Morgunblaðið - 16.08.2005, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIÐ undirritaðir, íbúar við Suð-
urgötu í Reykjavík, höfum sent
borgarráði Reykjavíkur og borg-
arstjóra bréf vegna breytinga á
leiðakerfi Strætó bs. sem nýlega
hafa verið gerðar. Eftir breytinguna
hagar svo til að um Suðurgötuna
fara nú að meðaltali 414 stræt-
isvagnar dag hvern, eða einn vagn á
2,5 mínútna fresti.
Í þessu sambandi má geta þess að
ekki er langt síðan Suðurgatan var
mjókkuð og settar í hana hraða-
hindranir, enda var ráðgert að fella
niður umferð strætisvagna um hana.
Við höfum því beint þeirri ósk til
borgarráðs og borgarstjóra að því
ónæði, mengun og lífsgæðaskerð-
ingu sem hlýst af þessum stræt-
isvagnaferðum verði jafnan niður á
fleiri en íbúa Suðurgötu.
F.h. íbúa og/eða húseigenda,
ANNA KRISTÍN
TRAUSTADÓTTIR,
GUÐJÓN MAGNÚSSON,
Suðurgötu 7,
Reykjavík.
414 strætisvagnar
Frá 44 íbúum við Suðurgötu:
HINIR nafnlausu refsivendir D-
listans á Morgunblaðinu skjóta
fast þessa dagana og er langt síð-
an hægt var að tala um málefna-
legar umvandanir.
Reykjavíkurlistinn
verður undantekn-
ingalaust fyrir fall-
byssukúlum Stak-
steina, leiðara og
Reykjavíkurbréfa.
Þessar árásir eiga sér
áralanga sögu á síð-
um Morgunblaðsins
enda óumdeilt að þeg-
ar skórinn kreppir
hjá D-listanum kemur
Mogginn til hjálpar.
Í leiðara Morg-
unblaðsins 11. ágúst
sl. tætir höfundur tillögur eign-
aðar Vinstri grænum í sig og talar
um auknar skattbyrðar á borg-
arana. Tillögurnar sneru að lýð-
ræðislegum stjórnunarháttum og
m.a. að embætti tveggja varaborg-
arstjóra yrði sett á laggirnar.
Morgunblaðið tók aðeins hlutann
um varaborgarstjórana út en leit
ekki yfir hina 20 punktana sem
settir voru fram jafnhliða. Þetta
er ömurleg blaðamennska og af-
hjúpar enn og aftur hversu sterk
tengsl Morgunblaðsins við D-
listann eru raunverulega.
Þetta er einkar hlálegt í því
ljósi að við þurfum jafnhliða að
sitja undir blammeringum eins af
eigendum Morgunblaðsins Björns
Bjarnasonar. Hann kemur reglu-
lega í svörtum ramma, í miðopnu
eða á síðu 2 með yfirlýsingar að
hættulegast af öllu séu Baugstíð-
indi.
D-listinn stjórnaði
borginni svo áratug-
um skipti í skjóli hlið-
hollra embættismanna
og klíkuskapar. Íbúð-
um, lóðum, leik-
skólaplássum og at-
vinnu var útdeilt út
frá stjórnmálaskoð-
unum og tengslum við
menn. Allan þann
tíma studdi Morg-
unblaðið D-listann og
réðst með hörku á
málefnalega gagnrýni
á þessa úreltu austur-þýsku
stjórnunarhætti. Sprungan hjá
Rauðavatni er dæmi sem við get-
um hlegið að í dag en á þeim tíma
kostuðu árásir m.a. Morgunblaðs-
ins vegna þessa máls meirihluta
félagshyggjunnar. Í dag stendur
nýja Morgunblaðshöllin mitt ofan
á þessari stórhættulegu sprungu.
Morgunblaðið og vinir þess í D-
listanum réðust einnig með fullri
hörku gegn öllum tilraunum fé-
lagshyggjuaflanna til að koma hér
á lýðræðislegum stjórnunarhátt-
um. Fjölgun borgarfulltrúa í 21
var kölluð aftur eftir kosningarnar
1982 og í stað raunverulegs ávinn-
ings af slíku fyrirkomulagi gargaði
Mogginn líkt og nú: „Pen-
ingaaustur, þjófnaður, skattaborg-
ararnir blæða.“ Hvað leiðir fjölgun
borgarfulltrúa úr 15 í 21 af sér?
