Morgunblaðið - 16.08.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.08.2005, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF INNI í skúrnum er mikið af fal- legum glerlistamunum; bakkar, kertastjakar, skartgripir og annað skraut. Sigríður byrjaði í glerinu fyrir um fimmtán árum og dró Ólöfu með sér í það nokkrum árum seinna. En af hverju byrjaði Sigríður á þessu? „Ég kynntist glerlistinni þegar ég fór í Kennaraháskólann, í framhaldsnám í myndmenntadeild- inni. Ég er grunnskólakennari og hef kennt glerlist, svo var þetta bara svo spennandi og gaman að geta unnið í þessu sjálf líka. Ég hef einnig farið á glerlist- arnámskeið til Jónasar Braga,“ segir Sigríður. Þær fundu báðar strax að þetta var eitthvað sem höfðaði til þeirra. „Það er mjög gefandi að búa til og skapa sjálf,“ segir Ólöf. Það var búinn að vera draumur hjá þeim að koma sér upp aðstöðu fyrir listsköpunina og svo fyrir um ári síðan gerðu þær upp skúr- inn, sem þær vinna nú í, og stendur á lóðinni hjá Ólöfu. Að sögn Ólafar þá finnst þeim gaman að vinna með gler því að það er nátt- úrulegt efni sem auðvelt er að vinna með og það þarf ekki mikla aðstöðu í kringum sig til þess. „Það er gaman að sjá hvernig svona hart gler getur orðið mjúkt og mótanlegt. Möguleikarnir sem efnið gefur okkur eru miklir,“ segir Sigríður. Ólöf segir glerið líka spennandi. „Þetta er lifandi efni og maður sér ekki endilega á glerplöt- unni hvernig hún er sett saman og þá getur gerst ýmislegt óvænt í ofninum og hlutirnir verða aldrei eins.“ Byrjuðu í körfugerð Þær stöllur hafa selt svolítið af hönnun sinni í heimakynningum og beint úr skúrnum. „En við erum bara að þreifa fyrir okkur ennþá og sjá hvort þetta geti orðið stærri hluti af okkar vinnu.“ Það er vinsælt hér á landi að vinna með gler og hafa þær stundum boðið vinkon- um og vinum til sín í skúrinn til að smita þau af áhuganum. „Við höldum gler- kvöld frekar en saumaklúbb, því það geta allir skapað úr glerinu.“ Þær voru svo heppnar að fá lítinn ofn, sem var búið að afskrifa, til að hita glerið sitt í. „Glerið er þrjá til fjóra tíma að hitna í ofninum en lengur að kólna svo við getum ekki unnið hérna nema annan hvern dag. Annars erum við ekkert mikið í þessu á sumrin, þá stundum við önnur áhugamál, en á veturna gefum við glerinu meiri tíma.“ En hafa þær báðar alltaf verið svona mikið fyrir handavinnu og sköpun? „Við kenndum saman í Seljaskóla í mörg ár og Sigga var driffjöðrin þar í að kenna okkur alls konar handavinnu. Hún er listamaðurinn en ég er handverkskonan,“ segir Ólöf. Sigríður segir að þær hafi byrjað í þessu saman með því að fara á tága- og vírnámskeið og lært að flétta körfur. Öll hannyrðavinna heillar þær. „Þetta er eitthvað sem maður er sjálfur að gera, maður þarf ekki að fara eftir öðrum og getur leyft huganum að reika,“ seg- ir Ólöf. Heldur þeim ungum Þær viðurkenna ekki að gler- listin taki allan þeirra tíma. „Þetta fyllir upp í frítímann,“ segir Ólöf og þær virðast hafa nóg að gera. Í haust ætlar Sigríður í meistaranám í uppeldis- og kennslufræðum en Ólöf kennir á starfsbraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. „Við erum dálítið nýjungagjarn- ar,“ segir Sigríður um leið og hún dregur fram fallegan bakka úr brúnu gleri sem er nokkuð skraut- legur og skemmtilegur. „Svona áhugamál heldur manni ungum,“ bætir hún við. „Maður verður stanslaust að vera ferskur og passa að festast ekki í hjólfari. Að vinna með opnum huga og þora að prófa nýja hluti,“ segir Ólöf. Aðspurð segir Sigríður ættingja og vini ekkert vera orðna leiða á þessum fönduráhuga í þeim. „Fólk verður alltaf svo ánægt með að fá eitthvað skemmtilegt og heima- tilbúið í gjöf frá okkur,“ segja þess- ar hressu konur að lokum og bæta við að þær séu með mikið af hug- myndum sem þær eigi eftir að koma í verk.  ÁHUGAMÁL|Sigríður og Ólöf eru skapandi glerlistakonur Ferskar og frjóar á Freyjugötunni Þær eru hressar konurnar í skúrnum á Freyjugöt- unni. Skúrinn er lítill, hvítur og sætur og inni í hon- um er ekki mikið pláss. Samt er hann griðastaður Sigríðar Kristjánsdóttur og Ólafar Arngrímsdóttur sem kynntu Ingveldi Geirsdóttur þar glerlistina sem er þeirra áhugamál. