Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 27
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s Acuvue linsur frá Linsurnr. 1 á Íslandií dag! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 27 faðir minn komu móður minni til að- stoðar, þegar heimili hennar og at- vinna var í rúst og ég kom heim á miðju ári 1942. Ég fór þá að leita mér að vinnu en ekkert embætti var laust í Reykjavík með meira en 450 króna mánaðar- launum. Hins vegar blómgaðist nú verslun og viðskiptagarpar buðu 1.100 krónur, aðallega fyrir að annast bréfaskriftir og skeytasendingar. Fyrir húsnæðisleysingja var valið auðvelt og ég var við heildverslunar- störf í rúm 4 ár, en líkaði ekki vel. Á þeim tíma urðu þáttaskil í lífi mínu. Ég kvæntist 1. dsember 1945 Guðrúnu Guðmundsdóttur Jóhann- essonar framkvæmdastjóra, mikilli ágætiskonu og við eignuðumst tvö börn og eigum nú þrjú barnabörn. Hús móður minnar var endur- byggt og þar setti ég á stofn skrif- stofu. Árið 1947 hlutum við Þórarinn heitinn Jónsson löggildingu „til þess að vera dómtúlkar og skjalaþýðendur úr og á ensku“, eins og segir í skip- unarskjölunum. Við Þórarinn vorum fyrst með skrifstofu saman og unnum mikið fyrir innflytjendur en fljótlega varð ég einn með mína skrifstofu sem ég rek enn í dag. Í starfi mínu komst ég að mörgu leyndarmálinu, en ég var eiðbundinn og virti það vel. Mjög dró úr bréfaskriftarþjónust- unni þegar kaupmenn og aðrir tóku að ferðast til útlanda, síðan kom al- mennt talsamband, telex og loks tele- fax. Nú má segja að þessi þjónusta heyri sögunni til, utan þegar um sér- stök vandamál er að ræða eða samn- ingu flókinna orðsendinga. Snemma á sjöunda áratugnum fór að bera mjög á málefnum varðandi virkjanir og stóriðjuáætlanir. Bar þar hæst samingaumleitarnir við erlenda aðila um lántökur og hvers kyns áform á stóriðjusviði. Eiðar fyrnast ekki Eins og kunnugt er vinna löggiltir skjalaþýðendur og dómtúlkar flest störf sín í kyrrþey, enda venjulega um trúnaðarmál að ræða. Í 58 ár var ég með skrifstofu í Hafnarstræti 11, sem þá var í miðju umhverfi stjórnsýslu og réttargæslu. Ég hafði mikið samstarf við lögmenn sem flestir voru þá virðulegir heið- ursmenn sem ekki máttu vamm sitt vita, meðal þeirra og annarra sam- starfsmanna í hópi stjórnvalda og viðskiptavina eignaðist ég marga góða vini sem gott var og öruggt að starfa með. Því miður hafa mannleg samskipti breyst mikið á síðustu ára- tugum. Ég hef kappkostað að hafa skipti við örugga og góða menn. Þetta viðhorf mitt hefur leitt af sér að ég hef ekki getað haft viðskipti við eins marga og áður, nú er ríkjandi mikil Mammonsdýrkun en minna lagt upp úr manngildi en áður var, umhverfið hefur því gjörbreyst. Hin mannlegu samskipti eru ekki það eina sem breyst hefur í áranna rás. Starfsemi sú sem rekin er í mið- bænum er nú öll önnur en áður var. Nú er þar allt fullt af krám en fátt orðið um verslanir eða fyrirtæki. Áð- ur mætti maður virðulegum heiðurs- mönnum í miðbænum ef út var geng- ið en nú er varla óhætt að fara út á þessu svæði þegar skyggja tekur, í nágrenni við Hafnarstræti 11 hafa verið manndráp og fólk stórslasað á síðustu árum. Iðulega hef ég horft upp á illvíg slagsmál í miðbænum eða heyrt lætin þeim samfara. Ég hef búið lengi í miðbænum.Við hjónin keyptum okkur „elliheimili“ að Pósthússtræti 13, í fjölbýlishúsi sem stendur á lóð þar sem áður stóð hús sem lengi var í eigu Kristjáns afa míns háyfirdómara. Þótt ég sé slíkur miðbæjarmaður sem raun ber vitni þekki ég annað. Ég bjó þó nokkur ár út á Kársnesi í Kópavogi, en þegar börn okkar þurftu á langskólagöngu að halda fluttum við heimili okkar að Freyju- götu 37 í Reykjavík. Þar hafði ég oft komið sem ungur maður og þekkti því vel til hússins, sem er ein 13 her- bergi. Þar bjuggu lengstum með stóra fjölskyldu Einar B. Kristjáns- son byggingameistari og Guðrún borgarfulltrúi, systir Kristjáns Guð- laugssonar lögmanns og fyrrum rit- stjóra Vísis, sem var góður vinur minn. Þetta hús átti ég í tíu ár, en þá lá leiðin aftur niður í miðbæ, í Póst- hússtræti sem fyrr sagði og þar bú- um við hjónin enn.“ Að sögn Hilmars Foss voru gerð skipti á húsinu Hafnarstræti 11 og Garðastræti 34. „Hér í Garðastræti er ég nú með skrifstofu mína og kann vel við mig. Ég geng á milli Pósthússstrætis og Garðastrætis, – til vinnu minnar og frá. Það var orðið illbærilegt að hafa starfsemi í Hafnarstræti 11, – um- ferðaröngþveiti, – rónar voru þar um tíma en það hafði verið þurrkað upp en ástandið fór aftur versnandi, ég sé ekki eftir þeim stað, þar sem allt ein- kenndist af umgengnisskorti. Það er öðruvísi í London, þar hef ég komið árlega alla tíð og oft dvalið þar tíma og tíma, – þar er séð til þess að mið- borgin sé byggileg, erlendis víða gengur þetta sambýli starfsemi og búsetu ágætlega, hér hefur þetta aft- urá móti ekki lánast. Sonur minn var með íbúð í Hafnarstræti, auk skrif- stofu eins og ég. Þar er ekki boðlegt umhverfi fyrir fjölskyldu, nú býr Hilmar sonur minn og fjölskylda hans hér í Garðastræti,“ segir hann. Ég spyr að endingu um leyndar- málin sem Hilmar hefur gætt svo vandlega fyrir viðskiptavini sína svo áratugum skiptir – spyr auðmjúklega hvort ekki sé óhætt að eitthvert þeirra verði nú gert opinbert, – af því að svo langt er um liðið. „Nei, það kemur ekki til mála. Ég sór trúnaðareið og ég tel að slíkir eið- ar fyrnist ekki,“ svarar Hilmar og horfir á mig hneykslaður. „Eins og eðlilegt er voru viðskipta- vinir mínir oft forvitnir hver um ann- an þótt heiðursmenn væru, en ég gætti þess vel að segja aldrei neitt, mér varð að vera treystandi,“ bætir hann við. „Annaðhvort er að halda sér saman eða ekki.“ gudrung@mbl.si Samstarfsmenn og vinir. Sendi- fulltrúinn, Hilmar Foss, og aðstoð- armaður hans, Pétur Benediktsson, á skrifstofunni í Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.