Hún leiðir af sér fjölbreytni –
fleiri raddir komast að í borg-
arstjórn og raunveruleg dreifing
valds á sér stað – svo ekki sé talað
um ef varaborgarstjórarnir flytu
með. Hvernig stendur á því að 11
menn stjórna Kópavogi fyrst 15
eru feikinóg í Reykjavík sem er
nærri því fjórum sinnum stærri?
Í landi þar sem pólitísk umræða
og fréttaskýringar í fjölmiðlum
detta á slíkt plan sem Mogginn
ástundar er ekki skynsamlegt að
koma með hugmyndir eins og
þessar. Þær verða alltaf gerðar
tortryggilegar og njóta ekki sann-
mælis. Til þess eru tengslin við
gömlu D-listaklíkuna of sterk.
Fjölmiðlun í landinu er á háska-
legum slóðum. Raddirnar eru
miklum mun einsleitari en áður og
eignatengslin hættuleg. Árvak-
ursmenn eru þar alls ekki und-
anskildir með hundana sína.
Rauðavatnssprungan
enn og aftur
Grímur Atlason fjallar
um Morgunblaðið ’Fjölmiðlun í landinu erá háskalegum slóðum. ‘
Grímur Atlason
Höfundur er stjórnarmaður í VGR.
ÍSLENSK vötn eru einhverjar feg-
urstu náttúruperlur landsins. Ynd-
islegt er að heyra kvak himbrimans,
lómsins og álftarinnar langar leiðir,
róa litlum árabát út á vatnið og njóta
kyrrðarinnar. Undanfarin ár hef eg
ásamt fjölskyldu, ættingjum og vin-
um átt ómældar ánægjustundir á
Skorradalsvatni í Borgarfirði.
En tvennt truflar mig :
Annars vegar flöktar vatns-
yfirborðið allt of mikið vegna starf-
semi Andakílsárvirkjunar. Er lífríki
vatnsins meira og minna í rugli. Það
er nú með öllu óskiljanlegt að svona
lítil vatnsaflsvirkjun þurfi svona
miklar breytingar á vatnsyfirborð-
inu. Nauðsynlegt er að náttúra
Skorradalsvatns verði rannsökuð
nákvæmlega af fræðimönnum til að
fá betri upplýsingar og fá tillögur
þeirra hvað og hvernig bæta megi.
Hins vegar er það vaxandi umferð
vélknúinna farartækja á vatninu. Á
dögunum rakst eg á nýuppsett skilti
við Skorradalsveg í Hvammslandi
þar sem vegfarendur eru hvattir að
taka með sér bækling og kynna sér
hraðbáta af ýmsu tagi. Mig rak í
rogastans. Á boðstólum er m.a.
hraðbátur með 640 hestafla Volvo
penta vél sem getur komið bát þess-
um á ógnarhraða. Eldsneytistank-
urinn rúmar á fimmta hundrað lítra!
Þarna er kjörið tækifæri fyrir
þann sem vekja vill athygli á fífl-
dirfsku sinni að taka nánast heilt
vatn í gíslingu, trufla allt fuglalíf
þess og stofna jafnvel mannslífum í
hættu. Ekki sé minnst á hugsanlega
handvömm að „missa“ 400 lítra af
bensíni um allt vatnið með glanna-
legu framferði sínu. Því miður eru
Íslendingar þekktir fyrir skjótar en
því miður ekki allt of vel ígrundaðar
ákvarðanir. Stundum eru þær tekn-
ar án þess að hugað sé nægjanlega
að afleiðingum þeirra.
Svo virðist sem engar takmark-
anir séu um hvaða farartæki megi
vera notuð á vötnum landsins. Eng-
ar hömlur eru á gerð, búnaði né
hraða, hávaða og önnur atriði sem
verulegu máli skipta. Svo virðist sem
algjört „frelsi“ sé í þessum málum.
