Morgunblaðið - 16.08.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 41
Sýningartímar sambíóunum
HERBIE FULLY LOADED kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30
HERBIE FULLY LOADED VIP kl. 6 - 8.15 - 10.30
THE ISLAND kl. 6 - 8 - 10 - 10.40
KICKING AND SCREAMING kl. 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4 - 6
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
ÁLFABAKKI
„The Island, virkilega
vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
„The Island er fyrirtaks afþreying.
Ekta popp og kók sumarsmellur. “
-Þ.Þ. Fréttablaðið.
l i i .
ll .
- . . r tt l i .
ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT!
Hvað myndir þú gera ef þú
kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum?
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
Herbie Bjallan sem getur allt er komin aftur
og fær hin sæta Lindsay Lohan (“Freaky
Friday”, “Mean Girls”) að keyra hana
Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla.
HERBIE FULLY LOADED kl. 4.20 - 6.30 - 8.40 - 10.40
THE ISLAND kl. 8 - 10.40 B.i. 16 ára.
THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 6.15
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4.20-6.15
BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára.
HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 - 10
THE ISLAND kl. 8 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 10.30
HERBIE FULLY LOADED kl. 8
THE ISLAND kl 10.10
FANTASTIC FOUR kl 8 - 10
KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
r i j ll t r llt r i ft r
f r i t i (“ r
ri ”, “ irl ”) r
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
13.08. 2005
5
8 2 0 4 0
7 3 3 0 5
8 24 31 36
34
10.08. 2005
9 20 27 28 36 42
2 24 13
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4741-5200-0012-5404
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
þar koma bakraddir Hjálmabræðra
sterkar inn, líkt og í slagaranum sem
kom Hjálmaævintýrinu af stað á sín-
um tíma, „Gott er að gefa“ (af „Það
þarf fólk eins og þig“). Næstu tvö lög
þar á eftir mætti setja í „gömlu
dansa“ flokkinn og eru ekki að virka
neitt sérstaklega vel. „Hans kær-
leiksást“ er brimsaltur sjóaraslagari,
vel heppnaður sem slíkur en skilur
lítið eftir. Þau fáu lög sem detta niður
í flatneskju hafa þó lítið að segja á
endanum, þar eð hljóðfæraleikur all-
ur og söngur Rúnars stuðla að þægi-
legu, órofa rennsli allt til enda.
Textar plötunnar eru í takt við
innilegt andrúm plötunnar og fylgja
svipaðri línu og á síðustu plötu. Kær-
leikurinn, guðdómurinn og vanga-
RÚNAR Júlíusson eldist með mikilli
reisn, er að verða nokkurs konar ís-
lenskur Sean Connery. Hann nýtur
ekki einasta óskor-
aðrar virðingar sam-
tíðarmanna heldur og
yngri kynslóða sem
finnst hann yfirmáta
„kúl“. Rúnar ber enda með sér lát-
lausan sjarma – stóísk svalheit sem
flæða yfir flestallt sem hann kemur
nálægt. Síðustu plötur hans eru
markaðar þessu. Þægileg, áreynslu-
laus verk; vinaleg og traust enda úr
ranni manns sem vart hefur lagt frá
sér gítarinn í fjörutíu ár og lagasmíð-
arnar virðast svo gott sem sjálf-
sprottnar. Auk þessa hefur Rúnar
ekki hikað við að leita á náðir sér
yngra fólks til aðstoðar að und-
anförnu og gaf það stefnumót síðustu
plötum, Það þarf fólk eins og þig
(2002) og Trúbrotin 13 (2004) byr
undir báða vængi.
Blæbrigði lífsins gefur Rúnar út í
tilefni sextugsafmælis síns og líkt og
með Trúbrotin 13 er hún tileinkuð
foreldrum hans. Platan var unnin
með Hjálmum sem verið hafa heim-
alningar í hljóðveri Rúnars, Geim-
steini, um árabil og plata sveit-
arinnar, Hljóðlega af stað, kom út
undir merkjum Geimsteins. Tveir úr
sveitinni, þeir Guðmundur og Sig-
urður, lögðu þá gjörva hönd á Það
þarf fólk... og Trúbrotin 13.
„Þetta verður svona reggí og
gömlu dansarnir í bland,“ lét Rúnar
hafa eftir sér í spjalli er platan kom út
og var tónninn í þeirri yfirlýsingu
kersknislegur. Þetta er þó ekki fjarri
lagi þegar lýsa á plötunni. Platan er
róleg og fellur að líkani fyrri verka en
við fyrstu hlustanir var þó eins og
rennslið væri fulldauflegt og laga-
smíðarnar jafnvel helst til ófrumlegar
og grunnar. Fljótlega kom þó í ljós að
platan er fjári lúmsk og læðist aftan
að manni er á líður. Það sem gerir
plötuna þó fyrst og síðast er nærvera
Rúnars Júlíussonar sem sveipar plöt-
una þeim kostum sem einkennt hafa
síðustu plötur hans og nefndir voru í
upphafi.
Besta dæmið um þennan vaxandi
eiginleika plötunnar er upphafslagið,
„Er þú gengur inn í vorið“. Lauflétt
reggístemma sem í blábyrjun virðist
fulleinföld og ódýr en opnast fljótlega
„upp á gátt“ svo vísað sé i textann.
