Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Á síðustu vikum hafa fjöl-miðlar birt fréttir afhungursneyð í Níger ogskelfilegum afleiðingumhennar, sérstaklega fyr- ir börn og þá sem minna mega sín. Talið er að þrjár og hálf milljón manna þjáist af næringarskorti í kjölfar þurrka og engisprettu- faraldurs. Neyðaraðstoð hjálpar- stofnana byrjaði að berast til lands- ins undir lok júlí. Fjölmiðlar hafa einnig bent á þá dapurlegu stað- reynd að fyrir löngu síðan var hægt að sjá hungursneyðina fyrir og þá væntanlega mögulegt að koma í veg fyrir hana. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir aðstoð í nóvember á síð- asta ári en hjálparstofnanir virtust fyrst taka á vandanum þegar myndir af vannærðum börnum rötuðu inn í alþjóðlega fjölmiðla. Fréttir af hungursneyð í Afríku birtast með nokkuð reglulegu milli- bili í fjölmiðlum og oft eru þær út- skýrðar með slíkum einföldum tilvís- unum til þurrka eða faraldra. Hungursneyð í Níger er því miður ekki heldur ný af nálinni og rétt að skoða stuttlega hverjar ástæður hennar hafi verið í fortíðinni og af- leiðingarnar fyrir fólkið sem býr í landinu. Það er mikilvægt að skoða ástæður fyrri hungursneyðar í Níg- er og á Sahel-svæðinu til að minna á að hungursneyð er ekki einföld af- leiðing þurrka heldur samofin flókn- um ástæðum sem sýna hversu sam- tengdur heimurinn hefur verið í langan tíma. Einnig má minna á að fréttir um Afríku almennt rata mjög sjaldan í fjölmiðla nema þær séu tengdar ein- hvers konar hörmungum, þá ekki eingöngu hungursneyð heldur einn- ig stjórnarbyltingum eða þjóðar- morðum, svo dæmi séu tekin. Fræði- maðurinn Jo Ellen Fair bendir á í ritsafninu Africa’s Media Image (1992) að fréttir af hungursneyð í álfunni eru að einhverju leyti auð- melt efni því þær snúa að afmörk- uðum, svæðisbundnum atburði og eru oft kryddaðar með frásögnum af valdamiklum stjórnmálamönnum eða rokkstjörnum sem heimsækja flóttamannabúðir eða tjá sig á ein- hvern hátt um hörmungarnar. Margar fréttir af hungursneyð í Afr- íku sýna einnig einkum vestræna hvíta hjálparstarfsmenn deilandi út matvælum eða læknishjálp til dökkra vannærðra Afríkubúa. Slíkar ímyndir eru því miður mjög í ætt við fréttaflutning um Afríku sem hefur haft tilhneigingu til að leggja litla áherslu á einstaklinga og fólkið sjálft í álfunni fyrir utan spillta stjórn- málamenn. Slagorð snyrtivörufyrirtækisins The Body Shop í herferð sinni Trade not Aid fyrir nokkrum árum, sem gekk út á það að maður ætti að kenna fólki að fiska en ekki gefa því fisk, endurspeglar algengt viðhorf til Afríku að því leyti að það virðist fela í sér að ástæður ömurlegra að- stæðna fólks almennt í þriðja heim- inum séu vanþekking þeirra og vönt- un á sjálfsbjargarviðleitni. Eins og Jo Ellen Fair tekur til orða birtist Afríka á Vesturlöndum sem „vanda- mál“ og einstaklingar sem búa í álf- unni sjást óljóst í bakgrunni, en ekki sem gerendur í því að leysa vanda- málin. Sahel-svæðið og hjarðmennska Í Níger hafa þurrkar fyrst og fremst bitnað á hirðingjahópum og á fólki sem stundar akuryrkju á Sahel- svæðinu. Nokkrir hirðingjahópar eru í Níger og má þar nefna Túrega og WoDaaBe-fólkið. Á árunum 1996–1998 gerði ég doktorsrannsókn um tveggja ára skeið sem sneri að sjálfsmynd og hnattvæddum breyt- ingum meðal WoDaaBe-fólksins og mun hér helst vísa til þeirra til við- miðunar. Hér þarf að hafa í huga að hreyfanleiki hirðingjanna er bein af- leiðing af vistfræði Sahel-svæðisins þar sem hirðingjarnir „elta rign- inguna“ eins og WoDaaBe orða það. Hér er átt við að Sahel er jaðarsvæði að því leyti að