En auðvitað er fólk sem stundar úti-
veru og dvöl við vötn landsins fyrst
og fremst að sækjast eftir ró og
hvíld í kyrrð náttúrunnar.
Ég undirritaður leyfi mér að
skora á ráðherra umhverfismála,
Umhverfisstofnun, Náttúruvernd
ríkisins, Fuglaverndarfélag Íslands,
Hið íslenska náttúrufræðifélag,
Landvernd, sveitarfélög landsins
sem og alla aðra þá aðila sem málið
varða, að skoða þessi mál betur.
Nauðsynlegt er að Umhverfisráðu-
neytið setji í samvinnu við sveit-
arfélög sanngjarnar reglur um há-
vaða og hraðatakmörk vélknúinna
farartækja á vötnum. Tilgangurinn
er augljós: að koma í veg fyrir meiri
röskun en þegar er orðin á þessum
náttúruperlum landsins.
Við eigum aðeins eitt Skorradals-
vatn. Þessu borgfirska nátt-
úrudjásni verður að gæta betur að
áður en óafturkræft óhapp verður.
GUÐJÓN JENSSON,
Mosfellsbæ.
Skorradalsvatn
Frá Guðjóni Jenssyni:
NÚ VILJA einhverjir menn skipu-
leggja íbúðabyggð úti í Viðey. Viðey á
merka sögu og má eiginlega segja að
hún sé móðir Reykjavíkur. Gera má
þar golfvöll án þess að ásýnd hennar
sé spillt, svo má bara byggja á golf-
vellinum í Grafarholti.
Með nýju ferjulægi styttist sigling-
artími út í eyjuna verulega. Sá dug-
legi maður Örlygur Hálfdanarson
stendur fyrir kvöldferðum þarna út,
eru þær bæði skemmtilegar og fróð-
legar auk þess sem þátttakendur
ganga á ósléttu landi en það er besta
heilsurækt sem til er. Örlygur hefir
bent á að mikið landrof hefir orðið
þarna úti að undanförnu, þar sem áð-
ur var perlumöl er nú gróf möl og þar
sem var sandur er nú perlumöl, bakk-
ar eru að hrynja og lýsisbræðslustöð
sem ætti að flokkast sem fornminjar
er nánast horfin. Sá er þetta ritar var
vinnudrengur í Viðey sumarið 1954
og hefir alla tíð síðan fundist hann
vera eins konar agnarsmár hluthafi í
eyjunni. Framsýnir menn byggðu
þarna þorp í byrjun síðustu aldar með
bryggjum, vatnsveitu, rafstöð og nán-
ast öllu sem þurfti til að reka vél-
vædda útgerð. Með bættri hafn-
araðstöðu í Reykjavík minnkaði
mikilvægi Viðeyjar og þorpið fór í
eyði. Móttaka ferðamanna er vaxandi
atvinnugrein, en til að geta tekið á
móti ferðamönnum verður að hafa
eitthvað til að sýna þeim. Er því ekki
upplagt að endurbyggja þorpið í Við-
ey, verka þarna saltfisk upp á gamla
mátann og selja saltfiskinn ferða-
mönnum.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur.
Viðey
Frá Gesti Gunnarssyni:
Morgunblaðið/Golli
OPINBER umræða um störf í
álverum hefur oftar en ekki
byggst á nokkrum misskilningi.
Misskilningurinn er hins vegar
skiljanlegur því löngu úreltar stað-
alímyndir um iðnaðinn eru mjög
fastar í sessi, t.d. að störf í álveri
séu einhæf, líkamlega erfið og
henti aðeins körlum. Staðreyndin
er hins vegar sú, að
ekkert í vinnuum-
hverfinu hjá Alcan í
Straumsvík eða í ein-
stökum störfum úti-
lokar konur frá
nokkru starfi hjá fyr-
irtækinu. Störfin
krefjast almennt ekki
líkamlegs styrks, ólíkt
því sem margir halda,
heldur miklu frekar
þekkingar á tækni-
búnaði og tölvum og
hæfni til að vinna í
hóp að sameiginlegu
markmiði. Raunin er
enda sú að konur sinna störfum af
öllu tagi hjá fyrirtækinu, í ker-
skálum og steypuskála, ýmsum
skrifstofustörfum og einnig störf-
um sem oft eru skilgreind sem
hefðbundin kvennastörf, s.s. í
mötuneyti. Erfiðast hefur reynst
að fá konur til starfa í stórum hópi
iðnaðarmanna, enda sjaldgæft að
konur sæki sér menntun í rafvirkj-
un, vélvirkjun, bifvélavirkjun,
smíði o.s.frv.
