí. Í athugasemdunum segir að um sé að ræða tvo kreditreikninga frá fyrirtækjunum og þeir eigi sér eðlilegar skýringar. Rifjað er upp að reikningurinn frá Nordica hafi verið hluti upphaflegra ásakana ríkislögreglu- stjóra um fjárdrátt þegar húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs í lok ágúst 2002. Reikn- ingurinn hafi í raun verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, vegna viðskipta Baugs og Nordica á árunum 1992–2002 sem hafi numið um 700 milljónum króna og óánægju vegna mikils lagers af óseldum vörum. Er m.a. vísað til tölvupósts sem ríkislögreglustjóri hafi undir höndum þar sem fram komi ummæli stjórnenda Baugs um „60 milljóna vandræðalager“ af vörum frá Nordica. Afsláttur færður fyrirfram og síðan bakfært Í bréfi Jóns Ásgeirs frá 5. júní sl. er vakin athygli á því að í upphafi hafi ríkislög- reglustjóri talið að reikningurinn sýndi að hann og Tryggvi Jónsson hefðu gerst sekir um fjárdrátt en síðan hafi því verið snúið á haus og þeir sakaðir um að nota reikninginn til að sýna aukinn hagnað félagsins. Þá hafi skattrannsóknarstjóri ekki gert athugasemd- ir við meðferð á umræddum reikningi. Varðandi reikninginn frá Færeyjum segir í athugasemdum sakborninga að hann hafi verið gefinn út vegna fyrirfram greidds af- sláttar í tengslum við fyrirhuguð kaffivið- skipti sem síðan hafi ekkert orðið úr. Reikn- ingurinn hafi verið bakfærður innan reikningsársins og því ekki haft nokkur áhrif á ársreikning félagsins. Hefðu sakborningar, þeir Jón Ásgeir og Tryggvi, ætlað að hafa áhrif á hagnað félagsins á þessu tímabili „hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti, t.a.m. með því að færa aukna hlutdeild í gengishagnaði vegna hlutabréfa félagsins í Arcadia, sbr. tilkynningu félagsins til Kauphallar um sex mánaða uppgjör … og draga úr gjaldfærslum vegna niðurfærslu birgða,“ segir í athugasemdunum. Vegna rannsóknarinnar á Baugsmálinu gerðu starfsmenn efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum 10. september 2002, um hálfum mánuði eftir að húsleit var gerð í höfuðstöðv- um Baugs á Íslandi. Einnig voru menn sem tengjast SMS yfirheyrðir. Í samtali við Morgunblaðið að kvöldi 10. september sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að saksóknari embættisins hefði verið að störf- um í Færeyjum undanfarna daga ásamt end- urskoðanda og rannsóknarlögreglumönnum. Ákært vegna reikninga frá Nordica Inc. og verslunarfélaginu SMS í Færeyjum Sakaðir um að auka hagnað með tilhæfulausum reikningum Segja að þeim hefði verið í lófa lagið að hafa áhrif á hagnað með öðrum hætti Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ICELANDAIR Cargo tók um helgina við nýrri Boeing 757-200- fraktvél og á hún að fara fyrstu ferð- ina í kvöld, þriðjudagskvöld, til Bret- lands og Belgíu. Vélin var notuð í farþegaflugi en breytt til fraktflutn- inga og getur hún borið 32 tonn. Hún ber skráningarstafina TF-FIE. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri Icelandair Cargo, segir að vél- in verði notuð í áætlunarfraktflugið til Bretlands, Norðurlanda og Liege í Belgíu, til Halifax í Kanada og New York. Pétur segir aukningu hafa ver- ið bæði í innflutningi og útflutningi og þörf á að útvíkka leiðakerfið, sem standi til á næstunni. Þá segir Pétur að næsta vetur verði breytt B757-farþegaþotu Ice- landair, TF-FIH, til að nota í frakt- flug. Er gert ráð fyrir henni í áætl- unarflug Icelandair Cargo í apríl. Verður það fjórða B757-fraktþotan sem Icelandair Cargo hefur í rekstri. Ný fraktvél til Icelandair Cargo Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.