Eftir stendur eitt besta lag plöt-
unnar, sólríkur og ómótstæðilegur
gleðisöngur. Undir niðri skothelt
„grúv“ Hjálma sem klára sitt með
miklum sóma út alla plötuna og geta
greinilega brugðið sér í allra kvikinda
líki ef því er að skipta. Næsta lag á
eftir er í svipuðum gír, lítt síðra og
veltur um lífið og hvern-
ig beri að lifa því eru
einkennandi.
Er líður að endalokum
plötunnar er svo eins og
Rúnar spili út tromp-
unum. Tvö frumsamin
lög, „Það er svo marg-
t“og „Tíminn bíður ekki
eftir þér“ eru mjög fal-
leg, hið fyrsta í reggí-
takti en hið síðara rokk-
kyns, hrífandi
rökkurballaða þar sem
Rúnar veltir fyrir sér
fallvaltleika lífsins. Söng-
urinn er eftirtekt-
arverður í þessu lagi,
einlægur og nánast ang-
istarfullur og maður
gengur snortinn frá
þeirri smíð. Plötunni er
svo lokað með tveimur
sálmum, eftir Jónas
Tómasson og sjálfan
Richard Wagner. Enn kemur Rúnar
manni í opna skjöldu með einkar til-
finningaþrungnum flutningi og er
plötunni slaufað með glans.
Blæbrigði lífsins er „lítil“ en snotur
plata, en hún er ekki nema ríflega 30
mínútur að lengd. Hún er ekki galla-
laus en sýnir og sannar að Rúnar Júl-
íusson er einn merkasti tónlist-
armaður sinnar kynslóðar. Verklag
það sem hann viðhefur og hvernig
hann nálgast hlutina er aðdáun-
arvert. Á sjötugsaldri situr hann síst
með hendur í skauti heldur dælir út
plötum og nýtir hæfileika sína sem
mest hann má. Hann veit að tíminn
bíður ekki eftir honum.
Látlaust og innilegt
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Rúnar Júlíusson syngur en um hljóðfæra-
leik sjá Hjálmar. Þá skipa á þessari plötu
Guðmundur Kristinn Jónsson (gítar), Sig-
urður Halldór Guðmundsson (píanó, org-
el, raddir), Þorsteinn Einarsson (gítar,
raddir), Petter Winnberg (kontrabassi,
raddir) og Kristinn Snær Guðmundsson
(trommur). Rúnar á hér lög og texta í
bland við nokkur erlend lög. Þorsteinn
Eggertsson og Þórir Baldursson koma þá
nokkuð við sögu í lagasmíðum. Útsetn-
ingar voru í höndum Rúnars, Hjálma og
Þóris Baldurssonar. Um upptökur sáu
Rúnar, Ingi Þór Ingibergsson, Guðmundur
Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmunds-
son. Geimsteinn gefur út.
Rúnar Júlíusson – Blæbrigði lífsins
Ljósmynd/Valdimar Sverrisson
„Hún er ekki gallalaus en sýnir og sannar að
Rúnar Júlíusson er einn merkasti tónlistarmaður
sinnar kynslóðar,“ segir Arnar Eggert um plöt-
una Blæbrigði lífsins.
Arnar Eggert Thoroddsen
UPPREISNIN, sem talin er marka
upphaf sjálfstæðisbaráttu Indverja,
hófst með mótmælum indverskra
hermanna, sem flestir voru hindúar
og múslimar, gegn ákvörðun Aust-
ur-Indíafélagsins, að nota dýrafitu
til að smyrja skothylki í byssum.
Sögðu þeir slíkt í andstöðu við
trú sína.
Sagnfræðingurinn Saul David,
sem skrifað hefur bók um upp-
reisnina, segir engar sannanir á
bak við þær aðdróttanir að yf-
irmenn Austur-Indíafélagsins, sem
fór með stjórn á Indlandi, hafi
framið ódæðin, sem fram koma í
myndinni. Setur hann spurning-
armerki við þær ásakanir að Bretar
hafi fyrirskipað að þorpi skuli eytt í
kjölfarið að íbúar þess hafi neitað
að gefa eftir landsvæði til ópíum-
ræktar. „Austur-Indíafélagið
höndlaði vissulega með ópíum. Ég
hef hins vegar engar heimildir fyrir
fjöldamorði í líkingu við þetta og
dreg í efa að það hafi átt sér stað,“
sagði hann í samtali við breska rík-
isútvarpið, BBC.
Indverski sagnfræðingurinn, Ru-
drangshu Mukherjee, sagði lítið
vitað um sögu aðalsöguhetju mynd-
arinnar, Mangal Pandey, sem leiddi
uppreisnina fyrir 148 árum.
Bretar lögðu til 150.000 pund
(rúmar 17 milljónir íslenskra
króna) til framleiðslu myndarinnar.
Hafi það verið gert af faglegum
ástæðum en ekki pólitískum. Í sam-
tali við dagblaðið Daily Telegraph,
sagði Hugo Swire, talsmaður
menningarmála í Bretlandi, að
landar sínir ættu fremur að ein-
beita sér að því að styðja við bakið
á innlendri kvikmyndagerð en er-
lendri.
Myndin The Rising var frum-
sýnd í Bretlandi og á Indlandi síð-
astliðin föstudag.
Kvikmyndir | Breskir sagnfræðingar
æfir vegna indverskrar kvikmyndar
Umdeild uppreisn
Aamir Kahn í hlutverki uppreisnarleiðtogans Mangal Pandey.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið