Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 44

Morgunblaðið - 16.08.2005, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. TVÍTUG bandarísk kona í Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli lést af völdum stungusára í fyrrinótt sem hún hlaut í árás fyrr um nóttina. Bandarískur varnarliðsmaður er grunaður um verknaðinn og er í haldi herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, sem hefur forræði yfir rannsókn málsins. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli aðstoðar við rannsóknina. Hin látna var fædd árið 1985 og hinn grunaði er fæddur 1984. Hún fannst í svefnskála fyrir einhleypa varnarliðsmenn á miðnætti í fyrri- nótt og var þá lífsmark með henni. Var hún strax flutt á spítala en úrskurðuð látin er þang- að kom. Hinn grunaði var handtekinn og að auki var íslensk kona, fædd 1976, sem stödd var í húsinu sem gestur, tekin til yfirheyrslu hjá lögreglu. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns á Keflavíkurflugvelli var henni sleppt að loknum yfirheyrslum en var í haldi lögreglunnar í fyrrinótt samkvæmt samkomu- lagi. Hún hafði þó ekki réttarstöðu grunaðrar manneskju. Það er herlögreglan á Keflavíkurflugvelli sem ber ábyrgð á vörslu hins grunaða og mun það því ekki koma til kasta lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli að krefjast gæsluvarðhalds. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hef- ur hinn grunaði áður komið við sögu lögreglu. Um tengsl hinnar látnu og hins grunaða gef- ur lögreglan ekki upplýsingar. Ung kona hlaut ban- væn stungusár í árás Verknaðurinn var framinn í einni þessara blokka fyrir varnarliðsmenn og hefur her- lögreglan forræði yfir rannsókninni. VINSTIHREYFINGIN – grænt framboð mun bjóða fram lista undir eigin merkjum í borgar- stjórnarkosningum á komandi vori, og var tillaga stjórnar þar að lútandi samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á tólfta tím- anum í gærkvöldi. Því er loks endanlega ljóst að Reykjavíkur- listinn í núverandi mynd mun ekki bjóða fram í næstu kosn- ingum. Bornar voru upp tvær tillögur á félagsfundi VG í gærkvöldi, annars vegar tillaga stjórnar um að samstarfinu um Reykjavíkur- lista verði slitið eftir þetta kjör- tímabil, en hins vegar tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur borgar- fulltrúa um að samstarfi um Reykjavíkurlista verði haldið arfulltrúum til að axla þá ábyrgð sem því fylgir.“ Þar segir einnig: „Fundurinn hvetur félagshyggjuflokkana í borginni til þess að bindast fast- mælum um samstarf og myndun félagshyggjustjórnar á næsta kjörtímabili, hvernig sem fram- boðsmálum þeirra verður hátt- að.“ Í tillögu Bjarkar fólst að sam- starfi um Reykjavíkurlista yrði haldið áfram, og að enginn einn aðili að Reykjavíkursamstarfinu, VG, Samfylking, Framsóknar- flokkur eða óháðir, fengju meira en þrjá fulltrúa í átta efstu sæt- in, en flokkarnir sem stæðu að samstarfinu fengju minnst tvo fulltrúa hver. Röðun á lista færi fram með prófkjöri meðal stuðn- ingsmanna, og sá sem fengi flest atkvæði yrði borgarstjóraefni listans. með það að Reykjavíkurlistinn muni ekki starfa áfram,“ sagði Björk, eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún segir þó ekki klofning innan VG í Reykjavík, og hún voni að félagshyggjuöflin í borginni starfi saman eftir kosningar. Í tillögu stjórnarinnar, sem samþykkt var, segir m.a.: „Fé- lagsfundurinn samþykkir, miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir, að hefja þegar undirbúning að framboði flokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 2006. Fundurinn leggur áherslu á að VG í Reykjavík stendur að full- um heilindum að stjórn Reykja- víkurborgar undir merkjum Reykjavíkurlistans á