Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 23 ÞEIR Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, sem veitt hefur á urriðasvæðinu í Laxárdalnum til áratuga og seinni árin einkum á örsmáar þurr- flugur, og Emanúel Geir Guð- mundsson voru fyrr í sumar að veiðum á efsta veiðistaðnum vest- an megin í dalnum þar sem heitir Æsufit og slóst ljósmyndari Morg- unblaðsins í för með þeim. Þarna er áin afar stríð og straumhörð og þeir sem þar setja í væna urriða neyðast einatt til að elta þá á harðahlaupum langa leið niður með ánni að næsta veiðistað fyrir neðan þar sem heitir Varastaða- hólmi. Þetta hefur Jón Aðalsteinn fengið að reyna alloft en hann er einn af fáum veiðimönnum í svo- kölluðum „Æsufitjarklúbb“ en það eru þeir sem lent hafa í svona æv- intýri. „Þetta var sennilega í fjórða eða fimmta skipti sem ég veiði Æsufitina en þetta var hins vegar fyrsta Æsufitjarhlaupið og í fyrsta sinn sem ég set í almenni- legan fisk þarna,“ segir Emanúel. „Ég veiddi andstreymis þarna upp með bakkanum en það gekk ekk- ert og við sáum engan fisk. Það var ekkert að gerast. Ég ákvað síðan að henda aðeins léttum Black Ghost í þetta rétt þegar við vorum að fara. Og þá tók hann strax í öðru kasti, úti í straumskil- unum og ég sá að þetta var vænn fiskur, 4–5 pund. Það er svaka- lega straumþungt þarna og ég sá Jón Aðalstein einu sinni setja í stóran fisk á þessum stað og hann virðist alltaf gera það sama. Hann hendir sér strax út í beljandi strauminn og þessi sem ég setti í gerði það líka. Það er ekkert ann- að að gera en svíntaka á honum og eiga á hættu að slíta eða hlaupa á eftir honum,“ segir Em- anúel en hann var með létta stöng fyrir línu 4 en 10 punda taum. „Ég prófaði eitt sinn 8 punda taum og gerði það bara einu sinni. Það fór allt í sundur.“ Harður sprettur urriða og veiðimanns niður ána Um tíu mínútna röskur gangur er frá Æsufitinni niður að Var- astaðahólma. „En ég var nú að- eins fljótari en það þegar ég elti urriðann niður eftir,“ viðurkennir Emanúel. Að loknum hörðum spretti nam urriðinn staðar á hægara vatni fyrir ofan Varastaðahólma þar sem Jón Aðalsteinn náði síðan að háfa hann við mikinn fögnuð veiðimannsins. „Þetta var mikið fjör. Og raun- ar var þessi vakt alveg svakaleg. Ég byrjaði vaktina á að taka rúm- lega fimm punda fisk í Auðnu- hólmakvísl, svo tók ég um fimm punda fisk í Djúpadrætti og svo loks þennan en viðureignin við hann og hlaupið niður með ánni var mjög eftirminnilegt.“ Æsufitjarhlaup í Laxárdal Jón Aðalsteinn gefur Emanúel góð ráð áður en kastað er í Æsufitinni. Emanúel Geir læðist með bökkunum á Æsufitinni í leit að fiski sem gjarna liggur í straumskilunum. Urriðinn hefur neglt Black Ghost sem Emanúel kastaði svona „rétt í lokin“. Morgunblaðið/Einar Falur Ekki var alls staðar mjög þægilegt að fara yfir eins og Emanúel fékk að reyna. Jón Aðalsteinn hefur náð að háfa urriðann við mikinn fögnuð Emanúels. STANGVEIÐI Eftir Arnór Gísla Ólafsson og Einar Fal Ingólfsson veidar@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.