Af ofangreindu má ljóst vera að
kynjahlutfallið er misjafnt eftir því
hvaða hópar innan fyrirtækisins
eru skoðaðir. Í framkvæmdastjórn
eru t.d. þrjár konur en fjórir karl-
ar (42% konur), í hópi sérfræðinga
er hlutfall kvenna um 24% en ef
litið er á heildina er hlutfall
kvenna um 15%. Þetta hlutfall hef-
ur hækkað lítillega undanfarin ár
en sú þróun er hæg, m.a. vegna
þess hve starfsmannavelta er lág
hjá fyrirtækinu. Rétt er þó að taka
fram, að í hópi þeirra 150 starfs-
manna sem ráðnir voru til sum-
arvinnu í ár voru 46% konur. Í
ljósi umræðunnar er athyglisvert
að bera þessar tölur saman við
hlutfall kvenna í öðrum stéttum,
því í ljós kemur að áliðnaður er
ekki einn á báti hvað varðar ójafna
kynjaskiptingu. Meðal starfandi
lækna eru konur um 24% og innan
lögreglunnar er hlutfallið um 10%,
svo dæmi séu tekin.
Þótt kynjahlutfallið sé ójafnt er
jafnréttismálum vel sinnt hjá Alc-
an. Jafnlaunastefna er við lýði,
greidd eru vel sam-
keppnisfær laun og
unnið er eftir mark-
vissri jafnrétt-
isáætlun. Sérstakt
þriggja manna teymi
hefur það hlutverk að
taka á eineltis- og
áreitnismálum sem
kunna að koma upp
innan fyrirtækisins og
tryggt er að allar
vinnuaðstæður séu
jafngóðar fyrir bæði
kyn. Ýmislegt hefur
verið gert á und-
anförnum árum til að
jafna hlut kynjanna og það er t.d.
eitt af markmiðum allra verkstjóra
að auka hlut kvenna í sínum vinnu-
hópi. Reglulega er staða mála
rýnd og gerðar tillögur að úrbót-
um og þannig mætti áfram telja.
Álver er góður vinnustaður en
því miður er hin opinbera umræða
um störf okkar og starfsaðstöðu
oft ennþá í anda liðinnar tíðar.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið
á þeim 40 árum sem liðin eru frá
því álframleiðsla hófst á Íslandi.
Það sem í eina tíð var týpískur
karlavinnustaður er nú há-
tæknivætt iðjuver þar sem karlar
og konur eiga jafna möguleika á
vel launuðum störfum sem krefjast
þekkingar og hæfni miklu fremur
en líkamlegs styrks. Það er von
mín að viðhorf til starfa í álverum
byggist framvegis í meira mæli á
raunverulegum aðstæðum en hing-
að til. Það hlýtur að vera réttmæt
krafa okkar sem störfum hjá álfyr-
irtækjum landsins að virðing sé
borin fyrir starfsvali okkar og
skoðunum. Þannig gætu umræður
um málaflokkinn orðið bæði mál-
efnalegri og gagnlegri.
Konur í álverum
Hrannar Pétursson fjallar
um störf í áliðnaðinum ’…ekkert í vinnu-umhverfinu hjá Alcan í
Straumsvík eða í ein-
stökum störfum útilokar
konur frá nokkru starfi
hjá fyrirtækinu.‘
Hrannar
Pétursson
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Alcan í Straumsvík.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað
og þau munu trúlega aldrei ná
þeim greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af óskýru
orðalagi og í sumum tilvikum
óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög,
hvern vanda þær eiga við að
glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og dýpka
umræðuna og ná um þessi mál-
efni sátt og með hagsmuni allra
að leiðarljósi, bæði núverandi
bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar