Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AÐ MINNSTA kosti sex farþega kýpversku þot-
unnar, sem fórst skammt frá Aþenu á sunnudag,
voru á lífi þegar flugvélin lenti á fjallshlíð. „Við
höfum lokið krufningu á sex manns. Niðurstaða
okkar er sú að blóðrás þeirra hafi verið í gangi sem
og öndun þegar þeir létust,“ sagði gríski meina-
fræðingurinn Filipos Koutsaftis í gærkvöld. En
hann lagði áherslu á að þetta útilokaði ekki að fólk-
ið hefði verið meðvitundarlaust. Fyrr um daginn
höfðu grísk stjórnvöld sagt það líklegt að flestir
farþeganna hefðu verið látnir þegar vélin hrapaði
til jarðar. Með vélinni fórst 121, farþegar og áhöfn.
Flestir þeirra sem fórust voru frá Kýpur og hef-
ur verið lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í land-
inu. Að minnsta kosti fimmtán þeirra sem fórust
voru börn undir 10 ára aldri en þeir einu um borð,
sem ekki komu frá Kýpur voru flugstjórinn, sem
var þýskur, og tíu Grikkir.
Líkin „frosin föst“?
Yfirvöld leita nú skýringa á því hvernig staðið
getur á því að svo virðist sem bæði áhöfn og far-
þegar hafi misst meðvitund í miðju fluginu. Hafði
AFP-fréttastofan í gærdag, áður en Koutsaftis
greindi frá niðurstöðu krufninga, eftir embætt-
ismönnum og sérfræðingum í flugmálum að líkleg-
asta skýringin væri sú að skyndilegt loftþrýstings-
fall hafi valdið því að allir um borð köfnuðu. Haft
var eftir grískum embættismönnum að lík farþeg-
anna hefðu verið „frosin föst“. En Koutsaftis
kvaðst ekki geta staðfest þetta, líkin hefðu brunn-
ið illa eftir að flugvélin fórst og sólin hefði einnig
leikið þau grátt. „Það er einfaldlega útilokað – eft-
ir að líkin voru brennd og eftir að þau höfðu legið
svo lengi í sólinni – að kveða upp úr um þetta,“
sagði hann.
Búið er að finna báða flugrita vélarinnar, sem
var af gerðinni Boeing 737 og í eigu Helios-flug-
félagsins kýpverska. Sá seinni er hins vegar í
slæmu ásigkomulagi og ekki víst að neitt verði á
honum að græða. En flugritarnir munu verða
sendir til Parísar til rannsókna.
Segist sjálfur fljúga með Helios
Talsmenn Helios, sem er lággjaldaflugfélag,
báru um miðjan dag í gær til baka fréttir þess efn-
is að þeir hefðu ákveðið að aðrar flugvélar félags-
ins færu ekki á loft. Sagði Andreas Drakou for-
stjóri að flug væri skv. áætlun. Þá neitaði hann
fregnum þess efnis að flugmenn hjá Helios hefðu
neitað að fljúga vélinni, sem fórst í fyrradag,
vegna annmarka í öryggismálum hennar. Vísaði
hann algerlega á bug ályktunum í þá veru að
Helios Airways hefði sýnt kæruleysi hvað varðar
öryggismál flugvéla félagsins. „Ég flýg sjálfur
reglulega með Helios ásamt börnum mínum og
það myndi ég aldrei gera ef það væri ekki fyllilega
öruggt,“ sagði hann. Lögreglan á Kýpur fram-
kvæmdi engu að síður leit í húsakynnum Helios í
gærkvöld. Enginn var þó handtekinn.
Ekki allir farþegarnir
látnir þegar vélin fórst
Forráðamenn Helios Airways neita því að öryggi hafi verið ábótavant
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
AP
Ættingjar fólks sem dó í flugslysinu brustu í grát
eftir að hafa þurft að bera kennsl á ástvini í gær.
FLUGSLYSINU skammt frá Aþenu
á sunnudag svipar til flugslyss í
Suður-Dakóta haustið 1999 sem
varð hinum þekkta golfleikara
Payne Stewart að bana ásamt fimm
öðrum. Þá, eins og nú, voru orr-
ustuþotur sendar á loft til að fylgja
eftir vélinni eftir að samband við
hana rofnaði og vitnuðu herflug-
mennirnir um hélu innan á rúðum.
