Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 21

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 21 DAGLEGT LÍF Opið mán. - fös. 8-18, lau. 10-17 og sun. 13-17 Verð frá 94.900 kr. 10.000 kr. inneign fylgir hverri fartölvu Sími 515 5170 • www.oddi.is Gerðu gott með góðri Verslun Odda • Borgartúni 29 Nemendur í Mennta-skólanum við Hamrahlíðeiga nú kost á að kynnasér kvikmyndir Walt Disney í sérstökum áfanga sem kenndur verður í fyrsta sinn í vetur. Hugmyndin að slíkum áfanga kvikn- aði þegar Klara Kristín Arndal enskukennari horfði á Dúmbó í 18. skiptið með litla syni sínum. „Ég fór að hugsa hvað mikið væri til af kvikmyndaperlum frá Disney,“ sagði Klara. „Út frá því kviknaði hugmyndin um að kynna þessar myndir og Disney sjálfan fyrir nem- endum í enskutímum. Ég bar þetta undir deildarstjórann minn í MH í vor sem tók þessu vel. Við ákváðum að bjóða upp á áfanga sem fjallar um gamla efnið frá Disney, eða frá því að hann byrjaði að gera teiknimyndir til 1966 er hann lést, ævi hans sjálfs og hvernig fyrirtækið þróaðist. Við- brögðin voru ótrúleg því tæplega 90 manns skráðu sig í kúrsinn og verður því kennt í þremur stórum hópum.“ Teiknimyndirnar sýndar í alvöru bíói Til þess að teiknimyndirnar njóti sín sem skyldi var samið við SAM- bíóin um að sýna myndirnar á stóru tjaldi. Klara segir líklegt að þetta unga fólk hafi einungis séð mynd- irnar af myndbandi á sjónvarpsskjá. En hvernig fer námið fram? „Ég ætla að taka fyrir nokkuð mörg atriði í þessum áfanga og fara vítt og breitt yfir sviðið,“ sagði Klara. „Fyrst ætla ég að tala um Walt Disney, ævi hans og hvernig fyrirtækið byrjaði. Ég fjalla líka um teiknarana hans, en hann teiknaði fæstar persónur Disney sjálfur þótt hugmyndirnar komi frá honum. Hann hafði marga mjög færa teikn- ara á sínum snærum sem hann hampaði ekki mikið. Þá er saga Bandaríkjanna á þessu tímabili tekin fyrir og til dæmis fjallað um krepp- una og hvernig hún kemur fram í teiknimyndunum. Mikki mús verður skoðaður sér- staklega, en hann varð til árið 1928 og varð fyrsta persóna Disneys sem sló verulega í gegn, en hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Þá verður fjallað um Andrés önd og Plútó sér- staklega og skoðaðar þær breytingar sem urðu á þeim, auk fleiri þekktra persóna. Teiknimyndirnar verða síðan greindar og skoðað hvernig þær sýna þjóðfélagið, hjónabönd, kynlíf og kynþáttafordóma svo eitthvað sé nefnt.“ „Margar teiknimyndir Disneys eru byggðar á ævintýrum. Ólíkt því sem margt ungt fólk heldur, en það hefur komið í ljós að sumir halda að Disney hafi fundið upp söguna um Bamba, Mjallhvíti, Þyrnirós og Öskubusku. Þess vegna munu nemendurnir lesa Grimmsævintýrin og bera þau saman við myndirnar. Ævintýrin sjálf eru mun grimmi- legri en myndirnar sem allar eru með ekta Hollywood endi. Í dái eða sofandi ganga þær í augun á prinsinum Hlutverk kvenna er líka mjög athyglisvert í þessum myndum. Til þess að þær gangi út þurfa stúlkurnar helst að vera í dái eða sofandi eða mjög hlut- lausar. Þetta munum við skoða út frá feminískum sjónarhóli.“ Klara er menntuð í kynjafræði og segist ein- mitt þess vegna ætla að passa sig á að dvelja ekki of lengi við þetta atriði eða sökkva sér of mikið ofan í fem- ínískar pælingar. „Farið verður sérstaklega yfir æv- intýrið um Gosa og nemendurnir munu lesa það og bera saman við myndina. Sagan og myndin eru mjög ólíkar því Gosi var í sögunni illa inn- rættur, óþekkur strákur sem valdi rangt og gerði mörgum illt. Í mynd- inni er engisprettan látin vera sam- viskan hans og Gosi gerður að hálf- gerðu fórnarlambi. Tónlistin í Disney-myndunum er takast á við verk- efnið. Ég ákvað að taka til að byrja með aðeins ákveðið tímabil sem nær yfir ævi Walt Disneys og skoða hvernig mynd- irnar breytast. Í lok áfangans ætla ég að leyfa nemendunum að setja nafn á uppáhalds Disney-myndinni sinni í pott og skoða þær, en ég býst við að það verði nýrri myndir. Walt Disney var sérstakur maður og ekki algóður þó margir virðast halda það. Hann var náðaður af McCarty á sínum tíma og er talið að það hafi meðal annars verið vegna þess að hann benti á fólk úr hópi starfsmanna sinna sem hann taldi vera kommúnista. Hann vann líka við að gera áróðursmyndir fyrir Bandaríkin í seinni heimsstyrjöld- inni, teiknimyndir þar sem gert var lítið úr Japönum og Þjóðverjum og einnig myndir þar sem Bandaríkja- menn voru hvattir til að ganga í her- inn. En mér finnst nauðsynlegt að skoða ekki bara teiknimyndirnar heldur bakgrunn þeirra og umhverfi og manninn og fyrirtækið á bak við þær. Gerðar verða miklar kröfur til nemendanna í þessum áfanga. Þetta verða ekki bara bíóferðir, popp og kók.“ Dúmbó kveikjan að Disney-áfanga í MH Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Reuters Walt Disney með músina frægu, Mikka, í fanginu. „Eftir því sem ég best veit er þetta í fyrsta sinn sem farið er í Disney-myndirnar með þessum hætti í skóla hér á landi og ég hlakka mikið til að takast á við verkefnið,“ segir Klara Kristín Arn- aldsdóttir sem kennir Disney-áfanga í MH í haust.  MENNTUN yndisleg og tvær kennslustundir munu fara í að hlusta á hana og njóta. Ef nemendurnir sofna fá þeir hins vegar fjarvist!“ Þar sem teiknimyndin um Dúmbó var kveikjan að þessu öllu saman finnst Klöru nauðsynlegt að skoða hana vel. Í henni er gert grín að mannlegu eðli sem fært er yfir á fíla og þar koma fram bæði einelti og kynþáttafordómar. Ekki bara popp og kók „Eftir því sem ég best veit er þetta í fyrsta sinn sem farið er í Disney- myndirnar með þessum hætti í skóla hér á landi og ég hlakka mikið til að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.