Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Skákfélagið Hrókurinn varhrókur alls fagnaðar ígrænlenska bænum Tasiil-aq um helgina. Tasiilaq er
stærsti bær á Austur-Grænlandi en
þar búa 1600 manns. Hróksliðar
höfðu breytt félagsheimili bæjarins
í skákhöll og blésu til Grænlands-
mótsins 2005 á laugardag og sunnu-
dag. Heimamenn á öllum aldri
mættu á svæðið og tefldu við sendi-
nefnd Hróksins; Íslendinga, Dana,
Færeying og Namibíumann.
Hrókurinn vinnur sem kunnugt
er að útbreiðslu skáklistarinnar á
Grænlandi og víðar. Grænlands-
mótið var hápunktur skákhátíðar
sem staðið hefur í Tasillaq síðan í
byrjun síðustu viku.
Tók hann eftir í
dönskutímum?
Össur Skarphéðinsson alþing-
ismaður og félagi í Hróknum núm-
er 125, hélt ræðu við setningu móts-
ins og benti meðal annars á að
skákin hæfi sig yfir tungumál.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
reyni að halda ræðu á dönsku og ég
geri það á gömlu mennta-
skóladönskunni minni,“ sagði Öss-
ur kampakátur.
Beðið var með að setja mótið
þangað til seinustu Íslendingarnir
voru komnir í hús í Tasiilaq. Átján
manna hópur varð að snúa við á
föstudag sökum þoku, eftir að hafa
flogið alveg upp að Grænlands-
ströndum. Fólkinu tókst að komast
frá Reykjavíkurflugvelli um hádeg-
isbil á laugardag.
Róbert Harðarson
með fullt hús stiga
Kristín Jónasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla, lék
fyrsta leik mótsins og síðan voru
tefldar atskákir með 15 mínútna
umhugsunartíma, alls fjórar um-
ferðir. Seinni keppnisdaginn voru
umferðirnar sex og umhugs-
unartími 7 mínútur. Róbert Harð-
arson vann flokk fullorðinna glæsi-
lega, með fullt hús stiga eða tíu
vinninga af tíu mögulegum. Hann
skákaði þar með danska stórmeist-
aranum Henrik Danielsen sem
þótti sigurstranglegur. Stigahæst
íslenskra barna var Hörður Aron
Hauksson með 7 vinninga. Sá frá-
bæri árangur fleytti honum upp í
5-7. sæti í flokki fullorðinna og fékk
Hörður Aron verðlaun í bá
flokkum.
Heimamenn sem blaðam
ræddi við voru ánægðir me
tak Hróksins. Margir bent
Tasiilaq væri lítið við að ve
væri gott og gaman fyrir b
linga og raunar alla, að tefl
in væri auk þess hvorki dýr
in í útfærslu, allt sem þyrft
taflborð og menn.
Hrókur alls fagn
Tasiilaq á Grænl
Hrund Hauksdóttir, 9 ára stúlka frá Íslandi, spáir í spilin.
Áhugi heimafólks á skákmótinu var mikill og áhorfendur margir
Ljósmynd/Kristian
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
JÖKULL Máni Kjartansson tefldi
á Grænlandsmótinu 2005 með
lukkudýr í vasanum, lítinn sel sem
honum hafði hlotnast að gjöf.
Fyrri mótsdaginn kallaði Máni sel-
inn Lilla en breytti um nafn dag-
inn eftir. „Mér fannst Lilli ekki al-
veg nógu gott. Núna heitir hann
Snorri eftir einni bók sem heitir
Selurinn Snorri,“ sagði Máni að-
spurður. Hann hefur teflt í tvö ár
og segir pabba sinn hafa kennt sér
mannganginn.
„Það er gaman að vera á Græn-
landi og skrýtið að sjá ísjakana í
sjónum. Við komum með þyrlu frá
flugvellinum og hún fór stundum
næstum því á hlið. Þegar við flug-
um sá ég til dæmis fjöll og svolítið
af snjó,“ sagði Máni og bætti við að
hann hefði einnig séð dálítið annað
en myndi ekki alveg hvað það héti.