Skapast slíkt ástand eftir þrýstings-
fall og skyndilegt hitatap. Líklegast
þótti að allir hefðu misst meðvitund
í kjölfarið.
Atvik þar sem loftþrýstingur fell-
ur í flugvélum hafa nokkrum sinn-
um á liðnum árum átt sér stað í ís-
lensku fragtflugi að sögn Þormóðs
Þormóðssonar, rannsóknarstjóra
Rannsóknarnefndar flugslysa. Um-
rædd atvik eru flokkuð sem alvar-
leg flugatvik en í þeim brugðust
flugmenn samkvæmt verklagi við
þrýstingsfallinu með því að setja á
sig súrefnisgrímur og lækka flugið
verulega, niður í hæð þar sem loft-
þrýstingur er hærri.
Þetta virðist ekki hafa tekist hjá
flugmönnum kýpversku þotunnar.
Hugsanleg skýring á snöggu
þrýstingsfalli gæti verið leki vegna
gats á vélinni eða önnur bilun í jafn-
þrýstibúnaðinum svo sem bilun í
þrýstiventli að sögn Þormóðs.
„Flugmenn þurfa að bregðast
snöggt við þrýstingsfalli ef það
hendir í 34 þúsund feta hæð eins og
talið er að hér hafi verið raunin,“
segir Þormóður. „Flugmenn eru
sérstaklega þjálfaðir í þessum at-
riðum og alla-
jafna hafa þeir
um 15–30 sek-
úndur til að setja
á sig súrefnis-
grímur í þessari
hæð. Það kann
þó að vera að
flugmennirnir á
kýpversku vél-
inni hafi ekki náð
því í tæka tíð,
eða að þeir hafi ekki fengið súrefni
úr grímunum.“ Þormóður segir
þrýstingsfall alls ekki mesta ógn-
vald í flugi, því súrefnisbúnaður í
vélum og þjálfun flugmanna eiga að
geta tekið á atvikum sem þessum,
eins og dæmin hafa sýnt á Íslandi.
„Þetta á því ekki að valda slysi,“
bendir Þormóður á. „En ég geri ráð
fyrir rannsakendurnir leggi
áherslu á í upphafi að skoða gögn
flugritanna og jafnframt að finna
súrefnisgrímur, ventla og súrefn-
iskút í stjórnklefa vélarinnar. Einn-
ig verður áhersla lögð á að finna og
rannsaka alla helstu hluti jafn-
þrýstibúnaðar flugvélarinnar.“
Hann tekur fram að einn súrefnis-
kútur sé fyrir báða flugmenn og ef
eitthvað vandamál er varðandi kút-
inn þá er hugsanlegt að þeir fái
ekkert súrefni.
Jafnþrýstibúnaði í flugvélum er
ætlað að halda loftþrýstingi eins og
hann væri í 7–9 þúsund feta hæð.
Dælur sjá um að dæla inn lofti og
það loft er einnig notað til að hita
upp farþegarýmið. Þar er komin
möguleg skýring á því hvers vegna
fimbulkuldi innanborðs tekur völd-
in þegar loftþrýstingurinn fellur.
Hafa 15–30 sekúndur
til að bregðast
við þrýstingsfalli
Eftir Örlyg Stein Sigurjónson
orsi@mbl.is
Þormóður
Þormóðsson
Berlín. AFP. | Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, var í gær sak-
aður um kosningabrellur en nokkur
dagblöð og stjórnarandstaðan í land-
inu segja augljóst að með yfirlýsing-
um sínum um Íransmálin vilji hann
reyna að leika sama leikinn og fyrir
þremur árum en hörð andstaða hans
við innrásina í Írak tryggði honum
óvæntan sigur á endaspretti barátt-
unnar fyrir þingkosningarnar 2002.
Schröder hóf baráttu jafnaðar-
manna (SPD) vegna þingkosning-
anna 18. september nk. með ræðu
um helgina þar sem hann lýsti því yf-
ir að hótanir um valdbeitingu gegn
Írönum væru út í hött; en Schröder
var þar að vísa til ummæla George
W. Bush Bandaríkjaforseta á föstu-
dag um að ekki væri hægt að útiloka
hernaðaraðgerðir gegn Írönum
vegna fyrirætlana þarlendra ráða-
manna í kjarnorkumálum.
