Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 36

Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 16. ágúst kl. 20.30 Il Rosignolo - Næturgalinn Ítölsk barokktónlist. Jóhanna Halldórsdóttir alt, Heike ter Stal teorba, Steinunn A. Stefánsdóttir barokk selló og Guðrún Óskarsdóttir semball Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Guðmundi Emilssynihljómsveitarstjóra hefurverið boðið að stjórnasinfóníuhljómsveitinni í Karlovy Vary (Karlsbad) í Tékk- landi í desember á sérstökum minningartónleikum um Jón Leifs. Guðmundur segir að upphaf þessa máls megi rekja til þess er Eva Haleróva, framkvæmdastjóri Tékknesku fílharm- óníuhljómsveitarinnar í Prag, kom að máli við hann í Bayreuth sl. sumar en þar stjórnaði Guðmundur frumflutningi á óp- erunni Gretti eftir Þorkel Sigurbjörns- son. „Haleróva sagðist vilja koma mér á framfæri við tékk- neskar hljómsveitir. Eitt leiddi af öðru og nú í vor barst mér boð um að stjórna tónleikum í Karlovy Vary 15. desember nk., en þá verða 80 ár liðin frá því hinn bráðungi, snjalli og fjárvana Jón Leifs stjórnaði þar frumflutningi á hljómsveit- arverki sínu op.1, Trilogia Picc- ola.“ Guðmundur segir að þegar sænski Jóns Leifs sérfræðing- urinn Carl-Gunnar Åhlen hafi frétt af þessari hugmynd hljóm- sveitarinnar hafi hann boðist til þess að fjalla um tónskáldið í tengslum við tónleikana. „Ég ákvað þegar að þekkjast þetta boð, enda Jón Leifs mér af- ar kær. Ég lít á þetta sem heiður fyrir mig, en ekki síst fyrir Jón Leifs. Mestu hljómsveitarstjórar heimsins hafa stjórnað hljómsveit- inni í Karlovy Vary í tvær aldir og borgin var og er vettvangur lista- manna og þjóðhöfðingja. Þar um slóðir hittust þeir Beethoven og Goethe í eina tíð og Richard Wagner frumflutti þar drög sín að Tannhauser. Schopenhauer dvaldi oft í héraðinu sér til hressingar. Franz I. Austurríkiskeisari, Alex- ander I. Rússakeisari og Friðrik Vilhelm III. Prússakeisari réðu þar ráðum sínum 1813 og gjör- sigruðu Napoleon í kjölfarið ásamt öðrum byssuglöðum höfðingjum. Það stendur síst á mér að bætast í þennan föngulega hóp. Karlovy Vary er einnig miðstöð einnar virtustu kvikmyndahátíðar heims, eins og alþjóðlega kvikmyndahá- tíðin í Reykjavík ber með sér í haust. Að höfðu samráði við hljómsveitina í Karlovy Vary komum við okkur saman um kjarnmikla efnisskrá þar sem dregin er upp mynd af þremur tónskáldum, þeim Jóni Leifs, sem dáði Beethoven alla tíð, Beethoven og Sibel- iusi – en þeir Jón og Sibelius fóru sínu fram í norðri líkt og Beethoven í suðri fyrr um tíð.“ Guðmundur dregur ekki dul á þá skoðun sína að í Jóni Leifs og Sibeliusi fari tvö frumlegustu tónskáld Norðurlanda á fyrri hluta síðustu aldar. „Helsinki var hins vegar vettvangur mestu niðurlæg- ingar Jóns. Flutningur Jussi Jal- as, tengdasonar Sibeliusar, á Sögusinfóníu Jóns á norrænum músíkdögum þar 18. september árið 1950 var hneyksli sem lagðist yfir tónlistarlíf Norðurlanda líkt og sólmyrkvi; dagblöð á norður- hveli gerðu sér mat úr þessu. Jón varð aldrei samur og jafn eftir þá eldraun. Löndum hans þótti tals- vert púður í þessu „klúðri“ og birtu skopmyndir af tónskáldinu í „sneplum“ sínum. Fyrr þetta sama ár (1950) var Jussi Jalas fyrsti gestastjórnandi nýstofnaðrar sin- fóníuhljómsveitar á Íslandi í Reykjavík og flutti þá aðra sinfón- íu Jeans Sibeliusar. Þannig hófust kynni þeirra Jóns.“ Grettir til Kanada Að sögn Guðmundar er í und- irbúningi að fara með óperuna Gretti um helstu borgir Kanada á næsta ári. „Kandamenn höfðu samband við okkur Þorkel löngu fyrir frumflutning óperunnar og lýstu áhuga á að verkið yrði flutt í helstu borgum þar í landi. Eftir geysilega góðar viðtökur í Bay- reuth fyrir fullu húsi hafa Kan- adamenn ítrekað þá ósk og því stefnir allt í að Grettir verði þar á ferð á næsta ári. Ópera Þorkels var tilnefnd til íslensku tónlist- arverðlaunanna sl. vetur. Mennta- málaráðuneytið studdi frumflutn- ing óperunnar í Bayreuth og hefur þegar ákveðið að styrkja Kan- adaferðina, sem og tónleikahaldið í Karlsbad nú í haust, og er það vel þeginn stuðningur sem gerir hvorutveggja kleift og sjálfsagt að þakka að verðleikum.