Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 16
!
"
#
!"
#"# $!#
% &
!
"#
#
#
$!
" %
#
#
# &
#!
# '()
* +,
-
%
"
"
#
#
! #$%&'()*%%
+',,-+
-++**.#*,/(01)(
'( )(* *+ .
'()
/0
%
1, 2
&
'
,# -.
(
3(
/0
12
/
0
)
,
12*3"# $!#
*! 4##"! # 20$( !
- 5 * 3 ! 67!!$ *!"
,# -
8
#
69
1" : !
8#; #7 !
<-
4
#! * '()
/0
: ( 3<$=
"
&
1, 2
#
05 &
.
%
#
6+" &
'#* )
7
8
#! #
# #0
" &&&
&&&! %
%
5
# &
' #
! (!
# %5
# 9
! #
69
1
( ( 29
19 *20
#
"
#
#
( #
&"#
#( 2> !*
#"#
#
#"
&:
*"
%
# &
9 1; #
#
(<
#
) &
?( !
.
#
1>$.
#
'()
/0
2@* .
#
#
&
1$( !
#
#
# #
=
<!
!
19 * *
#
#
<1, +
1, 6&
(
A
#
#
". )) &
2.
#*
3(&
>1 #"%
#
*
%
!
"
&
(2/
.
#
#
<3(
&
109"
#
&
2@.
#
&
B/
= !
"
* &
# &
%
&
# (
")
&
C $!$ *.
Sérfræðingar á vegum Evr-ópusambandsins (ESB)telja óhætt að hafa kjúk-linga og annan fiðurfénaðutandyra í löndum álfunn-
ar. Þeir muni ekki eiga á hættu að
smitast af fuglaflensu, sem óttast er
að berist til landa ESB með farfugl-
um frá Rússlandi. Þetta var tilkynnt
eftir fund sérfræðinganna í Brüssel
á föstudaginn. Í Asíu hafa 62 menn
látist til þessa úr fuglaflensunni, sem
fyrst kom upp í Suður-Kóreu síðla
árs 2003.
Ekki þykja nægar sannanir liggja
fyrir um hversu mikil útbreiðsla
H5N1 afbrigðisins sé af völdum far-
fugla. Sérfræðingar ESB hvetja yf-
irvöld ríkja sinna þó til þess að auka
eftirlit með fuglahópum. Einnig var
hvatt til þess að vandlega yrði fylgst
með svæðum þar sem hætta væri á
að farfuglar kæmust í snertingu við
villta, staðbundna fugla.
Haraldur Briem, smitsjúkdóma-
læknir hjá Landlæknisembættinu,
telur Íslendinga ekki þurfa að hafa
sérstakar áhyggjur vegna fugla-
flensunnar.
Snemma í þessum mánuði bárust
fregnir af því að flensunnar hefði
orðið vart í Síberíu í austurhluta
Rússlands, og nágrannalandinu Kaz-
akstan, og 17. ágúst var staðfest að
hún hefði borist til Evrópuhluta
Rússlands. Tilkynnt hefur verið um
dauða farfugla á svæðunum. Þetta
voru fyrstu tilfelli þess afbrigðis
flensunnar sem kallað er H5N1, og
er hið eina af alls 15, sem skaðlegt er
mönnum. Í vikunni var einnig greint
frá því að annað afbrigði, H5, hefði
greinst í dauðum farfuglum í Mong-
ólíu en fólk hefur ekki smitast á
þessu svæði svo vitað sé. Á föstu-
dagskvöld greindi svo landbúnaðar-
ráðuneyti Finnlands frá því að grun-
ur léki á að mávar í norðanverðu
landinu hefðu fengið fuglaflensu.
Ekki er búist við að lokaniðurstöður
rannsókna á sýnum úr fuglunum
liggi fyrir fyrr en eftir þrjár vikur,
en finnska landbúnaðarráðuneytið
telur að þótt rannsóknin kunni að
leiða í ljós að mávarnir hafi sýkst af
fuglaflensu sé talið ólíklegt að þeir
hafi fengið afbrigðið H5N1, sem áð-
ur er nefnt.
Að sögn sérfræðinga sem frétta-
stofa Reuters vitnaði í á dögunum er
það býsna algengt að villtir fuglar
sýkist af öðrum afbrigðum veirunn-
ar, jafnvel allt að 30% villtra fugla í
heiminum.
Fremur lítil hætta
Debby Reynolds, yfirmaður dýra-
lækningamála hjá ESB, segir það
skoðun sérfræðinganna, sem hittust
á föstudaginn, að ekki væri ástæða
til þess að setja almennt bann við því
að halda fiðurfénað utandyra.
„Hættan á því að fuglaflensan breið-
ist út til Evrópu með farfuglum frá
Rússlandi, er fremur lítil,“ sagði hún
eftir fundinn í belgísku höfuðborg-
inni.
