Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
400 kr. í bíó!*
Sýnd kl. 6
Miðasala opnar kl. 15.00
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára
kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
WWW. XY. IS
WWW. XY. IS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
ÞRIÐJA STÆRSTA
OPNUN ÁRSINS Í USA
Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is
Sími 564 0000
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
S.K. DV
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
ÞAÐ merkilegasta við G!-festival er
að hún er haldin í miðri byggð og
tónleikasvæðið er í raun heilt þorp
umvafið fjöllum og sandströnd.
Þorpsbúar leggjast á eitt til að gera
þennan stærsta tónlistarviðburð
sem haldinn er í Færeyjum mögu-
legan og slá bændur til að mynda
grasið fyrir tjaldstæðið og heima-
menn lána hljómsveitunum heimili
sín.
Hátíðin í ár var sú fjórða sem er
haldin. Tuttugu og sex af fjörutíu og
fimm hljómsveitum voru færeyskar
en erlendu hljómsveitirnar komu að
mestu frá Svíþjóð, Danmörku og
Finnlandi. Þrjú svið eru notuð til
tónleikahaldsins; eitt meðalstórt
inni í miðju þorpinu (Spæliplássið),
eitt stórt svið á sandinum í fjörunni
(Sandurinn) og eitt pínulítið þar á
milli sem er ætlað minni böndum
(Hoyggjhúsið).
Spæliplássið
Locust Assembling Kit frá Dan-
mörku spilaði snemma á föstudeg-
inum en sveitin er indí-rokk-
hljómsveit sem samanstendur af
meðlimum þriggja annarra banda,
Meejha, Cody og The Ondt and the
Gracehoper. Tveir karlmenn og ein
kona skiptust á um að syngja og
breyttist tónlistin í hvert skipti
mjög mikið. Þau skiptust líka á
hljóðfærum og útkoman var alvar-
leg og „alternatív“. Hálfsamheng-
islaust en góð tilraun og hefði verið
betra seinna um kvöldið eftir sól-
setur.
Það var gaman að sjá færeysku
böndin á G!-festival í ár og sum
voru mjög góð, eitt af þeim var
bandið Gestir. Söngvarinn, sem spil-
ar líka á gítar, gerði góða hluti – var
eins og færeyskur Jeff Buckley
þegar best lét. Gítarleikarinn
skreytti svo lögin með einkar fal-
legum og grípandi laglínum. Bassa-
leikarinn setti skemmtilegan svip á
spilamennskuna en hljómborðsleik-
arinn sat rólegur og fyllti upp í
hljóðmyndina á smekklegan hátt.
Gestir spiluðu vel matreitt drama-
tískt popprokk á færeysku og
söngvarinn var heiðarlegur í flutn-
ingi sínum.
Hljómsveitin The Dreams sam-
anstendur af þremur strákum frá
Þórshöfn. Þeir spiluðu skemmtilegt
háskólarokk, voru vel samhæfðir og
inn á milli gulltryggðra laglína
komu skemmtilega úr-takti milli-
kaflar, sem voru greinilega þaul-
æfðir. Söngurinn var á ensku með
færeyskum hreim (mjög mjúk
sveifluhljóð), bakraddirnar stóðu sig
vel og fólkið sem á hlýddi tók vel
undir.
Íslenska reggí-hljómsveitin
Hjálmar „grúfaði“ vel eins og alltaf
á tónleikum: Þungt lopapeysu-reggí
með óvenjumiklum skammti af gleði
og kærleik. Hjálmar fengu mjög
góða umfjöllun í færeyskum blöðum
og voru kallaðir „exótískasta“
hljómsveitin á G!.“Eitt af bestu og
undarlegustu atriðunum á G!,“
skrifaði Jan Lamhaugh í dagblaðið
Dimmalætting. Hann sagði þá líkj-
ast Karíusi og Baktusi í útliti og
vera sambland af Amish- og rasta-
mönnum.
Hjálmar náðu upp góðri stemmn-
ingu og voru skemmtileg tilbreyting
frá alvarlegum rokkböndum og
áheyrendur vildu helst ekki sleppa
þeim af sviðinu.
Hoyggjhúsið
Þjóðlagatónlist og órafmagnaðir
tónar heyrðust í Hoyggjhúsinu.
Nadin (IRQ/S) heitir ung kona
sem leikur á gítar. Hún var með
mjög sérstakan stíl og blandaði
saman austurevrópskum söngstíl og
vestrænum kassagítarleik og spilaði
arabísk og vesturlensk þjóðlög í
bland við sín eigin. Hún var með fal-
lega og sorglega rödd og minnti á
átökin sem sífellt geisa fjarri okkar
skandinavísku heimaslóðum.
Spælimennirnir enduðu föstu-
dagskvöldið. Píanó, fiðla, kontra-
bassi, flautur, lúðrar o.s.frv. Léttir
og glaðlegir tónar voru allsráðandi
og virkilega færir hljóðfæraleikarar
þar á ferð. Meðal annarra í bandinu
mátti finna Kristian Blak, Sharon
Weiss og Ívar Bærendsen.
Sandurinn
Direct Level var fyrst á svið á
Sandinum. Klisjukennd unglinga-
hljómsveit með vælandi söngvara,
tveggja tóna lögin og bergmáls-
pedallinn var bara ekki nóg. Korn-
áhrifin og illa spilaður ný-metallinn
áttu alls ekki heima þarna á sviðinu.
