Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 21
ar blóm þeirra koma upp á vorin. Guðbjörg Kristjánsdóttir í Garð- heimum segir að laukana megi setja niður alveg þar til fer að frysta veru- lega. „Svo er líka allt í lagi að nota tímann þegar kemur þíða á milli frostakafla, og setja þá niður lauka.“ Túlípanar eru mjög vinsælir en tegundir þeirra eru fjölmargar, bæði í litum, stærð og lögun. „Stórir lauk- ar júmbótúlípana gefa til dæmis mjög kröftuga plöntu sem stendur lengi. Laukur villitúlípana er miklu minni og gefur líka minni plöntu,“ segir Guðbjörg og bætir við að þó nokkuð misjafnt sé hvenær plöntur lauka koma upp. „Flestir koma upp í maí og júní en plöntur stóru laukanna koma síðast upp.“ Metrahá kúlublóm Rétt eins og í túlípönum eru tegundir páskalilja fjölmargar. „Ein tegund þeirra sem heitir narsissus, er góð vegna þess að mýs fara ekki í þá lauka, en mýs eru sólgnar í haustlauka þegar lítið er um annan mat hjá þeim í kuldanum á veturna. Af þessum ástæðum eru þetta hentugir lauk- ar til að setja niður í sumarbústað- alönd.“ Úrval fjölærra lauka er mikið og heita þeir margir fallegur nöfnum, eins og vetrargosi, vor- boði og keisarakróna. Sumar plöntur fjölæru laukanna eru mjög sérstakar og ein tegund allium-lauksins (giant allium) gefur til dæmis metra háa plöntu með stóru kúlublómi. Laukar hýasintunnar eru ýmist ætlaðir út í garðinn og spretta þá upp á vorin, eða sem inniplöntur fyr- ir jólin. Gott er að orna sér við eld í útiarni á veröndinni. Ljósker í garð- inum eða á svöl- unum gefa haustkvöld- unum hlýlegt yfirbragð. Morgunblaðið/Ásdís Amarillus jumbo er stór laukur og fagur og því er tilvalið að setja hann í glervasa með vatni og hafa hann inni og láta standa í birtu. Vatnið skal aðeins ná yfir ræturnar en ekki laukinn sjálfan. Eftir 7 vik- ur kemur rautt og fagurt blóm upp af honum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 21 Ráðstefnan er haldin af Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School), Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Andy Pratt, prófessor Ágúst Einarsson, prófessor Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ Mark Lorenzen, prófessor ATVINNUGREINAR Ráðstefna um skapandi atvinnugreinar verður haldin í Háskóla Íslands, Odda stofu 101, laugardaginn 1. október nk. frá kl. 10 til 16. Erindi ráðstefnunar eru flutt á ensku. Allir velkomnir. DAGSKRÁ 10.00-10.10 Ávarp ráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 10.10-11.30 Skapandi atvinnugreinar - yfirlit Mark Lorenzen, prófessor í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Umgjörð skapandi atvinnugreina. Smári S. Sigurðsson, fjármála- og gæðastjóri Iðntæknistofnunar. Norræna nýsköpunarmiðstöðin. Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. There is no business like show business.... Stjórnandi: Ágúst Einarsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. 11.30-12.30 Þættir innan skapandi atvinnugreina Andy Pratt, prófessor í London School of Economics. Auglýsingar, sköpun og stefna stjórnvalda. Ágúst Einarsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Skapandi atvinnugreinar og hagræn áhrif menningar á Íslandi. Kjartan Ólafsson, prófessor í Listaháskóla Íslands. Atvinnusköpun í tónlistargeiranum. Stjórnandi: Gylfi Magnússon, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. 12.30-13.30 Hlé 13:30-15.00 Hönnun Nicholas O´Keefee, MS, Háskóli Íslands. Íslenski hönnunarmarkaðurinn. Tina Brandt Husman, prófessor í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Danski hönnunarmarkaðurinn. Margrét Sigrún Sigurðadóttir, MS, Háskóli Íslands og CBS. Tískuhönnun á Íslandi. Guðbjörg Gissurardóttir, grafískur hönnuður. Hönnunarvettvangur. Stjórnandi: Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands. 15.15-16.00 Pallborð Skipta skapandi atvinnugreinar máli fyrir Ísland? Skilgreiningar, listsköpun, opinber stuðningur og stefna, vaxtarmöguleikar, samstarf milli landa. Þátttakendur: Stjórnandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir, doktorsnemi Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands H 2 hö nn un DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.