heildarúrkoma er mis- jöfn milli ára og ólík svæði fá mis- mikla úrkomu frá ári til árs. Hreyf- anleikinn er nauðsynlegur til þess að geta brugðist við þessu síbreytilega vistfræðilega umhverfi þar sem ákveðið svæði fær góða rigningu eitt árið en enga það næsta. WoDaaBe- fólkið hefur, til dæmis, fjölmörg orð yfir hreyfanleika sem endurspegla mikilvægi þessarar aðferðar til þess að bregðast við vistfræðilegri óvissu. Hér má benda á að hugtakið Sahel er komið úr arabísku og vísar til jað- ars Saharaeyðimerkurinnar, sem segir sína sögu um vistfræði svæð- isins. Gróflega má skipta árinu á Sahel- svæðinu í þurrkatímabil og regn- tímabil. Líf fólks mótast mikið af þessum árstíðum, þar sem þurrka- tímabilið einkennist af mikilli vinnu og oft skorti á mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Hirðingjarnir nýta sér borholur eða brunna sem þeir sjálfir grafa. Beitilandið í kringum þau sjá dýrunum fyrir nauðsynlegri nær- ingu, en eftir því sem á þurrkatíma- bilið líður þurfa hirðingjar að fara lengra og lengra í burtu til að finna gras fyrir dýrin. Í sumum tilfellum getur beitilandið verið nær uppurið og þá færa þeir sig til annarra svæða sem hafa önnur vatnsból eða borhol- ur. Ólíkt því sem oft er talið neyta hirðingjar almennt sjaldan kjöts heldur líta fyrst og fremst á hjörð sína sem framleiðslutæki, ekki neysluvöru. Stærsti hluti fæðunnar er korn og mjólkurvörur. Kornið fá hirðingjarnir á markaði í skiptum fyrir mjólk eða vegna sölu á naut- gripum. Kýr eru aldrei seldar meðal WoDaaBe nema í algjörri neyð enda fæða kvígur af sér fleiri dýr og sjá þannig um að endurnýja hjörðina. Samskipti við akuryrkjufólk eru því nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í lífi hirðingja, sem tengir þá inn í stærra net viðskipta og samskipta. Þurrkar Fræðimenn hafa nú um töluverða hríð lagt áherslu á að í fæstum til- fellum eru það þurrkar einir sér sem valda hungursneyð. Ástæðunnar verður að leita í mun flóknari or- sakatengslum sem jafnframt hafa óþægilega tengingu við nýlendu- stefnu Evrópuþjóða. Leggja má áherslu á að svæði eins og Sahel- svæðið eru jaðarsvæði einmitt vegna þess að þurrkar eru líklegir. Mis- munandi úrkoma er því eðlilegur hluti af vistkerfi Sahel-svæðisins en ekki óvenjulegt eða óeðlilegt ástand. Hér má einnig minna á að öfugt við þá ímynd sem við sjáum í fjölmiðlum af fátæku fólki að reyna að komast af í erfiðu umhverfi hefur Sahel- svæðið í gegnum söguna verið vett- vangur margra blómlegra borgar- ríkja um aldir og hluti þétts nets við- skipta milli norður- og vesturhluta Afríku. Einhæf ræktun á afurðum ætluð- um til markaðsviðskipta hefur haft margþætt áhrif á vistkerfi þurrka- svæða eins og Sahel. Hún gerir smá- bændur háðari alþjóðlegum mörkuð- um og því viðkvæma fyrir verðsveiflum á þeim afurðum sem þeir eru að rækta. Í löndum þar sem félagslegt öryggi er lítið getur slíkt haft mjög alvarleg áhrif. Það sem skiptir þó meira máli í samhengi við þurrka og hungursneyð er að einhæf ræktun eykur mikið hættu á land- rofsferlum og eyðingu uppskeru vegna margs konar faraldra. Eins og minnst var á leggja íbúar þessara svæða einmitt áherslu á að laga sig að síbreytilegum aðstæðum og miða framleiðslu sína við það. Margt hefur hins vegar gert hirð- ingjum erfiðara fyrir að bregðast við tímabilum þar sem regn er óvenju- lítið á ákveðnum svæðum eða þegar heildarúrkoma er mikið undir með- allagi. Föst landamæri þjóðríkja hindra hreyfanleikann sem er hirð- ingjum svo nauðsynlegur til að nýta auðlindir Sahel-svæðisins. Einhæf ræktun til markaðsframleiðslu leiðir til þess