Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 16
Akureyri | Þau voru heldur kuldaleg og blaut hrossin sem hímdu í hóp á túni ofan Akureyrar í votviðrinu sem gekk yfir fyrri part gærdags- ins. Snéru afturendanum upp í norðanáttina og biðu þess eflaust í ofvæni að birti aðeins til. Heldur fór að draga úr rigningunni þegar leið á daginn og síðdegis var þokkalegasta veður, í það minnsta þurrt. Mörgum þykir sumarið hafa verið í kaldara lagi, en til viðmiðunar eru tvö síðastliðin sumur, sem ekki er alveg að marka. Þau voru einhver þau hlýjustu í manna minn- um. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hrossin hímdu í hóp Votviðri Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Met hjá Papeyjarferðum | Allt stefnir í að nýtt met verði sett í farþegafjölda út í Papey þetta sumarið. Að sögn Más Karlssonar framkvæmdastjóra hafa nú ferðast um 1240 farþegar með farþega- ferjunni á þessu ári. Allt árið 2004 urðu farþegar 1414. Því er líklegt að nýtt met verði slegið áður en sumarið er úti, enda hefur ferðamannastraumur líklega aldrei verið meiri á Djúpavogi en undanfarnar vikur.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Rollurnar reknar úr bæjarlandinu | Mikið hefur verið að gera hjá lögregl- unni á Ísafirði undanfarið við að reka rollur úr bæjarlandinu, en þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Þar segir að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjó- flóðavarnargarðinum og inni í Tungu- skógi. Sé bæjarbúum mikill ami að þessu og mjög margar kvartanir hafi borist lög- reglu. Rollueigendurnir vísi á bæjaryf- irvöld sem ábyrgðaraðila, þar sem „bær- inn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar“.    Sjómannalög | Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust, sem að mestu er skipuð áhöfn- inni á frystitogaranum Kleifabergi frá Ólafsfirði, lék um síðustu helgi á mikilli tónlistarhátíð í bænum Paimpol í Frakk- landi. Þessi hátíð, sem haldin er á tveggja ára fresti, er sérstaklega tileinkuð sjó- mannalögum og þar er eingöngu leikin tónlist sem tengist sjómennsku eða sjó- sókn. Á hátíðinni komu fram tónlist- armenn frá mörgum Evrópulöndum en áherslan í ár var á tónlist frá gömlu aust- antjaldslöndunum og voru tónlistarmenn frá þeim hluta álfunnar áberandi. Björn Valur Gíslason, forsprakki hljóm- sveitarinnar, segir við netmiðilinn Dag að hátíðin hafi verið mjög vel sótt í ár, um 120.000 manns greiddu sig inn á svæðið að þessu sinni sem gerir hátíðina að einni stærstu tónlistarhátíð í Evrópu. Roðlaust og beinlaust lék á þrennum formlegum tónleikum auk þess sem spilað var utan þeirra á veitingastöðum og börum þar sem því varð við komið. Frakkar tóku tón- list hljómsveitarinnar mjög vel og gerður var góður rómur að flutningi hennar á ís- lenskri sjómannatónlist. Roðlaust og bein- laust lék sín eigin lög í bland við eldri sjó- mannalög frá fyrri tímum. Bærin Paimpol er 8.000 manna bær á Britagneskaganum og þaðan réru franskir sjómenn á Íslands- mið áður fyrr. upplýsingar. Þetta unga fólk hefur ef til vill verið að fá smáskilaboð í símann sinn, vonandi góð tíðindi, þar sem þau skýldu sér fyrir regninu undir regnhlíf sinni. Síminn, það er gemsinn svonefndi,er líklega eitt þarfasta þing nú-tímamannsins. Ekki bara hægt að hringja og spjalla við ættingja og vini, heldur má í honum finna ótrúlegustu Morgunblaðið/Margrét Þóra Síminn þarfasta þingið Sigrún Haraldsdóttirsendir póstkort fráVirginíu: Í Ameríku er sólríkt og sjóðandi heitt, sælan af kananum lekur. Og allvíða hérna er fólkið svo feitt að furðu og aðdáun vekur. Sigurður Sigurðarson dýralæknir orti um barnabarn sitt: Státinn okkur stikar frá styrkum fótum veginn gengur blómarósum blíðum hjá brosin vekur þessi drengur. Dansar brátt með fiman fót fjörið geðjast huga mínum horfa mun á hýra snót hann og líkjast afa sínum. Arnór Ragnarsson er á leið í veiði í Vatnsdalnum: Kominn er í góðan gír girtur vöðlum upp að haus Alltaf má ef afli er rýr arka um dalinn buxnalaus. pebl@mbl.is Eins og afi Siglufjörður | Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra sagði þegar hann heimsótti Siglufjörð um helgina að ákvörðun um gerð Héðinsfjarðarganga stæði. Ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að ráðast í þessa framkvæmd og henni yrði ekki breytt. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net. Á síðasta fundi bæjarráðs Ólafsfjarðar var gerð sérstök samþykkt um Héðins- fjarðargöng í tilefni umræðna sem fram hafa farið um göngin. ,,Bæjarráð Ólafsfjarðar harmar þá um- ræðu sem fram fer hjá málsmetandi ein- staklingum í þjóðfélaginu varðandi Héðins- fjarðargöng. Oftar en ekki er að því látið liggja að hér sé um óþarft gæluverkefni að ræða fyrir fáa og ef að fallið verði frá því, verði hægt að uppfylla allra þarfir og nauð- synlegar umbætur í vegamálum um land allt. En það sér hver maður að það er blekking. Bæjarráð Ólafsfjarðar áréttar að jarðgöng til Siglufjarðar um Héðinsfjörð sé mikilvægasta aðgerð í byggðaþróun sem fram hefur komið á síðustu áratugum fyrir byggðalög við utanverðan Eyjafjörð og Eyfirðinga alla.“ Stendur ekki til að hætta við göngin FYRR í sumar lauk borun holu á jarðhita- svæðinu í Kaldárholti, sem er annað tveggja jarðhitasvæða sem Hitaveita Rangæinga nýtir. Holan er að flestu leyti sambærileg við fyrri vinnsluholuna á svæð- inu, en er töluvert öflugri og er áætlað að hún geti afkastað 60–70 l/s af 67–69°C vatni með dælu á 80 m dýpi. Með tilkomu holunnar, KH-37, ætti Hitaveita Rangæinga að vera vel í stakk búin til að mæta almennt vaxandi notkun og stækkandi veitusvæði, auk þess sem til- koma holunnar eykur rekstraröryggi veit- unnar, segir á heimasíðu Íslenskra orku- rannsókna, ÍSOR. Orkuveita Reykjavíkur yfirtók rekstur veitunnar í byrjun árs. Holunni var valinn staður af sérfæðing- um ÍSOR og boruð af Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða með jarðbornum Trölla. Borun holunnar gekk vel og varð hún 522 m djúp. Kaldárholt bættist við sem vinnslusvæði Hitaveitu Rangæinga í árs- byrjun 2000 eftir ítarlegar jarðhitarann- sóknir, sem höfðu staðið yfir í nokkur ár. Fram að því hafði jarðhitasvæðið á Laugalandi í Holtum verið eina vinnslu- svæði veitunnar. Um það leyti stefndi í að Laugalandssvæðið hætti fljótlega að geta staðið undir orkuþörf veitunnar, en afköst þess takmarkast af tregu innstreymi (end- urnýjun). Á Laugalandi fæst þó allt að 100°C heitt vatn. Öflug vinnsluhola ♦♦♦ Eskifjörður | Gamla kempan Óli Fossberg er með ríkari mönnum. Hann og kona hans, Bára Guð- mundsdóttir, eiga 11 börn og 28 barnabörn. Óli hefur átt marga góða spretti gegnum tíðina, m.a. var hann kunnur harmónikkuleikari og spilaði mikið á böllum eystra og víðar um landið. Þá var hann þekktur í bolt- anum sem markmaður og dómari. Það eru ekki vandræðin hjá Óla að fá aðstoð við lagfæringarnar á hús- inu sínu á Eskifirði, því mörg barna hans búa í bænum. Á dögunum voru þær systur Erla og Alda Fossberg að hjálpa föður sínum að mála húsið. Óli fylgdist grannt með og leit í leið- inni eftir einu afabarninu. Á gott bakland í börnunum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Með verkvitið í lagi Óli Fossberg á Eskifirði fylgist með dætrum sínum, Erlu og Öldu, sem hafa verið að vinna að viðhaldi á húsi föður síns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.