Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 39

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 39
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu Miðasala opnar kl. 17.15Sími 551 9000 ☎553 2075 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i.14 -S.V. Mbl.  Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívídd „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  - BARA LÚXUS- kl. Sýnd kl. 6 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSON VINCE VAUGHN OWEN WILSON KVIKMYNDIR.IS  I I .I  Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i 10 ára  Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i 10 ára Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA INNRÁSIN ER HAFIN KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS        BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 39 Hafi maður unun af tónlister fátt jafnstórkostlegtog að fara á góða tón- leika. Þeir sem það þekkja eru líklega sammála undirrituðum að sú upplifun er allt að því trúar- legs eðlis, bæði frelsandi og full- nægjandi. Tónlist er í sjálfu sér stórmerkileg og sú unun sem hún færir okkur verður ekki útskýrð með einföldum rökum – ekki frekar en þörf margra til að hreyfa sig í takt við hana – en það er nokkuð áreiðanlegt að veröld án tónlistar, væri ekki gæfuleg veröld. Við Íslendingar erum nokkuð duglegir að halda tónleika, sér- staklega í seinni tíð og þá hefur hlutur stórtónleika erlendra tón- listarmanna, vaxið hvað hraðast. Framboð þeirra er orðið svo mik- ið að einn tónleikahaldarinn sagði í viðtali á dögunum að Ís- lendingar væru farnir að taka svona tónleikum sem alltof sjálf- sögðum hlut.    Ein aðalforsenda þess aðhljómleikar séu góðir erhljómburðurinn – þetta segir sig eiginlega sjálft og ætti ekki að vera neinum tónleika- haldara ókunnugt. Það hefur hins vegar þótt brenna við á þeim stórtónleikum sem haldnir hafa verið í Egilshöll, Laugardalshöll og Kaplakrika, að þessi mik- ilvægi hlutur sé oftar en ekki í ólagi. Í samtölum við tónleikahaldara bera þeir það fyrir sig, (að mörgu leyti réttilega) að það sé raun- verulega ekki í þeirra höndum að útvega góðan hljómburð. Stórum fjárhæðum sé eytt í atvinnumenn sem leggi til bæði hljóðkerfi og annað tilheyrandi til hljómleik- anna og því sé hljómburðurinn á þeirra ábyrgð. Andri Gunnarsson hjá Exton ehf., sem sér um tæknilega hlið flestra stærstu tónleikana hér á landi, segir að þetta vandamál sé ekki nýtt af nálinni. „Húsin eru einfaldlega ekki hönnuð með stórtónleika í huga. Þetta eru íþróttahús sem síðan er reynt að breyta í tónleikahús á stuttum tíma með sáralitlum til- kostnaði öðrum en að setja upp hátalarastæður.“ Andri segir að þetta hafi samt gengið best í Laugardalshöllinni eftir að þartilgerðir hljóðskildir voru settir upp. Egilshöllin sé hins vegar bara stór skemma. „Ómtíminn er um þrjár sek- úndur og það er allt of mikið. Það er líka þannig að því meiri sem hávaðinn er, því meira er bergmálið. Þar að auki eru staðir í húsinu þar sem söngurinn heyr- ist mjög illa og ef það er slegið í sneril, heyrist hljóðið koma úr sjö mismunandi áttum.“    Af þessu virðist það veraljóst að Egilshöll hentar ídag illa til tónleikahalds þegar litið er til hljómburðar. Talsmaður Nýsis sem rekur Eg- ilshöll, segir að þetta mál sé til skoðunar og það sé að sjálfsögðu ætlun þeirra að höllin standist kröfur tónleikahalds. Svona lagað sé þó ávallt spurning um kostnað. Halldór Kristinn Júlíusson, verkfræðingur hjá VST verk- fræðistofu sem hefur meðal ann- ars umsjón með nýrri viðbygg- ingu Laugardalshallar, segir að þar hafi verið gerðar ráðstafanir til að draga úr óæskilegum há- vaða með tilliti til bergmáls og ómtíma. Hins vegar hafi það ver- ið gert með íþróttaviðburði ýmiss konar í huga og að ógerlegt sé að gera prófanir á þessu fyrr en byggingin er risin. „Það er að sjálfsögðu einfalt að laga svona hús að stórum tón- leikum en kostnaðurinn getur verið nokkuð mikill. Það verður að klæða veggina og í svona stóru húsi þarf nokkuð mikið efni til.