Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 43 MINNINGAR an af að spila á spil, lagðir kapla og vannst okkur systkinin oft í rommí og varst snillingur í hraðaspilum eins og t.d. kleppara og kvikk, föður okkar til mikillar gremju vannst þú til að mynda alltaf í kvikk. Í augum okkar var lífsskeið þitt sveipað ævintýraljóma. Að eðlisfari varst þú létt í lund en jafnframt ákveðin og hispurslaus. Allt fram á síðasta dag var ekki annað hægt en dást að þínum líkamlega styrk. Án þín verður lífið tómlegra og und- arlegt til þess að hugsa að eiga aldr- ei eftir að sjá þig aftur, heimsókn- irnar til þín um helgar hafa verið fastur liður í tilveru okkar í mörg ár. Við búum að því alla okkar ævi að eiga ótalmargar minningar um þig sem engin leið er að setja allar niður á blað. Okkur langar sérstaklega að þakka öllu því indæla fólki sem hugsaði um þig af mikilli alúð á Elli- heimilinu Grund. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, við kveðjum þig nú með söknuði og sorg. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ingunn, Markús og Sigríður. Löngu og ströngu veikindastríði er lokið. Sissa var tveimur árum eldri en ég og hafði því yfirhöndina þegar við vorum börn, hún var táp- mikil og fann upp á ýmsu sem stúlk- unum á heimilinu þótti fyndið og skemmtilegt enda var hún uppá- haldið þeirra, það má segja að hún hafi ráðið ferðinni. Sú saga var sögð af henni og Markúsi bróður, sem var tveimur árum eldri en hún, að þau voru úti að leika sér þar sem sást til Sissu reka hann á undan sér, ýta á hann og segja: „Svona, áfram.“ Þetta margendurtók hún þar til Markús stoppaði og sagði ,,Veistu ekki að ég er bróðir þinn.“ Þetta þótti fyndið. Hún var sterkust allra og þegar strákarnir voru að hrekkja okkur var kallað á Sissu og strák- arnir urðu bljúgir sem lömb. Þegar við uxum úr grasi áttum við mjög góðar stundir saman þar sem gleðin ríkti og hlátrasköllin glumdu um húsið, Sissa var orðheppin og skemmtileg, hún spilaði vel á píanó, hreifst mjög af franskri tungu og lærði matargerð í Frakklandi. Hún gerðist matráðskona á Bessastöð- um, hjá frú Dóru Þórhallsdóttur og Ásgeiri Ásgeirssyni forseta, vann árum saman á talsambandi við út- lönd. Hún átti við vanheilsu að stríða árum saman. Gæfa hennar í lífinu var sonur hennar Sigurjón og fjölskylda hans. Nú er öllu þessu lokið, sárast finnst mér til þess að hugsa hvað hún mátti líða og að fá ekki að njóta efri áranna eins og þau geta verið gefandi og veitt manni mikla ánægju. Far þú í friði, elsku Sissa mín. Þín systir Jóhanna (Adda). Kæra systir. Það væri hægt að skrifa langa bók um þig. Mér fannst allt svo fyndið sem þú sagðir og gerðir. Ég sá ykkur fyrst í Banka- stræti 2 þegar ég var sextán ára gömul. Það var fullt af fólki að skoða gripinn og ég var að deyja úr feimni. En þegar ég fór að venjast ykkur og sjá á hverjum degi voruð þið öll svo elskuleg og ég þakka það. Þú varst alla tíð svo kát og glöð og meira að segja þegar þú sagðir mér sorgarsögur af sjálfri þér var alltaf hlegið í endann. Þú spilaðir vel á píanó og varst æðislegur kokkur. Þú lærðir að kokka í París og varst svo bæði á forsetasetrinu hjá Dóru og Ásgeiri og hjá Flugfélagi Íslands. Ég gleymi því aldrei að þú áttir elskulegan son sem þú gerðir allt fyrir. Og ég þakka þér samfylgdina, allt þetta líf sem við áttum saman. Þín systir og vina Hlíf. Hún Sissa frænka mín er látin í hárri elli. Það eru mörg brot minn- inga sem brjótast fram í hugann á þessari kveðjustund, fyrstu minn- ingar mínar um Sissu tengjast nýj- um straumum í matargerð, en hún hafði menntað sig í Frakklandi í þeirri grein og er mér sérstaklega minnisstætt þegar hún var að kenna móður minni og flerrum að búa til majónes, útskýringarnar voru á móðurmálinu en allar handahreyf- ingar voru upp á franskan máta. Hún öðlaðist nokkurn frama í sínu fagi, stjórnaði