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sigríður og Ólöf vilja ekki festast í neinu hjólfari og láta því hugmyndaflugið ráða í glerlistagerðinni. Hér standa þær með eigin hönnun, blómavasa og ólífubakka, við glerbræðsluofninn. ingveldur@mbl.is AÐ vera metrósex- úal er ekki lengur töff. Nú er kominn tími „übersexúal“, eða ofursexúal, mannsins. Þetta kemur fram í nýrri bók „The future of men“ eða „Framtíð karlmannanna“ sem fjallað er um á vefsíðu Daily Tele- graph. Höfundur bókarinnar er Marian Salzman og átti hún þátt í því að koma frasanum „metrósexúal“ á kortið árið 2003. Metró-maðurinn hefur ekki alveg staðið undir væntingum, þó hann noti raka- krem og sé næmur á tilfinningar. Skilgreiningin á metrósexúal- manninum hefur verið að hann hugsi um stíl og klæðaburð sinn með alúð, sé næmur og menning- arlega sinnaður. Þetta mun hafa gengið of langt, að mati Salzman þar sem sumir karlmenn eru orðnir óþolandi af því að þeir tala óhóflega mikið um hvernig þeim líður og taki mun lengri tíma í að hafa sig til en konurnar gera. Í stað þess að vera næmir á tilfinningar kvennanna sem hafa hvatt til metrósexúalismans, er metró-maðurinn orðinn alltof upptekinn af sjálfum sér og sín- um eigin sálarkvölum. Hér hefur næmi fyrir samferðamönnunum breyst í viðkvæmni fyrir útliti og sjálfselsku. Ef einhver fer of oft í húðhreinsun er þar væntanlega á ferðinni maður sem horfir oftar í spegil en hann sýnir öðrum áhuga. Lausnin er að gerast übersex- úal. Übersexúal karlmenn eru karlmannlegri en metró-vinir þeirra, en samtvinna það þó við kvenlega eig- inleika. Þeir eru sam- vinnufúsir, vilja sinna uppeldinu og eiga auðvelt með tjáskipti ásamt því að vera hraustir, heið- arlegir og sjálfsöruggir (án þess þó að verða hrokafullir). Über- maðurinn er meira upp- tekinn af samböndum við aðra en hann er af sjálf- um sér, hann er ekki sjálfhverfur eða of losta- fullur og bestu vinir hans eru karlmenn. Salzman tekur tvö dæmi af þekktum karl- mönnum sem gætu talist übersexual. Annar þeirra er sjarmörinn George Clooney og hinn er ríkasti fasteignafrömuður heims, Donald Trump. Reyndar á blaðamaður Daily Telegraph erf- itt með að sjá hvað þeir eiga sam- eiginlegt, nema jú að vera for- ríkir. Hvað sem því líður virðist vera að ef karlmenn reyna um of að líkjast konum, munu konur gleyma hvaða tilgangi þeir þjóna og því sé nú kominn tími fyrir karlmenn að verða aftur pínulítið karlmannlegri.  KARLMENN | Metrósexúal-maðurinn víkur fyrir þeim übersexúal Metró-menn of uppteknir af sjálfum sér Þeir Donald Trump og George Clooney eiga fátt sameig- inlegt við fyrstu sýn nema jú að vera ríkir. Reuters KRYDDKRUKKA úti í búð sem inniheldur krydd sem heitir kan- ill, inniheldur ekki endilega kanil. Því ýmislegt annað krydd en raunverulegur kanill, er kallað kanill. Á vef Washington Post spyr Bandaríkjamaður hvers hann sé að fara á mis, því hann hafi lesið grein um það að í Bandaríkjunum sé sjaldnast notaður „alvöru“ kanill en í Evrópu sé hann aftur á móti nánast und- antekningalaust „ekta“. Svörin sem hann fær við því hvort til séu ólíkar tegundir af kanil, eru á þá lund að hann sé ekki einn um að vera dálít- ið ringl- aður og óviss um hvað sé kanill og hvað sé ekki kanill, því þeir sem höndli með krydd hafi um aldir selt mis- munandi vörur undir nafninu kanill. Eins hafi hinum ýmsu jurtategundum verið gefin ný nöfn í nýjum flokkunarkerfum. En það sem veldur grundvall- armisskilningi er þegar fólk rugl- ar saman raunverulegum kanil (Cinnamon) og cassiu, sem er af sömu ættkvísl – Cinnamomum. Alvöru kanill er börkur kaniltrés sem vex í Sri Lanka og algeng- ustu kaniltegundirnar heita Cinnamomum verum (hinn eini sanni kanill) og Cinnamon zeyl- anicum (Ceylon kanill). Á meg- inlandi Evrópu og í Bretlandi er heitið kanill aðeins notað yfir þessar tegundir, en í Bandaríkj- unum nær kanil- nafngiftin einnig til cassiu af Cinnamom- um ættkvísl- inni og sama er að segja um ódýrar kínverskar og indónes- ískar tegundir cassiu, sem heita hinum ýmsu nöfnum. Því er vert að hafa í huga þegar til stendur að kaupa krydd í stór- markaði í Bandaríkjunum að þar hefur hagfræðin víða bolað hin- um dýrari, bragðbetri og raun- verulega kanil að mestu út úr kryddhillunum, og þá er það sem heitir kanill að öllum líkindum cassía.  MATUR Kanill og cassía er ekki það sama Morgunblaðið/Golli Alvöru kanill er krydd úr berki kaniltrés.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.