Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÚR VERINU VERÐ á útfluttum laxi frá Noregi hefur nokkuð gefið eftir undanfarnar vikur eftir að hafa náð hámarki árs- ins fyrir um mánuði. Verðið á lax- inum nú er þó enn mjög hátt eða um 28 norskar krónur hvert kíló, sem er um 31% hærra verð en á sama tíma í fyrra. Hækkunin frá áramótum er rétt ríflega 20%. Hæst hefur verðið farið í 30 norsk- ar krónur hvert kíló í ár. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Íslandsbanka Þar segir ennfremur ennfremur að ekki sé búist við hækk- unum á laxaverði á næstu vikum, flestir spái því að núverandi verð muni haldast lítið breytt á næstunni. Verð á laxi lækkar             ! ! "#$$$!%!       &   LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna hefur veitt Hlyni Ár- mannssyni líffræðingi styrk að upp- hæð kr. 500.000 til framhaldsnáms í fiskifræði. Um er að ræða árlegan styrk sem veittur var í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í há- skóla (BS-prófi) og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Hlynur mun stunda nám til meistaraprófs við Háskóla Íslands undir leiðsögn Guðrúnar Marteins- dóttur prófessors. Námið fer að hluta til fram við Dalhousie-háskóla í Kanada. Rannsóknaverkefni Hlyns fjallar um far og útbreiðslu ufsa við Ísland og Kanada. Fiskifræði Hlynur Ármannsson hlaut að þessu sinni námsstyrk LÍÚ til framhaldsnáms í fiskifræði. Á myndinni eru f.v. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Hlynur Ármannsson líffræðingur og dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ. Hlynur Ármannsson hlýtur námsstyrk LÍÚ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, SPH, fyrstu sex mánuði ársins nam 183 milljónum króna og dróst saman um nær 34% mið- að við sama tímabil 2004. Vaxtatekjur námu 1.803 millj- ónum króna og jukust um 33%. Vaxtagjöld námu 1.142 milljónum króna og jukust þau um 36,6%. Hreinar vaxtatekjur námu því 661 milljón króna og hækka um 26% milli ára. Hreinar rekstrartekjur námu tæpum 1,1 milljarði króna. Rekstrargjöld jukust um 18% milli tímabila. Hlutfall rekstr- arkostnaðar af tekjum á tímabilinu var 71% og hækkaði úr 53,5% frá því á sama tíma á síðasta ári. Heildareignir SPH hinn 30. júní námu 38.383 milljónum króna og hafa þær lækkað um 0,5% frá ára- mótum. Útlán sjóðsins námu 29.798 milljónum króna á tímabilinu og jukust um 14,8% frá áramótum. Innlán námu 17.595 milljónum króna og jukust um 8,4% frá ára- mótum. Eiginfjárhlutfall var í lok júní 13,2% en var 12,2% um síðustu áramót. SPH hagnast um 183 milljónir ● HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam ríflega 2,4 milljörðum króna, þar af var velta með hlutabréf fyrir um 1,8 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Landsbanka, 2,4%, en mest lækkun varð á bréfum FL Group, 2%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,42% og er nú 4.458 stig. Landsbanki hækkaði mest HOLLENSKA fyrirtækið Fugro hefur gert yfirtökutilboð í norska olíuleitarfyrirtækinu Exploration Resources A.S.A. þar sem Burðar- ás er næststærsti hluthafi. Yfir- tökutilboðið hljóðar upp á 250 milljónir evra, samsvarandi 19,7 milljörðum króna, og myndi Burð- arás fá 1,64 milljarða króna í sinn hlut af því. Hagnaður félagsins yrði um einn milljarður króna samkvæmt upp- lýsingum frá Burðarási. Ragnar Þórisson, fjárfestinga- stjóri á Norðurlöndum hjá Burðar- ási, segir í samtali við Morgun- blaðið að Burðarás hafi fjárfest í Exploration Resources fyrr í sum- ar þar sem gengi hluta í félaginu þótti mjög lágt auk þess sem fýsi- legt sé að fjárfesta í olíugeiranum