Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
RANNSÓKNARBORANIR vegna
gerðar jarðganga undir Vaðlaheiði
standa nú yfir í Fnjóskadal, við
Skóga þar sem áætlað er að gang-
amunni verði.
Boranir stóðu yfir í þrjá daga í
júlí og svo var hafist handa á nýjan
leik í liðinni viku. Gert er ráð fyrir,
að sögn Péturs Þórs Jónassonar,
framkvæmdastjóra Eyþings, að
boranir muni standa yfir fram eftir
hausti, eða langt fram í september.
Hann sagði að verkinu miðaði vel,
væri á áætlun, „það er góður gír í
þessu, en þetta er bara fyrsta lot-
an,“ sagði Pétur Þór. Nú er verið
að bora tvær holur þar sem vænt-
anlegur gangamunni í Fnjóskadal
verður, skammt frá Skógum. Verk-
ið tekur sennilega einhvern tíma,
þar sem þarf að skábora vegna
misgengis sem þarna er. Þegar lok-
ið verður við að bora austur í
Fnjóskadal verður borinn færður
yfir Vaðlaheiðina og tekið til við til-
raunaholur Eyjafjarðarmegin, upp
af Halllandsnesi en á þeim slóðum
verður gangamunninn þeim megin.
Unnið verður úr upplýsingum á
næstu mánuðum, en þess er vænst
að upplýsingar fáist um jarðlög
svæðisins og vatnsleka í berglög-
um. Jarðfræðiupplýsingar fyrir
hönnun ganganna liggja að lík-
indum fyrir í lok árs og er stefnt
að því að skýrsla vegna útboðs
þeirra verði tilbúin í febrúar á
næsta ári. Kostnaður við boranir
og úrvinnslu er áætlaður um 60
milljónir króna.
Þess er vænst að boranir nú í
sumar muni svara því hvar heppi-
legast er að leggja göngin, en um
verður að ræða um 7 kílómetra
löng göng auk 300 metra vegskála
beggja vegna. Heildarkostnaður
vegna fyrirhugaðra Vaðlaheið-
arganga er áætlaður um 4 millj-
arðar króna. Telja menn raunhæft
að það taki um 3 ár að fullgera
göngin og unnt verði að hefjast
handa við gerð þeirra árið 2008 og
að þau verði tekin í notkun árið
2011.
Félagið Greið leið mun fjár-
magna gerð ganganna, láta gera
þau og reka með innheimtu veggja-
lds. Akureyrarbær er stærsti eig-
andi Greiðrar leiðar, á tæp 36%,
KEA á tæp 23% og Þingeyjarsveit
rúmlega 11%, en hluthafar er um
30 talsins.
Rannsóknarboranir vegna Vaðlaheiðarganga standa yfir
Verkinu miðar vel áfram
Boranir Nú standa yfir tilraunabor-
anir í austanverðri Vaðlaheiði,
sunnan Skóga í Fnjóskadal, þar
sem gert er ráð fyrir að ganga-
munni Vaðlaheiðarganga verði.
Ljósmynd/Pétur Þór Jónasson
EYFIRSKIR kúabændur íhuga
að stofna einkafyrirtæki um
dýralæknaþjónustu vegna
megnrar óánægju með mikinn
kostnað við dýralækningar. Þetta
kemur fram á vefnum naut.is og
að Landssamband kúabænda hafi
jafnframt frétt af kúabændum
annars staðar á landinu sem vilja
skoða þessi mál. Fram kemur í
frétt á vefnum að til að sam-
bandið geti aðstoðað umbjóðend-
ur sína sem best vanti upplýs-
ingar um kostnað við
dýralæknaþjónustu hér á landi
og eru kúabændur því hvattir til
að senda afrit af reikningum
vegna dýralækninga á liðnum
mánuðum til skrifstofu LK.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins blöskrar kúabændum
gríðarlegur kostnaður við dýra-
lækningar sem og mikil álagning
á lyf. Þá þykir aksturskostnaður
mikill, en dýralæknar taka hærri
taxta fyrir akstur en t.d. tíðkast
hjá ríkinu. Yfirleitt er malbikað
heim að hverjum bæ og greið leið
um Eyjafjörðinn allan en til er í
dæminu að dýralæknar taki
hærra gjald en svonefnt torfæru-
gjald er.
Málið er enn á umræðustigi en
það sem eyfirskir kúabændur
velta fyrir sér þessa dagana er að
stofna einkahlutafélag og ráða
t.d. nýútskrifaðan dýralækni til
starfa sem væri á launum hjá fé-
laginu.
Eyfirskir kúabændur og dýralækningar
Blöskrar gríðarlegur kostnaður
NAUSTAHVERFI byggist hratt
upp og þar má iðulega sjá iðn-
aðarmenn af ýmsu tagi á þönum.
Nýlega er búið að úthluta lóðum
undir 430 nýjar íbúðir í öðrum
skipulagsáfanga hverfisins, sem
liggur neðan við golfvöllinn. Bar-
ist var um lóðir undir einbýlishús,
92 sóttu um þær 17 lóðir sem til
ráðstöfunar voru, en dregið var
um hver fékk. Þá úthlutaði um-
hverfisráð lóðum undir rað- og
fjölbýlishús á fundi sínum í liðinni
viku.