yfirstand- andi kjörtímabili í samvinnu við Samfylkinguna og Framsóknar- flokkinn, á grundvelli gildandi samstarfsyfirlýsingar og mál- efnasamnings, og treystir borg- áfram. Greidd voru atkvæði um tillögurnar saman, 98 greiddu at- kvæði og hlaut tillaga stjórnar 68 atkvæði, eða 69%, en tillaga Bjarkar hlaut 28 atkvæði, eða 29%. Tveir seðlar voru auðir eða ógildir. Árni Þór Sigurðsson borgar- fulltrúi, sem studdi tillögu stjórnarinnar, segir mikilvægt að afgerandi niðurstaða hafi fengist á lýðræðislegan hátt. „Það er ljóst miðað við þessa samþykkt að við munum undirbúa okkar framboð fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar, og það verður ekki um R-lista að ræða í næstu borgarstjórnarkosningum eins og verið hefur,“ segir Árni. Vonbrigði fyrir borgarbúa „Þessi niðurstaða er ekki bara vonbrigði fyrir mig, hún er von- brigði fyrir borgarbúa, vonbrigði Morgunblaðið/Árni Sæberg Endalok R-listans ljós Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Sveinn Rúnar Hauksson (t.v.), Björk Vilhelmsdóttir og Árni Þór Sigurðsson báru saman bækur sínar áður en fundurinn hófst í gærkvöldi. Vinstri grænir í Reykjavík samþykkja að bjóða fram undir eigin merkjum ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiarostami verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík sem hefst hinn 29. september næst- komandi. Hann verður viðstaddur Evrópu- frumsýningu stutt- myndarinnar The Roads, og opnun sam- nefndrar sýningar lista- mannsins, The Roads of Kiarostami. Þá verður efnt til sér- stakrar dagskrár helg- aðrar ferli Kiarostamis á kvikmyndahátíðinni þar sem sýnd verða eldri verk leikstjórans og efnt til fyrir- lestra og umræðna. Abbas Kiarostami er einn áhrifamesti leikstjóri Írans. Hann hefur unnið til fjöl- margra verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum, en árið 1997 vann hann m.a. Gullpálmann á Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Taste of Cherry (Ta’m e guilass). | 19 Abbas Kiarostami til Íslands Abbas Kiarostami ♦♦♦ RÁÐNINGAR í leikskólana sem Reykja- víkurborg rekur eru nú í fullum gangi. Um 130 til 140 manns vantar til starfa og þar sem ekki er nægt framboð af mennt- uðum leikskólakennurum eru einkum ófaglærðir starfsmenn ráðnir. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ástandið nú sé svipað og áður á þessum árstíma, þegar sumarafleysingafólk hverfur á braut eða fastir starfsmenn fara í nám. Staðan sé misjöfn eftir skól- um, allt frá því að marga starfsmenn vanti upp í það að leikskólar séu full- mannaðir. Einna erfiðust sé staðan þó í Grafarvogi. Gerður telur að miðað við lestur at- vinnublaðs Morgunblaðsins um helgina sé mikil vöntun á ófaglærðu starfsfólki á vinnumarkaðnum. Því geti ráðningar orð- ið eitthvað erfiðari en oft áður. Fullmannað í stöður grunnskólakennara Nýtt menntasvið borgarinnar sér bæði um rekstur leikskólanna og grunnskól- anna. Gerður segir mjög vel hafa gengið að ráða grunnskólakennara að þessu sinni, nær fullmannað sé í þær stöður, en ennþá sé óráðið í mörg önnur störf, m.a. skólaliða og stuðningsfulltrúa. Leikskólar Reykjavíkur Um 140 manns vant- ar til starfa Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ♦♦♦ SEGJA má að sagan um að lögreglan sé aldrei til taks þegar á þarf að halda hafi ver- ið afsönnuð í gærkvöldi þegar liðlega tvítug- ur maður hrifsaði veski af þungaðri konu á veitingastað í austurhluta borgarinnar og hljópst á brott. Lögreglukona á frívakt varð vitni að at- vikinu og tók þegar á sprett á eftir mann- inum. Hún hljóp þjófinn uppi og sneri hann niður og hringdi svo á einkennisbúna félaga sína, sem færðu manninn til yfirheyrslu. Sneri tösku- þjófinn niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.