“ Tónlist | Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri gerir víðreist Sinfonia Piccola til Tékklands og Grettir til Kanada Guðmundur Emilsson Málfræði og menning,fornkvæðaskýringarog fiskafræði, steina-og skáldskaparfræði, rúnafræði, kennslukver í íslensku og náttúrufræði. Þjóðminjasafn Íslands opnar í dag sýninguna Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík til minningar um fræðimanninn og eldhugann sem hafði einstaklega breitt áhugasvið og skrifaði um allt milli himins og jarðar. Jón, sem fæddur var árið 1705, lauk prófi í guðfræði 1731 en starf- aði lengst af í Kaupmannahöfn við fræðimennsku og skriftir. Sýningin er svokölluð rannsókn- arsýning þar sem sértæk rann- sóknarefni eru kynnt gestum. Handrit og gripir til sýnis „Síðasta rannsóknarsýning fjallaði um fornleifauppgröftinn í Reykholti og þverfaglegt verkefni sem því tengdist,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, sviðstjóri rann- sókna- og varðveislusviðs Þjóð- minjasafns Íslands. „Nú er tekinn fyrir fræðimaðurinn Jón Ólafsson úr Grunnavík. Á sýningunni eru bæði gripir sem tengjast Grunna- vík og stöðum sem Jón var á sem ungur maður en gripirnir hafa flestir verið varðveittir í Þjóð- minjasafninu. Þá eru sýnd handrit frá handritadeild Landsbókasafns- ins og Árnastofnun.“ Gríðarlega mikið af handritum eftir Jón hafa verið varðveitt, en flest þeirra voru skrifuð í Kaup- mannahöfn um miðja átjándu öld. Í kjölfar á handritasamningi milli Íslands og Danmerkur á sín- um tíma voru flestöll handrit Jóns flutt á Árnastofnun. „Á meðal handritanna sem sýnd verða á sýningunni er eitt bindi orðabókar Jóns sem er með al- fræðilegu ívafi. Verkið er í níu bindum og mjög umfangsmikið,“ útskýrir Hrefna. „Síðan er breidd ritverka hans sýnd á tölvuskjáum.“ Sýningin er samvinnuverkefni Þjóminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns. Þeir standa að útgáfu brunaritsins Relatio af Kaupinhafnarbrunanum sem gefið verður út í dag en Sigurgeir Stein- grímsson, sérfræðingur og aðstoð- arforstöðumaður hjá Árnastofnun, hafði umsjón með því. Einstök frásögn af brunanum „Nafnið vísar til eins texta rits- ins sem er frásögn Jóns Ólafs- sonar af brunanum sem varð í Kaupmannahöfn 1728. Þá var hann starfandi sem skrifari hjá Árna Magnússyni og varð vitni að þess- um ósköpum,“ útskýrir Sigurgeir en Jón var einungis 23 ára gamall þegar bruninn varð og tók þátt í að forða handritasafni Árna frá eldinum. „Frásögn hans er nokkuð ein- stök og lýsir brunanum í það mikl- um smáatriðum að hægt er að gera sér nokkuð glöggva mynd af því hvernig eldurinn breiddist út. Athygli Jóns er, eðlilega, mikið bundin við svæðið í kringum Árna, háskólann og Frúarkirkjuna.“ Auk lýsingar Jóns eru til þrjár álíka yfirgripsmiklar lýsingar sam- tímamanna og í ritinu er ein þeirra birt sem bókarauki en frásögn Jóns er á tuttugu síðum í handriti hans. Í bókinni er einnig dagbók sem Jón hélt frá 1725–1731 en þar seg- ir hann frá ýmsu sem fyrir augu hans bar, bæði hér á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Félag Góðvina Grunnavíkur- Jóns var stofnað árið 1994 og hef- ur að markmiði að halda á lofti fræðimannsheiðri Jóns. Áður hafa Góðvinirnir gefið út ritið Hag- fengir og tvö greinasöfn. Á Menningarnótt, 20. ágúst næstkomandi, mun svo hluti dag- skrár Þjóðminjasafnsins verða til- einkaður Jóni Ólafssyni þegar lesið verður upp úr ýmsum verkum hans. Sýningar | Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á Þjóðminjasafni Íslands Sýning og brunarit til heiðurs Grunnavíkur-Jóni Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið að uppsetningu sýningar í minningu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í Þjóðminjasafninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á sýningunni eru m.a. handrit frá Landsbókasafni og Árnastofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.