Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 17

Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 17 MINNSTAÐUR arbúar efndu til götuveislu og brugðu sér í svonefnt hólmavipp, en sú keppni felst í að slá golfkúlu sem næst holu úti í Hólmanum á Lóninu. Sýning Torgeirs Thorsen frá Ves- terålen á tréskurði vakti athygli og kenndi hann jafnframt börnum og fullorðnum að tálga í tré. Norski sendiherrann á íslandi, Guttorm Vik, tók þátt í hátíðinni með Seyð- firðingum. Seyðisfjörður | Norskir dagar á Seyðisfirði þóttu takast með ágæt- um, en þeim lauk á sunnudag. Tón- list, útskurður, leiklist og útivist skipuðu veigamikinn sess á hátíð- inni, auk hefðbundinna dag- skrárliða. Lagður var blómsveigur að minnisvarða við Lónið um at- hafnamanninn Otto Wathne og kertum fleytt til heiðurs og minn- ingar um látna Seyðfirðinga. Bæj- Norskt í hávegum Friðsamlegt Kertum fleytt í minningu látinna Seyðfirðinga. Ljósmynd/Aðalheiður Borgþórsdóttir Egilsstaðir | Héraðshátíðin Ormsteiti stendur yfir á Fljótsdalshéraði og eftir vel heppnaða dagskrá um helgina er í dag haldinn lista- mannadagur í samkomutjaldi í miðbæ Egilsstaða. Listamenn og ljóðskáld munu þar sam- eina krafta sína í sköpun og á sérstökum kassa geta karlar og kerlur stigið á stokk og tjáð sig um hitamál líðandi stundar. Í gær var dagskráin helguð börnum og fór m.a. fram skip- timarkaður á leikföngum, leik- skólanemar sýndu listir sínar og hin árlega og geysivinsæla Fegurðarsamkeppni gæludýra fór fram með pomp og prakt. Þar kepptu til úrslita dýr í katta-, hunda- og blönduðum flokkum, auk fiðurfénaðar. Morgundeginum verður svo varið til að bjóða nýbúa í sveit- arfélaginu velkomna með ýms- um hætti. Glatt í geði Íbúar á Fljótsdalshéraði og gestir skemmtu sér vel um helgina í Orms- teiti. Teitið heldur áfram í dag, en þá verður svokallaður listamannadagur. Ormsteiti um allar þorpagrundir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir sínu, auk ómældrar undirbúningsvinnu fyrr á árinu til að koma að einhverju leyti til móts við þessa þörf og hyggjast þróa hugmyndina áfram á næstu árum. Eiðar | Hljómsveitin Skítamórall gerði storm- andi lukku í sumarbúðum fatlaðra í Kirkju- miðstöðinni á Eiðum um helgina. Hljómsveit- armenn brugðu sér í heimsókn á laugardagskvöldið, áður en þeir spiluðu á balli í Valaskjálf og fluttu nokkur af lögum sínum órafmagnað. Þeir hlutu að launum ómælt þakk- læti hlustenda sinna. Þær Aðalheiður Bragadóttir og Rakel Heið- arsdóttir þroskaþjálfar reka sumardvöl fyrir fatlaða á Eiðum annað sumarið í röð, nú í þrjár vikur og buðu einnig upp á sumardvöl á Akra- nesi í tvær vikur fyrr í sumar. Nú eru um 20 fatlaðir einstaklingar í Kirkjumiðstöðinni og njóta fjölbreyttrar dagskrár, svo sem útiveru af margvíslegu tagi og ferða á kaffihús og söfn. Fólkið er flest komið á fullorðinsár, kemur víða að af landinu og lætur vel af sér. Þær Að- alheiður og Rakel segja sárlega vanta úrræði fyrir fatlað fólk á sumrin og verja sumarleyfi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Myljandi stuð Meðlimir hljómsveitarinnar Skítamórals heimsóttu sumarbúðir fyrir fatlaða á Eiðum og fengu góðar móttökur. Meðlimir Skítamórals taka lagið fyrir fatlaða Húsbílafélagið siglir utan | Hús- bílafélagið áætlar hópferðir með Norrönu, ferju Smyril Line, til Hjaltlands 18. ágúst og til Færeyja 25. ágúst nk. Þetta er annað árið í röð sem meðlimir húsbílafélagsins munu sigla með Norrænu, en á vefn- um smyril-line.is segir að ferð fé- lagsmanna til Færeyja á síðasta ári hafi tekist með eindæmum vel og mikil ánægja verið hjá þátttak- endum. Bók um skóginn | Nú er í und- irbúningi bókin Hallormsstaður í Skógum, eftir Hjörleif Guttormsson, Sigurð Blöndal og fleiri höfunda. Edda-útgáfa stefnir að útgáfu um miðjan október nk. Í ritinu verður fjallað um sögu og náttúru Hallormsstaðar og um Hall- ormsstaðaskóg, en í ár er öld liðin frá því hann var friðaður. Í bókinni verða yfir 500 ljósmyndir frá ýmsum tímum og fjöldi korta og uppdrátta sem Guðmundur Ó. Ingvarsson hef- ur útfært.    AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.