meðal annars allri matargerð á Bessastöðum um tíma. Hún var eins og allt fólkið í Bankastræti 2, mikill húmoristi og tók sjálfa sig ekkert sérstaklega al- varlega, hún átti auðvelt með að hlæja að eigin mistökum. Ein sagan sem hún sagði oft var eitthvað á þessa leið. Kvöld eitt fór hún á dans- leik ásamt glæsilegum herramanni, í miðjum dansinum segir herrann að hann haldi að kjóllinn sem hún er í sé rifinn frá hálsmáli og niður eftir baki, það skipti engum togum Sissa snýr sér eldsnöggt við og þrýstir sér upp að herranum og segir ,,nú göngum við svona fram í fatahengi“ vesalings maðurinn átti alls ekki von á þessu, en lét sig hafa það að mars- era með dömuna þétt að sér niður stigann og fram eftir löngum gangi að fatahenginu. Það var einstök skemmtun að heyra og sjá Sissu segja þessa sögu með tilheyrandi látbragði. Ég þakka Sissu fyrir allar góðu stundirnar. Ef ég léti tónlistina tala, væri lagið ,,We’ll meet again“ við- eigandi. Við Sigurdís vottum Nonna, Stellu, Ingunni, Markúsi, Siggu og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Magnús Harðarson. Elsku tengdapabbi, í þau hartnær tuttugu ár sem við höfum þekkst eru þessi upphafsorð mín lýsing á þér og það er besta veganesti sem nokkur getur fengið í lífinu. Ég hef og mun eftir fremsta megni reyna að temja mér það síðan ég kynntist þér. Þú kenndir mér hið jákvæða, það besta sem nokkur getur gert. Börnunum okkar Guðjóns varst þú góð fyrirmynd og góður afi sem alltaf varst svo glaður og allt vildir fyrir þau gera. Samband ykkar Guðjóns var þann- ig að það leið ekki dagur án þess að þið töluðuð saman sem sýndi hversu samrýndir og góðir vinir þið voruð. Við áttum margar góðar stundir saman sem svo gott er að hugsa til þegar þú með svo stuttum fyrirvara veikist og hverfur á braut. Þrautseigja þín og styrkur varð til þess að sjúkdómur þinn var það langt genginn að ekkert varð að gert. Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt. Guð veri með þér. Minning þín lifir og brosið þitt lifir. Guð blessi þig. Þín tengdadóttir Sigríður (Sigga). Elsku afi, ég trúi ekki að þú sért dá- inn. Þú kenndir mér margt eins og vera alltaf jákvæður og glaður. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, alla bíltúrana á bílasöl- urnar. Þú gafst mér hlut sem mér þykir mjög mikið vænt um, það var hljómborðið þitt sem ég sit við dag- lega og sem lög til þín. Elsku afi, takk fyrir hvað þú varst góður og jákvæð- ur við mig, vildir alltaf gera allt fyrir mig. Einn atburður sem ég gleymi aldrei er þegar ég, þú og Sigurður fórum á bílasýninguna í Laugardals- höll. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þinn Hjörleifur. „Einstakur“ er það orð sem kemur upp í hugann þegar rifjuð eru upp samskiptin við Sigurð Sívertsen í gegnum tíðina. Siddi, eins og við vinnufélagarnir kölluðum hann, hefur nú kvatt þennan heim eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Við erum mörg sem höfum verið Sidda samferða á vinnustað meira og minna hátt á þriðja áratug. Í launa- deildinni hjá Hagvirki hlaut hann starfsheitið „sendiherra“ sem okkur fannst hæfa honum vel því hann var reddari og vinur okkar allra. Öllu sinnti hann af jafnmikilli samvisku- semi og ljúfmennsku, hvort sem það var að skjótast í bankann eða fara með fullan bíl af kosti og varahlutum á virkjanasvæðin þar sem fyrirtækið var með starfsemi um árabil. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru á milli Hafnarfjarðar og Þjórsársvæð- isins hvort heldur var á nóttu eða degi. „Biðjum Sidda að redda þessu“ var viðkvæðið, hvort sem hengja þurfti upp mynd eða laga eitthvað sem úrskeiðis fór á stórum vinnustað. Ekki munaði hann heldur um að taka heilu skrifstofurnar og mála þær ef svo bar undir, svona með öðru. Þó svo að formlega tilheyrði hann meira verkstæðinu heldur en skrif- stofunni var það nú þannig í gegnum tíðina að við vildum eiga hann, bæði í vinnunni og utan, því ekki mátti halda skrifstofupartý án þess að Sidda væri boðið að vera með. En það voru ekki bara við á skrifstofunni sem nutum þess að hafa hann til að þjónusta okk- ur, því að enn meira var hann í návígi við strákana á verkstæðinu, bæði á Skútahrauninu og síðar á Melabraut- inni. Það var jafnsjálfsagt og að birti af degi, að Siddi væri búinn að hella upp á kaffi þegar aðrir mættu til vinnu, og mikið hefur hans verið saknað daglega síðan hann þurfti frá að hverfa. Um helgar og á frídögum var hann líka mættur en þá meira til að sinna áhugamáli sínu, þ.e. að gera Bensann kláran. En Siddi átti forláta Bens- sendibíl sem hann var búinn að breyta í húsbíl, en alltaf mátti betur gera og mörg handtök voru eftir til að gamli úrsmiðurinn yrði sáttur við sitt verk og ekki var hann ánægður með að geta ekki lokið verkinu áður en kallið kom. Siddi var tónelskur mjög og hafði yndi af að hlusta á klassíska tónlist og aðra góða tónlist. Ekki þótti honum alltaf mikið til þess koma hvers konar „tónlist“ strákarnir á verkstæðinu kusu að hlusta á, en það var ekkert rusl á diskunum sem hlustað var á í bílnum þegar hann var einn á ferð. Eitt var áberandi í fari Sidda en það var hversu mikill húmoristi hann var. Hann gat alltaf komið auga á spaugi- legu hliðarnar á hlutunum og lífið hafði kennt honum að það er ekki þess virði að eyða tíma og orku í leið- indi og ergelsi. Það er einmitt það sem margir mættu hafa í huga þegar við minnumst þessa góða vinar og fé- laga. Ekki fór á milli mála að börnin hans Sigurðar, tengdabörn og barnabörn voru honum afar kær. Þeim sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur um leið og við kveðjum góðan dreng. Vinnufélagar hjá Hagvögnum, Hópbílum og Hagtaki. Elsku afi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, afi minn. Ég sakna þín. Kristbjörg Þöll. HINSTA KVEÐJA ATVINNA mbl.is www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Sími 588 4477 ÓSKUM EFTIR EIGNUM Höfum verið beðnir um að útvega eftirtaldar eignir fyrir trausta kaupendur. Vantar einbýlishús í Garðabæ, Kópavogi eða á Álftanesi. Verðhugmynd 35-48 millj. Óskum eftir, fyrir fólk að norðan, góðri 3ja herb. íbúð í Grafarvogi, Breiðholti, Selási eða Háaleitishverfi. Verðhugmynd 15-18 millj. Vantar íbúð fyrir eldri konu utan af landi í góðu lyftuhúsi þar sem einhver þjónusta er. Engin verðhugmynd. Vantar 2ja og 3ja herb. í Fellum eða Hólahverfi. Verðhugmynd 11-15 millj. Vantar 4ra herb. íbúð í 101 eða 107. Verðhugmynd allt að 30 millj. Má þarfnast lag- færingar. Staðgreiðsla fyrir 2ja herbergja íbúð í miðborginni eða vesturbænum. Allar upplýsingar veita sölumenn okkar, Bárður í síma 896 5221, Þórarinn í síma 899 1882 eða Ingólfur í síma 896 5222, eða sendið okkur tölvup. á ww.valholl.is eða á bardur@valholl.is, ingolfur@valholl.is, thora@valholl.is eða á thorarinn@valholl.is. Traust og örugg þjónusta í áratugi. Láttu traust fyrirtæki sem hefur verið ein af stærstu fasteignasölum landsins í áratug. Ingólfur Gissurarson, lögg. fasteignasali, Þórarinn Friðgeirsson, lögg. fasteignasali og Kristinn Kolbeinsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. Bergstaðastræti 50 Frábær staðsetning Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð (ofan götuhæðar) í vönduðu steinhúsi. Þingholt- in eru skjólsæll og góður staður og þessi hluti Bergstaðastrætisins er í brekku sem snýr á móti sólu í suðvestur. Mikið er búið að endurnýja húsið á undanförnum árum, m.a. járn á þaki. Húsið var viðgert og málað 1997, gler og gluggar voru endurnýjað- ir einnig 1997. Parket á gólfum frá 1996. Einnig er rafmagn endurídregið.Þetta er vel skipulögð íbúð á frábærum stað í göngufæri við miðborgina en þó staðsett fjarri glaumi miðborgarlífsins. Verð 18,3 millj. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.