„Dæmir sig úr leik“
En þýsk útgáfa Financial Times
sagði ræðu Schröders um helgina
skaða viðræðurnar við Írana.
„Schröder hyggst reyna að sigra aft-
ur í kosningum nú sem kanslari frið-
arins, þetta er augljóst. En afstaða
hans byggist á rangfærslum og er
heimskuleg,“ sagði blaðið. „Banda-
ríkjamenn eru alls ekkert um það bil
að ráðast á Íran, eins og þeir voru
um það bil að ráðast á Írak 2002. Vilji
menn reka skynsamlega stefnu í ör-
yggis- og utanríkismálum halda þeir
hins vegar alltaf öllum kostum opn-
um, það má ná ýmsu fram með
þrýstingi sem byggist á hótun,“
sagði þar ennfremur.
Handelsblatt sagði Schröder „enn
á ný hafa dæmt sig úr leik sem vís
stjórnmálamaður“ með ræðu sinni
og Die Welt sagði að kanslarinn
„ætti að skammast sín“.
Reuters
Gerhard Schröder ávarpaði í gær
flokksmenn sína í Dresden.
Ummæli
Schröders
gagnrýnd
Washington. AFP. | Lífshamingj-
an er föl fyrir peninga að því er
greinir frá í nýrri bandarískri
rannsókn. Niðurstöður hennar
sýna að ríkt fólk á það til að
vera hamingjusamara en þeir
sem fátækari eru. Það hvernig
menn meta eigin hamingju
virðist þó að miklu leyti stjórn-
ast af því hvernig þeir telja sig
koma út í samanburði við aðra.
Hefur afbrýðissemi þar mikið
að segja, því lægri sem tekjur
einstaklings eru miðað við aðra
í hans aldurshópi, því minni er
hamingja hans.
Þeir sem standa að rann-
sókninni segja hana senda sam-
félaginu sterk skilaboð: fólk sé
svo upptekið af því að bera
tekjur sínar saman við tekjur
annarra, að það sækist sífellt
eftir því að græða meira og
meira. Í stað þess að öðlast al-
menna hamingju, dragist fólk
inn í hið hraða lífsgæðakapp-
hlaup og neyslan verði meiri og
meiri, en raunveruleg hamingja
standi nær í stað.
Hamingjan
er föl, en
hverful
Colombo. AFP, AP. | Útför Lakshman
Kadirgamar, utanríkisráðherra Sri
Lanka, fór fram í gær að viðstöddu
margmenni en hann var ráðinn af
dögum sl. föstudag. Hefur morðið á
honum orðið til þess að menn óttast
um framhald friðarferlis á Sri
Lanka, sem Norðmenn hafa haft
milligöngu um, en stjórnvöld hafa
sakað Tamíl-tígrana, aðskilnaðar-
samtök tamíla, um að bera ábyrgð á
morðinu.
Mikill viðbúnaður var í Colombo
vegna útfararinnar og voru þúsundir
lögreglumanna á verði. Chandrika
Kumaratunga, forseti Sri Lanka,
sótti óvænt útförina en ekki hafði
verið reiknað með þátttöku hennar
af öryggisástæðum. Hún hafði á
sunnudag heitið því að efla baráttu
sína fyrir friði á Sri Lanka.
Tamíl-tígrar, sem barist hafa gegn
stjórnvöldum á Sri Lanka um ára-
tugaskeið, neita allri aðild að morð-
inu á Kadirgamar og hafa sagt, að
ríkisstjórnin yrði „að líta sér nær“.
Ýmis öfl meðal Singhalesa, sem eru
meirihluti landsmanna, væru andvíg
vopnahléi því sem ríkt hefur síðan
2002 og vildu það feigt.
Þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir
víða um heim hafa fordæmt morðið á
Kadirgamar utanríkisráðherra og
lýst þeirri von sinni, að það verði
ekki til, að núgildandi vopnahlé fari
ekki út um þúfur.
Utanríkisráðherrann syrgður
Óttast er um
framtíð vopna-
hlés á Sri Lanka
Reuters
Stuðningsmenn Lakshman Kadirgamars halda á lofti spjöldum með myndum af honum í líkfylgd hans í gær.