Makrel er melódísk og melankól-
ísk rokksveit með innblásnum
söngvara. Þeir náðu ekki að halda
athyglinni lengi þrátt fyrir þétta
spilamennsku og ágætis pælingar.
Pólitísku pönkararnir og aðskiln-
aðarsinnarnir í 200% mættu á svið á
sandinum og trylltu lýðinn með be-
rorðum pönktextum og keyrslu.
Þeir voru ekkert að skafa utan af
því hvað þeim finnst um Danmörku:
„Vond mamma.“ Þeir enduðu svo
með því að senda Miðflokknum og
öðrum sambandssinnum fingurinn.
Fingurinn var þriggja metra hár
silfurlitaður skúlptúr af hendi sem
myndaði „Fuck You“-merki sem
snerist í hringi og upp úr hliðunum
komu blys. Svo virtist sem allir
áhorfendurnir væru sammála þeim í
því að vilja frjálsar Færeyjar og
sjálfstæði frá Danmörku.
Þegar rokksveitin Týr mætti á
sviðið mátti ímynda sér að forfeður
okkar víkingarnir sætu upp í fjöll-
um vígreifir og ánægðir með ölkrús
í hendi, syngjandi með.
Europe
Stærsta hljómsveitin og sú sem
dró mest að var sú mikla og sænska
popp/rokk-grúppa Europe. Hljóm-
sveitin hefur tekið saman aftur eftir
hlé (1992–2000) og gaf út plötu á
síðasta ári, Start From The Dark.
Europe spilaði um miðnætti á loka-
kvöldi G! Einhverjir 25 bátaeig-
endur sáu sér leik á borði og sigldu
eins nálægt og þeir gátu og
hlustuðu þaðan.
Europe stóð fyrir sínu og vel það.
Það var sungið duglega með lögum
eins og „Rock the night“, „Carrie“,
„Cherokee“ og „Wings of tomor-
row“. Europe er stærsta rokk-
hljómsveit sem hefur komið frá
Norðurlöndunum og þeir sönnuðu
það á sviðinu að það er engin til-
viljun. Þeir spiluðu í rúman klukku-
tíma og voru svo klappaðir upp. Þá
tóku þeir tvö lög í viðbót og enduðu
síðan á laginu sem allir höfðu beðið
eftir, hinum mikla smelli „The Final
Countdown“. Það var sem við
manninn mælt, allt ætlaði um koll
að keyra þegar hljómborðslínan
byrjaði og allir sungu með: „Durudu
duuu, duru du du duuu … We are
leaving together …“
Langflestir fóru heim að sofa eft-
ir Europe en þá var dansveislan
rétt að byrja á sandinum og Stanley
Samuelson að koma sér fyrir með
gítarinn á Spæliplássinu. Við völd-
um sandinn. Þegar dans- og hiphop-
hljómsveitin Beats And Styles, sem
er partur af finnsku dans-innrás-
inni, kom fram, léku ferskir tónar
um eyrun. Þar voru vanir menn á
ferð og tónleikarnir gengu eins og
vel smurð vél. Klárir og orkumiklir
boltar skoppuðu um sviðið og
skemmtileg sviðsframkoma þeirra
verður seint toppuð.
Áður en þeir luku sér af kynntu
þeir á svið finnskan skífuþeytara að
nafni Darude. Þeir sögðu að hann
myndi spila transtónlist og spurðu
svo lýðinn hvort hann hefði farið á
„rave“.
Þegar fyrstu transtónarnir
heyrðust héldum við heim á leið,
fegin því að eiga eitthvað eftir að
uppgötva, eins og til dæmis tran-
stónlist.
Fagmennska
Hljómburðurinn á G! kom
skemmtilega á óvart. Algjör fag-
mennska réð ríkjum og nánast öll
bönd sem við heyrðum í hljómuðu
vel. Það var sama hvort var; fær-
eyskur trúbadúr með kassagítar,
sænska Europe eða íslensku reggí-
strákarnir Hjálmar, tónarnir skil-
uðu sér óaðfinnanlega til fólksins.
Þó að hátíðin í ár hafi verið fjöl-
breytt verður að segjast að heldur
mikið var af alvarlegum rokk-
hljómsveitum. Vonandi verður fjöl-
breytnin enn meiri á næsta ári og
óskandi að fleiri en eitt íslenskt
band nái upp á sviðið þá.
Eitt er víst, að það eru margir
farnir að hlakka til næsta G!-
festivals, sem er einstök upplifun,
tónlistarhátíð í miðju þorpi í Fær-
eyjum.
Fjölbreytt og
fagleg hátíð
G!-festival, stærsta tónlistarhátíð sem haldin er
í Færeyjum, fór fram dagana 22.–23. júlí. Há-
tíðin fór fram í Götu, litlu sjávarþorpi í um sjö-
tíu kílómetra fjarlægð frá höfuðstaðnum Þórs-
höfn. Guðný Rúnarsdóttir og Markús
Bjarnason sóttu hátíðina í ár.
Gfestival.com/?fo
Gfestival.com/?
Ljósmynd/Markús
Aðalsvið hátíðarinnar er í fjörunni í Götu.
Ljósmynd/Markús
Europe var aðalhljómsveit G!-festival í ár.