Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 48
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÞAÐ STENDUR HÉR AÐ ÞEGAR BÖRN HAFA NÁÐ SEX ÁRA ALDRI... ÞÁ HAFA ÞAU SÉÐ YFIR MILLJÓN MORÐ Í SJÓNVARPINU ÞETTA ER ALVEG HREINT HRÆÐILEGT! VIÐ HÖFUM GREINILEGA EKKI VERIÐ AÐ HORFA Á RÉTTAR STÖÐVAR Risaeðlugrín NEI SKO ... GÖNGUR RISASNIGLANNA VIRÐAST VERA BYRJAÐAR ... © DARGAUD Dagbók Í dag er sunnudagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 2005 Víkverji er að íhugahúsakaup enn einu sinni en Víkverji hefur þegar mikla reynslu af flutningum. Alltaf svíður Víkverja sú þóknun sem fast- eignasalar rukka enda hefur nær undantekn- ingarlaust gengið mjög greiðlega hjá Víkverja að selja sínar íbúðir og sjaldan að honum virðist mikil vinna lenda á fast- eignasölunum við þau sölustörf. Raunar þykja Vík- verja margir þeir fasteignasalar, sem hann hefur haft viðskipti við, ekki hafa reynst vel þegar vandamál hafa komið upp við og eftir húsa- kaup. Á það þó blessunarlega ekki við um alla og nokkrir fasteignasalar sem Víkverji getur vel borið söguna. Pínlegt þykir Víkverja að fast- eignasölurnar skuli taka fasta pró- sentuþóknun af söluverði húsnæðis. Þar eru fasteignasalarnir mis- ósvífnir og taka sumir þeirra að auki sérstakar umsýsluþóknanir, rukka aukalega fyrir birtar auglýsingar og þar fram eftir götunum. Gott er og blessað að fá borgað fyrir vinnu sína, en Víkverja þykja söluþóknanirnar sem hann hefur greitt í sín- um viðskiptum á eng- an hátt endurspegla vinnu, ábyrgð, kostnað og áhættu fasteigna- salanna. Lausleg könnun Víkverja leiddi í ljós að algjör lág- markssöluþóknun er 1% af söluverði en það merkir að fyrir að selja 20 milljóna íbúð fær sölumaðurinn tvö hundruð þúsund. Virð- ist því í grófum drátt- um að ekki þurfi að selja fleiri en tvær sæmilegar íbúðir mánaðarlega til að hafa mjög góðar tekjur. Ergir það Víkverja sérstaklega að engin marktæk breyting hefur orðið á þóknun fasteignasala í því fast- eignabrjálæði sem riðið hefur yfir landið síðustu misseri þar sem hald- ast í hendur stórhækkað verð fast- eigna og stóraukin sala. Skilur Víkverji vel að á skiptast skin og skúrir í lífi fasteignasala og ekki seljast allar eignir jafn- greiðlega og eignir Víkverja. Þykir Víkverja samt að hann sjái sönnun þess að ekki er allt með felldu nú þegar á öðrum hverjum strætisvagni er auglýsing frá fasteignasölu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Heimur | Á myndinni hér að ofan sýnir indversk fyrirsæta brúðarskrúða. Sýndi hún ásamt öðrum á tískusýningu sem haldin var í sérstakri versl- unarmiðstöð algjörlega helgaðri brúðkaupum sem opnuð hefur verið í Kolkata, sem hét Calcutta þar til í janúar 2001. Er þetta fyrsta versl- unarmiðstöð sinnar tegundar á Indlandi. Reuters Í brúðarskrúða MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm. 12, 17.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.