um þessar mundir. Að sögn Ragnars var ekki lagt út í þá fjárfestingu með það í huga að yfirtökutilboð væri á leiðinni. „Það kemur okkur þó ekki á óvart,“ segir hann. Fréttastofan Reuters greinir frá því að G.C. Rieber & Co., stærsti hlutahafi í Exploration Resources með 20,4% hlutafjár, hafi þegar tekið tilboði Fugro, en að sögn Ragnars eru sögusagnir á norska hlutabréfa- markaðnum þess efnis að hærra tilboð gæti jafnvel borist en nokkr- ir aðilar munu hafa lýst áhuga á félaginu. Gengi Exploration Resources hækkaði um 31,25% í kauphöllinni í Ósló í gær og endaði það í 315 krónum/hlut en tilboð Fugra hljóð- ar upp á 290 krónur/hlut. Ýtir það undir sögusagnir um hærri tilboð. Burðarás gæti hagnast um 1 milljarð króna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Höfuðstöðvar Burðaráss. EINAR Þór Sverrisson, lög- maður, var kjörinn inn í stjórn sænska lággjaldaflug- félagsins Fly Me á aukaað- alfundi sem haldinn var í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Vangaveltur hafa verið uppi um framtíð félagsins, sem bæði Fons eignarhalds- félag og Burðarás eru stórir hluthafar í. Norski flugvefur- inn Boarding.no velti m.a. vöngum yfir því hvort aðal- fundurinn myndi taka um það ákvörðun að leggja félagið niður en jafnframt hvort Fons myndi taka það yfir. Engin slík ákvörðun var tekin á fundinum samkvæmt til- kynningunni. Í stjórn Fly Me ÞAÐ virðist ætla að verða harður slagur um breska fyrirtækið London Stock Exchange, sem rekur kaup- höllina í London. Deutsche Börse, sem rekur kauphöllina í Frankfurt, og Euronext, sem m.a. rekur kaup- höllina í París, hafa áður gert yfir- tökutilboð í LSE án árangurs. Þessi félög eru þó ekki af baki dottin en ennfremur hafa sænska félagið OMX og ástralski bankinn Mac- quarie verið orðuð við slíka yfirtöku. Segja má að OMX hafi verið sá að- ili sem kom öllu ferlinu í gang en fé- lagið gerði fyrir einum fimm árum tilboð í kauphöllina í London, sem nú er 300 ára gömul. Tilboðið vakti mikla athygli, enda sennilega engum dottið í hug að hægt væri að kaupa þessa sögulegu stofnun. Tilboðinu var hafnað, með látum, en það varð engu að síður til þess að margir hafa litið LSE hýru auga síðan. Sá aðili sem nú er hvað mest orð- aður við LSE er Macquire, stærsti fjárfestingarbanki Ástralíu. Athygli vekur yfirlýsing frá stjórnendum bankans þess efnis að bankinn íhugi að bjóða í kauphöllina. Reuters greinir frá því að verði tilboðið að veruleika muni það hljóða upp á 1,4 milljónir punda, sem samsvarar 161,5 milljörðum króna. Gengi LSE hækkaði um 4,71% í gær. Hart barist um breska kauphöll                     '( )!*+,-. /  )0*+,-. /+1  -. 2 *+,-. 23*+,-. /* "!-. 4 "% !-. 5 1% !-. 6 +,7! / -. 60 + -. 3 "% !4 "-. 8  -. 942-. 9 + +2 . ! % !-. :+-.  !"   ' *+,-. 2!  1+4 "-.  ,!1 -. 3.; !1+! -. 8 !(2 -! -. <- !-. = . !,!-. >2' !(>  + 90 + !101- 1.?!--. @? ! !101! -. A!  +01! -. # !    $% 2! "!B? . 1 -. 3 " !4 "-. 9 +.C 9+1+ "). @;!.;!-. $ &'()  DEBF 91  )!1) 1      G   G      G G G     G G  G G G G G / ?! . .? )!1) 1 G G G G G G G G G G G G G G G G G G G G G G H IJ HIJ HIJ G HG IJ G H IJ G G G H  IJ HIJ H IJ H IJ HIJ HGIJ G G G HG IJ G HGIJ G G G G G G G G G  ! " )!1!,! " !  @! %1 " # 6 +,9          G    G           G G G       G G  G G G G G                                                          A!1!,!7 '@K'-+ +  !! 20 "! )!1!,   G  G     G G G     G G  G G G G G '@GA .?!)  + .  0 + .C  '@G A .?!-+ 1  . !  '@G2?!-+ 1+ + !  " L 9M>    I I 2@9B N'O    I I E'E  =8O      I I 62O ! !    I I DEBO N$5   I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.