að lönd, sem hirðingjar nýttu sér áður, breytast í ræktunarland. Þróun á fræafbrigðum hefur einnig gert það mögulegt að rækta slíkar afurðir á mun þurrari svæðum en áður. Land á svæðum hirðingja hef- ur verið tekið undir búgarða í einka- eign eða í eigu stjórnvalda, sem minnkar landsvæði hirðingjanna verulega. Þurrkarnir á árunum 1968—1974 Á árunum 1968–74 voru miklir þurrkar á Sahel-svæðinu, sem leiddu til uppskerubrests og hungurs. Í kjölfar þessarar hungursneyðar lögðu fræðimenn áherslu á að hana væri ekki hægt að skoða án tilvís- unar til sögulegra atburða og breyt- inga tengdra nýlendutímanum. Í bókinni Seeds of Famine (1980) bentu Richard W. Franke og Barb- ara H. Chasin á að nýlendustefna Frakka skapaði þar mikilvægan for- grunn, en franska nýlendustjórnin lagði mikla áherslu á jarðhneturækt- un til útflutnings í nýlendum sínum. Benda má á að saga jarðhnetunnar er ekki löng í Vestur-Afríku heldur er talið er að hún hafi fyrst verið flutt til þangað af skipstjórum þrælaskipa sem komu frá Brasilíu. Þessi áhersla á jarðhnetuna hafði mikil áhrif á hirðingja landsins vegna þess að framleiðsluaukning á jarðhnetum var fyrst og fremst af- leiðing þess að ræktun færðist sífellt lengra norður á bóginn og lagði und- ir sig dýrmæt beitilönd hirðingja. Neikvæð áhrif jarðhnetunnar voru þó mun margþættari. Jarðhnetan eyðir næringarefnum jarðvegsins mjög fljótt. Hún skilur jarðveginn eftir beran og uppskeran felur í sér að losað er um jarðveginn sem hvort tveggja felur í sér hættu á að nær- ingarefni minnki enn frekar. Mark- aðsframleiðsla jarðhnetunnar olli tíðum hungursneyð í Níger á tíma frönsku nýlendustjórnarinnar, og voru bændur neyddir til slíkrar ræktunar með harðri skattheimtu og gátu því lagt minni áherslu á ræktun fæðu til neyslu. Þessi þróun hélt áfram eftir sjálfstæði Níger árið 1960, og með aðstoð þróunarstofn- ana var lögð áhersla á aukna ræktun almennt fyrir markaði sem enn minnkaði landsvæði hirðingja. Smá- bændur hafa í gegnum söguna einn- ig oft verið í sterku samspili við hirð- ingja, þar sem dýr hirðingjanna hafa fengið að fara inn á ræktunarsvæði eftir uppskeru og í staðinn bætt frjó- semi landsins með úrgangi sínum. Slíkt er oft ekki hægt í einhæfri ræktun plantna fyrir markaði. Mannfræðingurinn Parker Ship- ton hefur bent á að það kaldhæðn- islega við hungursneyð er að í flest- um tilfellum eru það framleiðendur fæðu í dreifbýli sem þjást mest. Flestar WoDaaBe-fjölskyldur misstu meirihluta hjarða sinna á þessu tímabili og hið sama má segja um Túrega sem byggðu afkomu sína á hjarðmennsku. Þegar slíkt gerðist fyrr á tímum gátu WoDaaBe snúið sér að ræktun tímabundið og þannig enduruppbyggt hjarðir sínar. Mun færri WoDaaBe gátu hins vegar snúið sér að akuryrkju til að endur- uppbyggja hjarðir sínar eftir þurrk- ana 1968–74 en áður vegna takmark- aðs aðgengis að frjósömu landi. Vegna þess að beitiland er uppurið þurfa hirðingjarnir að fara langa vegu til að reyna að finna beitiland fyrir dýrin. Margir WoDaaBe gengu til dæmis með dýr sín til Nígeríu og Hungursneyð í Níger: Nútíma vandamál Hungursneyðin í Níger hefur hrist upp í alþjóða- samfélaginu. Fréttir berast af þurrkum og faröldrum, en hverjar eru hinar und- irliggjandi ástæður? Kristín Loftsdóttir fjallar um neyðarástandið í Níger. Hungursneyð er ekki einföld afleiðing þurrka heldur samofin flóknum ástæðum.             Ólíkt því sem oft er talið neyta hirð- ingjar almennt sjaldan kjöts heldur líta fyrst og fremst á hjörð sína sem framleiðslutæki, ekki neysluvöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.