Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 15
ERLENT
Tókýó. AP. | Japanar minntust þess í gær að 60 ár
eru liðin frá því að þeir gáfust upp í síðari heims-
styrjöldinni, en uppgjöf þeirra markaði endalok
Kyrrahafshluta styrjaldarinnar, með því að biðja
aðrar Asíuþjóðir afsökunar á því hvernig þeir
komu fram í stríðinu, á þeim „mikla skaða og
sársauka“ sem þeir ollu nágrannaþjóðum sínum.
Junichiro Koizumi forsætisráðherra fór ekki
að minnisvarða um Japana sem féllu í stríðinu í
tilefni dagsins eins og hann hefur þó gert fjórum
sinnum síðan hann tók við embætti forsætisráð-
herra, en það hefur farið mjög fyrir brjóstið á
þeim þjóðum sem liðu fyrir grimmdarverk Jap-
ana í stríðinu.
Tugir þingmanna fóru á hinn bóginn, þar á
meðal tveir ráðherrar, auk þess sem tugir þús-
unda borgara komu á staðinn. Minnisvarðinn
hefur verið Kínverjum og Suður-Kóreumönnum
mikill þyrnir í augum en við hann eru meðal ann-
ars dæmdir stríðsglæpamenn heiðraðir. Saka
þessar þjóðir Japana um að iðrast ekki af ein-
lægni og benda í því sambandi á kennslubækur
sem gefnar voru út í apríl þar sem fjallað var um
seinni heimsstyrjöldina en lítið sem ekkert
minnst á glæpi Japana.
Segir Japana auðmjúka
Það var Koizumi sem baðst afsökunar á fram-
göngu Japana í stríðinu í gær og fullyrti hann að
þjóðin væri auðmjúk þegar kæmi að því að gera
upp þátt hennar í stríðinu. „Japanar ollu gríð-
arlegum skaða og þjáningum hjá mörgum þjóð-
um, sérstaklega þjóðum í Asíu, með nýlendu-
stjórn sinni og yfirgangi,“ sagði Koizumi við
athöfn í Tókýó þar sem 7.000 ekkjur og ekklar
sem misstu maka sína í styrjöldinni voru við-
stödd. „Ég biðst hér enn og aftur innilegrar af-
sökunar og læt í ljós iðrun og sorg vegna allra
fórnarlamba stríðsins, bæði hér heima og er-
lendis,“ sagði hann.
Japan biðst
afsökunar
60 ár frá uppgjöf Japana
í síðari heimsstyrjöld
Helsinki. AFP, AP. | Fulltrúar
stjórnvalda í Indónesíu og að-
skilnaðarsinna í Aceh-héraði
skrifuðu í gær undir friðar-
samkomulag í Helsinki í Finn-
landi sem vonast er til að marki
lyktir þrjátíu ára langra átaka í
Aceh sem talið er að hafi kostað
um fimmtán þúsund manns lífið.
„Þetta markar upphaf nýrra
tíma í Aceh,“ sagði Martti Ahti-
saari, fyrrverandi forseti Finn-
lands, en hann hafði milligöngu
um gerð samkomulagsins. „Mikil
vinna er þó framundan.“
Tilraunir til að binda enda á
átökin í Aceh komust á skrið eftir
flóðbylgjuna miklu í SA-Asíu í
desember á síðasta ári en hún
lagði stór svæði í Aceh, sem er
vestast á eyjunni Súmötru, í rúst.
Er talið að meira en 130 þúsund
manns hafi farist þar.
Enn nokkur spenna
Aðskilnaðarsinnar í Samtökum
um frjálst Aceh (GAM) sam-
þykkja fyrir sitt leyti með samn-
ingsgerðinni að láta af kröfu sinni
um fullt sjálfstæði til handa Aceh
og þá kveður samkomulagið á um
að þeir afvopnist. Í staðinn skrifa
þeir upp á að Aceh hafi tiltekið
forræði í eigin málum, auk þess
sem GAM mun í framtíðinni geta
umbreyst í stjórnmálaflokk.
Indónesísk stjórnvöld munu
hins vegar minnka verulega um-
fang Indónesíuhers í Aceh, verð-
ur hermönnum fækkað þar úr
35.000 í 14.700 og lögreglumönn-
um úr 15.000 í 9.100. Einnig verð-
ur pólitískum föngum frá Aceh
sleppt úr haldi og mörgum liðs-
mönnum GAM veittur landskiki
ir að þeir hafi afvopnast. Sagði
hann að þá yrði að afvopna einnig.
Átök hófust í Aceh 1976 en upp-
reisnarmenn sökuðu stjórnvöld í
Jakarta um að arðræna svæðið.
Svöruðu indónesísk stjórnvöld of-
beldi skæruliða af mikilli hörku.
hermenn staðsettir í Aceh en
nokkurs staðar annars staðar í
Indónesíu,“ sagði hann eftir að
hafa undirritað friðarsáttmálann.
Þá vakti Mahmud athygli á tilvist
vopnaðra sveita manna sem hótað
hafa árásum á liðsmenn GAM eft-
til að eiga auðveldara með að að-
lagast samfélaginu á ný.
Fulltrúi GAM, Malik Mahmud,
sagðist þó enn telja að viðvera ör-
yggissveita stjórnvalda væri of
mikil. „Við lyktir þessarar sátta-
gjörðar hér verða tvöfalt fleiri
Samið um frið í Aceh
AP
Íbúar Aceh fagna undirritun friðarsamkomulagsins í gær en fylgst var með athöfninni í Helsinki í beinni
sjónvarpsútsendingu víða í Banda Aceh-borg. Vonast menn til þess að þrjátíu ára átökum sé lokið.