Eftir smáumhugsunarfrest kom
orðið: „Það voru svona kletta-
drangar.“
Mána finnst fallegt á Austur-
Grænlandi og segir það öðruvísi
en Ísland. „Húsin eru öðruvísi og
miklu litríkari. Það eru skrýtnir
strompar hérna. Ég sá villihunda
sem má ekki tala við því einn og
einn getur verið laus. Ég var samt
ekki hræddur við þá. Það eru líka
öðruvísi þök hérna og svolítið
kalt,“ sagði hann. Hann sagði að
sér hefði þótt gaman að taka þátt í
mótinu og lagði áherslu á að í
skákinni ætti alltaf að reyna að
leika öflugasta leikinn hverju
sinni.
Ljósmynd/Kristian Guttesen
Jökull Máni tefldi með lukkusel í vasanum. Hann var ánægður með mótið
og veruna á Grænlandi, en fannst stromparnir á húsunum skrýtnir.
Máni og selurinn Snorri
MIKISULUK Motzfel
var stigahæstur græ
barna á mótinu. Hann
gamall og hefur teflt í t
„Það er gaman að te
ur þarf að hugsa miki
vinir mínir tefla líka og
kenna fleirum,“ sagði M
ánægður þegar sigurin
höfn. Hann spilar ein
bolta og fer stundum út
veiða með vinum sínum
skyldu. Nokkrum sinnu
Mikisuluk Motzfeldt Ols
Grænlandi eftir glæsile
„Mað
hug
VIGDÍS OG TUNGUMÁLIN
Í þau sextán ár, sem Vigdís Finn-bogadóttir gegndi embætti for-seta Íslands, tók hún ævinlega
málstað íslenzkrar tungu, hvatti til
varðveizlu hennar og ræktar. Tutt-
ugu og fimm árum eftir að hún tók
við embætti forseta er Vigdís enn í
hópi ötulustu baráttumanna fyrir vel-
ferð tungumálsins.
Í ræðu sinni á Hólahátíð á sunnu-
dag sagði Vigdís að fullyrða mætti að
það væri eins og að Íslendingar, sem
bera ábyrgð á tungunni, væru að
glata árvekni sinni. Hún sagðist ekki
hafa áhyggjur af tökuorðum í íslenzk-
unni, þau hefðu sinn gang og gætu
aðlagazt íslenzku beygingarformi ef
þau næðu að festa rætur. Vigdís
sagðist hins vegar hafa áhyggjur af
nýjum áhrifum enskunnar í setning-
um og notkun óþarfra aukasagna til
að styðja við sagnir. Hún tók dæmi af
setningum, sem því miður eru al-
gengar í máli margra, t.d. „ég er ekki
að skilja það – það var boðið mér í
veizlu – þeir voru að spila vel í gær.“
Vigdís tók svipuð dæmi í viðtali við
Morgunblaðið um helgina og benti á
að þetta væru setningar, þar sem öll
orðin væru íslenzk en setningin eins
og þýdd úr ensku.
Í ræðunni á Hólum benti Vigdís
ennfremur á að fjöldinn allur af orða-
tiltækjum væri að glatast úr hugum
fólks, „orðatiltæki sem eru svo
undurfalleg og lýsandi fyrir íslenska
tungu. Eða þá að það er farið svo vit-
laust með þau því ungt fólk fær ekki
þjálfun í að skilja þau.“
Niðurstaða Vigdísar var að aðkall-
andi væri að efla vitund um mikil-
vægi þess að varðveita íslenzkt mál
og efla íslenzkukennslu í skólum.
Jafnframt þyrfti að efla vitund for-
eldra um að lykill að sjálfsöryggi
barna þeirra í framtíðinni væri að
geta komið vel fyrir sig orði á því
máli, sem væri opinbert mál í land-
inu.
Full ástæða er til að taka mark á
þessum ábendingum fyrrverandi for-
seta Íslands. Einu sinni stóð baráttan
fyrir verndun íslenzkunnar ekki sízt
við útlendar slettur. Nú felast hin er-
lendu áhrif jafnvel frekar í því að
orðaröð og setningaskipan verður
framandleg, eins og Vigdís bendir á.
Það er enn snúnara að berjast gegn
þessum áhrifum en slettunum – og
enn meiri þörf á að halda vöku sinni.