Stjórnvöld í Hollandi höfðu fyrir-
skipað bændum að hleypa fuglum
sínum ekki út og þýsk stjórnvöld
hyggjast einnig grípa til aðgerða;
þar í landi hefur verið samið frum-
varp þess efnis að alifuglar verði lok-
aðir inni til þess að fyrirbyggja að
þeir komist í snertingu við villta
fugla, en frumvarpið er ekki enn orð-
ið að lögum.
Þá hefur yfirdýralæknir Bret-
lands lýst þeirri skoðun sinni að mik-
il hætta sé á smiti í álfunni, af völd-
um farfugla. Hann sagði hættu á því
að veikin breiðist út og mælti með
frekari rannsóknum á farfuglum, sér
í lagi gæsum og öndum, sem væru í
mestri hættu á að smitast af um-
ræddri fuglaflensu.
Sú bráðsmitandi fuglaflensa sem
hér um ræðir kom fyrst upp í fið-
urfénaði í Suðaustur-Asíu fyrir tæp-
um tveimur árum. Umfang hennar
er mun meira en áður þekkist; bæði
hafa fleiri dýr smitast en áður og á
stærra svæði. Til þessa hafa alls um
150 milljónir fugla drepist úr veik-
inni eða verið slátrað í því skyni að
hefta útbreiðslu hennar, skv. upplýs-
ingum á heimasíðu WHO, Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar.
Í sumum þeirra landa, þar sem
flensan hafði áhrif í upphafi, er nú
talið að búið sé að einangra hana á
ákveðnum svæðum; t.d. í Víetnam,
Indónesíu, Kambódíu, Kína og Taí-
landi.
Til þessa hefur verið staðfest að
flensan hafi greinst í mönnum í fjór-
um löndum, Víetnam, Taílandi,
Kambódíu og Indónesíu.
Ekkert mótefni til
WHO telur, skv. upplýsingum á
heimasíðu stofnunarinnar, talsverða
hættu á heimsfaraldri, en hins vegar
sé ómögulegt að spá um það hvenær
slíkur faraldur geti hafist og hversu
alvarlegur hann yrði. Þar segir að
gripið hafi verið til allra mögulegra
aðgerða gegn slíkum faraldri, nema
að því leyti að ekki sé til mótefni
gegn því ef að við stökkbreytingu
yrði til nýtt afbrigði veirunnar sem
smitast myndi manna á milli. Í
Bandaríkjunum hefur undanfarið
verið unnið að gerð mótefnis gegn
umræddu afbrigði og skv. upplýsing-
um frá WHO virðast fyrstu klínísku
prófanir benda til þess að það gæti
reynst vel.
Haraldur Briem, sóttvarnarlækn-
ir hjá Landlæknisembættinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að farfugl-
ar væru náttúrulegir hýslar flens-
unnar og flyttu hana á milli svæða,
eðli málsins samkvæmt.
Farfuglar fara frá norðurhveli
jarðar í átt að miðbaug og svo aftur
norður á bóginn og þá segir Harald-
ur að flensunnar verði lítt vart í þeim
en magnist upp í fuglunum þegar
þeir koma til fyrri heimkynna.
Fuglaflensa er, að sögn Haraldar,
inflúensuveira A, sem er sameigin-
legur sjúkdómur dýrum og mönnum.
„Veiran berst yfirleitt með andfugl-
um, gæsum og þess háttar fuglum
sem eru mikið á vötnum, og þeir geta
sýkt aðrar fuglategundir.“
Haraldur segir hænsnfugla við-
kvæma fyrir ákveðnum tegundum
veirunnar en spendýr og menn geti
líka smitast. „Oft er sagt að svín séu
milliliðurinn; að í þeim geti orðið
uppstokkun á veirunni sem valdið
geti heimsfaraldri; þegar í svínunum
blandist fuglaflensan öðrum inflú-
ensustofni sem er bæði í mönnum og
öðrum dýrum.“
Haraldur segir að þótt greint hafi
verið frá því að hópur manna í Asíu
hafi smitast af fuglaflensunni sé ekki
sannað að hún sé farin að berast á
milli manna, og raunar sé ólíklegt að
svo sé. Og hann segir mannskepn-
unni alla jafna ekki stafa hætta af
slíkri veiru, a.m.k. ekki í okkar
heimshluta. Hættan sé meiri þar
sem inflúensa er viðvarandi en hér
Dregur úr ótta við heims
Fuglaflensa sem geisað hefur í Suðaustur-Asíu síðustu
misseri hefur nú borist vestur til Evrópuhluta Rúss-
lands. Skapti Hallgrímsson kynnti sér stöðu mála,
hvaða fyrirbæri þessa flensa er og hvort raunveruleg
hætta sé á að hún berist hingað til lands – eða hvort
Vesturlandabúar séu yfirleitt í einhverri hættu.
Reuters
Rússneskur dýralæknir fylgist með því er sýktir kjúklingar og endur voru brennd í dekkjahrúgu í bænum Oktyabrskoye,
um 170 km suðaustur af Chelyabinsk í vikunni sem leið. Veiran kom upp á stóru alifuglabúi á svæðinu.
16 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