“    Þetta ástand myndi líklegastekki hreyfa við undirrit-uðum ef tónlistaráhugi Ís- lendinga væri ekki jafnmikill og raun ber vitni. Íslendingar eru mikil menningarþjóð og þar af skipar tónlistin líklega stærstan sess. Ár eftir ár sanna íslenskir tónlistarmenn að þeir eru fylli- lega samkeppnishæfir úti í hinum stóra heimi og þó að einhverjir tónleikahaldarar kalli okkur of- dekraða, höfum við líka sannað vilja okkar til að flykkjast í þús- unda, ef ekki tugþúsunda tali, á góða tónleika. Ég velti því fyrir mér hvort hið sama verði sagt um blessað íþróttafólkið og aðstandendur þess sem fá að gjöf glænýja höll í Laugardalnum innan tíðar. Það er alla vega öruggt að hvatning- arhróp mömmu og pabba skera ekki í eyru afreksfólksins. ’Húsin eru einfaldlega ekki hönnuð með stór-tónleika í huga. Þetta eru íþróttahús sem síðan er reynt að breyta í tónleikahús…‘ AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Morgunblaðið/Sverrir Glæsileg viðbygging rís við Laugardalshöll sem getur rúmað allt að 10 þús- und tónleikagesti. hoskuldur@mbl.is Um hljómburð íþróttahalla SÖGURNAR verða sífellt fleiri og spennan magnast í kringum Pete Doherty og Babyshambles en nú síðast lenti hann í ævintýrum í Nor- egi. Kappinn var stoppaður af norskum tollyfirvöldum á Gard- ermoen-flugvelli á leið sinni til landsins til að spila á Öya- tónlistarhátíðinni í Osló og fundust eiturlyf á honum. Hann þurfti að gangast undir líkamsleit og svara spurningum yfirvalda sem lauk með því að hann þurfti að dúsa í fanga- klefa í nokkra tíma. Nánar tiltekið fundust 1,7 grömm af krakki og 1,5 grömm af heróíni á Pete og sam- ferðamanni hans. Hvor þurfti að borga um 80.000 króna sekt fyrir og þurftu tónleikahaldarar að leysa þá út. Málið fer ekki fyrir rétt vegna þess að sektin var greidd. Babyshambles áttu að spila á há- tíðinni á föstudagskvöld klukkan rúmlega fimm en stigu ekki á svið fyrr en um fimm tímum síðar, þá sem síðasta atriði dagsins. Blaða- maður Morgunblaðsins var á meðal gesta og heyrði Pete greina frá samskiptum sínum við yfirvöld en hann var ekki ánægður með fang- elsisvistina. Áhorfendur voru æstir í allt sem Pete sagði og gerði, þó honum hafi tekist að gera fólk agn- dofa þegar hann tók sig til og kast- aði upp á sviðinu. Pete henti líka nær fullri vodkaflösku til áhorfenda við góðar viðtökur þeirra en öllu verri viðbrögð frá gæslufólki á svæðinu. Ekki sást þó til kærustu Petes, ofurfyrirsætunnar Kate Moss, á svæðinu. Samband þeirra gengur víst vel um þessar mundir og keypti söngvarinn dýr undirföt á hana á dögunum. Ný smáskífa Smáskífan Fuck Forever með Babyshambles kom út í gær og keppir hún um toppsætið við aðra smáskífu sem beðið hefur verið eft- ir, This Town Ain’t Big Enough For The Both Of Us með British Whale, sólóverkefni Justins Hawkins úr Darkness. Pete og Babyshambles eru á leið- inni til Íslands en sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem fram fer dagana 19.–23. októ- ber. Tónlist | Pete Doherty heldur áfram að hneyksla Tekinn með eiturlyf og ældi á sviðinu Reuters Breska rokkstjarnan Pete Doherty kann að vekja á sér athygli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.