Sama má segja um orðatiltækin, sem
Vigdís telur að séu að hverfa úr mál-
inu eða afbakast. Full ástæða er til að
leggja sérstaka áherzlu á að kenna
börnum að nota og skilja orðtök, ekki
sízt vegna þess að slík kennsla er til
þess fallin að dýpka skilning á þeirri
menningu og lífsháttum, sem bjuggu
þessi orðtök til. Hvað liggur til dæm-
is að baki orðatiltækinu að skera
hrúta? Vita þeir, sem á annað borð
vita hvað það þýðir – þ.e. að hrjóta –
að orðtakið kemur frá korrinu þegar
hrútur er skorinn á háls? Tækifærin
til að tvinna saman kennslu í sögu,
samfélagsfræðum og íslenzku liggja
raunar í augum uppi.
Vigdís Finnbogadóttir hefur alla
tíð lagt áherzlu á að varðveizla ís-
lenzkrar tungu sé forsenda þess að
Íslendingar haldi áfram að vera þjóð.
En hún hefur líka lagt áherzlu á að
Íslendingum beri skylda til að varð-
veita tungumál sitt og menningu í
þágu fjölbreyttrar heimsmenningar.
Vigdís bendir í Morgunblaðsviðtalinu
á að talið sé að tungumál í heiminum
séu nú um 6.500 talsins, en um helm-
ingur þeirra sé í útrýmingarhættu.
Hún starfar nú á vegum UNESCO,
menningarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, að skráningu og varðveizlu
tungumála. Hugmynd Vigdísar, um
að rannsóknastofnunin í erlendum
tungumálum við Háskóla Íslands,
sem við hana er kennd, geti orðið al-
þjóðleg miðstöð tungumála, er allrar
athygli verð. Ef hún verður að veru-
leika, gæti það bæði stuðlað að því að
efla tungumálakennslu hér á landi og
vitund Íslendinga um mikilvægi eigin
tungumáls. Því að eins og Vigdís
bendir á í viðtalinu er tungumálanám
engin ógnun við okkar eigin menn-
ingu. „[Þ]ekking á tungumálum eyk-
ur skilning á heiminum og sannleik-
urinn er sá, að til þess að skynja eigið
tungumál er ekkert betra en að læra
önnur. Og ekki bara eitt tungumál,
eins og enskuna, heldur önnur til
hliðsjónar,“ segir Vigdís.
Einnig í þessu efni er full ástæða
til að hlusta á það, sem Vigdís Finn-
bogadóttir hefur fram að færa.
ÖRYGGI Í FLUGI
Flugslysið á Grikklandi á sunnu-dag er hryggilegur atburður og
vekur fólk jafnframt til alvarlegrar
umhugsunar um öryggi í farþega-
flugi. Boeing 737-þota kýpverska
flugfélagsins Helios Airways var á
leið frá Larnaka á Kýpur til Aþenu
þegar hún hrapaði. 121 maður var um
borð, þar á meðal 14 börn undir 19
ára aldri, og lifði enginn þeirra slysið
af.
Erfitt er að átta sig á því hvað
gerðist um borð í vélinni, en leitt hef-
ur verið getum að því að í henni hafi
orðið skyndilegt loftþrýstingsfall með
þeim afleiðingum að flugmenn vél-
arinnar hafi misst meðvitund. Vélin
hafi síðan flogið stjórnlaust í nokkurn
tíma á meðan snöggkólnaði inni í
henni.
Nú mun fara fram rækileg rann-
sókn á slysinu og verða meðal annars
kannaðar frásagnir og fréttir af
vandamálum hjá vélum flugfélagsins
og þar á meðal vélinni, sem fórst.
Stjórnendur flugfélagsins fullyrða að
hvergi hafi verið farið fram hjá ör-
yggisreglum.
Ástand flugvéla er hvorki einkamál
flugfélaga né einstakra landa. Far-
þegar eiga heimtingu á því að fyllstu
öryggiskröfur séu virtar án undan-
tekninga hvar sem þeir eru á ferð-
inni. Þegar mannslíf eru í húfi verður
ekki við annað unað. Þessi krafa kann
að stangast á við kröfur um stundvísi
og þægindi, en fyrir því hlýtur að
vera skilningur hjá farþegum þegar
öryggi þeirra er annars vegar.
Lýst hefur verið yfir þriggja daga
þjóðarsorg á Kýpur. Á næstu dögum
má búast við að margt muni skýrast
um orsakir harmleiksins um borð í
farþegaþotunni. Vonandi verður hægt
að nýta þær upplýsingar til að auka
öryggi í háloftunum.