Þannig má gera ráð fyrir að
áfram verði líflegt í þessu nýjasta
hverfi Akureyrar, en þessir tveir
knáu kappar voru í óða önn að
grafa fyrir lögnum þar í heldur
hryssingslegu veðri í gærmorgun.
Líflegt í Naustahverfi
Morgunblaðið/Margrét Þóra
LANDIÐ
Húsavík | Hún er að
verða ómissandi þáttur í
menningarlífi Húsvík-
inga Tónlistarveislan
sem haldin hefur verið í
bænum undanfarin ár.
Að þessu sinni voru það
dægurperlur Gunnars
Þórðarsonar sem urðu
fyrir valinu hjá tónlist-
arstjóra veislunnar,
Guðna Bragasyni. Veisl-
an var mjög vel sótt en
hún var haldin í tvígang
á Fosshótel Húsavík.
Af nógu er að taka
þegar lög Gunnars
Þórðarsonar eru valin til
flutnings og það sama
virðist hafa verið uppi á
teningnum þegar áður nefndur Guðni valdi með
sér húsvískt tónlistarfólk til að flytja þessar
perlur Gunnars. Hilmar Valur Gunnarsson,
kynnir veislunnar, sagði Guðna ótrúlega næm-
an á að finna flytjendur og endurnýjun á milli
ára jafnan nokkur. Þó eru gamlir hundar innan
um eins Sigurður Illugason. Þegar Hilmar Val-
ur kynnti hann á svið taldi hann ekki margar
uppákomur á sviði tón- og leiklistar á Húsavík
og nágrenni síðustu áratugi þar sem Sigurður
hefur ekki komið við sögu.
Þau sem sungu að þessu sinni voru bræð-
urnir Aðalsteinn og Unnsteinn Júlíussynir, Ína
Valgerður Pétursdóttir, Heiður Sif Heið-
arsdóttir, systurnar Bylgja og Harpa Stein-
grímsdætur, Sigurður Illugason og bræðurnir
Elvar og Guðni Bragasynir. Guðni var einnig í
hljómsveitinni ásamt þeim Bjarna Siguróla
Jakobssyni, Jóni Gunnari Stefánssyni, Ágústi
Guðmundssyni, Grétari Sigurðarsyni og Að-
aldælingnum Knúti Jónassyni. Um hljóð og ljós
sáu Kristján Halldórsson og Erling Þor-
grímsson.
Sungu lög Gunnars
Þórðarsonar
Efnileg söngkona Ína Valgerður Péturs-
dóttir er ung og efnileg söngkona og hún tók
þátt í Tónlistarveislunni í ár líkt og í fyrra.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sungu saman Bræðurnir Addi lögga og Unnsteinn læknir, eða Að-
alsteinn og Unnsteinn Júlíussynir, sungu lagið Við Reykjavíkurtjörn.
Blönduós | Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
fékk að gjöf fyrir skömmu kúnstbróderaða
mynd af Herðubreið eftir Guðríði B. Helgadótt-
ur í Austurhlíð í Blöndudal. Gjöfin er frá nokkr-
um velunnurum safnsins sem töldu vel við hæfi
að myndin væri varðveitt í heimabyggð og votta
um leið höfundi hennar virðingu og þökk.
Allir gefendur utan einn voru viðstaddir af-
hendinguna ásamt stjórn safnsins og höfundi
verksins. Guðrún Jónsdóttir ættuð frá Bjarg-
húsum afhenti myndina og lýsti yfir mikilli
ánægju hvernig til hefði tekist með uppbygg-
ingu Heimilisiðnaðarsafnsins. Smekkvísi og al-
úð einkennir safnið og vitnar um menningarlega
reisn, sagði Guðrún. Elín Sigurðardóttir for-
stöðumaður safnsins þakkaði gjöfina og þann
hlýhug sem á bak við byggi. Fleiri tóku til máls
og var að heyra algeran samhljóm með orðum
Guðrúnar Jónsdóttur. Að lokum var gestum
boðið upp á kaffiveitingar og safnið skoðað.
Gefendur eru Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson frá
Hvammstanga, Guðrún Jónsdóttir frá Bjarg-
húsum, Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyrum, Guð-
rún Sveinbjörnsdóttir frá Hnausum, Halldór
Hlífar Árnason frá Eyjarkoti, Ingibjörg Sólveig
Kolka Bergsteinsdóttir frá Blönduósi, Jakob
Þorsteinsson frá Geithömrum, Svava Svein-
björnsdóttir frá Hnausum, Þorsteinn Jón-
mundsson frá Auðkúlu og Ægir Fr. Sigurgeirs-
son frá Blönduósi.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
Velunnarar færa safninu gjöf
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Góðar gjafir Lengst til vinstri er listakonan Guðríður B. Helgadóttir í Austurhlíð, þá Guðrún
Jónsdóttir arkitekt, Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður heimilisiðnarsafnsins, er þriðja frá
vinstri og lengst til hægri er önnur Guðrún Jónsdóttir.